Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 30. JULI 1982 44 Minning: Jón Emil Ólafsson hœstaréttarlögmaður Fæddur 27. febrúar 1893 Dáinn 24. júlí 1982 Jón Ólafsson hrr. og fyrrverandi fnamkvæmdastjóri Líftrygginga- félagsins Andvöku og Samvinnu- trygginga andaðist í Borgarspítal- anum, laugardaginn 24. júlí sl., á 90. aldursári. Útför hans verður gerð í dag, 30. júlí, frá Dómkirkj- unni. Með Jóni Ólafssyni er genginn merkur maður er til hafði að bera marga mannkosti sem greiddu honum gönguna á langri lífsleið. Jón var fæddur 27. febrúar 1893 að Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði. F’oreldrar hans voru hjónin Ólafur bóndi Finnbogason og Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir, bókbind- ara á Eskifirði. Þau Ólafur og Sig- ríður bjuggu að Brimnesgerði en fluttu síðar að Búðum í Fáskrúðs- firði. Þau hjónin í Brimnesgerði áttu 11 börn og af þeim komust 5 til fullorðinsára og var Jón þeirra elstur. Hin voru: Ragnhildur, gift Gúðmundi Jónssyni, skólastjóra á Hvanneyri, Anna, gift Steini J. Arnasyni, byggingameistara, El- ínborg, gift Sveinbirni Jónssyni og Ólöf Sigurrós, gift Guðmundi I. Guðjónssyni, skólastjóra. Þá var einn hálfbróður, Ágúst Ólafsson. Af þeim systkinum eru nú aðeins tvær systur á lífi, Elínborg og Sig- urrós. Það hefur verið þungur róður hjá þeim Brimnesgerðishjónum að sjá þessari fjölmennu fjölskyldu farborða og þörnin hafa snemma þurft að leggja foreldrunum lið með vinnu til sjós og lands. Þann- ig var með Jón Ólafsson, sem var elstur í stórum systkinahópi. Á árunum þegar Jón var að al- ast upp var erfitt að brjótast áfram til mennta. Hugur Jóns stóð samt til náms og var hann einn í hópi þeirra vösku manna, sem hrutust áfram á menntabrautinni, en á þeim árum var íslenska þjóð- in að byrja að rétta úr kútnum. Margir lögðu félausir á brattann til þess að afla sér menntunar, en ekki náðu nema tiltölulega fáir því marki að innritast í háskólann í Kaupmannahöfn. Þeim áfanga náði Jón Ólafsson frá Brimnes- gerði. Hann útskrifaðist sem stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1915. Hélt síðan til Kaup- mannahafnar og lagði fyrst stund á verkfræði við háskólann þar, en hóf síðan nám í lögfræði og varð cand. juris við Kaupmannahafn- arháskóla 24. maí 1923. Að loknu lögfræðinámi gerðist Jón starfsmaður borgarrráðs Kaupmannahafnar sem ritari í „Magistraten". Því starfi gegndi hann til ársins 1926, en þá lá leiðin heim til íslands. Strax eftir heim- komuna hóf hann lögfræðistörf í Reykjavík, fyrst með Birni Kal- man, en árið 1927 gerðist hann fulltrúi hjá hæstarréttarlögmönn- unum Jóni Ásbjörnssyni og Svein; birni Jónssyni til ársins 1931. í millitíðinni, árið 1929, tók hann að sér að veita forstöðu Islandsdeild norska Lífsábyrgðarfélagsins Andvake. Því starfi gegndi hann alfarið frá 1931 ásamt því að stunda sjálfur málafærslustörf næstu tvo áratugina, eða til ársins 1949, en þá verða kaflaskipti í starfssögu hans. Að lokinni seinni heimsstyrjöld árið 1946 verður mikil umbylting í starfsemi íslensku samvinnufélag- anna. Sambandið færir út kvíarn- ar með því að setja á stofn ýmsar nýjar starfsgreinar, þar á meðal vátryggingastarfsemi. Samvinnu- tryggingar taka til starfa haustið 1946. Ekki var þá talið ráðlegt að þær tækju að sér líftrygginga- starfsemi, heldur var horfið að ráði Svía, sem veitt höfðu þýðing- armikla leiðsögn við stofnun Samvinnutrygginga, að líftrygg- ingafélag skyldi vera rekið í sér- stöku félagi, vegna eðli þeirra trygginga. Það kom því fljótt upp sú staða, að eins hagstætt gæti verið að yfirtaka stofn erlends líftryggingafélags, sem hér ræki starfsemi fremur en að stofna nýtt líftryggingafélag. Því var það, að leitað var hófa um kaup á Islandsdeild