Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 33 Kvikmyndir í upphafi R. III, er heims- meistarinn orðinn velstæður góðborgari. Víðsfjarri gettoi Philadelphiu. Þeir fáu verða að láta í minni pokann sem voga sér að leggja í kappann. En norður í bílaborginni Detroit fer að bera á hvassyrtum boxara, Clubby Lang, (Mr. T). hinum frunta- legasta náunga í alla staði og vinnur hann hvern sigurinn á fætur öðrum. Þar að kemur að þessi illmannlegi kjaftaskur skorar meistarann á hólm. Þegar keppnin rennur upp kemur fljótlega í ljós að Rocky hefur fundið ofjarl sinn. Hann hefur slakað um of á í vel- gengninni og á Lang í litlum erf- iðleikum með að hirða af honum titilinn eftir blóði drifinn bar- daga. Meðan á keppninni stóð, féll frá stoð og stytta Rockys, þjálf- arinn Mickey, (Burgess Mere- dith), og gerast þá þau merki- legu tíðindi að Appolo Creed, (Carl Weathers), sá sem mátti sjá á eftir heimsmeistaratitlin- um á sínum tíma til Rocky í Rocky II kemur nú á fund þessa forna fjandmanns síns og býðst til að þjálfa hann til sigurs gegn Lang, (gegn ósk sem kemur skemmtilega á óvart í enda myndarinnar). Á ýmsu gengur uns Rocky þyggur boðið og upphefst þá strangt tímabil æfinga og um skeið missir hann kjarkinn. Svo fer þó að lokum, sem flestir áhorfendur eru farnir að vona, að Rocky tekst að knýja fram sigur gegn hinum svarta of- stopamanni í þeim rosalegasta darraðadansi sem myndaður hefur verið í hringnum. Sem sjá má er efnið ekki ýkja frumlegt. Og fyrst og fremst er R. III, bráðskemmtileg. Það er sérstök upplifun að sjá mynd sem þessa í stórborg vestra. Er engu líkara en að atburðirnir séu að gerast á sviðinu, slíkar eru undirtektir áhorfenda. Margoft nötraði þéttsetinn saiurinn und- an hlátrasköllum, klappi og hrifningarópum. Og í lokabar- daganum mikla reis „publikum" oftlega á fætur og baulaði þá óspart á hið þeldökka frunta- menni eða grenjaði af gleði þeg- ar Rocky tókst að slæma á hann höggi. Og þess skal getið að hör- undsdökkir voru í miklum meiri hluta á téðri sýningu! Rocky III, hrífur mann með knýjandi frá- sagnarstíl sínum. Æsir náttúru- lega upp í manni villimanninn í stórkarlalegri baráttu þess illa og góða. Bardagaatriðin eru stórkostlega vel útfærð og sannfærandi og möguleikar Dolby-hljóðsins notaðir til hins ítrasta. Sem fyrr segir er sögu- þráðurinn léttur og kryddaður bráðskemmtilegum atriðum eins og er Rocky berst við fjölbragða- glíkukappa einn svaðalegan. Er það leikur kattarins að músinni, og áður en Rocky fær rétt hlut sinn er honum varpað eins og tuskubrúðu langt fram í sal. Leikurinn er eins og best verð- ur ákosið, hvað snertir öll aðal- hlutverkin. Einkar gaman er að hinum illvíga óvinsæla Clubber Lang í meðförum Mr. T. Sá hefur lítt fengist við kvikmyndaleik áður, en þjónað sem lífvörður, köppum einsog Leon Spikes og Muhammad Ali. Rocky III, er fagmannlega gerð að flestu leyti, sem myndar af hennar stærðargráðu er von og vísa. Kvikmyndataka og klipping næsta óaðfinnanleg, sama máli gegnir með hljóðupptöku. En fyrst og fremst er húii sigur handritahöfundarins, leikstjór- ans og leikarans Sylvester Stall- one. Hann hefur enn einu sinni sýnt að hann kann þá töfra að laða almenning inn í kvik- myndahús í harðnandi sam- keppni frá