Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 47 nmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammi Heimsleikarnir í frjálsum: Óskar þriðji í kúluvarpinu — heimsmet í spjótkasti kvenna „ÞAÐ BÝR meira i mér en ég sýndi i kvöld, það er bara spurning hvenær þetta smellur saman hjá mér,“ sagði Oskar Jakobsson, er blaðamaður spjallaði við hann í gær eftir að hann hafði lent í þriðja sæti í kúluvarps- keppninni á heimsleikunum i Hels- inki i gær. Kastaði hann lengst 20,12 metra og mældust fjögur köst hans yfir 20 metrar. Öruggur sigurvegari í keppninni varð David Laut frá Bandaríkjun- um, hann kastaði lengst 20,45 metra. Annar varð síðan Norður- landameistarinn Reijo Stahlberg, Finnlandi, en hann kastaði aðeins þremur sentimetrum lengra en Óskar, eða 20,15 metra. Banda- ríkjamaðurinn Mike Leaman varð fjórði með 20,04 metra. „Ég hefði átt skilið að vinna Finnann, þar sem aðeins eitt kast hans mældist yfir 20 metrar, en fjögur mín. En svona er nú lífið," sagði Óskar. Aðspurður um hvort hann væri ánægður með árangurinn sagði Óskar að ekki væri hann það nú beint. „Ég hefði sætt mig við 2. sætið, en ég náði a.m.k. verðlauna- sæti. Annars verður að telja þetta ágæta byrjun á þessari reisu." Óskar er nýfarinn utan og næst mun hann keppa í Kalott-keppn- inni um helgina. Síðan mun hann ferðast vítt og breytt um Norður- lönd og keppa mikið, og kemur ekki heim fyrr en 10.—12. ágúst. Þess má geta að finnska stúlkan Tiina-Lillak setti í gær heimsmet í spjótkasti kvenna á þessu sama móti, er hún grýtti spjótinu 72,40 metra. Gamla metið var í eigu Antoaneta Todorova frá Búlgaríu, • Óskar átti fjögur köst yfir 20 metra. og var það 71,88 metrar. Var það sett í fyrra. Nýi heimsmethafinn er aðeins 22 ára gömul og hefur verið í gíf- urlegri framför undanfarin ár, og hefur bætt sig um tæpa 28 metra síðan 1976 er hún byrjaði í brans- anum. í heimsmetskasti sínu í gær bætti hún finnska metið, sem hún átti reyndar sjálf, um heila þrjá metra, en það var 69,14 metrar. — SH. Chevy van árg. 1974. Til sölu þessi nýuppgeröi bíll. Upplýsingar í síma 21590 — 25528 í dag og næstu daga. „AUT16AMNI'' Spilapakkinn drjúgi ^ _ stóRsHOAurr/ FH-ingar íslandsmeistarar FH-INGAR urðu fslandsmeistarar kvöldi, er þeir sigruðu Valsmcnn í utanhúss í handknattleik í gær- hörkuspennandi og ágætum leik Naumt tap gegn Dönum ÍSLENSKA drengjalandsliðið skipað leikmönnum 15—17 ára tapaði 1—2 fyrir danska landsliðinu á Norður- landamótinu sem fram hefur farið í Svíþjóð siðustu daganna. Leikurinn var jafn og spennandi í raun, en Danir höfðu úrslitin þó nokkurn vegin í hendi sér eftir fyrri hálfleik- inn, enda var staðan þá 2—0 fyrir þá. Danir nýttu sem sé betur færi sín í fyrri hálfieik, íslenska liðið fékk sín augnablik í fyrri hálf- leiknum, en knötturinn vildi ekki í net Dana. í síðari hálfleik sóttu íslensku strákarnir í sig veðrið og skall hurð nærri hælum við danska markið ali oft, tvívegis var bjargað á línu. Það var ekki fyrr en fimm mínútum fyrir leikslok, að íslenska liðið náði að rétta hlut sinn nokkuð er Theodór Jóhanns- son skoraði gott mark. með 19 mörkum gegn 18. Staðan í hálfieik var 11—9 fyrir FH. Valur komst síðan tvö mörk yfir er 10 mínútur voru til leiksloka, en FH-ingar náðu henni aftur og sigruðu eins og áður segir. Kristján Arason var langbesti maður vallarins að þessu sinni og skoraði hann 10 mörk, þar af þrjú úr vítaköstum. Guðmundur skor- aði 4 fyrir FH og Þorgils Óttar Mathiesen 3. Brynjar Harðarson átti mjög góðan leik fyrir Val og varð markahæstur með 5 mörk. Tóku FH-ingar hann úr umferð í síðari hálfleiknum. Steindór Gunnars- son skoraði 3 og Þorbjörn Jensson og Jakob Sigurðsson 2 hvor. I leiknum um þriðja sætið sigr- uðu KR-ingar Hauka með 19 mörkum gegn 17. -Rg- Elnkunnagjöfin v_________________ Lið Vals: Brynjar Guðmundsson 8 I.ið UBK: Guðmundir Asgcirsson 5 Úlfar Hróarsson 7 Birgir Teitsson 5 Grímur Sæmundsen 6 Helgi Helgason 5 Magni Pétursson 5 Þórarinn Þórhallsson 6 Dýri Guðmundsson 6 Valdimar Valdimarsson 6 Þorgrímur Þráinsson 5 Björn Þór Egilsson 5 Ingi Björn Albertsson 7 Hákon Gunnarsson 6 Hilmar Sighvatsson 5 Vignir Baldursson 6 Valur Valsson 6 Sigurður Grétarsson 6 Guðmundur Þorbjörnsson 7 Helgi Bentsson 5 Njáll Eiðsson 6 Þorsteinn Hilmarsson 4 Lið ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 6 Sigurjón Kristjánsson (vm) Jóhann Grétarsson (vm) Lið ÍBÍ: Hreiðar Sigtryggsson 6 5 7 Kristinn Jóhannsson 6 Einar Jónsson 6 Einar Ásbjörn Olafsson 5 Rúnar Vífilsson 6 Ingiber Óskarsson 5 Ámundi Sigmundsson 6 Gísli Eyjólfsson 6 Örnólfur Oddsson 6 Sigurður Björgvinsson 6 Gunnar Guðmundsson 7 Rúnar Georgsson 5 Gústav Baldvinsson 7 Magnús Garðarsson 6 Halldór Ólafsson 6 Ragnar Margeirsson 6 Gunnar Pétursson 6 Óli Þór Magnússon 7 Jóhann Torfason 6 Daniel Einarsson 6 Jón Oddsson 6 Nánar verður greint frá mótinu í blaðinu á morgun, en verðlauna- afhending fór ekki fram fyrr en seint í gærkvöldi, og var þá m.a. valinn varnarmaður, sóknarmað- ur og markmaður mótsins. Handknatllelkur Þróttur vann! ÞRÓTTUR Reykjavík sigraði nafna sinn á Neskaupstað með einu marki gegn engu í 2. deild í gærkvöldi. Eina mark leiksins gerði Sverrir Pét- ursson strax á 9. mínútu, og eftir markið tóku heimamenn leikinn al- gjörlega i sínar hendur og sóttu lát- laust þar til um 15 mínútur voru eftir af leiknum, en sköpuðu sér þrátt fyrir það ekki góð færi. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.