Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 Laugavegurinn — miðstöð versl- unar og viðskipta á Islandi Nauðsynlegt fyrir svona verslun að vera í alfaraleið — segir Abnam Mobarak í Þúsund og einni nótt „Við crum búin að vera með þessa versl- un hér á Laugaveginum í sex ár, en áðui vorum við á Hverfisgötunni,“ sagði Abn- am Moharak, kaupmaður í versluninni 1‘úsund og einni nótt á Laugavegi 69, er blaðamaður leit þar inn. Verslunin er fjölskyIdufyrirta*ki, sem þau reka í sam- einingu Abnam og kona hans, Sigurbjörg Kinarsdóttir. „Nafnið á búðinni er nú ein- faldlega þannig til komið að þetta er skemmtilegt nafn sem allir þekkja,“ sagði Abnam um hið sérkennilega nafn verslun- arinnar, „fremur en að yfir því ætti að vera einhver ævintýrablær eða það gefi vitn- eskju um hvað við seljum.“ Kn hvað er það sem þið seljið einkum? „Það er fatnaður einna mest, skór, skartgripir, barmmerki, hljómsveita- klæðnaður og margt fleira. Um 50 til 60% fatnaðarins kemur frá Austurlönd- um, og við leggjum mikið upp úr bóm- ullarfatnaði sem er vinsæll, og kemur sér ekki síst vel fyrir þá sem illa þola gerviefni. Annars er þessi austurlenski fatnaður mjög ólíkur því sem hér er framleitt, en þetta á vaxandi vinsældum að fagna. Vörurnar sem við erum með koma frá Austurlöndum nær og fjær og frá Evrópu, og við flytjum það allt beint inn án milliliða." Eru það eingöngu unglingar sem versla í Þúsund og einni nótt, eða fólk á öllum aldri? „Nei, það eru ekki eingöngu ungl- ingar. Hér kemur að visu mjög mikið af ungu fólki, en þó eru viðskiptavinirnir á öllum aldri. Bæði er þetta fólk sem kem- ur inn af götunni er það á leið um, og svo fólk sem beinlínis hefur ætlað sér að koma hingað. Eftir að við fluttum upp á Laugaveg hefur það aukist að fólk kem- ur inn til að skoða, án þess endilega að versla um leið. Á Hverfisgötunni kom fólk meira í ákveðnum tilgangi, hafði ákveðið áður hvað það vildi fá.“ Kæmi til greina að hafa verslun sem þessa í úthverfum eða í íbúðarh’verfum? „Nei, það held ég ekki. Við erum með vörur sem ekki fást annars staðar á Abnam Mobarak í verslun sinni, Þúsund og einni nótt viö Laugaveginn. landinu, og því má segja að við þjónum ekki aðeins höfuðborgarsvæðinu, heldur einnig öllu íslandi. Því er nauðsynlegt að hafa búðina þannig staðsetta að hún sé í alfaraleið fyrir fólk hér sem fólk utan af landi. Öðru máli gegnir um verslanir sem byggja til dæmis á sölu til fólks í einu hverfi." Að lokum. Er gott að vera kaupmaður á íslandi í dag? „Það er erfitt, svo mikið er víst, en það er hægt. Stundum getur þó verið erfitt að vera alltaf í því góða skapi sem kaupmenn og verslunarmenn eiga að vera, þegar ekki gengur sem best," sagði Abnam Mobarak að lokum. Egilsstaðir: Eg byrjaði með eina flotkrónu Rætt við Kristinn Kristmundsson í Shell- skálanum Við Vallaveg rétt sunnan við Eg- ilsstaðakauptún er Shell-bensínstöð og sjoppa. Þar ræður ríkjum Krist- inn Kristmundsson eða Kiddi eins og hann er kallaður i daglegu tali. Er tíðindamann Morgunblaðsins bar þar að — var Kiddi í önnum við að afgreiða hamborgara og pylsur. Verður þú í fríi á verslunar- mannadaginn? Nei, ég verð sko ekki í fríi. Verslunarmannahelgin er einn aðal annatími okkar — sem vinn- um í sjoppu. Þá er allt vitlaust að gera frá morgni til kvölds. Hvað hefurðu á boðstólum sem er svona eftirsóknarvert? Alls konar vörur fyrir