Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 8 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Við höldum áfram að njóta grænmetisins, i dag er það graen- metis.súpa og svo súrsætt græn- meti. Grænmetissúpan er auðvitað til að njóta á stundinni, en súrsætt grænmetið getið þið átt til vetrar- ins eða a.m.k. fram á haust, ef þið standizt ekki freistinguna ... Góða skemmtun! Grænmetissúpa á ítalska vísu (Handa fjórum) Hér er enn ein hugmyndin ættuð frá Ítalíu. Þar í landi búa þeir til víðfræga súpu, sem þeir kalla minestrone. Meginuppi- staðan er grænmeti, oftast þurrkaðar, hvítar baunir, nýjar baunir, eitthvert kál, laukur, hvítlaukur, kartöflur, sellerí og tómatar, en auk þess gjarnan, gulrætur, rófur, pasta, kjöt eða fiskur, tómatmauk og parmesan- osturinn ómissandi. Súpan er svo matarmikil að hún þykir sjálfsögð sem aðalréttur, borin fram með góðu brauði og meiru af rifnum parmesan, svo hver og einn geti stráð yfir sinn skammt að vild. í Toscana setja þeir gjarnan brauðsneiðar í súpuna um leið og þeir vera hana fram. Ef einhver afgangur verður, er súpan geymd til morguns, hituð og hrært vel í, svo grænmetið og brauðið fari í mauk. Þá verður súpan þykk og kallast rebolita, sem þýðir það sem er soðið aft- ur, hitað upp. ítalir borða sína minestrone ekki aðeins heita, heldur einnig kalda. Kaldar súp- ur er reyndar víða að finna um öll Suðurlönd. Hugmyndin að súpunni hér á eftir er sumsé komin frá þessari ágætu ítölsku súpu. Reyndar er súpan einhvers staðar á mörkum þess að vera súpa, pottréttur og salat. Hún er vissulega útbúin líkt og súpa en hún er matar- mikil og full af grænmeti, sem er ekki soðið í mauk. Ef hægt er að nota orð eins og yndislegur um mat, þá held ég það eigi vel við um þessa súpu. Ef þið eruð full fordóma gagnvart grænmeti og grænmetissúpum, þá er þessi súpa vel til þess fallin að eyða slíkum fordómum. Hún er ljóm- andi snotur á að líta, og bragðið er, ja er hægt að segja yndislegt um mat? ... Þið getið auðvitað farið ykkar leiðir í súpugerðinni, notað meira eða minna af nefndum hráefnum, eða notað einhver önnur, sem eru ykkur nærtæk. Hvítar, þurrkaðar baunir eru ómissandi. Beztar finnst mér þær litlar, það eru til bæði frem- ur litlar og stórar. Þær eru lagð- ar í bleyti daginn áður. Ef súpu- gerðin kemur yfir ykkur sem skyndileg hugljómun og þið standið uppi án uppbleyttra bauna, þá er ráð við því, og reyndar tvö. Eitt er að setja baunirnar í pott með vatni, láta suðuna koma upp slökkva undir pottinum og láta baunirnar standa áfram í pottinum á heitri plötunni í 1—3 klst., eftir því hvað þið eruð að flýta ykkur. Þetta styttir suðutímann mikið. Og svo er hitt ráðið að sjóða þær óuppbleyttar. Þær þurfa þá lengri suðu en ella, eða um 1 'h klst. á vægum hita. Reyndar get- ið þið soðið þær í aðeins 1 klst. og látið þær svo sjóða um Vfe klst. í súpunni, eftir að hafa hellt baunavatninu af þeim. Þið sjáið því að það er ekkert vanda- mál með baunirnar. Síðan nota ég lauk, hvítlauk, kartöflur, sellerístöngla, gulræt- ur, kínakál, frystar baunir (sleppið þeim ef þið náið ekki í þær frystar, notið ekki niður- soðnar í staðinn, þær eru of lin- ar og bragðdaufar) og nýja tóm- ata. Reykt svínaflesk gefur gott bragð. Steinselja í lokin og e.t.v. rifinn ostur. Ekki get ég skilið hvers vegna ekki má flytja inn parmesanost, því ekki keppir hann við innlenda framleiðslu. Hann er harður, bragðmikill og mikið notaður rifinn til bragð- bætis. í Danmörku hafa þeir reyndar tekið sig til og farið að framleiða ost sem þeir kalla grana og er eftirlíking af ítölsk- um parmesan. Hvernig væri það? Ég nefndi áður að ítalir not- uðu gjarnan rófur, það er heldur ekki úr vegi að nota grænkál, hvítkál eða annað kál. Blaðlauk- ur bætir flest. Gúrkur koma einnig vel til greina. > Mér finnst það vera meginmál í þessari súpugerð, eins og oftast í matargerðinni, að huga að