Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 42 Svanhvít Gunnarsdóttir og Björn Magnússon og börn þeirra Margrét Auður og Axel Magnús í huga manns. — Ég fann að Axel hugsaöi margt og mikið og var leitandi. — Eitt sinn spurði ég hann, hvað hann héldi, að hann hefði fengið út úr þessum ferða- lögum sínum og leiklistarnámi í New York? — Hann brosti og svaraði: „Ja, það var a.m.k.ekki til einskis, — þetta var lífsreynsla." — Þegar ég hugsa um þetta svar hans nú, þá finnst mér, að hann hafi haft rétt fyrir sér. Ég held þrátt fyrir allt, hvort sem líf okkar verður nú stutt eða langt, að við verðum að trúa því að það hafi tilgang. Þegar fólk er spurt á förnum vegi, hvers konar leikrit það vilji helst sjá, svarar það gjarnan: „Eitthvað létt og skemmtilegt." — En jafnvel um hásumar þá getur himinninn tekið upp á þessu, að gerast grár og alskýjaður. — Mig hefði aldrei órað fyrir því, að hann Axel, vinur minn, ætti eftir að leika eitt aðalhlutverkið í lifandi harmleik. — Áhrif þessa harm- leiks eru yfirþyrmandi, en það er eins og boðskapurinn felist ein- mitt í þessum orðum Axels: „Ja, það var a.m.k. ekki til einskis." Ég sendi þessa kveðju með þökk í huga fyrir að hafa átt Axel að vini, og vona að minningin um góðan bróður megi veita eftirlif- andi systkinum hans styrk. Gunnar Gunnarsson. Ungur piltur kom hlaupandi upp Holtastíginn i Boiungarvík. Hann stökk yfir girðinguna, svipti upp hurðinni, þreif mið í fangið, kyssti mig og sagði: „Hæ, Axel! Hvað segirðu?" Hann var svo kátur, hlýr og hispurslaus. Gat þetta verið ein- lægt? Eftir þessi fyrstu kynni varð Axel daglegur gestur á heim- ili okkar, og ég komst fljótt að raun um, að hann var alltaf ein- lægur. Hlýja, glaðværð og hjálp- semi fylgdu honum hvar sem hann fór. Lítil saga sem lýsir Axeli vel. Hann var staddur í New York, góðir vinir á heimleið. Hann lang- aði að gleðja vinkonu sína, en átti ekki pening. Þá settist hann niður og saumaði handa henni tösku. „Ekkert mál,“ eins og hann sagði svo oft, ef leitað var til hans. Slík- ar gjafir verða ekki keyptar. Hann átti ekki mörg ár að baki, en skilur meira eftir en margur maður að lokinni langri ævi. Góð- ur vinur er horfinn jafn skjótt og hann kom. Þakklæti og söknuður eru mér efst í huga og spurning dóttur minnar: „Af hverju hann?“ Fátækleg orð tjá ekki tilfinn- ingar okkar, en við sendum systk- inum hans og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur og hiðjum þeim blessunar. Sigríður Hagalín í dag verður til moldar borin Auður Björnsdóttir, ásamt bróður sínum Axel, og foreldrum, Birni og Svanhvíti. Ekki datt okkur í hug síðast er við hittum Auði, að það væri okkar allra síðasta ánægjustund með henni. Er við fréttum af þessu hörmu- lega slysi, datt okkur heldur ekki í hug að það væri Auður, bróðir hennar og foreldrar sem látist hefðu. Okkur fannst ótrúlegt að svo ung og góð stúlka sem átti allt lífið framundan, færi svo snögg- lega. Fyrstu kynni okkar af Auði, eins og hún var alltaf kölluð, voru fyrir níu árum er við hófum störf okkar í Skátafélaginu Vífli í Garðabæ. I fyrstu var Auður ljós- álfaforinginn okkar en seinna bæði flokks- og