Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 45 Hólmfríður Brynjólfs- dóttir — Minning Fædd 30. október 1911 Dáin 24. júlí 1982 í dag er til moldar borin móð- ursystir mín, Hólmfríður Brynj- ólfsdóttir. Foreldrar hennar voru Margrét Magnúsdóttir, Magnús- sonar, bónda að Litla-Landi i ölf- usi og Brynjólfur Jónsson, Brynjólfssonar bónda að Klauf í Vestur-Landeyjum. Þau Margrét og Brynjólfur bjuggu fyrstu bú- skaparár sín að Litla-Landi hjá foreldrum Margretar en síðan að Hvoli í sömu sveit. Þegar foreldrar Hólmfríðar fluttu til Reykjavíkur, höfðu þau eignast 7 börn, en misst 3 á unga aldri. Brynjólfur stundaði alla al- genga verkamannavinnu eftir að til Reykjavíkur kom, aðallega þó togarasjómennsku og á seinni ár- um gerðist hann baðvörður við Miðbæjarbarnaskólann. Fríða var áttunda barn þeirra hjóna. Hún ólst upp í skjóli góðra foreldra, naut lítilla efna, en varð auðug af trú og kærleika úr föð- urhúsum. Þess bar hún vott alla tíð. Vorið sem Fríða átti að fermast gerðist sá hörmulegi atburður að tveim eldri bræður hennar, 18 og 23 ára gamlir, fórust í Halaveðr- inu mikla með Leifi heppna. Um sama leyti brann húsið, sem fjöl- skyldan var búin að eignast að Lindargötu 14. Þarf ekki að fara mörgum orðum um, hvaða áhrif þessir voðaatburðir hafa haft á unga og óharðnaða stúlku. Bræður Fríðu höfðu mjög kvatt hana til skólagöngu, og ári eftir fráfall þeirra innritaðist hún í Menntaskólann í Reykjavík. Þá var efnahagur bágur á alþýðu- heimilum og vinna af skornum skammti. Því var það, að þegar Fríðu bauðst vinna hjá Heild- verslun Garðars Gíslasonar, hætti hún námi eftir þriggja ára skóla- vist og réðst til Garðars. Þar starfaði hún í sex ár og alla tíð síðan rómaði hún mjög húsbónda sinn. Árið 1935 giftist Fríða unnusta sínum, Guðmundi Magnússyni, bifreiðastjóra, sem var ættaður úr Borgarnesi. Hann lést fyrir fimm árum og var að honum mikil eftir- sjá. Þau hjón eignuðust fimm börn, sem lifa foreldra sína: Þór, Aldís Ólöf, Margrét María, Brynja og Magnús. Fríða frænka var miklum mannkostum búin. Hún var falleg kona, vel greind, víðsýn og glað- lynd með afbrigðum. Hlátur henn- ar var mildur og einlægur og mik- ið og stórlátt skap hafði hún löngu tamið og agað í ólgusjó lífsbarátt- unnar. Hún var alltaf tilbúin til rökræðna án stóryrða eða sleggju- ddoma, ávallt reiðubúin til að leggja lítilmagnanum lið og sjá björtu hliðina á hverju máli. Aldrei lagði hún illt orð til nokk- urs manns, en hún vissi svo sannarlega muninn á réttu og röngu. Fríða var ekki miklum efnum búin. Með manni sínum, Guð- mundi, þeim mikla heiðursmanni, háði hún sína hversdagsbaráttu, lifði naumt, en skammtaði stórt. Hún stóð sem klettur með börnum sínum, barnabörnum og tengda- börnum, lifaði raunar fyrir þau af tryggð og umhyggju þeirra einna, sem telja það göfugra að gefa en þ'ggja- Það var engin fórn af hennar hálfu, einfaldlega vegna þess, að slíkar dyggðir voru henni eiginlegar, hún drakk þær í sig með móðurmjólkinni. Nú er móðir mín ein eftir af stórum systkinahópi. Með fráfalli Fríðu sér hún á eftir barnfóstru sinni, systur, vinkonu og ráðgjafa. Öll fjölskyldan minnist Hólmfríð- ar Brynjólfsdóttur með virðingu og þökk. Ellert B. Schram Fyrir röskum 40 árum kynntist ég þeirri konu er við kveðjum í dag. í þá tíð fannst okkur ellin svo óralangt undan. Við höfðum báðar unnið við skrifstofustörf áður en við stofnuðum heimili, en