Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 28
JWorgiMiWíifcifc nuGivsmcnR (gt1ir*22480 LESIÐ Ua ei ^'’ÚJmiMnWí, gjj* Oíulliunga- takmarkaiw a yeim *fe2=aa»a.. DnGLEGR FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1974 / r Oska lagfæringa 8. stöðu verzlunar FULLTRtJAR Verzlunarráðs Is- lands og Félags fslenzkra stór- kaupmanna áttu f gær viðræður við Geir Hallgrfmsson forsætis- ráðherra og Jóhannes Nordal aðalbankastjóra Seðlahanka Islands. Fundurinn var haldinn f forsætisráðuneytinu. Á fundinum gerðu fulltrúar verzlunarinnar grein fyrir vax- andi erfiðleikum, sem verzlunin ætti nú við að stríða vegna ýmissa efnahagsráðstafana, sem gerðar hefðu verið að undanförnu. Lögðu þeir fram ákveðnar óskir um lagfæringar, einkum varðandi 25% innborgunarskyldu, sem nú hefur verið framlengd — segir í fréttatilkynningu frá Verziunar- ráðinu, sem Mbl. barst í gær. Fulltrúar verzlunarinnar á fundinum voru: Jón Magnússon, Kristján Þorvaldsson, Hjörtur Hjartarson, Gfsli V. Einarsson, Albert Guðmundsson og Þorvarð- ur Elíasson. Frá fundinum f forsætisráðu- neytinu í gær, frá vinstri: Kristján Þorvaldsson, varafor- maður F.I.S., Jón Magnússon, Hjörtur Hjartarson, Gfsli V. Einarsson, formaður Verzlunarráðsins, Geir Hall- grfmsson, forsætisráðherra, Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, Albert Guðmundsson og Þorvarður Elfasson, fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðs Islands. —Ljósm.: Sv. Þorm. mgv m 1 m "s I Slasaðist þegar stolin hvellhetta sprakk UNGUR piltur slasaðist nokkuð, þegar hvellhetta sprakk f höndum hans framan við húsið nr. 36 við Rjúpufelf f gær. Slysið varð um kl. 18.30 er nokkrir piltar voru að fikta með hvellhettur, sem þeir höfðu stolið frá byggingaraðil- um f Breiðholti. Fóru piltarnir að reyna að sprengja hvell- hetturnar og gátu þeir sprengt eina með vasaljósarafhlöðu. Einn piltanna hélt á hvellhett- unni og slasaðist nokkuð. Var hann fluttur á slysadeild Borgarspftalans og kom f Ijós, að hann var með sár á lærum. Mikið kohnunnamagn finnst við suðurströndina Margt bendir til að kolmunninn hrygni við djúpkantinn úti af SA-landi — MIKIÐ AF kolmunna hefur fundizt með fram allri suðurströnd tslands, og bendir margt til þess, að kolmunninn hrygni við djúpkant- inn út af suð-austurströnd Islands á vorin, þvf að kolmunninn, sem nú finnst er allur frá þvf f vor. Ef það reynist rétt, að kolmunninn hrygni djúpt úti af SA-landi, eru miklar Ifkur á, að hægt verði að veiða mikið af honum snemma á vorin, eða frá þvf sfðari hluta aprflmánaðar og fram f júnf. Kæmi það sér mjög vel fyrir loðnuskipin, sem yfirleitt hætta veiðum f aprfl. Jakob Jakobsson fiskifræðing- ur og leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni, sem nú er í síldar- leit, sagði í samtali við Morgun- blaðið f gær, að þeir á Árna væru nú búnir að kanna svæðið frá Reykjanesi austur fyrir Hrollaugseyjar. Á þessu svæði hefur ekki verulega orðið vart við síld, nema þá helzt suður af Surtsey og við Hrollaugseyjar. Hinsvegar hefði vfða fundizt mikið af kolmunna. Nú væri nauðsynlegt að finna hrygningar- stöðvar kolmunnans, en ýmislegt FjöIbrautarskóU í BREIÐHOLTI Borgarráð samþykkti á fundi í vikunni, að komið Ölíu- greiðslur LÖG UM niðurgreiðslu úr ríkis- sjóði á olíu til húsahitunar falla úr gildi í lok febrúarmánaðar á næsta ári, en þau voru sett sl. vetur. Nú er búið að greiða hús- eigendum einu sinni, en 1 sölu- tölustigi var varið til þessara niðurgreiðslna, fyrir mánuðina marz, apríl og maí. Til þessa hafði viðskiptaráðuneytið um 180 millj. kr., en ekki þurfti að greiða allt það fé út. Næsta greiðsla til hús- eigenda mun fara fram í október, og er hún fyrir mánuðina maí, júní og júlí, og þá munu greiðsl- urnar að líkindum vera heldur hærri. skyldi uppp fjölbrautar- skóla í Breiðholti og er gert ráð fyrir að hann taki til starfa árið 1975. Þá má búast við, að 500—600 nemendur leggi stund á nám við skólann, en fjöl- brautarskólinn hefst við 3. bekk gagnfræðaskólastigs. Kristján J. Gunnarsson fræðslu- stjóri sagði í gær, að skólinn yrði byggður í áföngum og enn væri ekki vitað, hvenær búið yrði að byggja skólann. Næsta stóra skólamannvirkið í Breiðholti er sundlaugin, sem byggð verður við hlið íþróttavallarins við Fella- skóla. Verður byggð úti- og inni- sundlaug, og er hún bæði ætluð til almenningsnota og kennslu. Búið er að bjóða byggingu