sveitarforingi í senn. I gegnum okkar skátatíð var Auður í fararbroddi, alltaf gat hún lífgað upp á þá kennslu sem skátastarfinu fylgir, með skemmtilegúm leikjum. Ekki minnumst við hennar á annan hátt en með sitt glaðlega bros og í góðu skapi, og aldrei reiddist hún hversu illa sem við létum. Öll okkar skátakunnátta kemur frá henni og alltaf var hún tilbúin til að hjálpa ef eitthvað fór úr- skeiðis. I þau skipti sem við kom- um inn á heimili Auðar, var tekið á móti okkur opnum örmum, af henni sjálfri, systkinum hennar og foreldrum, hversu margar sem við vorum. Alltaf munum við minnast Auðar sem ástkærs félaga og mun minning hennar lifa í hjörtum okkar til æviloka. Við vottum systkinum hennar okkar innilegustu samúð, við svo sviplegan missi ástríkrar systur, bróður og foreldra. Guð og gæfan fylgi ykkur. Ásdís H. Ágústsdóttir, Dóra Ingólfsdóttir, Erla Einarsdóttir, Kolbrún Reinoldsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Kagnheiður I. Ágústsdóttir, Þórunn Inga Sigurðardóttir. Vinarkveðja Hörmuleg tíðindi berast, sárs- aukinn nístir og vekur okkur til alvöru lífsins. Máttvana og orð- laus stöndum við í dag, er við kveðjum hjartkæra vini, þau hjón- in Svanhvíti Gunnarsdóttur og Björn Magnússon og börn þeirra Auði og Axel. Minningar ljúfar og sárar, þó svo yfirgnæfandi fleiri ljúfar, þjóta um hugann. Kynni okkar hófust árið 1957, er við hófum byggingu húsa okkar hlið við hlið á svo til ónumdu landi. Húsin risu, óræktað land breytti um svip, gróður óx og dafnaði og svo má einnig orða þá fölskvalausu vináttu, sem tengdi okkur traustum böndum. Börnin okkar uxu upp hlið við hlið og við fylgdumst með litlum, ómótuðum mannverum breytast í sterka persónuleika og glæsileg ungmenni. Held ég sé ekki ofsög- um sagt að Ijúfari og hjálpsamari ungmenni en þau Auður og Axel voru, séu vandfundin, enda for- eldrarnir góð fyrirmynd. Mikið og oft reynir á svo langa vináttu sem okkar var, bæði á gleði- og sorgarstundum, en þar bar aldrei skugga á. Þó oft væru sporin þung, urðu þau leítari eftir fund við þau vinina okkar, sem umvöfðu okkur blíðu og kærleika. Þetta eru fátæklegar kveðjur en einlægar og í alvöru meintar. Al- góður Guð styrki börn þeirra, er eftir lifa, og ekki er að efa að þau halda merki elskulegra foreldra og systkina á lofti, svo vel sem þau eru af Guði gerð. Við þökkum af alhug samfyigd og órofa tryggð elskulegra vina. Guð blessi minningu þeirra. „Ilér viA skiljum.st »g hilULst munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi daudum ró, hinum líkn er lifa.“ (Úr Sólarljóðum) Dídí Með örfáum orðum langar mig til að minnast Axels M. Björns- sonar, vinar er var mér svo kær. Axel var einn af þeim alltof fáu hér í heimi er hugsaði fyrst og fremst um að fólkinu í kringum hann liði vel og að allir væru ánægðir. Því verður best lýst með þeim orðum er voru ávallt á vör- um hans: „Skemmtu þér með því að skemmta öðrum." Það er sárt að sjá á bak svo kærum vini með jafn mikinn persónuleika. Ég kynntist Axel vel og með okkur tókst góð vinátta er við störfuðum saman í leiklistarhópi í Verslunarskóla íslands. Þar naut hann sín vel, enda búinn miklum