suðutímanum. Sjóðið grænmetið þannig að það sé soðið, en fari ekki í mauk. Bætið t.d. tómötun- um ekki í súpuna fyrr en nokkr- um mínútum áður en hún er bor- in fram. Þeir eiga aðeins að hitna í gegn, ekki sjóða í mauk. Látið súpuna malla, ekki sjóða of skarpt. Ef við reiknum með að hvítu baunirnar séu þegar soðnar, þegar þið hefjið súpugerðina, hæfilega soðnar til að fara beint í súpuna, þá tekur það um 1 klst frá því að þið byrjið á súpunni og þar til þið berið hana fram. Ég er að vísu alltaf rög við að gefa upp tíma við matseldina, því við vinnum mishratt, en ég hygg þó að enginn ætti að þurfa að vera miklu lengur, sumir eru vísast fljótari. um 3 msk ólífuolía 2laukar 4 sneiðar reykt svínaflesk (bac- on) 2—4 hvítlauksrif hvítar, soðnar baunir, 150 gr fyrir suðu 4 gulrætur 3 sellerístönglar 1 1 vatn ‘h kjúklingasoðteningur metiuppskeran er meiri en svo að menn fái torgað henni með góðu móti, hefur það lengi tíðk- azt að leggja grænmeti í sætan edikslög, því þannig geymdist það til vetrarins. Enskt pickles og relish er gott dæmi um þessa aðgerð, en hún tíðkast miklu, miklu víðar nánast um allan heim. Á eftir fylgir ein slík upp- skrift, sem ætti að henta vel hér. Reyndar mætti spyrja, hvers vegna í ósköpunum ætti að leggja á sig að útbúa svona mat, allar búðarhillur svigna undan alls kyns súrsuðu grænmeti. En hollt er heima hvað á enn einu sinni við. Víst er um það, að ekki SUPA OG SITTHVAÐ FLEIRA 4 kartöflur 6 kínakálsblöð 200 gr frystar, grænar baunir 4 tómatar 1 steinseljuknippi rifinn ostur eftir smekk, gjarn- an óðals- eða tilsitterostur. 1 Hitið olíuna í potti, en látið hana ekki á of háan hita. Skerið laukinn í þunnar sneiðar, og lát- ið hann mýkjast í olíunni, en alls ekki brúnast. Hafið lokið á pott- inum við súpugerðina. 2 Skerið pöruna af fleskinu, skerið það í mjög litla bita og látið það bráðna með lauknum. Saxið hvítlaukinn og bætið hon- um í. Gætið nú að því að ekkert brenni við, því hvítlaukurinn er sérstaklega fljótur að brúnast og verður þá bitur á bragðið. 3 Þvoið gulræturnar og skerið þær í þunnar sneiðar. Bætið þeim og baununum í pottinn. Hellið vatninu í og bætið soðten- ingnum þar í. 4 Afhýðið kartöflurnar og skerið þær í þunnar sneiðar. Setjið þær í pottinn. Nú þarf súpan að sjóða í um 15 mín., eða þangað til kartöflurnar eru nokkurn veginn soðnar í gegn. 5 Þvoið kálið og skerið það í þunnar ræmur. Það er ekki nauðsynlegt að afþíða baunirn- ar. Þær hitna fljótt í pottinum. Skerið tómatana í litla bita. 6 Þegar kartöflurnar eru um það bil soðnar, bætið þá kálinu og baununum í. Látið þetta sjóða á vægum hita í um 5 mín. Bætið þá tómötunum í og látið þá hitna með í um 3 mín. Stráið saxaðri steinselju og e.t.v. osti yfir og berið súpuna fram. Það þarf víst varla að taka fram, að það er hægðarleikur að búa til stærri skammt, hafa meira af vatni og bæta við grænmetið, annaðhvort allar tegundirnar eða aðeins sumar. Það er smekksatriði hvort þið saltið súpuna meira en hér er gert. Mér finnst það ekki nauð- synlegt. Það er einnig smekks- atriði, hvort þið notið meira af soðteningum en hér er gert. Hér finnst mér fara bezt á að grænmetið sjálft gefi soðinu bragð, en soðteningsbragðið verði ekki uppáþrengjandi og yf- irgnæfandi. Súrsæt paprika og laukur Víða um lönd þar sem græn- er þetta nein sérstök hollusta, en þegar við nú látum eftir okkur að gæða okkur á slíku, þá er ekki lakara að það sé heimagert. Hvernig þið kryddið græn- metið er smekksatriði. Krydd- bragðið er áberandi hér. Svona grænmeti fer vel með köldu kjöti, t.d. kaldri ofnbakaðri lif- ur, heitu glóðarsteiktu eða ofnbökuðu kjöti og t.d. steiktum fiski. Og kannski fyrirfinnast einhverjir sem kunna vel við súrt grænmeti með góðum kjötbollum eða kjöthleif, heitum eða köldum, og svo með góðri kæfu. Uppskriftinni hér á eftir er hægt að breyta á ýmsan veg. Þið getið notað annað grænmeti en hér er nefnt, annað