Andvake. Um þetta gengu samningsum- leitanir í nokkurn tíma sem lykt- aði með því, að árið 1949 var Islandsdeild Andvake yfirtekin af nýju íslensku félagi: Líftrygginga- félaginu Andvöku, sem var gagn- kvæmt félag byggt upp eins og Samvinnutryggingar. Fram- kvæmdastjóri hins nýja félags var ráðinn Jón Ólafsson. Kynni okkar Jóns Ólafssonar byrja fyrir alvöru, þegar hann tekur við stjórn nýju íslensku Andvöku. Við vorum sambýlis- menn á þriðju hæðinni í nýrri álmu Sambandshússins. Margt varð sameiginlegt í starfsemi Samvinnutrygginga og Andvöku og því náið samstarf milli okkar Jóns. Mér fannst gott að vita af Jóni í nábýlinu. Hann var vel að . sér í lögfræði, traustur með af- brigðum, einlægur og ráðhollur og hélt vel á sínum málum. Samstarf okkar var frá upphafi eins og best verður á kosið. Auk starfsins fyrir Andvöku rak Jón málafærslustörf í litlum mæli og hæstaréttarlög- maður varð hann 1953. Þegar ég tek við forstjórastarfi Sambandsins í byrjun árs 1955, samþykkti stjórn Samvinnutrygg- inga einróma að ráða Jón Ólafsson sem framkvæmdastjóra Sam- vinnutrygginga ásamt Andvöku. Þessu starfi gegndi Jón til hausts 1958, er hann baðst lausnar sökum heilsubrests, þá að verða 65 ára. Jón gat litið með ánægju yfir störf sín í samvinnuhreyfingunni. Hann sagði sjálfur, að þessi ár hefðu veitt honum vissa lífsfyll- ingu. Hann kynntist mörgum mönnum á þessum árum, bæði heima og erlendis, og stofnaði til vináttubanda er entust honum alla æfi. Jón Ólafsson var hamingju- maður í einkalífi. Hann kvæntist 14. júlí 1928, Margréti Jónsdóttur bónda í Skólabæ í Reykjavík, Valdasonar. Margrét var gull að manni, mikil kona og væn, fram- úrskarandi húsmóðir, ætíð með bros á vör, gædd óvenjulegri glað- værð og lífsþrótti, enda leið öllum vel í návist hennar. Hún bjó Jóni fallegt og listrænt heimili í húsi, sem þau byggðu að Suðurgötu 26 á föðurleifð Margrétar í hlaðvarpa Skólabæjar. Þau Margrét og Jón voru mjög samrýnd. Þau ferðuðust mikið saman, bæði á Islandi og erlendis. Oft lá leiðin til Noregs, vegna starfa Jóns fyrir Andvake. Þá var oft farið á fjöll þar í landi í hópi norskra vina. Berdal, forstjóri Andvake, og Jón Ólafsson voru traustir vinir enda samstarfs- menn um margra ára skeið. Þau Margrét og Jón voru barnlaus, en fósturdóttur ólu þau upp, Ólafíu Einarsdóttur, fornleifa- og sagn- fræðing, sem gift er í Danmörku, Bent Fuglede, prófessor við Poly- teknisk Læreanstalt i Kaup- mannahöfn. Það var mikið áfall fyrir Jón, þegar hann missti Margréti, en hún lést 28. janúar 1965 eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Missirinn varð enn sárari fyrir það hversu samrýnd þau hjón höfðu verið og hve Margrét hafði verið framúrskarandi góð hús- móðir. Vinir Jóns hugsuðu til hans á þessum erfiðu tímum og menn óttuðust, að hann ætti erfitt með að halda einn heimili í Suðurgöt- unni, enda þá kominn yfir sjötugt. En það sýnir best hinn mikla manndóm sem bjó í Jóni, að hjá honum var enginn uppgjafarhug- ur. Hann brást ótrúlega vel við hinum grimmu örlögum sem hann varð að þola. Hann hélt áfram einn heimili í Suðurgötunni allar götur til þess að kallið kom fyrir stuttu síðan og hann var lagður á sjúkrahús og varð þar að ljúka sínu æviskeiði. Þótt systur Jóns, búsettar hér í borg, og fjölskyldur þeirra hafi reynst honum sér- staklega hjálpsamar i hvívetna, þá sýnir það óvenjulegan lífsþrótt og manndóm að búa einsamall svo mörg ár við svo háan aldur og vanheilsu oft á tíðum. Jón Ólafsson gat sér góðan orð- stír í lifanda lífi. Hann var góður Islendingur, hafði ákveðnar rökstuddar skoðanir á málum. Hann ritaði nokkuð i blöð og tíma- rit um lögfræðileg og söguleg efni, auk tryggingamálefna. Árið 1943 kom út eftir hann „íslenskur