Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 Ljótim. Mbl. GuAjón. Mesta umferðarhelgi ársins fer í hönd Ver.slunarinannahelgin er fram- undan, en hún er mesta ferúahelgi ársins. í tilefni af því hafa lögreglan og llmferðarráð mikinn viðbúnaA. I þaA minnsta sex vegalögreglubílar verða á ferðinni víðs vegar um land- ið og sérstakt umferðarútvarp verður starfrækt. A meðfylgjandi myndum, má annars vegar sjá Óla H. Þórðar- son, framkvæmdastjóra Umferð- arráðs, Óskar Ólason, yfirlög- regluþjón og Gunnar Kára Magnússon, sem sér um umferðar- útvarpið, ásamt bílstjórum vega- lögreglubílanna; og hins vegar lögreglumann, sem stöðvað hefur bíl á Vesturlandsvegi og afhendir bílstjóra hans aðvörun frá Um- ferðarráði þess efnis að áfengi og akstur fari ekki saman, en lögreglan byrjaði að gera slíkt í gær og mun halda áfram um helg- ina. Úm leið benti lögreglan á nauðsyn notkunar bílbelta. LjÓHm. Mbl. OI.K.M. 24 félög í SSÍ hafa sagt upp samningum „Guð hjálpi þessari þjóð ef sjómenn eiga að vinna eftir daglaunakerfinu,“ — segir Óskar Vigfússon Sjómannasamband íslands hefur skorað á aðildarfélögin að segja upp kjarasamningum við Landsamband íslenskra útvegsmanna frá og með 1. september næstkomandi. í gær- kvöldi höfðu 24 af 34 aðildarfélögum SSÍ sagt samningunum upp, en til þess að þeir verði úr gildi hinn 1. september nk. þarf í síðasta lagi að segja þeim upp á morgun. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasam- bandsins, sagði í gærkvöldi, að sjó- menn ætluðu að tryggja sig fyrir því, að ekki yrði ráðist á hlut þeirra einu sinni enn af ríkisvaldinu, en að und- anfornu hefur mikið verið rætt um að fiskverð verði hækkað um 6 til 8% til styrktar útgerðinni, og að þessari hækkun verði haldið utan skipta, þannig að hún færi beint til útgerðar. Að sögn Óskars, þá hafa aðild- arfélög Sjómannasambandsins fylgst vel með gangi mála að und- anförnu og sagðist hann ekki vita annað en að öll félögin myndu segja samningunum upp nú fyrir mánaðarmótin, en uppsagnar- frestur er einn mánuður. „Það er fráleitt ef ríkisstjórnin ætlar sér að leysa vanda útgerðar- innar með því að ganga á hlut sjó- rnanna," sagði Óskar. „í hvert sinn sem ríkisstjórnin á við hluta- skiptakjörin og færir öðrum aðil- anum eitthvað, það er sjómönnum eða útgerðarmönnum, þá er verið að ráðskast með hlutaskiptakjör- in, en slíku fylgir mikil röskun. Svona lagað leiðir til þess, að hlutaskiptakjörin líða undir lok. Guð hjálpi þessari þjóð ef sjó- menn eiga að fara að stunda sjó- inn eftir daglaunakerfinu," sagði Óskar. Nígeríumenn ætla að kaupa skreið áfram Hafa ákveðið sama verð í ár og 1983 og var í fyrra „ÞAÐ HAFA verið gefin út nokkur leyfi, smá að vísu, til nokkurra þeirra aðila, sem áttu útistandandi við- skiptaskuldbindingar, þegar lokun markaðarins átti sér stað. Þetta kem- ur í framhaldi ákvörðunar rikisstjórn- ar Nígeríu, að halda óbreyttu verði á skreið til ársloka 1983, frá því sem var á síðasta ári,“ sagði Magnús G. Friðgeirsson, hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, í samtali við Mbl., en hann er nýkominn úr för til Níg- eríu. „Það má því segja, að tveir hlutir af þremur séu komnir. Þeir eru búnir að ákvarða verðið út þetta ár og næsta og þeir eru byrjaðir að bæta þeim aðilum, sem urðu fyrir skakkaföllum við lokun mark- aðarins. Þriðja atriðið er svo, að þeir gefi út einhverjar leikreglur um hvernig þeir hyggist standa að leyfisveitingum, í hversu miklum mæli og hvernig," sagði Magnús. Magnús sagði aðspurður, að þessar ákvarðanir væru ákveðin vísbending um, að Nígeríumenn ætluðu sér að kaupa áfram skreið. Togaraútgerðin fær fyrirgreiðslu í bönkunum: „Óvenjulegt að viðskiptabank- arnir fjármagni taprekstur“ segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ FJÖLMARGIR togaraútgerðarmenn í landinu fengu bráðabirgðafyrir- greiðslu í viðskiptabönkunum í gær og kemur þessi fyrirgreiðsla í veg fyrir að fjöldi togara stöðvist. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá veittu bankarnir útgerðunum þessa lánafyrirgreiðslu samkvæmt beiðni Steingríms Hermannssonar sjávar- útvegsráðherra og munu bankarnir ætla að veita togaraútgerðinni að- stoð, þar til efnahagsráðstafanir rik- isstjórnarinnar hafa séð dagsins Ijós. „Mér er kunnugt um, að í dag hafa menn fengið fyrirgreiðslu í við- skiptabönkunum, sem nemur 300 til 500 þúsund krónum á skip og er þetta einskonar fyrsta hjálp í því skyni að hægt sé að halda rekstri togaranna áfram," sagði Kristján Ragnarsson formaður Landsam- bands ísl. útvegsmanna þegar Morg- unblaðið innti hann eftir þessari að- stoð til togaranna. „Það er óvenjulegt að viðskipta- bankarnir taki að sér að fjármagna taprekstur og hafa forráðamenn bankanna oftar en einu sinni lýst sig andvíga því. Þess vegna ætla ég að þeir viti eitthvað um fyrirhugaðar efnahagsaðgerðir og að þeir treysti því að einhverjar bætur komi til út- gerðarinnar, því lánsfé kemur út- gerðinni ekki til hjálpar, nema þá til að forðast stöðvun í skamman tíma,“ sagði Kristján ennfremur. „Menn taka þetta lánsfé í trausti þess, að einhver fyrirgreiðsla komi af hálfu ríkisins. Þessi fyrirgreiðsla er bundin við það og það er staðfest af hálfu bankanna, að þeir muni halda togurunum gangandi þar til efnahagsaðgerðirnar sjá dagsins ljós. Annars er það svo, að menn eru orðnir býsna langeygðir eftir þeim úrræðum, sem sjávarútvegsráðherra er búinn að boða nú í fimm vikur,“ sagði Kristján. Efni blaðsins helgað verzlun og viðskiptum í Morgunblaðinu í dag er stór hluti efnisins helgaður verzlun og viðskiptum í tilefni verzlunarmannahelgarinnar og er það fyrri hluti blaðsins með því efni sérstaklega. En síðari hlutinn verður í laugar- dagsblaðinu. Hér er um að ræða viðtöl og greinar við fólk í verzlun og þjónustu frá ýmsum stöðum á landinu, en einnig eru í blaðinu í dag ýmsar upplýsingar varðandi skemmtanir, umferð og annað, sem getur komið lesendum blaðsins að góðum notum um verzlunar- mannahelgina. Ef þeir hefðu ekki ætlað það hefðu þeir ekki þurft að ákvarða neitt verð. Þá byrja þeir á réttum enda. Þeir byrja á því að bæta þeim upp, sem urðu fyrir skakkaföllum og síðan ætla þeir að veita ákveðin leyfi. Við vitum hins vegar ekki hversu víðtæk þau leyfi verða og hvort þau nægja til að dekka það magn, sem við þurfum að koma frá okkur," sagði Magnús. Á síðasta ári var verðið fyrir svokallaða A-skreið 287 doilarar fyrir 45 kg pakkningu og 225 doli- arar fyrir samskonar pakkningu af B-skreið. „Það má óneitanlega gera ráð fyrir, að þessi viðskipti gangi ekki eins greiðlega fyrir sig og áður. Það getur aldrei orðið þegar vara er á leyfi,“ sagði Magnús G. Friðgeirs- son ennfremur. Árni Sigfósaon Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík: Þrír Nóbelsverðlaunahaf- ar gista ísland í ágústlok ÞRÍR Nóbelsverðlaunahafar i lækn- isfræði eru væntanlegir til íslands seinnipart ágústmánaðar, á XVII þing norrænna lífeðlisfræðinga um lífeðlis- og lyfjafræði, sem haldið verður hér á landi dagana 29.—31. ágúst. Þetta eru þeir Sir Andrew Huxley, sem hlaut ásamt öðrum Nób- elsverðlaunin í læknisfræði 1963 fyrir uppgötvanir varðandi þær jóna- hreyfingar sem liggja að baki örvun og hömlun í himnu taugafruma; Ulf von Euler, sem hlaut ásamt öðrum Nóbelsverðlaunin i læknisfræði 1970 fyrir uppgötvanir varðandi taugaboð- efni, geymslu þeirra, losun og niður- brot; og Torsten Wiesel, sem ásamt öðrum hlaut verðlaunin síðastliðið ár, fyrir rannsóknir á sjónskyni. Þeir munu allir flytja fyrirlestra á þinginu og taka virkan þátt í störfum þess. Alls eru væntanlegir á þingið 250 erlendir gestir, bæði frá hinum Norðurlöndunum og víðs vegar að úr heiminum, en þing sem þetta er haldið á þriggja ára fresti og nú í fyrsta skipti á íslandi. Á þinginu verður fjallað um ýmislegt það sem efst ber í lífeðlis- og lyfjafræði í nútímanum, og má gera ráð fyrir að ýmislegt komi þar fram, sem hefur ekki áður litið dagsins Ijós í þessum fræðum. Forseti þingsins er prófessor Jóhann Axelsson og verndari þess forseti íslands, Vig- dís Finnbogadóttir. Nánar verður sagt frá þinginu og gestum þess síðar í Morgun- blaðinu. Árni Sigfússon ráðinn fram- kvæmdastjóri ÁRNI Sigfússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, frá I. ágúst að telja. Tillaga þar að lútandi var samþykkt samhljóða á stjórnar- fundi í Fulltrúaráðinu, sem haldinn var á þriðjudag. Undanfarna mánuði hefur Árni verið framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna, en hann lætur af því starfi um leið og hann tekur við hinu nýja. Árni Sigfússon er 26 ára gamall, kennari að mennt. Hann starfaði sem blaðamaður á Vísi um nokkurn tíma. Hann hefur setið í stjórn Heimdallar og er nú formaður félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.