Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 25 ur mikill er óljóst. Það sem er al- varlegt fyrir okkur sérstaklega er samdrátturinn í útflutningnum, sem gerir það að verkum að verk- efni skipa í stórflutningum tak- markast verulega, það er frystur fiskur, ál, kísiljárn og reyndar út- flutningurinn allur. Það mun skapa okkur sérstök vandamál á næstu vikum og mánuðum," sagði Hörður. Varðandi það, hvort vart hefði orðið við fjárskort hjá innflytjendum, sagði Hörður, að ekki hefðu orðið verulegar breytingar á viðskipta- háttum varðandi innflutning. „En það sem við höfum orðið varir við, er að hægt hefur á útleysingum um 10—12% og við verðum að sjálf- sögðu varir við aukin vandamál í sambandi við vanskil og greiðslur, en þetta er ekki hjá okkur neitt „stóra stopp“ ennþá, en að vísu hafa komið upp ákveðin vandamál að undanförnu," sagði Hörður Sigur- gestsson. SigurÖur Helgason, forstjóri Flugleiða Minna um handbært fé manna á meðal „VIÐ SJÁUM þess greinileg merki að það viröist þyngra undir fæti, þanng aö viö eigum von á því aö þaö dragi úr ferðalögum íslendinga á næstunni,“ sagöi Siguröur Helgason forstjóri Flugleiða i samtali við MorgunblaðiÖ. „Almennt efnahagsástand hér og eins í nágrannalöndunum leiðir það af sér að flutningar til og frá land- inu eru heldur minni en við gerðum ráð fyrir. Þetta er breytilegt frá einni viku til annarrar, en almennt talað þá vantar upp á það að við náum settum markmiðum," sagði Sigurður. Ekki kvaðst hann geta bent á tölur þessu til staðfestingar, en sagði að áætlanir hefðu ekki staðist. „Við höfum fellt niður að meðal- tali um 3 ferðir á viku á milli Evr- ópu og íslands það sem af er sumr- inu, en farnar eru á milli 30 og 35 ferðir. Það er ekki mikii breyting á sætanýtingu og er það aðallega vegna þess að við höfum fellt niður ferðir. Við heyrum það frá ferða- skrifstofunum að þær hafa áhyggj- ur af því að þeim gangi ekki eins vel og ætlað hefði verið," sagði Sigurð- ur. Hann var spurður að því hvort vart hefði orðið við peningaskort hjá fólki. „Það er greinilegt, við verðum varir við það, að það er minna um handbært fé manna á meðal. Ég veit ekki hvort mikill til- flutningur er á milli ferða, en fólk tekur að sjálfsögðu þær ferðir sem hagkvæmastar eru hverju sinni." Varðandi framhaldið sagðist Sig- urður telja að erfiðleikarnir myndu halda áfram. „Það er ákaflega lík- legt og við gerum ráð fyrir því að það verði áframhald á þessu og að ástandið eigi eftir að versna þegar líður á árið og kemur fram á vetur- inn og við búum okkur undir það,“ sagði Sigurður Helgason. Kinar Olgeirsson, hótel- stjóri á Hótel Esju: „Þegar fólk skortir peninga minnkar það við sig ferðalög“ „ÁÆTLANIRNAR Sem viö gerðum fyrir síöustu tvo mánuöi hafa ekki staöist. Það er minna um hótelgesti nú en áöur. Ég veit ekki hverju má um kenna, en þaö er þó greinilegt aö sam- dráttur er aö gera vart viö sig viða í kringum okkur. Þegar fólk fer aö skorta peninga, minnkar þaö yfirleitt viö sig ferðalög og aðrar skemmtanir. Ég hef ekki trú á því, að verk- fallshótanirnar í sumar hafi haft eins mikil áhrif og margir vilja vera láta, heldur tel ég að þetta sé al- mennur samdráttur í V-Evrópu. Ég skildi ekki á hvaða forsendum Ferðamálaráð var að spá mun meiri ferðamannastraumi í sumar. Það er mín reynsla, að á síðustu tíu árum hafi straumurinn verið nokkuð jafn, en þó með hæðum og lægðum. Það er þó nokkuð mikið frávik núna," sagði Einar. Aðspurður kvað Einar veitinga- reksturinn vera heldur minni en undanfarin sumur og vildi hann helst