ríkis- borgararéttur", sem vakti athygli. Hann - sýndi Háskóla íslands óvenjulega ræktarsemi með því að arfleiða hann að húseigninni i Suðurgötu. Trúlega hafa sterkar tilfinningar fyrir menntun og menningu, sem ungur piltur bar í brjósti er hann lagði félaus af stað í leit menntunar, austan af fjörð- um á fyrsta tug aldarinnar, látið til sín heyra. Mér er kunnugt um, að Háskóli Islands metur mikils þessa höfðinglegu gjöf. Nú þegar Jón Ólafsson er allur rifjast upp margar endurminn- ingar. Við hjónin áttum vináttu hans og Margrétar og eigum nú margar góðar endurminningar frá vinafundum liðinna daga. Eftir að Jón varð einn kom hann oft á heimili okkar og þannig héldust vináttuböndin gegnum árin. Við hjónin þökkum honum samferð og vináttu og ég flyt honum þakkir í nafni samvinnuhreyfingarinnar fyrir störfin sem hann innti af höndum á þeim vettvangi. Handan götunnar við Suðurgötu 26, er gamli kirkjugarðurinn í Reykjavík. Þangað liggur síðasti spölurinn. Þar verður Jón Ólafs- son lagður til hvíldar við hlið Margrétar konu sinnar. Ekki kem- ur mér á óvart, að þá verði miklir fagnaðarfundir, er þau Margrét og Jón hittast aftur í nýjum heimi. Ég votta aðstandendum inni- lega samúð. Erlendur Einarsson Jón E. Ólafsson fæddist í Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði 27. febrúar 1893. Foreldrar hans voru Ólafur Finnbogason bóndi og Sig- ríður Ingibjörg Bjarnadóttir. Systkinin voru 11 og eru tvær systur á lífi, Elínborg og Sigurrós. Jón lauk stúdentsprófi 1915 og hélt síðan til Kaupmannahafnar. Nam hann lögfræði við Hafnar- háskóla og lauk þaðan lagaprófi árið 1923. Bjó hann í fjögur ár á stúdentagarðinum Regensen og munu fáir eftirlifandi þeirra Is- lendinga er þar bjuggu. Starfaði hann síðan í Kaupmannahöfn um skeið hjá borgarstjórn Kaup- mannahafnar og hafði aðsetur í Ráðhúsinu. Haustið 1926 hélt hann heim til Islands, fór að fást við lögfræðistörf og inn í þau fléttuðust tryggingastörf frá ár- inu 1929. Síðar varð hann forstjóri Líftryggingafélagsins Andvöku en tók einnig við stjórn Samvinnu- trygginga árið 1954. Hann kvæntist Margréti Jóns- dóttur (Valdasonar og Sigríðar Jónsdóttur í Skólabæ) 14. júlí 1928. Þau byggðu húsið að Suður- götu 26 og bjuggu þar til æviloka. Margrét lést 28. janúar 1965. Höfðu þau hjónin þá ákveðið að gefa Háskóla Islands hús og lóð við Suðurgötu. Sú rausnarlega gjöf var afhent 1982. Þau hjónin voru barnlaus en fósturdóttir þeirra er dr. Ólafía Einarsdóttir, fornleifafræðingur, gift prófessor Bent Fuglede í Danmörku. Jón lifði hátt í öld og varðveitti sína skörpu hugsun, léttleika, frásagnarhæfileika og málfegurð fram í andlátið. Slíkur maður, sem lifað hefur þá tíma þegar meiri breytingar hafa orðið en á tíu öld- um áður, hefur frá mörgu að segja. Fyrir mér var svipað að hlusta á Jón og prófessor Fried- rich von Hayek sem segir frá því er hann var liðsmaður í sjóher austurríska keisaradæmisins, var staddur í Sarajevo þegar skotið reið af og hefur þekkt alla helstu hagfræðinga og stjórnmálamenn vesturlanda á þessari öld. Með gjöf fasteignarinnar Suður- gata 26 tengist háskólinn lær- dómssögu landsins því að Skál- holtsskóli fluttist að Hólavöllum 1786—1804. Síðan fór skólinn til Bessastaða. „Bærinn við skólann" eða Skólabærinn stendur uppi í lóðinni en við í háskólanum höfum fært nafnið yfir á nýja húsið. Hef- ur miðhæð þess húss verið inn- réttuð sem gestamóttökustaður fyrir háskólann og matarstaður fyrir kennara. Var Jón mjög ánægður með þá ráðstöfun og endurbætur á húsinu. Með dönsku lagaprófi Jóns frá Hafnarháskóla myndast tengsl við alma mater Islendinga í 500 ár. Veglyndi þeirra hjóna í garð Háskóla Islands er því merkilegra sem háskólinn hafði sýnt skrifum Jóns tómlæti. Á ég þá við bók er