Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 Fjölskylduminning: Svanhvít Gunnarsdóttir og Björn Magnússon og börn þeirra Margrét Auöur og Axel Magnús „SkjóU h<*fur sól brugóió sumri því séó ht*f óg fljúga fannhvíta svani úr sveitum til sóllanda f<*gri.“ Þegar tryggðavinir hverfa manni á örskotsstund og þegar svo gífurlegt skarð er rofið í vinahóp- inn á einum degi er von mann setji hljóðan og horfi inn í sjálfan sig tómum augum. Upphaf kynna okkar voru á haustdögum 1965 er við hjónin fluttum í Garðahrepp. Mjög fljótt tókst vi'nátta með börnum þessara fjölskyldna sem treystist með hverjum nýjum degi. Það þurfti ekki löng kynni til að sjá að börn- in höfðu valið gott fólk að vinum og vorum við því fegnust ef þau voru saman við starf og leik. Þegar við hófum starf í UMF Stjörnunni á bernskudögum þess félags, við aðstæður sem kalla ekki á áhuga hjá ungu fólki, þar sem allt vantar til alls nema áhuga til að búa mikið til úr litlu, þá var það okkur styrkurinn mesti að kynnast fólki með skilning á því, að æskulýðsstarfið varð að flytjast inn í hreppinn. Þar var fjölskylda Björns Magnússonar fremst af mörgum góðum, heil- steypt mannkostafólk sem veitti hlýju og góð ráð á báðar hendur. Og árin liðu, börnin urðu fullorðið fólk en vinátta breyttist ekki held- ur treystist og þroskaðist, það höf- um við fundið æ því betur sem árunum fjölgar frá fyrstu kynn- um. En nú er skarð fyrir skildi sem aldrei fyllist en hlýjar minningar veita fró. Eftirlifandi börnum þeirra hjóna, Kristínu og Gunnari og öllum aðstandendum vottum við dýpstu samúð okkar fjölskyldu í bæn um að Drottinn veiti dánum ró en hinum líkn sem lifa. Ellen Einarsdóttir, Ingvi Guðmundsson og börn. Síminn hringir að morgni 21. júlí. Það er Gunnar, sonur æsku- vinkonu minnar Svanhvítar, með þá hörmulegu frétt að foreldrar hans ásamt tveim yngstu systkin- unum hafi farist í flugslysi kvöld- inu áður. Yfir mig færist einhver doði, þetta er of hörmulegt til þess að ég skynji það í fyrstu. Síðan fara minningarnar um Svanhvíti um huga minn. Allt frá barnsaldri finnst mér að hún hafi verið gef- andinn og ég þiggjandinn í okkar samskiptum. Ég finn að ég hefi misst ómetanlegan vin sem alltaf var reiðubúinn til hjálpar þegar þörf var á. Svanhvít var fædd og uppalin á Framnesvegi 14. Foreldrar hennar voru Margrét Magnúsdóttir og Gunnar Bjarnason. Börn þeirra voru 6 og eru nú 3 þeirra dáin um aldur fram. Svanhvít lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar vorið ’52 og þaðan áttum við margar sam- eiginlegar ljúfar minningar. ör- lögin höguðu því þannig að ekki varð úr frekara námi hjá Svan- hvíti, þrátt fyrir frábæra náms- hæfileika hennar. Strax ári eftir að Svanhvít lauk prófi stofnar hún heimili með eiginmanni sínum, Birni Magnússyni í Silfurtúni í Garðabæ, þar sem þau bjuggu síð- an alla tíð. Þau eignuðust 4 börn, Gunnar f. ’53, Kristínu f. ’54, Margréti Auði f.’57 og Axel f. ’59. Lífsbaráttan hjá ungum hjón- um með stóran barnahóp var eng- inn dans á rósum, en þau voru samhent, vinnusöm og nægjusöm og sigruðu alla erfiðleika. Svanhvít var frábær móðir og var börnum sínum sannur félagi. Hún helgaði heimilinu alla sína starfskrafta meðan