kenna þar um auknum fjölda og aukinni samkeppni matsölu- staða. „Annars er erfitt að setja mælikvarða á „innanlandstraffik- ina“ þar sem sumarmánuðirnir eru alltaf rólegir í þeim efnum," sagði Einar. Örnólfur Örnólfsson hjá Fasteignaþjónustunni: Greinilegur samdráttur í fasteigna- viðskiptum „Þaö hefur oröiö samdráttur í fast- eignasölu, það fer ekki framhjá nein- um,“ sagöi Örnólfur Örnólfsson hjá Fasteignaþjónustunni í samtali við blaðamann Morgunblaösins í gær. „Þetta ástand hefur ruanverulega var- að alveg síðan í maí i vor, en fram aö þeim tíma var ástandiö alveg eðilegt," sagði Örnólfur ennfremur. „Fyrst í stað hölluðust menn að því að kosningunum væri um að kenna, eða að fólk vildi ekki hafa ónæði af fasteignaviðskiptum vegna prófa í skólum. Síðar var svo talað um yfirvofandi verkföll, og ein- hverjir tala núna um að sumarleyf- um sé um að kenna. En sannleikur- inn er einfaldlega sá, að fasteigna- viðskiptin ganga hægar fyrir sig en áður. Eignir, sem undir vengulegum kringumstæðum eiga að seljast á tveim, þrem dögum jafnvel, geta nú verið í sölu í þrjár til fjórar vikur. Húsbyggjendur, sem reyndu að draga það fram á vorið að selja íbúðir sínar, hafa lent í vandræðum, því erfiðlega hefur gengið að selja þegar til átti að taka. Um verðið er það að segja, að þeg- ar svona mikið framboð er og treg sala, þá hækkar verð fasteigna ekki, en lækkanir höfum við ekki orðið varir við. Vanskil teljum við heldur ekki meiri en gengur og gerist. Þótt lánafyrirgreiðsla hafi minnkað, þá reynir fólk að standa í skilum með fastar afborganir og útborganir." Jón Guðmundsson á fasteignasöl- unni Fasteignamarkaðinum sagði hins vegar, að sér virtist markaður- inn „nokkuð líflegur, og þetta hefur gengið vel hér. Því er á hinn bóginn ekki að leyna,“ sagði Jón, „að það þarf meiri aðdraganda að því að kaup og sala á fasteign verði að veruleika, og greinilega er áræði fólks í þessum efnum mun minna en verið hefur vegna ótta við samdrátt í efnahagskerfinu". Bjarni Sveinbjörnsson í Útilíf: „Fólk aö vakna til meövitundar um að pening- ar eru ekki óþrjótandi“ „ÉG SEGI kannske, að þaö er eins og fólk sé aö vakna til meövitundar um, aö peningar eru ekki óþrjótandi, en við höfum þó ekki orðið varir viö nein áberandi samdráttareinkenni,“ sagöi Bjarni Svcinbjörnsson í sportvöru- vcrsluninni Útilíf, er blaöamaöur Morgunblaösins spuröist fyrir um hvort hann hafi orðið var við sam- dráttareinkenni i versluninni aö und- anfornu. Að hvaða leyti er fólk betur með- vitað nú en áður um að peningar séu ekki óþrjótandi? „Það bar á því fyrst eftir myntbreytinguna og lengi fra,man af, að fólk hreinlega vissi ekki hvað það var með í hönd- unum, það hafði ekki verðskyn. Fólk hreinlega spurði hvort varan væri dýr eða ódýr. Þetta er að lagast, fólk virðist vera að fá meira verðskyn, en það er ekki langt síðan. Fólk spekúlerar nú meira í hlutunum og kaupir ekki eins blint og áður. Það bruðlar ekki eins í dag, kaupir ákveðnara og hugsar meira um pen- ingana. Það kaupir hjá okkur góðu svefnpokana og góðu tjöldin, en óvandaðri og ónytsamari hlutirnir sitja á hakanum." Hvernig hefur salan verið hjá ykkur undanfarið miðað við sama tímabil í fyrra? „Það má kannske segja að hún hefði mátt vera heldur meiri miðað við verðbólguhraða. Það, að fólk er orð- ið vandaðra í innkaupum, gerir það að verkum, að við sitjum frekar uppi með ónytsamari vörur en ella.