eftir það fannst okkur leiðin vörðuð og lífsstarfið lægi beint fyrir, ala upp börn, annast heimili og máski huga að ömmubörnunum og að lokum fengjum við kannske nokk- ur ár til að sauma krosssaum eða dútla við okkar hugðarefni. En það fór á annan veg hjá okkur báðum, svo ör varð þjóðfé- lagsbreytingin. Fyrir 14 árum gerðist Fríða — eins og hún var ávallt nefnd — félagi í Thorvaldsensfélaginu, þá var ég þar fyrir. Þar var nóg að huga að og næg voru verkefnin. Fyrir níu árum byrjaði hún að vinna daglega á Thorvaldsenbaz- arnum við móttöku á vörum og annari stjórnun. Hún var mjög dugleg og hafði ánægju af starf- inu, hún átti samskipti við margt fólk, eignaðist þessvegna marga kunningja og vini, bæði innan fé- lagsins og utan og veit ég að hún saknaði starfs síns mjög, er hún þurfti að hætta, vegna þess sjúk- dóms er herjaði á hana. Hún tók þessu öllu með æðru- leysi og fádæma kjarki og vissi að hverju dró. Thorvaldsensfélagið hefur ætíð verið fámennt félag og starfsamt, þessvegna eru samskipti félags- kvenna mikil og þróast til vináttu og er því mikill söknuðu er félags- konur falla frá. í dag kveðja Thorvaldsenkonur Fríðu og þakka henni allt sam- starfið og vináttuna. Þær munu ætíð minnast hve hún barðist fyrir lífi sínu með æðruleysi fram til síðasta dags. Börnum hennar, fjölskyldum þeirra og systur hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Við blessum minningu hennar. Unnur S. Ágústsdóttir formaður + Elsku sonur okkar og bróölr, ÞÓRIR BALDVIN ÞORKELSSON, Njaröarholti 9, Mosfallssveit, veröur jarösunginn frá Lágafellskirkju, laugardaginn 31. júlí kl. 10.30. Sigríöur Þórisdóttir, Þorkell Samúelsson og systkiní hins látna. + Elskuleg móöir okkar. tengdamóölr, amma og langamma, SIGRÚN SIGMUNDSDÓTTIR, Hátúni 10B, andaöist í Borgarspitalanum 28. þ.m. Hólmfrióur Jónsdóttir, Háöinn Hermóösson, Sigmundur Jónsson, dótturbörn og barnabarnabörn. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ARINBJÖRN ÞORKELSSON, andaöist aö heimili sínu aö kvöldi hins 28. júlí. Pálina Arinbjarnardóttir, Þórir Arinbjarnarson, Hólmfríöur Jónsdóttir, Ágústa Friöriksdóttir, Hallgrímur Jónasson. Arinbjörn Friöriksson, Margrét Andrésdóttir, Þórunn Friöriksdóttir, Friörik Þorsteinsson, fris Björk Hafsteinsdóttir, Þorsteinn Már Arinbjarnarson. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, ÞÓRÐUR BRYNJÓLFSSON, Bollagötu 6, Reykjavík, lést í Landspítalanum 20. júli. Útförin hefir farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Anna Hallmundsdóttir, Stefanía Þórðardóttir, Guömundur Árnason, Guömundur Þórir Guömundsson, Ólafur Skúli Guómundsson. + Hjartkær faöir okkar og tengdafaöir, KAY LANGVAD, verkfræöingur, sem lést hinn 27. júlí, veröur jarösettur laugardaginn 31. júlí kl. 2 e.h. frá Gyldenholm Allé 16 Gentofte. Gunvor og Sören Langvad, Dorte og Henrik Langvad, Ulla og Eyvind Langvad, svo og barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR, Vesturbergi 2, verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaglnn 30. júlí kl. 10.30 f.h. Þór Guömundsson, Aldís Ó. Guömundsdóttir, Hilmar Svavarsson, Margrét M. Guómundsdóttir, Jón Þ. Þorbergsson, Brynja Guömundsdóttir, Arnór Einarsson, Magnús Guömundsson, Inga H. Guömundsdóttir og barnabörn. Allt / ferda/agið / ) FATNADUR, NESTI, FEfíDAVÖfíUR.... . n/ [ Opið í kvöld til kl. 22) HAGKAUP Skeifunni15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.