Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 3 Á kortinu sést hæð yfir Skandinavíu og önnur minni yfir Grænlandi. Á Grænlandshafi sést smá lægð sem gæti gefið vætu sunnanlands og vestan framan af laugardegi. En síðan er reiknað með að hæðirnar nái saman og lægðin eyðist. Batnandi veðurhorfur um allt land eftir því sem líður á helgina IIM HELGINA er búist við fremur meinlausu veðri um allt land sam- kvæmt þeim upplýsingum er lágu fyrir á Veðurstofu Islands síðdegis i gær. Að sögn Guðmundar Haf- steinssonar veðurfræðings er spáð svipuðu veðri í dag á Suður- og Vesturlandi og var í gær. Hann sagði að útlit væri fyrir smá vætu fyrripartinn á morgun, en síðdegis myndi glaðna til. Á Norður- og Austurlandi væri hins vegar von á þurru veðri í dag og á morgun. Spáin fyrir allt landið væri sú að veður færi batnandi eftir því sem liði á helgina. Held- ur færi kóinandi, en hitastig yrði þó í meðallagi miðað við árstíma, þetta 10—14 gráður. Mestra hlýinda væri að vænta á skjólsælum stöðum á Suðaust- ur- og Norðurlandi. Allt frá Kirkjubæjarklaustri og austur um og þaðan vestur til Akureyr- ar. Á hálendinu yrði þokkalega gott veður, sérstaklega eftir því sem austar drægi t.d. væri veður- útlit á Sprengisandi gott. Deilan um mannaforráð við ratsjána er leyst STEINGRÍMUR Hermannsson samgöngumálaráðherra og Ólaf- ur Jóhannesson utanríkismála- ráðherra hafa náð samkomulagi þess efnis að flugmálastjóri, Agnar Kofoed-Hansen, hafi hér- SLYSAVARNARFÉLAGINU barst í fyrrakvöld kl. 19.30 tilkynning frá vélbátnum Helgu Guðrúnu B-I240, þess efnis að báturinn væri staddur í skerjagarði einhversstaðar hjá Mýr- um. Mennirnir tveir sem um borð voru, óskuðu aðstoðar vegna hafvillu og takmarkaðra olíubirgða. Leitarflugvél frá Landhelgisgæsl- unni, TF-SYN, var fengin til að fara á vettvang. Áhöfn vélarinnar sá ekki niður vegna þoku þótt hún flygi í aðeins 200 feta hæð. Um svipað leyti fór Þjótur á Akranesi af stað með björgunarsveitarmenn Slysavarnar- félagsins. Gæslumenn fundu bátinn við Hjörsey og tókst að leiðbeina honum út á opið haf. Þegar Þjótur var kominn vel áleið- is bilaði hann og sneri við til Akra- ness, þar sem hraðbáturinn Snari B-1345 var fenginn til að fara á vett- vang. Þá var og haft samband við Sigurfara II frá Grundarfirði sem var á leið norður um flóa. Vegna myrkurs var hann fenginn til að snúa við og vera bátunum til aðstoð- ar með ratsjá, því báðir voru bátarn- ir ratsjárlausir. Um kl. 01.00 aðfaranótt fimmtu- dags hafði Sigurfara tekist að leiða Snara að Helgu Guðrúnu sem þá var orðin olíulaus. Eftir að hafa fengið olíu úr Sigurfara, héldu bátarnir af eftir yfirumsjón með starfsemi þeirri á Keflavíkurflugvelli er lýtur að aðflugsstjórn á Reykjavíkurflugvelli. Hér er um það að ræða að flugmálastjóri sjái um að ráða stað heimleiðis. Um kl. 02.00 stöðv- aðist vél Helgu Guðrúnar og Snari tók hana í tog til Akraness. Eftir minniháttar óhöpp náðu bátarnir til hafnar kl. 5.30 í gærmorgun. Helga Guðrún kom síðan inn til Reykjavík- ur laust fyrir hádegi í gær. Engan sakaði. 193 mm úrkoma á Kvískerjum MIKIÐ vatnsvcður gekk yfir suðaust- urland í fvrradag. Mældist sólarhrings- úrkoman á Kvískerjum i Suðursveit 193 mm. En þar hefur einnig mælst mest sólarhringsúrkoma á landinu 243 mm. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. aflaði sér á Veðurstofu ís- lands er þetta óvanalegamikil úr- koma miðað við árstíma. Orsökin fyrir þessu mikla úrfelli væri að hlýtt loft sem komið væri langa leið sunnan úr hafi og væri búið að safna í sig miklum raka þyrfti skyndilega að hækka sig til að komast yfir Vatnajökul en við lyftinguna kólnaði það og missti við það þann raka sem það hefði safnað í sig. flugumferðarstjóra til starfa við ratsjárbúnað þann á Keflavíkurflugvelli sem ómannaður var vegna deilna er flugslysið í hlíðum Esju átti sér stað á dögunum. Þeim er fenginn verður þessi starfi er jafnframt gert að starfa undir stjórn flug- málastjóra. Ráðgert er að flugmálastjóri sendi viðkom- andi frá Reykjavík til starfa strax eftir helgi. Verö á dollar yfir 12 krónur í fyrsta sinn SÖLUGENGI Bandaríkjadollars komst i fyrsta sinn yfir 12 krónur í gærdag, þegar það var skráð 12.017 krónur. Dollarverð hefur því hækk- að um tæplega 47% frá áramótum, þegar gengið var skráð 8.185 krón- ur. Á einum mánuði hefur dollar- verð hækkað um 3,94%, eða úr 11.562 krónum í 12.017 krónur, sem þýðir um 1% hækkun á viku. Það má svo skjóta því inn, að frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum í febrúar 1980 hefur dollarverð hækkað úr 4.017 krónum í 12.017 krónur, eða um tæplega 200%. I júlímánuði hefur verð á Evr- ópugjaldmiðlum hækkað nokkuð meira en á dollar. Má nefna, að dönsk króna hefur hækkað um 5,16%, vestur—þýzkt mark um 5,45% og sterlingspund um 5,19%. Bátur í þoku og haf- villu undan Mýrum UTBÚUM HEILA LAMBASKROKKA Það bezta á GRILLIÐ GóÖ matarkaup Sértilboð Svínalundir Svínakótelettur 244,00 289,00 174,00 199,00 Nýtt hvalkjöt 27,00 Amerískt saltat, 100 gr. 8,50 Lambalifur 29,00 Lauksalat, 100 gr. 6,00 Ódýra baconiö 75,00 Rækjusalat, 100 gr. 11,50 Nýr lax 1/1 99,00 Ávaxtasalat, 100 gr. 9,00 Lax í sneiöum 138,00 Skinkusalat, 100 gr. 12,80 Rúllupylsa 40,00 Besta sviöasultan er frá Goöa, Kjötbúðingur 46,00 bita stk. pr. kg. 98,00 Heimalöguð lifrarkæfa 68,00 Úrvals harðfiskur. Kindahakk 38,00 Ýsa-, rikklingur og bitar. Folaldahakk 36,00 Hangikjöt: (soðið) bitar pr.kg. 178 Kálfakótelettur 46,00 Úrbeinuð hangilæri, pr.kg. 119 Kálfahryggir italskt salat, 100 gr. 38,00 7,10 Úrbeinaöir hangi- frampartar pr.kg. 89 Grill pylsur í úrvaii. Pantið tímanlega Abending: Okkar Skráö verft verft Nauta T-bone steik 95,00 118,00 Nauta-grillsteik 64,00 72,00 Nauta-bógsteik 64,00 72,00 Nauta-snitzel 183,00 215,00 Nauta-gullach 148,00 169,00 Nauta Roast-beef 159,00 185,00 Nautahakk 10 kg. 79,00 115,00 Nautahamborgari 8,00 10,40 Nautabuffsteik 165,00 186,00 Nauta Turn-bauti 215,00 244,00 Lambagrillsneiöar 79,00 Lambaframhryggur í B-A 69,00 Lambageiri 97,50 115,00 Lambaherrasteik 79,00 88,00 Lambarif marineruö 28,00 37,00 Svo stórar steikur sem hér er sagt frá er ekki hægt aö steikja á venju- legu garðgrilli heldur miklu frekar á hlóöum sem búa má til utan dyra við hús sín, eins og þaö sem sést á meöfylgjandi mynd. Ef geyma á lambakjötið eitthvað eftir steikingu veröur að halda því heitu í ofni, því moövolgt glóöarsteikt kjöt er ekki sérlega spennandi. Glóöarsteikt kjöt veröur alltaf aö vera vel heitt. OFT ER GOTT AÐ EIGA HAUK I HORNI Opið á föstudögum til kl. 7. Opið í hádeginu. Lokað í sumar á laugardögum. Góö helgi KJÖTMIÐSTÖÐIW Uugalæk 2.s. 86511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.