Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 Brynjar tvívarði vítaspyrnu — og það reyndist Keflvíkingum dýrkeypt Ingi Björn Albertsson skoraði sigurmark Vals. Jafnt í Garðinum VÍKINGAK frá óbfsvík sóttu Viði í Garði heim sl. þriðjudagskvöld en þessi lið spila í A-riðli 3. deildar. I>auk leiknum með jafntefli 1—1. Víkingar komu mjög ákveðnir til leiks og skoruðu strax í upphafi fyrri hálfleiks. Það var Guðmund- ur Guðmundsson sem skoraði markið úr þröngu færi. Það sem eftir lifði hálfleiksins voru Vík- ingar mun sprækari. Víðismenn voru mjög sprækir í síðari hálfleik og skoraði Guðmundur Knútsson fljótlega fyrir heimamenn. Voru Itlorjjunlilníiiíi Víðismenn mjög aðgangsharðir við mark andstæðinganna í síðari hálfieik en tókst- ekki að bæta fleiri mörkum við. Með þessum úrslitum gull- tryggðu Víðismenn sér rétt til að taka þátt í úrslitakeppni 3. deildar og Víkingur tryggði sér áfram- haldandi veru í 3. deild. Víðir hefir nú tapað 3 stigum í A-riðlinum, öllum á heimavelli. Þeir hafa unnið alla leiki sem ekki hafa verið spilaðir í Garðinum. AR. VALSMENN unnu sannarlega þarf- aa sigur gegn ÍBK er liðin mættust í 1. deild IslandsmóLsins i knatt- spvrnu á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi. Lokatölur leiksins urðu 2—1 fyrir Val og atvik nokkuð á 60. mín- útu leiksins má segja að hafi skipt sköpum í leiknum. Valsmenn leiddu 1— 0, en þá fékk ÍBK vítaspyrnu. Kagnar Margeirsson spyrnti að marki Vals, en Brynjar Guðmunds- son varði stórglæsilega. Kjartan Ólafsson dómari var þó ekki ánægð- ur, taldi Brynjar hafa hreyft sig áður en skotið reið af. Vitið var þvi endur- tekið og spyrnti Einar Ásbjörn Ólafsson á markið. En enn varði Brynjar. Knötturinn hrökk aftur út til Einars og markið blasti við gal- opið. En Einar spyrnti þá í stöng og Keflvikingarnir grúfðu andlit sín i lófana. Valsmenn komust síðan í 2— 0 og þó ÍBK hafi náð að minnka muninn var sigur liðsins bæði sanngjarn og eftir atvikum öruggur. Fyrri hálfleikur var mjög tíð- indalítill framan af, lítið um að vera uppi við mörkin þrátt fyrir laglegt spil á köflum. Rúnar Georgsson var nærri því að skora sjálfsmark á 20. minútu, en Þor- steinn bjargaði i horn, og til kasta Valur: ÍBK 2:1 Þorsteins kom einnig nokkrum mínútum síðar, er Guðmundur Þorbjörnsson átti gott skot. Valur Valsson skoraði fallegt mark fyrir Val á 34. mínútu, komst einn inn fyrir vörn ÍBK eftir mikinn og harðfylginn einleik Magna Pét- urssonar og skoraði örugglega, 1—0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mun fjörugri og strax á fimmtu mínútu hans átti Dýri Guðmundsson hörkuskalla á mark ÍBK eftir hornspyrnu. Þorsteinn sló knött- inn í stöng, en hann var samt á leiðinni í netið er Rúnar Georgs- son bjargaði af línu. Nokkrum mínútum síðar kom vítaspyrnu- ævintýrið og í kjölfarið á því voru Keflvíkingarnir afar aðgangs- harðir við mark Vals án þess þó að skapa sér afgerandi færi. Vals- menn náðu sér aftur á strik