Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 35 úr sér öðru hverju. Leikir í 5—10 mínútur hressa ótrúlega þreyttan ferðalanga. Varist að stöðva bílinn þar sem börn eru i hættu af ann- arri umferð. — Gætið þess að börn fikti ekki í bílunum meðan áð er. Lykla má aldrei skilja eftir í bíl- um. Aðeins ætti að hafa meðferðis nauðsynlegan farangur, og sem minnstan inni í bílnum. Mikið sælgætisát veldur oft bíl- veiki, og einn sjúkur dregur úr ánæjgu hinna. Ef þið kjósið að farþegar borði á ferð, gefið þeim þá t.d. þurrkaða ávexti, epli eða harðfisk. Annars líður öllum best, ef þeir borða nesti sitt annars staðar en í bílnum. Varist að börn sitji á bílgólfinu, þau gætu veikst af kolsýrsings- eitrun. Fyrstu einkenni hennar eru höfuðverkur og ógleði. Vega- og ferðahandbækur geta gert ferðina hvoru tveggja í senn, fróðlega og skemmtilega. Hygginn hílstjóri notar ökuljós í þoku, ryki og slæmu skyggni. Þau kosta sáralítið, og hæfilegt álag á rafgeyma fer vel með þá. Sjúkrakassi og slökkvitæki geta komið þér að gagni þegar minnst var- ir, og ættu að vera í bílnum allan ársins hring. — O — Not bílbelta hafa i mörgum tilfell- um bjargað mannslífum, og forðar skrámum í minniháttar árekstrum. Eins og öllum er kunnugt er nú skylt að nota þau, en fyrst og fremst skul- um við spenna þau sjálfra okkar vegna. ÚTI AÐ AKA — má enginn „vera úti að aka__“ Ökumaður skal athuga vel hægri vegjaðarinn, áður en hann ekur fram úr. Bifreiðin, sem á undan fer, verður oft að beygja til vinstri vegna gang- andi eða akandi vegfarenda eða af öðrum sökum. Það ætti að vera óþarfi að minna á að neysla áfengis og akstur má aldrei fara sarnan. Verri „kokkteil“ er vart hægt að hugsa sér. Við skulum ekki „blása frá okkur sumrinu" með því að aka eftir neyslu áfengis. ferðir án fyrirhyggju, eru haldnir ímynduðu tímaleysi og setja sér of stífar ferðaáa t lanir. Þeir hinir sömu eiga á hættu að koma dauðþreyttir og streittir heim, og jafnvel með slæmar minningar úr ferðalaginu. Eitt af því sem getur valdið þreytu ferðalanga er, að oft gleymist að taka tillit til yngstu farþeganna. Börn í bílum hafa aðrar þarfir en fullorðnir. Hér á eftir fara nokkur atriði sem gott er að íhuga við upphaf ferðar, og hafa að leiðarljósi í ferðalögum yfirleitt. „Nestispakkinn". Hvert sem ferðinni er heitið, skiptir miklu máli, að allir förunautar séu í góðu skapi, en góða lund má ekki skilja eftir heima frekar en mat- inn. Spara má sér mikil óþægindi og óánægju barna ef rétt leikföng eru með í ferðinni. Oddhvöss eða brot- hætt mega þau ekki vera, frekar af mýkra taginu, s.s. „monsur" og því um líkt. Farið í orðaleiki við börnin, seg- ið þeim gátur, eða látið þau fylgj- ast með bílum sem á móti koma. Þannig getið þið keppt um skrán- ingarstafi bifreiða, lit á bílum o.s.frv. En minnist þess að öku- maðurinn má ekki taka þátt í gamninu. Hafið hvern feðaáfanga ekki of langan. Leyfið farþegum að rétta Þegar bílar mætast er ekki nóg að annar víki vel út í vegbrún og hægi ferð, sá sem á móti kemur verður að gera slíkt hið sama. Við framúrakst- ur geta minnstu mistök og rangt mat á aðstæðum haft hörmulegustu af- leiðingar. Þetta reynir því allt á góða dómgreind og samvinnu milli öku- manna. Hæfilegur hraði við mæt- ingar er yfirleitt um 50 km. — O — Margar ár hér á landi virðast sak- leysislegar á að líta, en geta reynst skaðræðisfljót. Leggið ekki út í þær nema kanna vel aðstæður, sérstak- lega ef þið eruð á cinum bíl án sam- fylgdar. - — O — Það er of algengt, að sá er fram úr ætlar, ekur of nærri bifreið þeirri sem hann hyggst aka fram úr, áður en hann beygir á hlið við hana. — O — Með því að tefla á tvær hættur eða vera svalur, leggur ökumaður ekki aðeins sitt eigið líf í hættu, heldur einnig lif annarra. Hver ökumaður á að vita, að hvergi má aka eða reyna að aka fram úr við hæðarbrúnir, bovgjur, gatnamót, gangbrautir né á öðrum slíkum stöðum, svo sem getið er um í umferðarlögum. Blindhæðir og brýr eru því miður vettvangur margra umferðarslysa. Við slíkar að- stæður þarf að draga úr ferð og gæta þess að mætast ekki á versta stað. „Sá vægir sem vitið hefur meira." — O — llm verslunarmannahelgina fara sjálfsagt margir út að aka, og er ekk- ert nema gott eitt um það að