hæfileikum á leiklistarsviðinu og hafði hann hugsað sér að nýta þá í framtíðinni. Að námi loknu í Verslunarskóla íslands vorið 1979 hélst vinátta okkar óslitin áfram þrátt fyrir það að fjarlægðin á milli okkar væri oft mikil. Síðastliðinn vetur dvaldi Axel erlendis við leiklistarnám og bár- ust mér þá bréf frá honum sem voru eins og súrefni á eld vinátt- unnar. Það var ekki fjöldi blað- síðna er skipti máli í þessum bréf- um, heldur vitneskjan um að þau voru frá traustum vini er mundi ávallt eftir vinum sínum. Nú, þegar ég minnist Axels, kemur upp í huga mér vísa úr Hávamálum og er ég þess fullviss að allir þeir er þekktu Axel munu vera mér sammála um að innihald hennar á vel við nú er við kveðjum hann. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Að lokum vil ég votta systkinum og aðstandendum Axels M. Björnssonar mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning góðs drengs. Þökk fyrir allt og allt. Kristin Steinarsdóttir. Það er erfitt að setja sig niður á þessari sorgarstundu og ætla með nokkrum orðum að kveðja elsku- legt frændfólk, sem svo sviplega var kallað á braut hins óþekkta. Frændsystkin mín tvö Axel og Auður, Axel sem var nýkominn heim frá Bandaríkjunum eftir að hafa stundað nám við leiklist. Ég man eftir Axel sem litlum strák alltaf að koma manni til þess að hlæja, hann hafði sérstakt lag á því að koma manni til þess að gleyma stund og stað með kímni- gáfu sinni og ekki var Auður síður skemmtileg. Hún var sú elsku- legasta manneskja sem við höfum kynnst, alltaf boðin og búin til að hjálpa öðrum. Hún hafði góða frásagnarhæfileika og var alltaf gaman að hlusta á hana segja frá reynslu sinni úr dagsdaglega líf- inu. Manneskja sem heilsaði hverjum morgni með bros á vör. Svo eru það Bjössi frændi og Svanhvít. Gestrisni þeirra hjóna var með einsdæmum og hafði Svanhvít lag á því að hafa á boð- stólum góðgæti að smekk gesta sinna og virtist hún alltaf muna það sem hverjum þótti gott. Ég minnist þess líka hvað Svanhvít var ömmu minni mikil stoð og stytta í hennar löngu sjúkrahús- legu, hún fór til hennar hvern ein- asta dag. En þannig var Svanhvít og þau bæði hjónin, alltaf var hægt að treysta á þau. Bjössi frændi, við höfum ekki orð til þess að lýsa hversu mikils virði hann var okkur hjónunum. Alltaf mátti leita ráða hjá honum með hvaða vandamál sem maður átti við að etja og alltaf reyndi hann að leiða okkur á rétta braut. Fyrstu minn- ingar mínar af honum eru frá því ég kom fyrst til íslands ásamt móður minni þá 12 ára að aldri, vildi hann þá allt fyrir okkur gera, og má þá nefna að þau hjónin höfðu tekið bróður minn inn á sitt heimili sem einn af fjölskyldunni í rúmt ár áður en við mæðgurnar komum til landsins. Aldrei var talað um það nema sjálfsagðan hlut og eftir að faðir okkar dó reyndist Bjössi móður minni sem sannur bróðir. Ekki dró úr hjálp- semi Bjössa við fjölskylduna eftir að ég kynntist eiginmanni mínum. Þau hjónin voru mikið athafna- fólk og alltaf var nóg að gera hjá þeim og virtust þau kunna að nota tíma sinn vel. Félagslyndi þeirra hjóna hafði góð áhrif á uppeldi barna þeirra og skóp með þeim þann félagsþroska sem einkenndi