sundlaugar- innar út, en ekki er talið, að hún verði tilbúin fyrr en 1976 — 1977 til almenningsnota. bendir til, að hann hrygni við suðaustur-djúpkantinn. Kol- munninn, sem nú finnst, er um 15 sm iangur og hefur klakizt út í vor. Hann vex mjög hratt fyrsta árið, en sfðan dregur úr vext- inum. Þá sagði Jakob, að hingað til hefði verið talið, að aðal- hrygningarstöðvar kolmunnans væri djúpt vestur af Irlandi, og væri það sennilega rétt, en flest ( benti til, að hrygningarstöðvar væru enn fremur við Island, og það ekkert litlar, því að það magn, sem fundizt hefði, væri mikið, þannig að um velheppnaðan ár- gang væri að ræða. Jakob sagði, að á Surtseyjar- svæðinu hefði fundizt nokkuð af síld, en erfitt væri að átta sig á, hve mikið, því að sfldin hefði blandað sér saman við kolmunna og spærling á daginn. Á rekneta- svæðinu við Hrollaugseyjar virt- ist magnið heldur ekki vera mjög mikið, og var síldin dreifð þar. Síldin, sem þar er, er 3 ára gömul, 26—28 sm löng, en sá árgangur mun hrygna á næsta ári, og er hann talinn beztur þeirra ár- ganga, sem komið hafa hin síðari ár. Ef nótaveiðar hefðu nú verið leyfðar, er hætt við, að stuttan tíma hefði tekið að þurrka þetta upp. Annars sagði Jakob, að síldin á Hrollaugseyjasvæðinu væri ekki eins mikil og f nóvember í fyrra, þegar svæðið var rannsakað. En talið er, að síldin sé enn mjög dreifð og þétti sig ekki mikið fyrr en líða tekur á haustið. Þegar við ræddum við Jakob í gær, var Arni Friðriksson á vest- urleið, og var ætlunin að kanna Kolluál, Jökuldjúp og Faxaflóa, en heyrzt hefur, að síld sé að finna í Kolluál. SP JOLL UNNIN A BEITARTILRAUN Þegar dr. Benet, sérfræð- ingur frá Sameinuðu þjóðun- um um beitarrannsóknir, kom að tilraunasvæðinu, sem Rann- sóknastofnun landbúnaðarins hafði girt og tekið út hjá Sölv- holti f Flóa, höfðu hliðin verið opnuð, hluti af girðingu rifinn niður og búið að reka hross og sauðfé inn f tilraunagirðing- una. Þetta er fyrsta tilraunasvæð- ið, sem var tilbúið, af þeim 11 svæðum, sem verið er að ganga frá vegna fimm ára beitarþols- rannsókna f sambandi við þjóðargjöfina svonefndu, upp- græðslu- og landnýtingar- áætlunina. Var búið að girða og mæla gróður f girðingunni, en tilraunaféð átti svo að fara f hana f vor. Er nú búið að vinna þessari tilraun þarna mikið tjón, og Ifklega eyðileggja a.m.k. eitt hólfið. Tjón í Bátalóni ekki tilfinnanlegt TJÓN í skipasmfðastöðinni Báta- lóni var minna en á horfðist f brunanum f fyrrakvöld. Þor- bergur Ólafsson, framkvæmda- stjóri stöðvarinnar sagði f gær- kvöldi, að engar skemmdir hefðu orðið á bátum, sem f smfðum voru, og starfsemi stöðvarinnar mundi lftið sem ekkert tef jast. Hann sagði, að mesti eldurinn hefði verið í norðvestur hlið húss- ins, en einnig hefði brunnið hluti af þakskeggi og þakinu. Húsið, sem er stálgrindarhús, klætt með járni, er einangrað með texi og tréflekum. Spilin ónýt í pólsku togurunum og lestarnar í Spánartogurunum Hrakfallasögu nýju skut- togaranna virðist aldrei ætla að Ijúka, þvf að komið hefur f Ijós, að spilin f svo til öllum pólsku skuttogurunum eru ónýt og lestarnar f stærri togurunum, sem voru smfðaðir á Spáni, eru ónýtar. Tveir pólsku togaranna, Ver og Hrönn, hafa legið undanfarið í Reykjavík, vegna viðgerða á aðal- spilum skipanna. Ver er nú að' fara til veiða, en í hans stað er Engey komin til Reykjavíkur með spilið f lamasessi. Komið hefur fram, að spilin, sem eru pólsk eru vansmíðuð, eins og t.d. spilgírinn. Ekki er enn vitað, hvenær viðgerð lýkur á spilinu í Hrönn, og enn síður í Engey. Tveir pólsku tog- aranna, Vigri og Ögri, eru ekki með pólsk spil, og hafa spilin I þeim reynzt mjög vel. Hinsvegar bilaði aðalgír Vigra fljótlega, en hann var smiðaður í Póllandi, og hefur hann legið í Þýzkalandi um langt skeið, þar sem unnið er að viðgerð gírsins. Flestir héldu í sumar, að tekizt hefði að komast fyrir alla vankanta á stóru skut- togurunum, sem smíðaðir eru á Spáni, en sú hefur ekki orðið raunin, þvf komið hefur í Ijós, að lestar togaranna eru með öllu ónýtar, og er nú verið að endur- nýja þær sem óðast, eða er þegar búið. Hafnarfjarðartogarinn Júni er nú í Þýzkalandi, þar sem unnið er að viðgerð á Iest skipsins. Þá er búið að skipta um allan lestarút- búnað f Snorra Sturlusyni og Ingólfi Arnarsyni, en ekki er vitað, hvernig lestin í Bjarna Benediktssyni reynist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.