og á 75. mínútu skoraði Ingi Björn Al- bertsson gullfallegt mark eftir snjallan undirbúning Magna og Vals. ÓIi Þór Magnússon minnkaði muninn úr þröngu færi tæpri mín- útu síðar, en nær Valsmönnum komust Keflvíkingarnir ekki, iokatölurnar 2—1 fyrir Val. Bestu menn Vals í þessum fjör- uga leik voru Brynjar Guð- mundsson markvörður, Guðmund- ur Þorbjörnsson og Ingi Björn Al- bertsson, sem var virkilega frísk- ur. Guðmundur dalaði nokkuð er á leið, en var yfirburðamaður fram- an af. Aðrir leikmenn stóðu vel fyrir sínu, sérstaklega þó Dýri og Ulfar í vörninni. Hjá ÍBK var Þorsteinn góður í markinu og Gísli í vörninni. Besti maður liðs- ins var þó Óli Þór Magnússon, einkum þó í síðari hálfleik, er hann velgdi vörn Vals verulega undir uggum. Ragnar Margeirsson átti og góða spretti. í STUTTU MALI: íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild: Valur - ÍBK 2-1 (1-0). MÖRK VALS: Valur Valsson og Ingi Björn Albertsson. MARK ÍBK: Óli Þór Magnússon. ÁMINNINGAR: Ingiber Óskars- son, Njáll Eiðsson og Úlfar Hró- arsson. DÓMARI: Kjartan Ólafsson. — U■ IBI vann UBK öðru sinni iiiTT'iiin ísfirðingar skutust upp í 5. sæti í 1. deildinni er þeir unnu Breiðablik með tveimur mörkum gegn engu á grasvellinum í Kópavogi. Eru þeir þar með búnir að hirða fjögur stig af IIBK á tímabilinu, því þeir sigruðu þá einnig fyrir vestan, þá 3—0. ísfirðingarnir börðust mun betur en heimamenn í gærkvöldi og upp- skáru kærkominn sigur. Þeir skor- uðu fyrsta markið á 14. mínútu leiksins og að mati undirritaös verð- ur það að teljast nokkuð vafasamt. Jón Oddsson tók eitt af sínum löngu innköstum inn á markteig UBK. Guðmundur Ásgeirsson markvörður UBK: IBI 0:2 Tvöfaldur sigur hjá Kristjáni OPNA Húsavíkurmótið i golfi, Volvo-mótið svokallaða, var haldið á Katlavelli, velli Golfklúbbs Húsa- víkur um síðustu helgi. Keppt var í þremur flokkum, með og án forgjaf- ar. Þátttaka var mjög mikil, 51 kepp- andi í karlaflokki, 9 keppendur i kvennaflokki og 13 keppendur í unglingaflokki yngri en 16 ára. Veitt voru glæsileg verðlaun, gefin af Volvo-umboðinu í Reykjavík og um- boði þess á Húsavik, Bifreiðaverk- stæði Jóns Þorgrímssonar. Fyrri keppnisdag rigndi nokkuð og var fremur kalt, en síðari dag- inn var hið ákjósanlegasta veður, hlýtt og bjart. Helstu úrslit urðu: högg Karlafl. án forgj.: Kristján Ö. Hjálmarsson GH 154 Axel Reynisson GH 159 Skúli Skúlason GH 163 Karlafl. m. forgj.: Kristján ö. Hjálmarsson GH 142 Axel Reynisson GH 143 Jón G. Áðalsteinsson GA 146 Kvennafl. án forgj.: Inga Magnúsdóttir GH 190 Jónína Pálsdóttir GA 200 Sigríður B. Ólafsd. GH 208 Kvennafl. m. forgj.: Sigríður B. Ólafsd. GH 164 Inga Magnúsdóttir GA 164 Arnheiður Jónsdóttir GA 165 Unglingafl. án forgj.: Björn Axelsson GA 170 Ólafur Gylfason GA 178 Bogi Bogason GE 178 Bráðabani skar úr um 2. og 3. sæti. Unglingafl. m. forgj.: Bogi Bogason GE 140 Ólafur Gylfason GA 142 Ólafur Þorbergsson GA 144 Aukaverðlaun fyrir að vera næstir holu