Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 29 Að bræða úr sér Eftir Pétur Pétursson þul Arnarhóllinn hímir dapur með bæklaðan túnfót á ambúlansi Seðlabankans. Samt er ekki svo að sjá sem rúsínulausri Þjóðar- kökunni daprist flugið þegar gengið er Ingólfsstræti, götu landnámsmanns. Þar er lyftiduft- ið í algleymingi og dínamítbland- að gerpúlverið púlveríserar hvern álfaklettinn af öðrum svo undir tæki í Sölvhól, ef hann væri ekki löngu horfinn, týndur og tröllum gefinn í greip Gilitruttar, General Motors, SÍS og Launadeildar Fjármálaráðuneytisins. í einka- húsi Grænmetis, þar sem vemmi- legar kláðakartöflur voru áður metnar fyrsta flokks Gullauga af einokunarmatsmönnum eru nú flokkaðir opinberir starfsmenn í skýrsluvélum sem hálfdrættingar og undirmálsfólk, og eiga naum- ast betra skilið. Þeir geta sjálfum sér um kennt. Döggvott grasið á Arnarhóli bíður árgeisla. Ungir svartbakar hafa leitað undan háflæði á Kol- beinshaus og mæla sér mót í grænu túni landshöfðingja og bíða Bensanna er senn koma og vekja þeim styggð er þeir ýfa svörðinn á mörkum malbiks og gróðurs. Krani Seðlabankans á Arnar- hóli trónar í þeirri hæð að þangað er engum fært utan fuglinum fljúgandi, nema ef vera skyldi verðbólgustigi vísitölunnar, sem stefnir skýjum ofar í kvikasilfri Þjóðhagsstofnunar, þrátt fyrir allt. „Hvað er þá orðið allt okkar starf í sexhundruð sumur?" spurði skáldið. Gkki svo að skilja að verðbólgan hafi grassérað svo lengi. En hvað er langt síðan Ólafur Jóhannesson ætlaði að ráða niðurlögum hennar? Var það ekki um svipað leyti og hann ræddi um lágmarkslaun hér fyrr á árum og kvað lágmark þurftarlauna vera eitthundrað- þúsundkrónur? Hvað væru þau laun í dag? — Eittþúsundkrónur — Allt hefir það gerst á niður- talningartíma verðbólgu. Niðurtalningameistarar verð- bólgu minna um margt á þá er stjórna geimskotum. Þeir standa borginmannlegir og telja niður. Svo þegar kemur að núllinu þá fyrst byrjar ballið. Eldflaugin þýtur með ógnarhraða upp á him- inhvolfið. Þannig hefur farið um niðurtalningu verðbólgu í hönd- um stjórnvalda. Svo koma forsvarsmenn laun- þegasamtaka árið 1982, taglhnýt- ingar stjórnvalda og segja: Átta- þúsundkrónur, algjört lágmark. Þó má að þeirra mati skerða laun á hausti komanda um nær 3%. Allan þennan tíma hafa stjórn- völd, hverju nafni sem nefnast, fylkt liði gegn verðbólgunni. Og Seðlabankinn efnt til myntbreyt- ingar og seðlaskipta, allt í því skyni að efla trú á íslenskan gjaldmiðil. Á sama tíma hefir verkalýður hvergi sparað erfiði, vinnu og afköst. Auðstéttin krefst sífellt stærri fórna. . Einhverntíma hefði þetta verið kallað að trúa á kapalinn. Ef ráðamenn lytu sömu lögmálum, deildu sömu kjörum og sölumenn raftækja, þá er þeir selja vélar til heimilisnotkunar og taka á þeim ábyrgð tiltekinn tíma — kjörtímabil — þyrfti enginn að fara í grafgötur um örlög þeirra og orðspor. En ábyrgðarskírteini