Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1974 5 SS- maður háttsettur í Chile? New York, 11. september. AP. STARFSMAÐUR Amnesty Inter national (samtaka er berjast fyrir réttindum pólitfskra fanga) segir samtökin hafa fengið ýmsar upplýsingar um, að fyrrverandi samverkamaður Adolfs Hitlers sé yfirmaður leyniþjónustu Chile- stjórnar. Talsmaður Chilestjórn- arneitar þessum ásökunum. Roger Plant, sem stjórnar rannsóknum Amnesty Inter- national á ástandinu I Chile, seg- ir, að samkvæmt upplýsingum, sem hafi borizt samtökunum, sé yfirmaður leyniþjónustunnar Dina/Walter Rauff, sem var hátt- settur SS-foringi og bar ábyrgð á útrýmingu Gyðinga. Adolfo Jenkelvich, blaðafull- trúi sendinefndar Chile hjá Sam- einuðu þjóðunum, kvað þetta uppspuna og sagði, að yfirmaður Dina væri innfæddur Chilemaður en Walter Rauff stundaði sauð- fjárrækt I Punta Arenas I Suður- Chile. Vestur-Þjóðverjar fóru fram á, að Rauff yrði framseldur á árun- um eftir 1955 en hæstiréttur Chile úrskurðaði, að ekki væri hægt að framselja hann. Hundsa boð Chilemanna London, 11. september. Reuter. SENDIHERRA Breta í Santiago, Reginald Seconde, hefur fengið fyrirmæli um að hundsa hátiðar- höld í tilefni þess, að eitt ár er liðið síðan stjórn Salvador Allendes forseta var steypt af stóli. Ráðherrar ríkisstjórnar Verka- mannaflokksins hafa oft látið í ljós vanþóknun á því, sem þeir telja virðingarleysi fyrir mann- réttindum I Chile. Gert er ráð fyrir því, að sendi- herrar fleiri rikja I Santiago neiti að taka þátt I hátíðarhöldunum. r Ovæntur gestur í Elyseehöll París, 11. september. AP. MAÐUR nokkur klifraði inn i Elysee-höll, ætlaði að hitta Valery Giscard d’Estaing forseta en fann hann ekki, fékk sér mat úr fsskáp og sofnaði 1 sófa að þvf er skýrt var frá f dag. Hann kvaðst heita I’Henureux og þar sem franski herinn skuld- aði honum peninga ætlaði hann að ræða málið við forsetann. Atburðurinn gerðist á laugar- dagskvöld. Þegar þjónn fann hann sofandi á sunnudagsmorgun og tilkynnti það Iffvörðum forset- ans neituðu þeir að trúa honum. Maðurinn gekk um nokkur herbergi 1 höllinni án þess að rekast á nokkurn. Þegar verðirnir komu að sækja hann var hann að bursta skó sfna f nálægu baðherbergi. Embættismenn segja að atburðurinn sýni, að forsetinn hafi staðið við það loforð sitt að fækka starfsliði forsetahallar- innar. við hryggbrjótum engan,meÖ því að mæla með EPI er bandarískt fyrirtæki, sérhæft í gerð hátalara, enda stofnað af sérfræðingum nokkurra virtustu hátalara- fyrirtækja Bandaríkjanna, þá. EPI fjölskyldan samanstendur af 8 gerðum hátalara, sem allir eiga það sameiginlegt að vera það besta í sínum verðflokki eða það ódýrasta í sínum gæðaflokki Stolt EPI er Model 100, en aðeins hátalarar í að minnsta kosti, helmingi hærri verðflokki eru hæfir til samanburðar, við Model 100 Síðasta afkvæmi EPI er „the Micro Tower”, MT 1. En þessi óvenjulegi og ótrúlegi hátalari var í sumar valin „the Best Buy” af Bandarísku Neytendasamtökunum Þaö er vonlaust að reyna að lýsa hljómgæðum EPI með orðum einum, eða talfræðilegum staðreyndum. Besti mælikvarðinn er þitt eigið eyra Gerðu þér ferð í Hljómdeild Faco, og finndu út hver raunveruleg merking orðsins Hljómgæði er Faco Hjjómdeild Láugavegi 89.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.