segja. En við undirbúning ferðar, þarf öku- maður að huga að mörgu. Hvernig er bíllinn? Þolir hann það aukna álag sem ferðalagi fylgir? Á sama hátt og brýnt er að hafa jafnvægið í lagi á bilhjólunum, þarf svo einnig að vera hjá ferðafólkinu. Yfirvegaðir og brosandi ferðafélagar eru líklegir til þess i samciningu að ná því mark- miði allra ferða að njóta ferðalagsins í hvivetna. Svo eru aðrir sem leggja í Umferðarráð óskar öllum landsmönnum ánægjulegr- ar og slysalausrar verslun- armannahelgar. Fræðsluþættir frá Geðhjálp: Dóttir okkar var snögglega haldin geö sveiflum og allt fjölskyldulíf fór úr skorðum Ég hef verið beðinn að skrifa nokkur orð í þennan dálk um reynslu mína og fjölskyldu minnar af því að eiga ungling, sem lengi hefur þurft að berjast við geðsveiflur. Fyrir nokkrum árum vorum við ósköp venjuleg fjölskylda, hjón með fjögur börn við beztu heilsu. Kvöld eitt tekur konan mín eftir því, að eitthvað amar að dóttur okkar, sem þá er á unglingsaldri. Telpan gat alls ekki gert grein fyrir, hvað að sér gengi, talaði bara um óskaplega vanlíðan. Næsta dag leitum við læknis, sem ráðlagði okkur að ná sambandi við geðlækni, þar sem hann teldi, að þarna væri um al- varlegt þunglyndi að ræða. Geð- læknirinn tók okkur í mörg og ýtarleg viðtöl og smátt og smátt komst hann að þeirri niðurstöðu, að dóttir okkar væri haldin sjúkdómi, sem hann kallaði geðsveiflur. Þessi sjúkdómur lýsir sér þannig, að sjúklingur- inn er ýmist mjög daufur og svartsýnn, sefur mikið og vill sem minnst aðhafast eða þá að hann er haldinn oflátum (maníu), en þá er eins og hann þurfi ekkert að sofa, heldur hamast allan sólarhringinn, tal- ar út í eitt og kann sér ekki læti. Þessar sveiflur hafa nú gengið 1 . . i ■ ....... yfir dóttur mína, og þá okkur öll, í mörg ár, en sem betur fer hafa verið góð tímabil á milli. Eftir að þessi óvæntu veikindi komu upp á heimilinu, hófst mjög erfiður tími hjá okkur öll- um, því að röskunin var svo mik- il, að það var eins og allt færi úr böndunum. Engin unglingadeild er til á geðsjúkrahúsunum, sem létt gæti undir með svona heim- ili, en læknirinn veitti okkur ómetanlegan styrk meðan við vorum að skilja hvað yfir okkur hefði dunið. í þjóðfélagi okkar hafa alltaf ríkt miklir fordómar gegn geð- sjúkdómum og nú fengum við sannarlega að finna fyrir því. Síminn þagnaði næstum alveg. Vinir og ættingjar þorðu hrein- lega ekki að spyrja um stúlkuna og voru líka hræddir um, að við vildum ekki að þetta væri nefnt á nafn. Skólafélagar dóttur okkar reyndust henni mjög vel og reyndu að hjálpa henni á all- an hugsanlegan hátt. Þar virtust engir fordómar ríkja. Systkini hennar hafa líka öll sýnt ótrú- lega þolinmæði í þessu stríði, en við foreldrarnir höfum oft haft áhyggjur af, að þau myndu bogna undan þessu mikla álagi. Eg vildi að ég gæti gefið for- eldrum, sem e.t.v. eiga eftir að verða fyrir svipaðri reynslu, ein- hver góð ráð. Reynið að missa aldrei vonina um bata. Reynið að láta ekki sjálfsmeðaumkvun eða biturJeika ná tökum á ykkur, þið eruð áreiðanlega ekki eina fólkið í heiminum, sem þarf að þjást. Reynið að njóta þeirra tímabila þegar barnið ykkar er heilbrigt. Reynið að forðast að ofvernda sjúklinginn, þá er meiri von til að hann reyni að bjarga sér sjálfur. Og síðast en ekki sízt, verið ekki sífellt að velta fyrir ykkur, hvort þið hafið á ein- hvern hátt stuðlað að þessum veikindum, slíkar sjálfsásakanir hjálpa hvorki ykkur né barninu ykkar. Enda þótt þetta hafi verið ákaflega sár reynsla, langar mig þó að nefna jákvæðar hliðar hennar. í tengslum við þessa baráttu okkar, sem oft er háð bæði á nóttu og degi, höfum við komizt að því, hversu mikið er til af fórnfúsu og hjálpsömu fólki. Það eru svo ótrúlega margir, sem hafa rétt minni veiku dóttur hjálparhönd, bæði félagar og kennarar, því að hún hefur reynt að stunda skóla, en einnig blá- ókunnugt fólk, sem hún hefur hitt þegar hún hefur átt í ein- hverjum vanda vegna sjúkdóms síns. Ég held þess vegna að for- dómarnir gagnvart geðtrufluðu fólki séu meiri á yfirborðinu, e.t.v. einhverskonar hræðsla við óþekkt fyrirbæri, en undir skel- inni leynist yfirleitt löngun og vilji til að hjálpa þessu hrjáða fólki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.