foreldra þeirra. öll komust börn þeirra fjögur til mennta og voru foreldrum sínum ávallt til sóma enda nutu þau ástúðar og vináttu foreldra sinna sem studdu þau í hvívetna. Ekki voru liðnir nema 3 dagar frá því að við hjónin ásamt bðrn- um okkar sóttum Bjössa og Svanhvíti heim. Heimsóknin var farin í þeim tilgangi að samgleðj- ast Svanhvíti á fertugasta og sjöunda afmælisdegi hennar, sem hafði verið daginn áður. Engum datt í hug á þeim degi að þetta væri sú kveðjustund sem raun bar vitni, enda ríkti þá gleði og ham- ingja í Faxatúni 5, eins og ætíð áður. Það er erfitt að hugsa til þess að fleiri heimsóknir verði ekki í Faxatúnið og að aldrei heyr- ist aftur gamansemi og hlátur þeirra sem þar bjuggu. Viljum við hjónin og synir okkar þakka fyrir þær ánægjulegu samverustundir, sem við fengum að njóta í faðmi þessarar sam- rýndu fjölskyldu og munum við geyma minningu þeirra í hjörtum okkar. Að lokum viljum við biðja þess að góður guð styrki eftirlifandi börn þeirra hjóna, Gunnar og Kristínu, ásamt fjölskyldum þeirra, í gegnum þessa miklu sorg. Soffía, Jóhann og synir. Halldór Þorleifs- son frá Arhrauni Fæddur 26. desember 1922 Dáinn 22. júlí 1982 í dag er til moldar borinn í Reykjavík einn af okkar dugmiklu togarasjómönnum, Halldór Þor- leifsson. Hann var fæddur að Ár- hrauni á Skeiðum, Árnessýslu og var systkinahópurinn stór. Hann fór snemma að vinna fyrir sér og var til sjós á Reykjavíkurtogurum. Hann þótti dugmikill sjómaður og kunni vel til verka, lengst mun hann hafa verið á Engey frá Reykjavík og var hann bátsmaður þar. Halldór var fróður maður og höfðu margir gaman af því að tala við hann um nýjungar og heims- mái. Árið 1962 giftist Halldór móður okkar, Steinþóru Jónsdótt- ur, en við vorum 11 ára, 13 ára og 15 ára gamlar. Halldór tók okkur systrunum eins og við værum hans eigin börn. Halldór eignaðist einn son með móður okkar og er hann við nám. Við systurnar þökkum Halldóri umhyggju og velvild er hann sýndi okkur ávallt á lífsleiðinni. Við óskum honum góðrar ferðar yfir móðuna miklu og fylgi honum allar góðar vættir og greiði veginn. Með þökk fyrir samveruna og stuðning hans á lífsleiðinni. Mömmu og bróður okkar biðjum við góðan Guð að styrkja og styðja í sorg þeirra. Sigríður, Erla og Guðrún Á líðandi ári hef ég orðið að kveðja tvo bestu vini mína, sem ég kynntist þegar vor var í huga og vonir voru bjartar til komandi daga. En hverfleiki sólarlagsins er skammt undan fyrir mér sjálfum, og högg í garð vina boðar komandi feigð. Állt mannlegt er háð eyð- ingu og fallvaltleik, en huggunin er, að á komandi stundum eru brigðin að gleðjast við yl minn- inganna. Ég kynntist Halldóri Þorleifs- syni, þegar hann var að stíga fyrstu spor til undirbúnings lífs- starfs síns. Hann var kátur og skemmtilegur í allri kynningu, fastur í skoðunum og ákveðinn, sérstaklega skemmtinn í viðræð- um, kunni allra manna best að segja frá, láta skoðanir sínar í ljósi á einfaldan og ljósan hátt. Halldór Þorleifsson var fæddur í Árhrauni á Skeiðum, 26. desem- ber 1922. Foreldrar hans voru hjónin: Valgerður Gísladóttir og Þorleifur Halldórsson í Árhrauni á Skeiðum. Hún var af