sjónvarpi og mynd- böndum. Og honum hefur sann- arlega tekist að skapa hetju sem fellur velflestum jarðarbúum í geð — Rocky Balboa. Frá New York Allt er þegar þrennt er Sæbjörn Valdimarsson Rocky III Madur hefur á tilfinningunni að það hljóti að vera óralangt síðan að lítt þekktur leikari af Sikileyskum ættum og alinn upp í Hell’s Kitch- en í New York, fór bónbjargarveg milli framleiðenda vestur í Holly- wood. Var hann að reyna að koma á framfæri all-óvenjulegu kvik- myndahandriti, a.m.k. á þess tíma mælikvarða. Það snerist mest- megnis um hnefaleikakeppni á rnilli óþekkts, efnilegs boxara úr fátækrahverfi Philadelphiu og hins glæsta heimsmeistara þessarar miskunnarlau.su íþróttar. Lofsöng- ur um uppreisn smælingjans i hörðum heimi hinna fáu útvöldu. Eftirleikinn þekkja velflestir. Svo fór að lokum að Sylvester Stallone gat selt handritið Rocky framleiðendunum Irwin Winkler og Robert Chartoff, sem hafa orð á sér fyrir að vera bjartsýn- ismenn. Verðið var ekki hátt, en Stallone fékk í gegn sitt hjartans mál — að fá að fara sjálfur með aðalhlutverkið. Flestir sem komu nálægt myndgerðinnu unnu kauplaust en upp á vænt- anlegar prósentur af hagn- aðinum sem flestir töldu að eng- inn yrði. Með þessu móti varð fyrsta myndin um Rocky Balboa til. Flest fór á annan veg en hugað var. Þessi fyrrum augnþyrnir kvikmyndaspekúlanta varð öll- um á óvart geysivinsæll. Um all- an heim dró hann að sér fjölda fólks sem hreifst af þessum sig- uróð um lítilmagnann. Áður en varði voru fleiri eftirlíkingar komnar á markaðinn — Rocky varð ekki aðeins metaðsóknar- mynd, heldur einnig, í anda margra aðsópsmikilla mynda — stefnubreytandi. Og það leið heldur ekki á löngu uns þeir Stallone og félagar gerðu fram- haldið — Rocky II, og naut hún einnig mikilla vinsælda hvar- vetna. Þótti þá flestum nóg sagt. Þessar tvær myndir gerðu Stallone heimsfrægan — og for- ríkan. En aðrar myndir sem hann lék í eftir Rocky I, hafa lítið gert til að hressa uppá ímynd hans. Eru það myndirnar FIST, Paradise Alley, Nighthawks og Victory. Er ekki ólíklegt að vonbrigðin með þessar myndir eigi einhvern þátt í að Stallone réðst í að gera þriðju myndina um hugarfóstur sitt, Rocky Balboa. Skemmst frá að segja var Rocky III frumsýnd vestan hafs í lok maímánaðar, við slíkar feiknavinsældir að hún hefur nú löngu slegið út aðsóknarmet Rocky I, (sem var talsvert meira sótt en R. II), og er ein langvin- sælasta mynd sumarsins í Bandaríkjunum í ár. Kemur hún næst á eftir E.T. Spielbergs, sem nú virðist sennilegur keppinaut- ur Star Wars en um efsta sæti vinsælustu mynda kvikmynda- sögunnar. En hvað kemur til að þessi þriðja mynd um efni, sem flestir töldu þegar útrætt á tjaldinu, hlýtur þvílíkar viðtökur? Jú, Stallone hefur enn einu sinni tekist að skapa frísklegan sögu- þráð í kringum óskabarn sitt og fylla myndina spennu og nauð- synlegu drama. Áð mínum dómi er Rocky III gegnum besta myndin í seríunni og hiklaust sú best gerða, einstaklega skemmti- leg afþreying. Hiaa óárennilegi áskorandi, Chibber Lang. Rocky og qifcrafáagM—Itipplnn „Thunderlipa”, I einkar líflegu atriði. Leikstjórinn, leikarinn og hand- ritahöfundurinn Sylvester Stall- one, bak við myndavélina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.