eftir upphafshögg á 3. braut hlutu Kristján ö. Hjálm- arsson og Ólafur Gylfason. hugðist grípa knöttinn, en ég sá ekki betur en honum væri hrint all harka- lega. í það minnsta kom hann fljúg- andi út úr þvögunni, boltinn fór yfir hann og i varnarmann sem stóð á marklinunni, og af honum i netið. Hvorki dómari né línuvörður sáu þó nokkuð athugavert við atvikið og dæmdu umsvifalaust mark. Besta færi Breiðabliks í hálf- leiknum fékk Siggi Grétars á 21. mínútu er hann fékk sendingu fram völlinn, og hreinlega skildi tvo varnarmenn eftir úti á velli. Hann óð einn inn í teiginn en ætl- aði að rugla markvörðinn, en hann gómaði knöttinn með góðu út- hlaupi. Annars var hálfleikurinn ekki vel leikinn, mikið var um lang- og Staðan í 1. deild er nú þessi: Víkingur 11 5 5 1 19- -13 15 ÍBV 11 6 1 4 15- -11 13 KA 13 4 5 4 10- -10 13 KR 12 3 7 2 8- - 9 13 ÍBÍ 13 4 4 5 18- -19 12 UBK 13 5 2 6 14- -17 12 Fram 12 3 5 4 12- -11 11 ÍA 12 4 3 5 12- -13 11 Valur 12 4 3 6 11- -12 11 ÍBK 12 4 3 5 9- -13 11 Svar frá „stóra“ dómaranum 33 Vegna skrifa „nokkurra stelpna" úr Knattspyrnufélaginu Víkingi i Morgunblaðinu 28. júlí sl. get ég ekki orða bundist, þar sem greinin er yfirfull af rangfærslum og ósann- indum. Fyrst ætla ég að upplýsa dömurn- ar um það að ég er fullgildur lands- dómari (ekki fyrrverandi) og hef lokið þolprófl sem kraflst er af landsdómurum sem dæma i 1. og 2. deild. Fyrir leikinn talaði ég við þjálf- ara Valsstúlknanna fyrir framan búningsherbergi þei'ra um ýmis- legt varðandi leikinn, leiktíma, framlengingu, vítaspyrnukeppni, ef sú staða kæmi upp, ennfremur að ef engir línuverðir mættu (sem er ekki skylda, en mjög æskilegt) ættu stúlkurnar að spila áfram, þar til ég flautaði, í því tilfelli að boltinn væri kannski kominn að- eins út fyrir hliðarlínu eða enda- mörk og ég ekki í góðri aðstöðu. Að þessu loknu gekk ég að dyrum Víkingsstúlknanna og fyrir fram- an dyrnar hitti ég ungan mann. Spurði ég hann hvort hann væri þjálfari þeirra. Jú, svaraði hann og endurtók ég þá allt það, sem ég hafði sagt við þjálfara Vals. Þegar út í leikinn var komið heyrðist hvorki hósti né stuna í þessum manni, en aftur á móti heyrðist mikið í öðrum manni, sem ég held að hafi verið hinn ágæti knattspyrnumaður Helgi Helgason (er ekki alveg viss). Eitt skipti kallaði hann: „Dómari, þetta er leiktöf," og átti þá við hve lengi Valsstúlkurnar voru að framkvæma aukaspyrnu. Þar sem ég var nálægt Helga (?) skaut ég því að honum, að hafa engar áhyggjur, ég myndi bæta við tím- ann, ef um vísvitandi leiktafir væri að ræða. Önnur orðaskipti höfðum við ekki. Er þetta þjálfar- inn sem Vikingsdömurnar eru að tala um og að ég hafi sagt við m.a.: „Ef hann hætti ekki að mótmæla dómum, þá myndi ég bara fram- lengja leikinn!" Þetta eru helber ósannindi og með ieyfi; hvaða dómari mundi láta frá sér þvílíkt og annað eins? Að ég hafi sagt að ég myndi flauta leikinn af og dæma Val bæði stigin, er enn ein lygin, ég sagði