börnin voru ung, en eftir að þau stálpuðust vann hún eitt og annað ásamt heimilisstörfunum. Svanhvít tók bæði tengdamóður sína og föður sinn um tíma inn á heimilið til hjúkrunar og lýsir það hjálpsemi hennar og óeigingirni. Að lokum bið ég góðan guð að styrkja Gunnar og Kristínu, maka þeirra og börn í þessari miklu raun. Herdís. I byggðarlagi eins og Garðabær var fyrir 15 árum, urðu kynni fólks meiri en nú er. Sérstaklega þegar við, sem bjuggum þá í sveit- arfélagi, fundum til þess að við vorum orðin sérstök, sjálfstæð heild. Þessu fylgdi stofnun ýmissa félaga, bæði fyrir yngri og eldri. Við vorum nokkrir skátar úr Hafnarfirði og Reykjavík sem stofnuðum skátafélag í Garða- hreppi, sem við gáfum nafnið „Víf- ill“. I þessum hópi krakka kynnt- ist ég fljótt börnum Björns og Svanhvítar. Þó sérstaklega urðu kynni mín mest af Gannari og Margréti Auði, sem við nefndum alltaf Auði. Auður var mjög sam- viskusöm og góður foringi og átti hún mjög gott með að umgangast börn og hændust þau mjög að henni. Dætur mínar þrjár voru það heppnar að vera undir stjórn og leiðsögn Auðar í nokkur ár. Allt skátastarf hennar bar vitni persónuleika hennar, sem var glaðværð, hlýleiki og mikil ábyrgðartilfinning. Þetta fundu Ijósálfarnir og skátarnir sem hún stjórnaði, enda þótti þeim mjög vænt um hana. Auður átti oft leið heim til okkar til að ræða um skátastarfið, voru það okkur hjón- unum hlýjar stundir og ánægju- legar. Auði voru falin mörg ábyrgðarstörf í skátafélaginu Vífli. Hún var ljósálfaforingi, sveitarforingi kvenskáta, sat í stjórn félagsins, var fararstjóri á skátamót og t.d. var hún aðalfar- arstjóri á Landsmót skáta sem haldið var á Ulfljótsvatni árið 1977. Þessi upptalning sýnir best kosti hennar sem foringja. Framkoma barna ber oftast með sér brag og bakgrunn heimil- anna. Fljótt verða þeir sem starfa með ungu fólki varir við þetta. Það fór ekki á milli mála að börn Svan- hvítar og Björns voru alin upp af góðum foreldrum, sem tömdu þeim opinn hug, glaðværð, sam- viskusemi og mikinn félagsanda. í hópi tápmikilla unglinga eru sam- verustundirnar oftast gleðilegar, en að sjálfsögðu vilja stundum verða smá árekstrar, sem taka þurfti á. Þá þurfti að hafa sam- band við foreldra. Björn og Svanhvít fylgdust vel með starfi okkar og réttu okkur hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Ef ræða þurfti einhver mál, var það gert sem opnum hug og af hreinskilni. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka fyrir góð kynni og sam- fylgd sem ég og fjölskylda mín átti með þeim Birni, Svanhvíti, Auði og Axel og óska að góður guð styrki systkinin Gunnar og Krist- ínu í sorg þeirra. Megi minningin um gott heimili vera þeim leiðar- ljós í framtíðinni. Því svo sannar- lega gerðu þau, sem nú eru horfin, okkur þennan heim betri en hann var áður en við kynntumst þeim. Með kvöldsöng kvenskáta kveð ég þig Auði. Sofnar dróit, nál|(u( nótt, sveipaHt kvöldroóa himinn og s»r. Allt er hljótt, hvíldu rótt. (»uö er nær. Með skátakveðju, Agúst Þorsteinsson Ég var á heimleið að loknum starfsdegi þriðjudaginn 20. júlí sl. Verður mér þá litið í átt til flug- vallarins í Reykjavík og tek ég eft- ir því, að hann er óvenju mikið