raftækja dugir ekki í þessu tilviki. Orðhengilsháttur, hártoganir, laumuspil og loforðaglamur um „betri tíð með blóm í haga“ koma í stað efnda. Er ekki kominn tími til að kapitalistar taki við sínum eigin kapitalisma, og þeir er með ýmsum hætti svíkja lit, þó þeir kenni sig við sameignarstefnu og sósíalisma láti þeim eftir þrota- búið? „Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð," sagði skáldið. Bifvélavirkjar segðu að vélin væri löngu búin að bræða úr sér. Ökumenn og farþegar vita hvað það þýðir. Ekki hvað síst þegar Leggjabrjótur og Brattabrekka eru framundan, og það á fótinn. EF ÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'GLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar húsnæöi óskast Einhleyp kona á miöjum aldri óskar eftir aö taka á leigu litla íbúö. Reglusemi og góöri umgengni heitiö. Uppl. í sima 10925. húsnæöi : í boöi í Keflavík: Glæsilegt nýtt 160 fm einbýlis- hús með tvöföldum bilskúr vlö Heiöarbakka. Glæsilegt 140 fm garöhús meö bílskúr viö Heiöargarö. Eldra einbýlishús viö Noröurtún 8, gott verö. Vogar: 110 fm nýlegt einbýlishús viö Kirkjugeröi meö bilskúr. Fasteignaþjónusta Suöurnesja, Hafnargötu 57, s. 3722. Keflavík Til sölu nýleg parhús viö Sunnu- braut. Stærö 140 fm ásamt bilskúr. Skipti á 4ra—5 herb. íbúö á jaröhæö meö bílskúr koma til greina. 2ja og 3ja herb. ibúöir í glæsi- legu einbýlishúsi viö Hólmgarð. Ibúöunum veröur skilaö tllbún- um undir tréverk, en öll sameign veröur fullfrágengin m.a. lóö. Góöir greiösluskilmálar. Teikningar til sýnis á skrifstof- unni. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. Útsala á hundruöum pocketbóka á ensku og dönsku eftir úrvals höfunda, á aðeins 25 kr. stk. Bókaverslunin, Njálsgötu 23. simi 21334. Erlendur maður óskar eftir aö kaupa íslenskar bækur er heita Sýslumannaævi 5 bindi Uppl. í síma 24846, til kl. 11. f.h. f.h. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Ferðir um verzlunar- mannahelgina, 30. júlí — 2. ágúst: 1. kl. 18.00: Strandir — Ingolfsfjöróur Gist (2 nætur) i svefnpokaplássi aó Laugar- holi i Bjarnarfiröi Farió yfir Tröllatunguheiói i Dali. Gist aó Laugum 1 nott 2. kl. 20.00: Lakagigar Gist i tjöldum 3. kl. 20 00 Skaftafell — Jökul- lón. Gist i tjöldum 4 kl. 20.00: Skaftafell — Birnu- dalstindur. Gist i tjöldum 5 kl. 20.00: Nyidalur — Von- arskaró — Hagöngur Gist i húsi. 6. kl. 20.00: Núpsstaóaskógur. Gist i tjöldum 7. kl 20.00: Alftavatn — Hvanngi! — Háskeróingur Gist i húsi. 8 kl. 20 00 Þórsmörk — Fimmvöróuhals — Skogar Gist i husi. 9 kl 20 00 Landmannalaugar — Eldgja — Hrafntinnusker Gist i husi 10 kl. 20 00: Hveravellir — Kerl- ingarfjöll. Gist i húsi. 31. júlí — 2. ágúst 1 kl 8.00: Snæfellsnes — Breióafjaröareyjar GiSt i svefnpokaplassi i Stykkis- hólmi. 