Jón tók saman um danskan og ís- lenskan ríkisborgararétt og gaf út árið 1942. Einnig stóð Jón í ritdeil- um við Bjarna heitinn Benedikts- son, áður prófessor við háskólann, út af sambandsslitamálinu. En Jón var einn af svonefndum lög- skilnaðarmönnum sem vildu fresta lýðveldistökunni þar til heimsstyrjöldinni væri lokið. Rök hans voru skýr. Ekki var deilt um markmið heldur leiðir og m.a. skiptu lagatæknileg atriði máli. Allir gátu því fagnað því hve vel tókst til um lýðsveldÍ3stofnunina. Jón var ákaflega fróður og minnugur enda víðlesinn og hafði átt marga skemmtilega samferða- menn. Jón Ólafsson er einn þeirra sem verða alltaf hjá manni. Hans verð- ur ætíð minnst með fegurð og þakklæti. Fyrir hönd allra starfsmanna Háskóla Islands sendi ég aðstand- endum Jóns samúðarkveðjur. Guðmundur Magnússon Foreldrar mínir, Lára og Krist- ján Schram, og þökkum ég og fjöl- skylda mín heiðursmanninum Jóni Ólafssyni, hæstaréttarlög- manni, yfir hálfrar aldar trygga vináttu, sem aldrei hefur borið skugga á. Hinn 14. júlí 1928 gekk hann í hjónaband með æskuvinkonu móður minnar, Margréti Jónsdótt- ur, sem fædd og uppalin var í Skólabænum við Suðurgötu. Þau hjón voru einstaklega samhent og báru mikla umhyggju og virðingu hvort fyrir öðru. Byggðu þau sér glæsilegt hús í túni gamla Skóla- bæjar, en gamla husið stendur reyndar enn og sómir sér vel. I Skólabæinn var gott að koma og var oft margt um manninn þar og ekki skorti á veitingarnar. Þegar við hugsum til baka, ég og foreldr- ar mínir, allt til heimsóknanna í gamla húsið, þá streyma að hinar góðu minningar um alla þá velviid sem þau hjón sýndu okkur öllum og aldrei var hátíð haldin í fjöl- skyldunni okkar, af ýmsum tilefn- um, að ekki væru Margrét og Jón á þeim stundum með okkur eins og fjölskyldumeðlimir og eftir lát Margrétar var Jón ávallt með okkur. Jón Emil, en svo hét hann fullu nafni, var svo lánsamur að halda andlegri heilsu til hins síðasta, hann hafði alla tíð mikinn áhuga á öllum landsmálum og fylgdist vel með og las mikið. Trúlega hefði hann getað tekið undir þessi orð skáldsins: Litla þjód, sem átt í vök að verjant vertu ei við sjálfa þig aA berjast. Það er trúlega sjaldgæft og jafnvel einstakt að vera kominn að níræðu og hafa alla þá gleði og gleðigjafa að bera sem Jón hafði og síðasta samverustundin sem við hjónin og foreldrar minir áttu með honum sl. vor á heimili hans, var alveg heillandi og ógleyman- leg. Jón og Margrét voru barnlaus en ólu upp og menntuðu fóstur- dóttur sína, Olafíu Einarsdóttur, sem er vel menntuð kona, gift og búsett í Kaupmannahöfn og á einn son, kemur hún heim til að vera við útför fósturföður síns. Blessuð sé minningin um Jón E. Ólafsson og honum séu þakkir færðar fyrir allt. Jónína Vigdís Schram Móöir okkar. + JÓHANNA EIRÍKSDÓTTIR, Meistaravöllum 11, andaöist 27. júlí. Bergljót Eiríksdóttir, Eiríkur Eiríksson. + Dóttir okkar og systir, KRISTÍN ÞÓRA HERMANNSDÓTTIR, Birkiteig 8, Keflavík, lést á gjörgæsludeild Landspitalans þann 26. júlí. Jaröarförin auglýst síöar. Ingibjörg Magnúsdóttir, Hermann Nielsaon, og systkini hinnar látnu. t Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og bróöir, JÓHANNES GUNNARSSON, Melgerói 28, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju þriöjudaginn 3. ágúst kl 1.30. Jarösett veröur í oufuneskirkjugarði. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeir, sem vildu minnast hans, láti Krabbameinsfélag íslands njóta þess. Kristín Karlsdóttir, Sigríöur E. Jóhannesdóttir, Guömundur Ragnarsson, Egill Ö. Jóhannesson, Steinunn Hallgrímsdóttir, Kristínn Á. Jóhannesson, Sigrún A. Ingibergsdóttir, Saemundur K. Jóhannesson, Ester Guðlaugsdóttir, barnabörn og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.