upplýstur. Ég þykist vita, að eitthvað óvenjulegt eigi sér stað og því legg ég leið mína þangað til að kanna, hvað komið hafi fyrir. Síðar um kvöldið berst svo út fregnin um hvarf lítillar flugvélar og sé hennar leitað. Ég verð and- vaka og ég bið þess, að hér hafi ekki orðið manntjón. Að morgni berst svo harma- fregnin. Björn Magnússon, eigin- kona hans og tvö börn þeirra hjóna hafa farist ásamt ungum flugmanni. Svo átakanlega skammt er milli skins og skugga. Orð verða mátt- vana. Við slíka voðafregn er hvert hjarta harmi slegið. A augabragði eru vinir horfnir yfir mærin miklu. Björn Magnússon og fjölskylda hans hafa átt heimili sitt í Garða- bæ í rúmlega tvo áratugi. Þau tóku virkan þátt í ýmsum fram- fara- og félagsmálum byggðarinn- ar og varð gott til vina sökum ljúfrar framkomu og góðvildar. Skarð er fyrir skildi, er svo dug- mikið fólk kveður langt um aldur fram. Björn Magnússon var einn af stofnendum Bræðrafélags Garða- kirkju. Hann sat lengi í stjórn þess og var nú seinast formaður félagsins. Þar hófust kynni okkar. Björn reyndist okkur góður félagi. Hann var virkur og áhugasamur um öll málefni Bræðrafélagsins og vann hugsjón þess af einlægni og fórnfýsi. Ég veit, að ég mæli fyrir hönd allra félagsbræðra hans, er ég þakka störfin hans öll og þann hug er að baki bjó. Við söknum þessarar fjölskyldu og munum ávallt minnast hennar með virðingu og þökk. Efttirlifandi börnum þeirra hjóna, fjölskyldum þeirra og öðr- um ástvinum vottum við dýpstu samúð. Friður Guðs sé með þeim öllum. Benedikt Björnsson I minningu hjónanna Björns Magnússonar og Svanhvítar Gunnarsdóttur og barna þeirra Margrétar Auðar og Axels Magn- úsar vil ég koma nokkrum fátæk- legum kveðjuorðum á framfæri frá stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar og Bessastaðahrepps. Björn Magnússon kom í stjórn fé- lagsins fyrir fjórum árum, fannst strax að hann ddi ekki eftir sér sporin, hvort íaiiann sá um inn- heimtu á happdrætti flokksins, eða eitthvað annað sem hann taldi að verða mætti félaginu að gagni. Við vissum um áhuga hans gegn- um margar kosningar áður en hann kom í stjórnina, því hann var mikill sjálfstæðismaður og taldi að sú stefna væri lýð og landi til heilla, en engin hálfvelgja var á Birni, ef þessi mál báru á góma og hélt hann þá fast á sínum málstað. Björn kom víða við, hann var formaður Bræðrafélags Garða- kirkju og fékk hans lifandi trú notið sín í starfi fyrir bræðrafé- lagið en fyrir honum var Biblían Guðsorð en ekki eitthvað sem hægt væri að veija úr eftir eigin geðþótta. Persónulega á ég margs að minnast, leiðir hafa alltaf legið saman öðru hvoru frá því að við vorum strákar á ísafirði, en með móður sinni flutti Björn suður 1947, en hann var 5 ára þegar faðir hans féll frá. Fyrir níu árum flutti ég í Garðahrepp og þá bjó Björn þar fyrir, sem einn af frumbyggjum, en fjölskyldan settist að í Garða- hreppi um 1955 og hreppurinn breyttist í bæ og bærinn átti hans hug. Ymsar minningar líða hjá eins og skuggamyndir t.d. í vor þegar hann afhenti í fyrsta skipti bikar til íþróttamanns Garðabæjar, en því stjórnaði Björn fyrir bræðra- félagið og önnur félög í bænum, ánægjuna að vera með í að rétta ungu fólki