Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö. Pólitísk uppstokkun Reynsla nokkurra undanfarinna ára bendir til þess, að stjórnmálakerfið í landinu sé ófært um að takast á við og leysa þau alvarlegu vandamál, sem við blasa í efnahags- og atvinnumálum. Meiriháttar pólitísk upp- stokkun er þess vegna ein af forsendum þess, að til staðar verði pólitískt bolmagn til að fást við þessi vandamál. Einn þáttur í slíkri uppstokkun er augljóslega að tryggja, að Alþingi gefi réttari mynd af vilja þjóðarinnar sjálfrar en það þing gerir, sem nú situr. í þeim efnum er ástæðu- laust að láta allsherjar endurskoðun stjórnarskrár tefja fyrir nauðsynlegum lagfæringum á atkvæðahlutfalli milli einstakra kjördæma. Tvö meginverkefni bíða þeirrar pólitísku endurnýjunar, sem nauðsynleg er, til þess að ráðið verði við djúpstæð efnahagsvandamál þjóðarinnar. Annað er endurskipu- lagning sjávarútvegs og fiskvinnslu. Útgerð og fisk- vinnsla skila ekki þeim arði í dag, sem nauðsynlegt er og þessi undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar verður að skila, ef lífskjör eiga ekki að versna til muna. Kostnaður við útgerðina er alltof mikill og sá skipafjöldi, sem nú stundar veiðar er í raun og veru þjóðarhneisa. Alltof mikil fjárfesting í fiskiskipum er nú þegar orðin veruleg byrði á þjóðarbúinu og kostnaður við að sækja aflann á miðin er margfalt meiri en vera þyrfti. Mikið hefur verið gert á undanförnum árum til þess að auka hagkvæmni í rekstri frystihúsa og bæta nýtingu afláns en mikið er ógert. Stóraukin hagkvæmni í útgerð fiskiskipa og rekstri fiskvinnslustöðva er meginþáttur í því að bæta lífskjör og tryíifíja betur stöðu þjóðarSúsins. Hitt verkefnið, sem bíður, er uppbygging orkuvera og iðjuvera. Eins og margoft hefur verið bent á, hafa þrjár ríkisstjórnir, sem setið hafa frá hausti 1978, verið aðgerð- arlausar í þessum efnum. Þó er hér um að tefla það átak í atvinnumálum, sem skipta mun sköpum um líf þjóðarinn- ar í þessu landi fram á næstu öld. Með nauðsynlegri pólitískri endurnýjun þarf að hefja markvisst starf við að laða til okkar samstarfsmenn við uppbyggingu iðjuvera, sem byggja á þeirri orku, sem framleidd verður úr nýjum orkuverum landsmanna. Sú stefna, sem Alþýðubandalagið hefur rekið í orku- og iðnaðarmálum er þjóðhættuleg og það er aö verða eitt brýnasta verkefnið í íslenzkum þjóðmálum, þegar fram- tíðarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir í huga, að losna við hina dauðu hönd Alþýðubandalagsins á þessum mála- flokki. Jafnframt er ljóst, að Alþýðubandalagið hefur al- gera sérstöðu meðal íslenzkra stjórnmálaflokka í afstöðu til þessara mála og erfitt að sjá, að þessi flokkur geti átt nokkra aðild að því uppbyggingarstarfi, sem allar aðstæð- ur kalla á. Stjórnmálaöflin í landinu verða að taka þessi tvö meg- inverkefni föstum tökum í kjölfar þeirrar pólitísku upp- stokkunar, sem hér hefur verið vikið að. Úr því sem komið er, skiptir í raun og veru ekki öllu máli, hvort fall núver- andi ríkisstjórnar ber að höndum mánuði fyrr eða síðar. Fjármálaráðherra þessarar ríkisstjórnar hefur lýst því yfir, að þjóðin sé að sökkva á kaf í skuldir. Þau fleygu orð eiga eftir að verða grafskrift