ferða- menn. En þetta er fyrst og fremst Shell-umboð. Hér höfum við allar Shellvörur: bensín, olíur og bón, viftureimar, þurrkublöð, sæta- áklæði og tjakkar. En það er von- laust að reka bensínstöð nema reka sjoppu jafnframt. í sjo- ppunni verslum við með sælgæti, samlokur, hamborgara, pylsur og svokallaðar G-vörur. Áuk þess filmur og kasettur. Hvað hefurðu lengi fengist við þennan rekstur? Ég byrjaði þennan rekstur 1. ág- úst 1980. Það er fyrirtæki bróður míns, Dagsverk sf., sem á húsnæð- ið og er umboðsaðili Shell hf. — en ég rek þetta á mína ábyrgð. Hvernig hefur reksturinn svo gengið? Það má segja að ég hafi byrjað með eina flotkrónu og lengst af hef ég unnið kauplaust við þetta, en nú er að rætast úr og við erum tvö sem vinnum hér í sumar. Hefur samkeppnin verið hörð? Nei, nei. Ég á afskaplega góðan nágranna sem er Söluskáli KHB. Það má eiginlega segja að við bæt- um hvorn annan upp. Ég versla t.d. talsvert við heildsölu kaupfé- lagsins. Áttu fasta viðskiptavini? Já, líklega eru fastir viðskipta- vinir mínir um 100. Hinn almenni ferðamaður verslar sjaldan hér — þetta er of mikið út úr — svo að ég legg ekki síst kapp á þjónustuna við heimamenn. Hefurðu eitthvað lært til versl- unarstarfa? Ekki get ég nú sagt það. Ég er útlærður húsasmiður og vann lengi vel hjá Byggingafélaginu Brúnás. Hins vegar hefur áhugi minn aldrei verið fjarri verslun- arstörfum, t.d. var ég lengi vel að gæla við þá hugmynd að stofn- setja byggingavöruverslun. En ég hef alveg ágætis bókara, sem sér um bókhaldið fyrir mig, og ég smíða fyrir hann í staðinn. Það eru góð skipti. Hvernig hefur þú svo kunnað við verslunarstörfin? Alveg prýðilega. Ég ætla að halda þessu áfram. En ég fæst lít- illega við smíðar með — og rek auk þess myndbanda með Finni Bjarnasyni í Valaskjálf — svo að mér ætti ekki að leiðast. En hvað með byggingavöru- verslunina? Kannski set ég hana upp þegar ég er orðinn gamall. En hefurðu eitthvað nýtt á prjónunum núna á næstunni? Það held ég ekki. í fyrra var brotist inn hjá mér en aðeins teknar nokkrar ölflöskur. Það sýn- ir kannski þörfina á nætursölu hér yfir hásumarið. — Ólafur. 5000 fermetra verslunarskóli með þrjátíu kennslustofur VERSLUNARSKÓLI íslands hef- ur fengið úthlutað lóð undir skóla- byggingu við Efstaleiti í Kringlu- mýrinni. Skólahúsið verður fimm þúsund fermetrar að stærð með íþróttahúsi, en í skólanum er gert ráð fyrir að verði þrjátíu kcnnslu- stofur. Þorvarður Elíasson, skóla- stjóri Verslunarskólans, sagði að teiknivinna væri þegar hafin og áætlað væri að framkvæmdir Framkvæmdir hefjast næsta vor hefjist næsta vor. „Við stefnum að því að skólinn geti tekið til starfa í nýja húsnæðinu eftir fimm ár,“ sagði Þorvarður. Nem- endur Verslunarskólans eru nú um sjö hundruð og gamli skólinn við Grundarstíginn tvísetinn. Þorvarður sagði að ekki væri gert ráð fyrir að fjölga nemend- um er nýi skólinn tekur til starfa. Stefnt verður að því að skólinn verði einsetinn þ.e. allir nemendur skólans sæki nám í hann fyrir hádegi virka daga, en eftir hádegið er gert ráð fyrir að halda þar námskeið fyrir fólk á vinnumarkaðinum og hugsan- lega að starfrækja öldungadeild. S.G. borvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskóla fslands, vísar á lóðina þar sem nýja skólabyggingin mun rísa við Efstaleiti. (Ljixmynd: Kmili*)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.