viðurkenningu fyrir góða frammistöðu. Það var svo áberandi stuðningur hjónanna við börnin sín og samhent fjölskyldu- líf, en börn Svanhvítar og Björns voru fjögur, Gunnar, sem útskrif- aðist í lögfræði í vor, giftur Þóru Elsu Gísladóttur og eiga þau einn son, Kristín, kennari við Mennta- skólann á ísafirði, gift Eggerti Jónssyni og eiga þau tvær dætur, Margrét Auður, hjúkrunarnemi, og Axel Magnús, sem ætlaði í íþróttaskólann í haust, en hafði áður stundað leiklist. Þau tvö síð- asttöldu voru með foreldrum sín- um í því, sem átti að vera skemmtiför en varð helför. Að lokum bið ég þess að eftirlif- andi börnum, Kristínu og Gunn- ari, og þeirra fjölskyldum, er misst hafa svo mikið, verði minn- ingin um góða foreldra og systkini harmabætur og hugsvölun á erfið- um stundum og bið Guð að veita þeim styrk. Bjöm Pálsson, formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar og Bessastaðahrepps. Meðan Axel var á meðal vor gerði hann sér far um að koma fólki í gott skap. Strax í gagnfræðaskóla byrjaði hann að troða upp fólki til skemmtunar. Síðan lá leið hans í Verslunarskól- ann þar sem honum tókst ásamt félaga sínum, Gísla Jónssyni, að setja mark sitt á félagslífið á eft- irminnilegan hátt. Fólk þurfti ekki annað en að sjá þá kumpána til að komast í gott skap. Fregnin um hið sviplega fráfall hans sló mig illilega. Fyrir nokkr- um vikum sátum við saman yfir tebolla á matstofunni Mandala og bárum saman bækur okkar um at- burði síðustu ára. Axel var upp- fullur af minningum frá ársdvöl sinni í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám við leiklist- arskóla. Vís maður sagði eitt sinn: „Ævintýri eru skakkaföll sem eru rétt skilin." Axel hafði einstakt lag á að skilja öll skakkaföll rétt. Hann hafði ferðast um Bandarík- in þver og endilöng á ævintýra- legan hátt. Þessi ferðalög höfðu æst upp í honum ferðalöngunina og hann var staðráðinn í að leggja heiminn að fótum sér. Axel kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur og hann var blessunarlega laus við fordóma. Meðan við sötruðum te á Mandala birtist krúnurökuð stúlka sem spurði hvort hún mætti ekki fara í bað. Okkur fannst náttúrulega sjálfsagt að leyfa henni það og við höfðum gaman af. Lífið var stórt leiksvið í augum Axels og hann tók þátt í leiknum af lífi og sál. Hann kunni best við sig í gam- anhlutverkum og þar af leiðandi virtust skemmtileg atvik leita hann uppi. Kynni okkar voru ekki mikil að vöxtum en þau voru góð. Vonandi hittumst við þegar sálum okkar skolar á aðra strönd. Gísli Þór Gunnarsson í dag viljum við minnast skóla- systur okkar, Margrétar Auðar Björnsdóttur, með nokkrum orð- um. Nú er hásumar og bjartir dagar, en hversu dimmt getur þrátt fyrir það ekki orðið þegar válegt slys dynur yfir. Auður hefur nú verið hrifin frá miðju verki þar sem hún undirbjó haustpróf af miklu kappi. Það sýnir vel þrautseigju einnar manneskju að leggja á sig mikinn lestur að sumarlagi, og það eftir erfiðan og annasaman námsvetur, til að ná settu marki. Það var æðsta markmið Auðar að ljúka námi í hjúkrunarfræði. Hún kom til námsins með víðtæka reynslu, því hún hafði alla tíð unn- ið mikið og sinnt margvíslegum störfum, allt frá