“ Hefur þú orðið var við að vanskil séu að aukast í þjóðfélaginu? „Ég hef heyrt það á mönnum, að á því sé farið að bóla annars staðar. í okkar verslun er mun meira um víxlaviðskipti á veturna enda er þá meiri sala í dýrari vörunum, t.d. eins og skiðaútbúnaði. Það varð svolítið um vanskil í vetur, en það er þó allt komið inn. Vixlaviðskiptin eru minni á sumrin og ég hef ekki orðið áberandi var við vanskil nú,“ sagði Bjarni. Guðrún Sveinbjarnar- dóttir viðskiptarræðingur á Hótel Loftleiðum: „Uggandi um veturinn vegna útlitsins í Evrópu“ „HERBERGJANÝTING í apríl og maí var lélegri en ráö var fyrir gerL Júní og júlí hafa þó veriö nokkuö svipaöir og áöur. Það er hægt aö merkja greini- leg samdráttareinkenni í Vestur- Evrópu, enda er nú minna af V-Þjóð- verjum og Skandínövum en oftast áöur, en hingað hafa þó komið fleiri Bandaríkjamenn. Við erum nokkuö bjartsýn meö ágúst, en veturinn gæti orðið erfiöur vegna útlitsins í Évr- ópu,“ sagöi Guðrún. Er Guðrún var spurð um hvort samdráttur í efnahagslífi innan- lands hafi komið niður á veitinga- starfsemi hótelsins, sagði hún að um slíkt væri erfitt að fullyrða. „Veitingareksturinn hefur þó dreg- ist saman á undanförnum misser- um. Ég tel að hinn aukni fjöldi matsölustaða sem sprottið hefur upp víðs vegar um borgina að und- anförnu og hin mikla samkeppni sem því fylgir eigi sinn stærsta þátt í samdrættinum í veitingasölunni," sagði Guðrún. Jón H. Karlsson framkvæmdastjóri Teppalands: „Þótt svört ský séu á himni mega menn ekki láta af bjartsýninni“ „ÞÓ ÁSTANDIÐ sé þannig, aö svört ský sé að sjá á himni, mega menn ekki hrinda frá sér bjartsýninni. Það getur veriö aö fólk hafí veriö með gengisfell- ingarhræöslu og flýtt sér aö festa kaup á teppum og öörum fjárfrekari vörum, því salan hjá okkur hefur frekar auk- ist en hitt aö undanförnu. Þar hjálpar þó einnig til, aö viö höfum verið aö skjóta traustari stoöum undir fyrir- tækiö, nýjum vöruliöum, sem eðlilega skapa heildaraukningu," sagöi Jón H. Karlsson, en Teppaland er ein stærsta sérverslun meö gólfteppi hér á landi. Það er þó tvímælalaust uggur í manni vegna þeirra frétta sem mað- ur heyrir úr bankakerfinu og því mikil spurning hvernig seinni hluti ársins verður. Ég tek undir það sem menn segja, að flestir vilja fá sem lengstan greiðsluskilmála, borga lítið út og fá langan frest á eftir- stöðvum. Þetta veldur auðvitað allt- af vandræðum hjá fyrirtækjum í sambandi við fjármögnun og útleys- ingu á vörum. Okkar innheimtur fara að mestu fram í gegnum bankakerfið þannig að við verðum síður beint varir við frekari vanskil nú en áður. Það getur þó komið í ljós síðar. Samkvæmt upplýsingum frá bönkunum virðist þó svo, að inn- heimta hjá hinum almenna greið- anda gangi nú verr og þá sérstak- lega innheimta á skuldabréfum," sagði Jón. Hverju vilt þú kenna um, að útlit virðist nú svartara en oft áður? „Það eru margar samverkandi ástæður fyrir því. I fyrsta lagi vil ég kenna um algjöru stjórnleysi í efna- hagsmálum og rangri fjárfest- ingarstefnu hjá hinu opinbera, en þetta veldur vitleysisgangi í efna- hagsmálum upp til hópa. Það er tvímælalaust að ríkisstjórnin forð- ast að taka á vandanum af raunsæi. Gengið er vitlaust skráð en ef mað- ur lítur á gengisskráninguna sem slíka, þá er ekki óalgengt að meðal- sig gjaldmiðla gagnvart krónunni sé þetta 4—5% á mánuði. Ég var að athuga það núna, að miðað við tollgengi í júlí, sem er sett upp samkvæmt gengisskrán- ingu í byrjun júlí eða síðast í júní, hefur dollar sigið eitthvað um 6% og mark um 8%. Þótt margir virðist ekki gera sér grein fyrir því, þá er hér um að ræða gengisfellingu á hverjum degi,“ sagði Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.