þessarar ríkisstjórnar. Það verður að vísu erfiðara að fást við vandamálin þeim mun lengur sem stjórnin situr, en aðalatriðið er þó, að sterk öfl í stjórnmálaflokkunum nái saman um þá pólitísku endur- nýjun og framkvæmd þeirra meginverkefna, sem hér hef- ur verið fjallað um. Pólitísk forysta, eins og nú er komið, kemur ekki frá þeirri ríkisstjórn sem nú situr og varð til þess að sundra þjóðinni í stað þess að sameina hana, þegar hún var mynduð. Hún verður að koma frá Alþingi, sem endur- speglar þjóðarviljann með sæmilega eðlilegum hætti. Vegna frétta af vaxandi erfiöleikum í þjóðlífinu vegna fjárskorts og samdráttar, haföi Morgunblaöiö samband viö ýmsa aðila í verslun, viöskiptum og þjónustu, og leitaöi álits þeirra á ástandinu. Fara svör þeirra hér á eftir, en í blaðinu í gær birtust einnig viötöl viö bankastjóra og fimm forsvarsmenn fyrirtækja í verslun og þjónustu. Guðlaugur Bergmann í Karnabæ: Höfum lifað um efni fram, nú er komið að skuldadögunum „Ég vil ekki kalla núverandi ástand kreppu, ég tel að það sé of sterkt til orða tekið, en það hefur orðið mikill samdráttur, því er ekki að leyna,“ sagði Guðlaugur Bergmann forstjóri Karnabæjar í samtali við Morgunblað- ið í gær. „Ástæða þessa er auðvitað sú, að við höfum lifað um efni fram,“ sagði Guðlaugur ennfremur. „Að skuldadögum hlaut að koma, og nú eru þeir runnir upp. Hvernig gat líka öðruvísi farið, þegar bæði þorskurinn og loðnan bregðast í einu?“ Sannleikurinn er sá, að hingað til höfum við alltaf getað fleytt okkur áfram á því að veiða meiri og meiri fisk, en nú er það ekki hægt lengur. Nú verða menn að taka höndum saman, því núverandi ástandi verð- ur ekki snúið við nema með því að framleiða meira og bæta afkomu fyrirtækjanna. íslendingar hafa vissulega unnið nóg, og lengri vinnudag en margir aðrir, en af- köstin hafa ekki verið mikil að sama skapi. Það verður að koma á trausti milli atvinnurekenda og launþega, og allir verða að leggjast á eitt við að rífa þjóðina upp úr þessum öldu- dal. Það er hægt, ég hef trú á ís- lensku þjóðinni, bara ef hún stendur saman. Stjórnmálamennirnir eiga að skammast sín allir sem einn og hætta þessum sandkassaleik, að kenna hverjir öðrum um hvernig komið er. Þeir eiga að snúa bökum saman og finna sameiginlega leið út úr vandanum. En það sem er að gerast hér er ekkert séríslenskt fyrirbæri, öðru nær. Þetta hefur verið að koma yfir Vestur-Evrópu undanfarin ár eins og öllum er kunnugt, og nú erum við að fá smjörþefinn af því. Ég vona bara að atvinnuleysi fylgi ekki í kjölfarið eins og gerst hefur erlend- is. En af því að ég er bjartsýnismað- ur, þá held ég að við getum snúið þessari þróun við. Fyrsta skilyrðið til þess er að fólk átti sig á því að lífskjörin verða ekki bætt nema með aukinni framleiðni og bættum hag fyrirtækjanna. Og til þess að svo megi verða, þarf hver og einn þjóð- félagsþegn að vinna betur og af- kasta meira, svo einfalt er það,“ sagði Guðlaugur að lokum, „fyrir- tækin verða að sýna hagnað og í þann hagnað er hægt að sækja betri lífskjör." Wilhelm Wessman, aðstoðarhótelstjóri á Hótel Sögu: „Samdráttar- einkenni virð- ast vera að gera vart við sig í allri V-Evrópu“ „ÞAÐ hefur oft verið látið