Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 Thomas O’Fiaich kardináli og Henrik Frehen biskup. „Mikið gleðiefni hvað samvinna kirkjudeilda hefur aukizt síðustu ár“ Meðal gesta og fyrirles- ara á ráðstefnu, sem kaþ- ólskir leikmenn á íslandi hafa staðið fyrir síðustu viku, var yfirmaður írsku kirkjunnar, Thomas O’Fia- ich kardináli og erkibiskup í Armagh á írlandi. Biaða- maður Mbl. hitti Fiaich að máli stundarkorn á heimili kaþólska biskupsins á ís- landi, herra Henriks Freh- en. O’Fiaich hafði þá skömmu áður flutt erindi sitt á ráðstefnunni um írska trúboða á miðöldum. Hann ávarpaði ráöstefnugesti á ís- lenzku, þar sem hann þakk- aði fyrir boðið til íslands, kvaðst hafa skemmt sér vel og vonaðist til að fá að koma aftur. Hann tók reyndar fram að þar með væri íslenzkukunnáttan öll. Að vísu hefði hann á náms- árum sínum lært að bjóða góðan daginn og þakka fyrir og nokkur fleiri orð hafði hann á takteinum. „Ég kynntist Hermanni Pálssyni, sem nú býr í Edin- borg, á námsárum okkar beggja í Dublin upp úr 1950,“ sagði Thomas O’Fiaich, þegar ég leitaði eftir skýringu. „Hann lærði gelísku og tal- aði hana nánast reiprennandi. Ég lærði af honum nokkur orð og setningar í íslenzku, en síð- an ekki söguna meir. Kynni mín af Hermanni Pálssyni áttu án efa þátt í því að ég fór að lesa íslendingasögur — að vísu í þýðingum — og velta fyrir mér tengslum íra og ís- lendinga á öldum áður. Þegar ég fór að lesa sögurnar rann fljótlega upp fyrir mér skyld- leiki í mannanöfnum á írlandi og íslandi. Staðarnöfn á aust- urströnd Irlands bera sterkan keim af norrænum áhrifum. Það er ekki að tvíla að ferðir víkinganna til írlands höfðu djúpstæð áhrif og mörkuðu spor sem rekja má enn í dag. Mér finnst einnig áberandi útlitssvipmót með Irum og ís- lendingum. Ég hef verið á hinum Norðurlöndunum margsinnis, en ekki hér áður, en engu að síður rekið augun í það, hversu ólíkir Islendingar eru hinum Norðurlandabúun- um í útliti, þeir eru langtum dekkri á hár, hér er að finna rauðhært fólk, sem er sjald- gæft nema það sé rakið til írskra. Mér er og sagt að blóð- flokkarannsóknir, kannanir á höfuðlagi og beinabyggingu bendi og til þess að skyldleiki þjóðanna sé langtum meiri en kannski var talið framan af. Þá er ég ekki frá því að skap- gerðinni svipi saman, þó er nú kannski ekki fært að dæma um það eftir svo stutt kynni, en ég dreg þessa ályktun líka af því sem ég hef lesið um ís- lendinga og eftir íslendinga." O’Fiaich er fæddur á Norð- ur-írlandi, faðir hans var kennari, en móðir hans dó er hann var á unga aldri. Upp- kominn stundaði hann nám í sögu eftir guðfræðinám, tók vígslu 1948 og tók þá við framhaldsnám í Belgíu í nokkur ár. Árin 1953—1977 var hann prófessor í sögu, en var þá skipaður erkibiskup í Armagh og árið 1979 útnefndi Jóhannes Páll páfi II hann kardinála. Ég spurði hann um stöðu kaþólsku kirkjunnar á írlandi nú. „Vitanlega er það mikil- vægt sem fyrr. En það er auð- fundið að yngri kynslóðin hef- ur fjarlægzt kirkjuna. Víst er þetta ekki sérstakt írskt fyrir- brigði, þetta hefur gerzt í mis- munandi ríkum mæli í öllum þjóðfélögum, einkum við hraða þróun og þegar borg- arsamfélög leysa dreifbýlis- samfélagið af hólmi á mjög skömmum tíma. írland var dálítið á eftir ýmsum öðrum Evrópuríkum í þessari þróun, — Talað við Thomas O’Fiaich, kardinála, yfirmann kaþólsku kirkjunnar á írlandi en síðan varð hún mjög snögg með tilheyrandi breytingum. Efnahagslega séð er írland betur á vegi statt en áður og fólk er peningalegar sinnað og það hefur sín áhrif á áhuga- svið fólks og afleiðingin verð- ur meðal annars afskiptaleysi um trúmál. En við höfum reynt að snúa þessari þróun við, enda óþarft að fjölyrða um að í eðli hvers manns býr þörfin að trúa, í einni eða annarri mynd. Ég held mér sé óhætt að segja að þetta sé að breytast aftur núna á síðustu árum. Mikil aðsókn pilta er í prestaskóla, en úr henni dró verulega um hríð. Heimsókn páfa til írlands hafði afar örvandi áhrif á unga sem gamla. Páfi lagði mikiþ upp úr því í heimsókn sinni að ná til unga fólksins og síðan höfum við reynt að fylgja þessu eftir með auknu starfi meðal þess.