Morgunblaðið - 30.07.1982, Page 20

Morgunblaðið - 30.07.1982, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 Fyrirsætukeppni Ford Models og Líf: Nafn stúlkunnar sem hlýtur titilinn „Ljósmyndafyrirsæta Lífs“ og fer sem fulltrúi íslands í keppnina „The Face of the 80’s“ í New York í byrjun ágúst,verður tilkynnt í hófi í Þingholti í dag. Umboðsskrifstofan „Ford Models", sem hefur á sínum snærum margar þekktustu fyrirsætur heims, stendur að keppni þessari og er hér því einstakt tækifæri fyrir íslenska stúlku að komast milliliðalaust í samband við þá aðila, sem fremst standa í tískuheiminum auk þess sem vegleg verðlaun eru í boði fyrir þær stúlkur sem lenda í efstu sætunum í sjálfri aðalkeppninni. Tímaritið Líf annaðist forkeppni hér á landi og eins og fram hefur komið í Morgunblað- inu var mikill áhugi fyrir keppninni en alls voru þátttakendur á milli sextíu og sjötíu. Lacey Ford, dóttir hjónanna Eileen og Jerry Ford, sem reka „Ford Models", kom hingað til lands í byrjun júní sl. og hún ásamt Maríu Guðmundsdóttur völdu þær tuttugu stúlkur sem komust í úrslit keppninnar. Stúlkurnar eru á aldrinum 17—22 ára og hafa þær þegar verið kynntar í 2. tölublaði Lífs, sem nýlega kom út. Stúlkan, sem ber sigur úr býtum, heldur til New York föstudaginn 6. ágúst til að undirbúa þátttöku sína í keppninni og að sögn forráðamanna Lífs verður fulltrúi blaðsins einnig með í förum, sem umboðsaðili keppninnar hér á landi auk þess sem ætlunin er að gera keppninni ýtarleg skil í 4. tölublaði Lífs, sem kemur út í september. Á meðfylgjandi myndum sjáum við þær tuttugu stúlkur sem komust í úrslit keppninnar hér á landi. Rósa Bjarnadóttir Vilborg Edda Jóhannsdóttir Unnur Steinson Kristín Hrund Daviðsdóttir SigurveÍR Björnsdóttir Ágústa Sigfúsdóttir Brynja Sverrisdóttir Steinunn Agnarsdóttir Helga Jóna Sveinsdóttir Guðrún Þórðardóttir Anna María Pétursdóttir Lilja Hrönn Hauksdóttir Brynja Gunnarsdóttir Margrét Einarsdóttir ■ * % < m. - w Björk Barðadóttir Hrafnhildur Valbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.