heimilishjálp og til þess að vera beitingamaður á línu. Auk víðtækrar kynningar af atvinnulífinu tók hún þátt í ým- isskonar félagsstarfsemi. Þetta gaf henni tækifæri til að kynnast mannlífinu í öllum sínum mynd- um og þó sérstaklega þar sem að- stoð þurfti að veita. Auður átti létt með að kynnast fólki og vinna traust þess þannig, að margir trúðu henni fyrir vandamálum sínum. Hún gekk rösklega til verka en vann jafnan vel það sem gera þurfti, enda var hún þess vel meðvitandi að eigin verk voru ekki yfir gagnrýni haf- in. Okkur er það nú ein af hörðum staðreyndum lífsins að við höfum misst góðan félaga, sem verður saknað þegar hópurinn hittist aft- ur til nýrra verkefna í haust. Þegar nú skilja leiðir þökkum við Auði fyrir góða kynningu og skemmtilegar stundir á liðnum árum og óskum henni velfarnaðar. Við sendum ættingjum og vinum Auðar innilegar samúðarkveðjur. Bekkjarfélagar Mig langar til að minnast hér mágkonu minnar Svanhvítar Gunnarsdóttur, svila míns, Björns Magnússonar, og barna þeirra tveggja er með þeim létu lífi; Auð- ar og Axels. Svanhvít hefur verið mín hægri hönd síðan óskar mað- urinn minn lést. En þau voru systkini og var alla tíð einstaklega kært með þeim. Alltaf, ef eitthvað hefir komið upp á hjá mér síðan, var það mitt fyrsta verk að hringja í Gógó og ráðfæra mig vlð hana. Og það gaf alltaf góða raun. Hún var alltaf tilbúin að aðstoða mig, og þau bæði hjónin. Tákn- rænt er það, að fjölskyldan ætlaði öll að koma saman hjá mér 21. júlí, en það var afmælisdagur mannsins míns. Svo skeður slysið að kvöldi hins 20. Ég fer þá að tala um það við elsta son minn hvað ég eigi að gera, hvort ég eigi að hætta við að fá fólkið heim, og segi svo: „Ég hringi bara í Gógó og spyr hana.“ En nú er fokið í það skjól, nú get ég ekki framar hringt í hana. Eng- an hefði órað fyrir því að ekki yrðu nema sjö mánuðir á milli andláts þeirra systkinanna. Gógó var afskaplega heilsteypt mann- eskja og raungóð manneskja, sem gott var að eiga að vini. Ekki var Bjössi síðri. Meðan hann var í siökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli, varð hann fyrir því slysi að brennast mjög illa og náði sér ábyggilega aldrei alveg eftir það. Hann var mikill dugnaðarfork- ur. T.d. má segja að hann hafi byggt húsið þeirra einn. Og áhug- inn var svo mikill að iðulega gleymdi hann að fara heim að borða. Og blessunin hún Auður, svo traust og hlý og hæg. Hún var í hjúkrunarnámi og þar hefði hún verið í réttu starfi. En hún fær ábyggilega að njóta sín á því sviði hinu megin. Axel var yngstur barnanna, alltaf glað- ur og kátur með spaugsyrði á vör- um en viðkvæmur undir niðri. Hann var í leiklistarnámi. Ég vil að lokum þakka þeim öll- um fyrir allt og óska þeim góðrar heimkomu á heimilið sem er okkar allra þegar tíminn kemur. Guð blessi þau öll og varðveiti og styrki systkinin sem eftir eru, Gunnar og Kristínu og fjölskyldur þeirra í hinni þungu sorg. Jafnframt sendi ég innilegar samúðarkveðjur til ástvina flug- mannsins unga, sem varð þeim samferða. Gunnlaug Kristjánsdóttir Það var fagur sumardagur úti í Jónsnesi á Breiðafirði þegar mér bárust þau sorglegu tíðindi að Ax-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.