“ O’Fiaich er erkibiskup í Armagh eins og fyrr segir. Hluti umdæmis hans tilheyrir Norður-írlandi, enda segir hann að landamörk lýðveldis- ins og Norður-írlands séu bæði óíjós og tilviljanakennd. I sumum þorpum og byggðum er hluti húsanna í lýðveldinu og hinn í N-írlandi. Á einum stað skammt frá mér býr maður á búi sínu og hefur auk þess litla verzlun rétt hjá. Bærinn er í lýðveldinu en búð- in á Norður-írlandi," segir hann. Hann. segir mér að í fræðilegu tilliti viðurkenni kirkjan ekki þessa skiptingu. Forsvarsmenn kirkjudeild- anna í báðum landshlutunum hafa með sér samvinnu, hitt- ast vikulega og biðja saman og ræða saman. „Ástandið er auðvitað voðalegt. Við verðum að byggja brú yfir þennan ágreining. Árangurinn af þessari viðleitni okkar kirkj- unnar manna hefur kannski ekki verið áberandi, en við reynum að milda og draga úr tilfinningahitanum. Það eru öfgamenn í báðum örmum, en ég staðhæfi að sá hópur er til- tölulega fámennur. En nægi- lega öflugur til að halda áfram hryðjuverkum og til að kynda undir sundrung. Meiri hluti mótmælenda á N-írlandi vill áfram vera í sambandi við England, það blandast engum hugur um það, en það kann líka að eiga rætur sínar í því að þeir óttast að glata ein hverjum völdum og áhrifum ef breyting yrði á. Brezki her- inn hefur oft og einatt gripið til grimmilegra aðgerða og vera hans á Norður-Irlandi er til tjóns. En ég tek fram að ég fordæmi ofbeldi, úr hvaða átt sem það kemur. Ég sé ekki annan raunhæfan möguleika, þrátt fyrir afstöðu mótmæl- enda á N-írlandi en landið verði sameinað. Fyrr linnir ekki ókyrrðinni. En það tekur tíma að vinna bug á fordóm- um og draga úr heiftarhugin- um. Bretar segja að fari þeir, muni brjótast út borgara- styrjöld. 011 stórveldi hafa frá alda öðli notað þessa rök- semd. En ég er líka á þeirri skoðun að ekki skuli flanað að neinu. En ég fer ekki í graf- götur með vonbrigði mín með neikvæða afstöðu Breta í þessu máli, vegna þess að beindu þeir áhrifum sínum í aðra farvegi gætu þeir haft mikið að segja. Þegar hungur- verkfall fanganna stóð yfir fórum við þrír kirkjunnar menn frá lýðveldinu og N-ír- landi til fundar við Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, til að reyna að skýra málið fyrir henni og fá hana til að skilja þennan harmleik. Ég hef ekki önnur orð um þann fund, en að ég varð fyrir sárum vonbrigðum með þær móttökur sem við fengum hjá henni. Um enga málamiðlun var að ræða, hvað þá heldur að sýndur væri vottur af sveigjanleika. Hvort kaþólska kirkjan á írlandi hafi sömu skírskotun til fólks og áður burt séð frá tímabundnu áhugaleysi yngri kynslóðar? Við erum um sumt íhaldsamari en margar aðrar þjóðir, írar, og kaþólskan er breytileg frá landi til lands. Hver kynslóð í hverju landi verður að finna sína leið. En kjarninn er fagnaðarerindi Krists. Þeim kjarnaatriðum verður ekki breytt, þótt siðir og venjur þokist til. Mér finnst það mikið gleðiefni hversu samvinna milli kirkju- deilda hefur farið vaxandi víða um lönd á síðustu árum, menn leggja sig fram um að kynnast sjónarmiðum og skilja. Skilningur er veiga- mikil forsenda. Mig dreymir háleitan draum, um að á 21. öldinni verði ein sameinuð, kristin kirkja. Það væri í anda kenningarinnar og áreiðan- lega ekki eins fráleitt og mönnum kann að virðast nú.“ h.k. 23 ÍSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH Mare Garant 6 ágúst Santiago 16. ágúst Mare Garant 30. ágúst NEW YORK Mare Garant 9. ágúst Santiago 18. ágúst Mare Garant 1. sept. HALIFAX Hofsjökull 12. ágúst BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Eyrarfoss 2. ágúst Alafoss 9. ágúst Eyrarfoss 16. ágúst Álafoss 23. ágúst ANTWERPEN Eyrarfoss 3. ágúst Álafoss 10. ágúst Eyrarfoss 17. ágúst Alafoss 24. ágúst FELIXSTOWE Eyrarfoss 4. ágúst Alafoss 11. ágúst Eyrarfoss 18. ágúst Alafoss 25. ágúst HAMBURG Eyrarfoss 5. ágúst Alafoss 12. ágúst Eyrarfoss 19. ágúst Alafoss 26. ágúst WESTON POINT Helgey 3. ágúst Helgey 17. ágúst NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 2. ágúst Mánafoss 16. ágúst KRISTIANSAND Irafoss 18. ágúst Laxfoss 1. sept. MOSS Dettifoss 10. ágúst írafoss 17. ágúst Dettifoss 24. ágúst Laxfoss 31. ágúst GAUTABORG Mánafoss 4. ágúst Dettifoss 11. ágúst Mánafoss 18. ágúst Dettifoss 25. ágúst KAUPMANNAHÖFN Mánafoss 5. ágúst Dettifoss 12. ágúst Manafoss 19. águst Dettifoss 26. ágúst HELSINGBORG Mánafoss 6. ágúst Dettifoss 13. ágúst Mánafoss 20. ágúst Dettifoss 27. ágúst HELSINKI Irafoss 11. ágúst Laxfoss 24. ágúst Lagarfoss 8. sept. GDYNIA Irafoss 13. ágúst Laxfoss 27. ágúst Lagarfoss 10. sept. HORSENS Irafoss 16. ágúst Laxfoss 30. ágúst Lagarfoss 13. sept. THORSHAVN Dettifoss 19. ágúst VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framog til baka frð REYKJAVIK alla mðnudaga frð iSAFIRDI alla þriöjudaga frð AKUREYRI alia fimmtudaga EIMSKIP SlMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.