2. kl. 13 00: Þorsmörk Gist i husi og tjöldum Farþegar eru beömr aó tryggja sér farmióa timanlega. þar sem þegar er mikiö selt i allar ferö- irnar Nanari upplysingar a skrifstofunni. Öldugötu 3. Feröafelag Islands FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferöir um verzlunar- mannahelgina: 1. 1. ágúst kl. 11.00. Gamli Þingvallavegurinn. 2. 2. ágúst kl. 13.00. Hengladalir. Verö kr. 100,- Frítt fyrir börn i tylgd fulloröinna. Fariö frá Umferöarmiöstööinni, austan- megin. Farmiöar viö bíl. Miövikudaginn 4. ágúst: 1. kl. 08.00 Þórsmörk. Oagsferö og lengri dvöl. 2. kl. 20.00 Slúnkaríki (kvöld- ferö). Farmiöar viö bíl. Feröafélag íslands. Samkoma verður i kvöld kl. 20.30. aö Hverflsgötu 44, sal Söngskólans. Allir velkomnir. Húsmæðrafélag ReykjavíAur Skemmtiferöin veröur farin laug- ardaginn 7. ágúst. Uppl. i símum 81759 Ragna, 22522 Sigríöur, og 84280 Steinunn. Látiö vita tímanlega. Stjórnin. AUGLÝSINGASIMINN ER: 22480 JRnpMthMk raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar feröir — feröalög Þjórsárdalur Ferðir að tjaldstæöum í Þjórsárdal um versl- unarmannahelgina. Frá Reykjavík: Föstudag 30. júlí kl. 18.30 frá B.S.Í. Umferða- miðstöð. Föstudag 30. júlí kl. 20.30 frá B.S.Í. Umferða- miðstöð. Laugardag 31. júlí kl. 14.00 frá B.S.Í. Um- ferðamiðstöö. Sunnudag 1. ágúst kl. 10.00 frá B.S.Í. Um- feröamiðstöð. Hringferð í Þjórsárdal með fararstjóra. Aö austan: Sunnudag 1. ágúst kl. 17.00 frá tjaldstæöum í Þjórsárdal til Reykjavíkur. Mánudag 2. ágúst kl. 12.00 frá tjaldstæðum í Þjórsárdal til Reykjavíkur. Mánudag 2. ágúst kl. 17.00 frá Búrfelli og Þjórsárdal til Reykjavíkur. Ath: Feröir verða frá afgreiðsluskála og tjaldstæðum á Sandárstungu að sundlaug og hringferð um Þjórsárdalinn. Nánar auglýst í söluskála. Landleiðir h/f. Sími 20720. B.S.Í. Sími 22300. Þjónustufyrirtæki í byggingaiðnaðinum sem er í fullum gangi, í góðu eigin húsnæði miösvæðis í Reykjavík. Góður efnislager og viðskiptasambönd. Einstakt tækifæri fyrir langhenta aðila sem vilja standa fyrir eigin atvinnurekstri. Lysthafendur leggi nöfn sín inn á auglýsinga- deild Mbl. merkt: „I — 222“ fyrir kl. 18. fimmtudag, 5. ágúst. kennsla Skyndihjálpar- kennaranámskeið í Reykjavík Rauöi kross íslands heldur kennaranámskeið í almennri og aukinni skyndihjálp í kennslusal Rauða krossins, Nóatúni 21, Reykjavík, dag- ana 14.—20. ágúst nk. Inntökuskilyröi er al- mennt skyndihjálparnámskeið. Áhugafólk hafið samband við skrifstofu Rauða kross íslands, sími 26722, fyrir 6. ágúst. Rauði kross íslands. húsnæöi öskast Húsnæði óskast Óskum að taka á leigu íbúð í Hafnarfirði eöa nágrenni. Flest kemur til greina. Mjög góðri umgengni heitið. Einhver fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 51446. Einu sinni skáti, ávallt skáti Hittumst á afmælismóti Reykjavíkurskáta að Úlfljótsvatni. Þetta er skátamót meö fjölbreyttri dagskrá, líka í fjölskyldubúöum. Feröir frá Umferðamiðstöð kl. 20.00 á föstu- dag og kl. 13.00 á laugardag. SSfí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.