liggja að því, að verkfallshótanir nú fyrr í sumar hafi átt sinn þátt í því, að meira hefur verið um afpantanir en áður, en ég þori ekki að fullyrða um hver hin raunverulega ástæða er,“ sagði Wil- helm Wessman, aðstoðarhótelstjóri á Hótel Sögu. Júlímánuður hefur verið lakari en við bjuggumst við, en fyrri partur sumarsins nokkuð við það sama og áður. Hóparnir sem við bjuggumst við í júlí hafa minnkað og fólk hreinlega afpantað. Ég var staddur í Frakklandi og Þýskalandi nú fyrir skömmu, þar sem ég hitti fyrir marga aðila sem starfa við hótelhald. Þar kvað yfir- leitt við svipað hljóð í mönnum, samdráttur í hótelrekstri. Þessi samdráttareinkenni virðast vera að gera vart við sig í allri Vestur- Évrópu. Erlendis virðist fólk vera fljótar að kippa að sér hendinni, ef eitthvað ber út af í efnahagsmálum, en hér á landi. Við eigum þó ekki gott með að setja mælikvarða á inn- anlandstraffíkina, þar sem sumar- mánuðirnir eru alltaf mjög rólegir, hvað varðar íslenska hótel- og veit- ingagesti, en mér sýnist þó veitinga- þjónustan hafa gengið svipað og áð- ur,“ sagði Wilhelm. Höróur Sigurgestsson, forstjóri Eimskips: Aukin vanda- mál í sambandi við vanskil og greiðslur „SVEIFLUR í flutningum eru afleidd stærð af því sem er að gerast í land- inu, bæói í innflutningi og útflutningi og við höfum að sjálfsögðu orðið varir við þetta þannig að fyrstu sex mánuði ársins voru miklir flutningar til lands- ins, meiri en við áttum von á. Síðustu vikurnar hefur dregið úr þeim, en þeir eru enn verulegir, en þess ber að geta að á þessum tíma árs dregur verulega úr flutningum, vegna þess að fyrirtæki og verksmiðjur eru víða lokaðar á þessum tíma,“ sagði Hörður Sigur- gestsson forstjóri Eimskipafélags ís- lands í samtali við Morgunblaðið. „Við gerum ráð fyrir því að inn- flutningur verði enn töluverður á næstu mánuðum, minnki að vísu, en verði áfram verulegur. Mikill og al- varlegur samdráttur hefur hins vegar orðið í útflutningi og hann hefur komið fyrr en við áttum von á og við sjáum fram á að hann haldi áfram, en það er ekki í innflutningi. Þó innflutningur hafi dregist saman síðustu vikurnar, þá gerum við ráð fyrir því að hann verði áfram tölu- verður," sagði Hörður. Aðspurður um flutningaáætlanir félagsins, sagði Hörður, að gert væri ráð fyrir að í heildina yrði flutt svipað magn og flutt var á síð- asta ári. „Við gerum ráð fyrir því að innflutningur verði meiri en búist var við, en útflutningur verði hins vegar minni. Þessi mikli innflutn- ingur hefur orðið þess valdandi að mikið álag er á vöruafgreiðslunni og á vöruhúsunum í Reykjavík. Þó dregið hafi úr útleysingum þá er langt frá því að þær séu stopp, langt frá því að það sé eitthvað hrun. Fyrir réttri viku vorum við með 1630 bíla í vörugeymslum okkar en fyrrihlutann í júní var fjöldinn ná- lægt 2500, þannig að þrátt fyrir mikinn bílainnflutning til landsins, þá hefur fjöldi bíla minnkað í geymslunum," sagði Hörður. Hörður var spurður um hvort bú- ist væri við því að tregða í vöruút- leysingum myndi ágerast. „Nei, við gerum ráð fyrir því að hægja muni á útleysingum, miðað við fyrrihiuta ársins, en hvað samdrátturinn verð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.