að leikurinn yrði leikinn án línuvarða. í sambandi við það að ég hafi aldrei dæmt röng innvörp, er ósatt, ég dæmdi tvisvar rangt innvarp hjá Val og einu sinni hjá Víkingi. Ég veit ekki hvort ég nenni að skrifa meira um þennan þvætting Víkingsstúlknanna, en ætla þó að reyna. Þær hljóta að hafa verið alveg utan við sig í leiknum, eða geta þær mótmælt að ég dæmdi þónokkrar aukaspyrnur á ólögleg- ar tæklingar, og svo vil ég gjarnan fræða Víkingsdömurnar um það, að til eru löglegar tæklingar. Víkj- um nú lítillega að spurningunum: 1. Svo hálfvitaleg að hún er ekki svara verð. 2. Já, hann má flauta leikinn á og af, en hann dæmir hvorki eitt eða neitt, heldur gefur skýrslu um málið og síðan sér Dómstóll KSÍ um framhaldið. 3. Sama svar og 2. 4. Valur fær enga kæru. Ef fé- lagið hefði átt að sjá um að útvega línuverði, fær það fjársekt, annað ekki. Læt ég svo útrætt um þetta mál af minni hálfu. Virðingarfyllst, Kaldur Þórðarson, „stór“-dómari. háspyrnur af beggja hálfu, og gekk boltinn vallarhelminga á milli. Hefði það væntanlega þótt mjög gott á Wimbledon, en ekki átti það beint vel við hér. Nú, Breiðablik var nálægt því að jafna á 25. minútu er Helgi „Basli" Helgason átti þrumuskot utan af velli sem hafnaði í þverslánni hjá Hreiðari markverði. Þaðan fór boltinn til Helga Bentssonar úti í teignum, en skot hans var laust og Hreiðar var ekki í neinum vand- ræðum með það. Örnólfur Odds- son skoraði svo annað mark fyrir ÍBÍ á síðustu mínútu fyrri hálf- leiks með skalla eftir hornspyrnu, og var það mjög gott mark. Blikarnir sóttu miklu meira í síðari hálfleik, og fengu þá 5 mjög góð færi en þau tókst ekki að nýta. Helgi Bentsson fékk þrjú góð færi á lokamínútunum, þar af eitt al- gjört dauðafæri, en ekki vildi bolt- inn inn. ísfirðingar fengu líka færi, og þá eftir skyndisóknir sínar, en þeir lágu í vörn mikinn hluta hálf- leiksins, og vörðust hetjulega. — sh. Opin golfmót OPIÐ golfmót, hið svokallaða öld- ungamót GHK fer fram 2. ágúst næstkomandi á goifvellinum á Hellu. Er um að ræða 18 holu högg- lcik með og án forgjafar og eru allir, sem náð hafa 50 ára aldri eða eldri, velkomnir. Keppt verður bæði í kvenna- og karlaflokki og eru þrenn verðlaun veitt í hverjum flokki. Á Akranesi fer fram opin kvenna- keppni á morgun og verða leiknar 18 holur með og án forgjafar. Það er Akraprjón sem stcndur að mótinu ásamt golfklúbbi Akraness og gefur fyrirtækið verðlaun til sigurvegara. Ekki heimsmet FRÍ7TT Mbl. í gær um heimsmet sovéskrar stúlku í 10.000 metra hlaupi hefur reynst vera röng, en grcint var frá því að Anna Domor- adskaya hefði snikkað næstum 30 sekúndur af heimsmetinu í greininni og tvær sovéskar stúlkur aðrar hefðu einnig hlaupið á betri tíma en gamla heimsmetið. Þessar fréttir hafði blm. úr fréttaskeyti frá AP- fréttastofunni virtu. Þar var greint frá „heimsmeti" þessu, en vafalaust hefur átt að standa þar „sovéskt met“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.