krydd eða meira eða minna af því, látið kryddið liggja lengur eða skem- ur með grænmetinu og svo haft meira af sykri ef ykkur sýnist svo, en þá verður það reyndar meira sætt en súrt, og reyndar býsna sætt. Ef kryddbragðið á að vera milt, setjið þá kryddið í grisju, sem þið fjarlægið áður en grænmetið er sett í glös. 600 gr paprika, eftir að búið er að taka kjarnana og stilkinn úr 600 gr afhýddur laukur Lögur: 2 ‘h dl vatn 2 'h dl borðedik 7 'h dl sykur 3 heil hylki af þurrkuðum rauð- um pipar 4 negulnaglar 10 allrahandakorn 1 tsk sinnepsfræ 1 tsk svört piparkorn 1 Blandið Iöginn og hitið hann ásamt kryddinu. 2 Skerið laukinn í litla bita og látið hann út í sjóðandi löginn. Látið hann nú sjóða í leginum í um 15—20 mín, eða þartil hann er orðinn glær. Hafið lokið á pottinum og hitann ekki of háan. 3 A meðan laukurinn sýður, skerið þá paprikuna í álíka stóra bita og laukinn. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur og glær, bætið þá paprikunni í, látið suðuna koma upp og látið hana sjóða í um 5 mín. Takið pottinn af plöt- unni, hellið þessu í skál eða ann- að ílát og látið hana standa á köldum stað í 2—3 sólarhringa. Notið emalérað ílát, úr leir, stáli, gleri eða postulíni. 4 Hitið þetta þá allt saman svo að suðan komi upp, og setjið síðan í vandlega hreinsuð glös. Það er þægilegast að nota sér- stök niðursuðuglös. Glösin þvoið þið fyrst vel, og látið þau síðan standa í rúmlega 100° heitum ofni í um 15—20 mín. Hellið grænmetinu og kryddleginum í heit glösin og lokið þeim vendi- lega. Ef þið notið niðursuðuglös með gúmmíhringjum, þá sjóðið hringina, áður en þið lokið glös- unum. Grænmetið geymist í marga mánuði, ef glösin hafa verið vendilega hreinsuð í upphafi. Þegar glasið hefur verið tekið upp, verður það að geymast í kæliskáp. Samtíningur 1 Sem betur fer heyrast nú æ fleiri efasemdaraddir um gagn- semi og gildi eitursins, sem er ausið yfir Reykvíkinga og ná- granna þeirra fram eftir öllu sumri. 30. júní sl. skrifaði Þor- steinn Einarsson ágæta grein hér í blaðið móti eitrinu. í sunnudagsblaði Þjóðviljans 18. júlí er athyglisvert viðtal við Jón Gunnar Ottósson, líffræðing um þetta efni. Þar kemur m.a. fram að eitrið sem er notað er mjög sterkt og bannað viða annars staðar. það drepur ekki aðeins hugsanlega skaðvalda í trjánum, heldur einnig gagnleg dýr eins og t.d. ánamaðka og kóngulær. Þannig er verið að rjála við allt skordýralíf borgarinnar, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Gleymum ekki að þó við þykj- umst vita að hugsanlegt sé að nota eitur í litlum skömmtum, þá vitum við sáralítið um hvaða áhrif það hefur á mannlíf og dýralíf, þegar eitri er ausið jafn gegndarlaust og nú er gert ár eftir ár. Við vitum ekki hvaða áhrif þetta hefur á börn, sem alast upp við eiturúðun ár eftir ár, vitum ekki hvaða áhrif þetta hefur á þá sem eru eldri og við vitum heldur ekki hvaða áhrif þetta hefur á þá sem eru eldri og við vitum heldur ekki hvaða áhrif þetta hefur á ófædd börn okkar. Kannski er þetta ekki eins slæmt og við höldum sum hver, við vitum það bara ekki. Það hefur allt of oft komið í ljós að efni sem haldin voru örugg voru það alls ekki. Einu sinni var DDT álitið allra meina bót í baráttu við skordýr. En svo kom í ljós að DDT safnaðist fyrir, fór úr gróðri í dýr og úr dýrum í menn. Mér til mikillar ánægju hef ég orðið vör við að ýmsir eru farnir að hugleiða þessi mál. Þegar þetta hefur verið nefnt hér í þættinum, hef ég heyrt á ýmsum að þeir eru alveg sammála. Lát- um heyra í okkur. Framleiðsluráð landbúnaðar- ins sendi frá sér kynningarbækl- ing um glóðarsteikt lambakjöt fyrir skömmu. Þetta er hið ágætasta framtak, því merkilegt nokk gera enn margir sér ekki grein fyrir hvílíkt öndvegis kjöt lambakjötið er. En þó að ís- lenzkt lambakjöt sé alveg frá- bært verður að kynna það og meðferð þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.