Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ1982 Bílar Sighvatur Blöndahl UMM-inn er knúinn Peugeot-dieselvél. UMM Cournil reynsluekið — SterkbyggÖur — Gódur utan vega — Grófur Gerð: UMM Cournil Framleidandi: UMM Framleidsluland: Portúgal Seljandi: Sveinn Egilsson hf. Verð: 175.000 Afgreiðslufrestur: 6 vikur. Lengd: 3.865 mm. Breidd: 1.570 mm. Hæð: 1.980 mm. Hjólhaf: 2.540 mm. Hæð undir lægsta punkt: 23 sentimetrar. Eyðsla: 10—11 lítrar af olíu. Eldsneytisgeymir: 67 lítrar. Stýri: Snúningsradíus 5,26 metr- ar. Fjöðrun: Blaðfjaðrir að framan og aftan. Hemlar: Skálar að framan og aftan. Hjólharðar: 650 x 16“ Gírkassi: Borg Warner 4ra gíra, 2—4 samhægðir. Vél: Peugeote, diesel 4 strokka, 2.112 rúmsentimetrar, 62 hest- afla. UMM Cournil ar mjög sterklegur. Honum svipar að mörgu leyti til Land Rover og Rússajeppans gamla. Ég reynslu- ók honum á dögnum og kom hann mjög vel út, bæði í þjóðvegaakstri og utan vega, ekki síður. Eins og áður sagði er UMM-inn fremur grófur og ekki er hægt að segja, að hann sé mikið augna- yndi, en hann bætir það upp með styrkleikanum og ágætum akst- urseiginleikum. Hann er þriggja dyra og eru dyrnar að framan þokkalega stórar til að ganga um þær, en frekar þröngt er um mann að setjast upp í hann, þar sem vél- in gengur inn í bílinn. Þegar mað- ur er hins vegar búinn að koma sér fyrir, fer ágætlega um öku- mann og farþega. Sætin, sem eru klædd galloni eru ágætlega form- uð og hægt er að renna þeim fram og aftur. Um aðrar stillingar er ekki að ræða. Aftur í er mikið rými, en bekkir eru með báðum hliðum og er gert ráð fyrir, að 6 farþegar geti komizt þar fyrir, þannig að bíllinn geti flutt 8 sam- tals. Því er hins vegar ekki að neita, að frekar væri farið að þrengja að sex mönnum aftur í, hins vegar færi vel um fjóra far- þega. Mjög auðvelt er að ganga um afturhurðina, en hún opnast efri hlerinn upp og neðri hlerinn til hliðar. Ef litið er á mælaborðið er það frekar hrátt en í því eru allir nauðsynlegri mælar. Því er hins vegar ekki að neita, að stýrishjólið er frekar illa staðsett til að sjá á mælana. Þeir hverfa dálítið á bakvið. Pedalar eru frekar vel staðsettir og lítil hætta er á því, JEPPATEGUNDUM fer stöðugt fjölgandi hér á markaðnum, eftir að jeppasala hafði legið mikið til niðri um árabil. Einn þessara jeppa er UMM Cournil, sem Sveinn Egilsson hf. hefur hafið sölu á, en hann er framleiddur í Portúgal. Það segir hins vegar ekki alla söguna um bílinn, því gangverk hans er að miklu leyti flutt inn frá Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. UMM-inn hef- ur verið framleiddur undanfarin 15 ár í Portúgal og þá sérstaklega fyrir bændur og herinn. Hann er því fremur grófur, en er hins veg- Nýir bílar á markaðinn A hverju ári, sérstaklega á haustin, þegar nýjar ár- gerðir bifreiða eru kynnt- ar, koma fram nýjar gerð- ir frá bifreiðaframleið- endum. Við ætlum að bregða upp myndum af nokkrum þeirra, sem væntanlegar eru á götuna innan tíðar. Nýja 3-línan frá BMW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.