hinni þekktu Bergsætt og er margt ætt- fólk hennar þekkt að gáfum og at- gjörvi. Þorleifur í Árhrauni var merkur og greindur bóndi. Hann athugaði til dæmis náttúrufyrir- bæri í grennd bæjar síns, svo- nefndar þurrðir í Hvítá og hafði þar aðrar skoðanir en náttúru- fræðingar og ritaði um það í blöð. Halldór ólst upp í Árhrauni í hópi margra systkina í samlyndi og gleði. Hann tók ungur þátt í lífsbaráttu fjölskyldunnar, jafnt í starfi og félagslífi í sveitinni. Hann fór ungur að vinna frá heimilinu eftir því sem tækifæri gáfust. Um tvítugt fór hann til náms í héraðsskólanum á Laug- arvatni og lauk þaðan prófi. Síðan var hann heima að mestu, uns for- eldrar hans hættu búskap og flutt- ust að Selfossi. Þá fluttist hann til Reykjavíkur. Hann vann þar fyrst í stað við byggingarvinnu og var jafnvel að hugsa um að læra iðn. En úr því varð ekki. Hann gerðist sjómaður á togurum, lengst á botnvörpungnum Sigurði með Auðuni Auðunssyni, hinum þekkta aflamanni. Hann varð þar snemma bátsmaður. Ég held að Halldór hafi um skeið verið að hugsa um að læra sjómannafræði, enda hafi hann til þess öll skilyrði, jafnt gáfur og atgervi. En úr því varð þó ekki. Starfið var honum allt, heillandi í brennandi áhuga á að gera sem mest, og vinna þjóð 3inni og fjölskyldu sem mest og best. Halldór steig mesta gæfuspor ævi sinnar 9. nóvember 1962 er hann kvæntist Steinþóru Hildi Jónsdóttur frá Hóli á Langanesi. Hún er fædd 3. desember 1926 og eru foreldrar hennar Ingibjörg Gísladóttir og Jón Árnason, bóndi á Hóli. Þau eiga einn son, Óðinn Þorvald, fæddan í Reykjavík 14. júlí 1962. Hann stundar fram- haldsnám í Reykjavík. Halldór Þorleifsson veiktist við starf sitt á sjónum og var fluttur á sjúkrahúsið á Neskaupstað og síð- ar til Reykjavíkur. Hann fékk nokkra heilsu um skeið, en lést eftir stutta legu 22. júlí síðastlið- inn. Ég naut margra ánægjustunda með Halldóri í mörg ár. Við bjugg- um í sama húsi. Mörg kvöld und- um við saman við spil og samræð- ur. Það var alltaf ánægjulegt að vera í félagsskap Halldórs. Hann var bæði skemmtilegur og ræðinn. Hann var óvenjulega minnugur, var fljótur að tileinka sér fróðleik og kunni manna best að segja frá. Hann var heilbrigður í skoðunum, sjálfstæður og ákveðinn. Hann hafði mikið yndi af að ræða um heimabyggð sína, einkenni fólks- ins þar, sérkenni þess og áhuga- mál. Lífið var honum leikur, heill- andi og ljúfur. Ég held, að allir sem kynntust Halldóri hafi haldið upp á hann, virt hann og dáð fyrir drengskap hans, festu og velvild. Ævi vinar míns er lokið. Hann er horfinn. Veröldin er fátækari. Bikar vináttunnar er ekki lengur til staðar nema í minningunni. Þar er hann í vitund og færi, heill- andi eins og fyrsta handtakið. Líf- ið leikur sér að gersemum okkar, stundum án þess að við skiljum tilganginn. Svo verður mér að minnsta kosti í huga, er ég kveð góðan félaga og sannan vin. Ég samhryggist konu hans og syni, systkinum og öðrum vanda- mönnum. En mest er að hafa átt sólskinsstundir í návist manns, sem er sannur félagi, sannur bróð- ir, sannur vinur allra sem hann umgekkst. Jón Gí.slason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.