Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1974 Minning: Einar Scheving Thorsteinsson Að morgni 3. þ.m. lézt að Reykjalundi Einar Scheving Thorsteinsson, fyrrum kaupmað- ur á Blönduósi, eftir langa og, stranga vanheilsu og sjúkdóms- legu. Hann fæddist í Stykkis- hólmi 23. marz 1898, yngsti sonur læknishjónanna, þar, Davíðs Scheving Thorsteinssonar og frú Þórunnar, sem var dóttir Stefáns prests Stephensen í Vatnsfirði. Forfeður Einars voru í báðum ættum í forustuliði þeirra íslend- inga, sem á 19. öld lögðu grund- völlinn að síðara menningarþjóð- félagi á þessu landi. Davíð læknir var einn mætasti maður stéttar sinnar, virtur og dáður af íbúum þeirra héraða, sem urðu starfs- vettvangur hans, og á áttræðis- aldri var hann kjörinn „skáta- höfðingi" bæði meðal karla og kvenna í skátafélögum f Reykja- vík. Frú Þórunn þótti manni sín- um f fyllsta máta samboðin og var henni löngum tamt að miðla öðr- um af þekkingu sinni og margvís- legum fróðleik, enda er hennar getið á þeim vettvangi á nær ólik- legustu stöðum. Einar ólst upp á Isafirði. Hann var bráðþroska og snemma mun athafnaþráin hafa komið í ljós. Ungur að árum fer hann að stunda sjómennsku og starfar um skeið á íslenzkum og erlendum skipum í millilandasiglingum. Sem dæmi um táp Einars má nefna, að kornungur lýkur hann farpiannaprófi frá Stýrimanna- skólanum árið 1917 og mun um skeið hafa verið stýrimaður á gamla Willemoes, sem hlaut nafn- ið Selfoss eftir að Eimskip eignað- ist hann. Um 1920 yfirgaf Einar sjó- mennskuna. Starfaði hann þá um tíma í Reykjavíkurapóteki hjá Þorsteini bróður sínum. Var hann þar öllum hnútum kunnugur, læknissonurinn, enda mun Þor- steinn hafa talið sig eiga góða stoð í störfum bróður síns og jafnvel kallað hann á vettvang er mikið lá við, eftir að Einar hafði sjálfur haslað sér völl á athafnasviðinu. En upp úr þessu má segja, að hann vendi sínu kvæði í kross. Kaupir hann þá eignir verzlunar Péturs Péturssonar á Blönduósi og sýslumannshús þeirra Gísla Is- leifssonar og Ara Arnalds, eitt stæðilegasta hús þar um slóðir, og stofnar eigin verzlun. Nokkru síð- ar keypti hann verzlunarhús og miklar eignir Höpnersverzlunar þar á staðnum, sem þá hætti rekstri. 5. okt. árið 1922 gekk Einar að eiga Hólmfríði Albertsdóttur Jónssonar, frá Stóruvöllum í Bárðardal. Brúðkaupsveizlan var haldin í gamla Reykjavíkur- apóteki hjá Þorsteini og Berg- þóru, mágkonu Einars, sem þar bjuggu um langt skeið. Sfðar lá leið þeirra hjóna til Blönduóss, þar sem þau stofnuðu sitt glæsi- lega, gestrisna heimili, sem mikið rausnarorð fór af um árabil. Börn þeirra hjóna, sem upp komust, eru: Þórunn og Guðrún Jóna, Gyða röntgenhjúkrunarkona, gift Halldóri J. Jónssyni magister og safnverði í Þjóðminjasafni Is- lands, og Stefán Jón, sérfræðing- ur i búfjárrækt við rannsóknar- stöðina á Keldnaholti, giftur Ernu Tryggvadóttur. Þar að auki átti Einar tvær dætur, Bryndísi, sem er látin og Ester, sem er hús- freyja að Svfnafelli í Öræfum, gift Guðlaugi Gunnarssyni bónda þar. Barnabörn Einars eru 10 að tölu og einn dóttur-dóttur-sonur hefur bætzt í hóp afkomenda hans. Allt er þetta mikið mann- kostafólk, sem nú saknar föður, er þau dáðu í blíðu og stríðu. Um langt árabil var verzlun Einars Scheving Thorsteinssonar ein myndarlegasta kaupmanna- verzlun á Norðurlandi. Var þetta löngum sveitarverzlun upp á gamla mátann, flutti inn vörur sínar beint frá útlöndum, Dan- mörku, Englandi og Þýzkalandi og afurðir bændanna, saltkjötið og ullin, fóru beint á erlendan markað. Segja má, að verzlunin hafi þótt hafa á sér nýtízkulegt snið og bera af öðrum verzlunum um vöruval og nýtízkulega verzlunarhætti. Um árabil starfaði útibú verzlunarinnar á Skagaströnd (nú Höfðakaupstað- ur). Naut Einar löngum starfs- krafta mágs síns, hins mikla hæfi- leikamanns Halldórs Albertsson- ar, sem síðar var kaupmaður á Blönduósi. Er mér kunnugt um, að Einar kunni vel að meta störf hans, enda Halldór löngum helzti fulltrúi hans við verzlunarstörfin. Annars hafði verzlunin lengstum mörgu starfsfólki á að skipa, en einkum f sambandi við vor- og haustkauptíðir. Einar var mikill starfsmaður. Ætíð var hann fyrstur til starfa á t Eiginmaður minn og faðir okkar ERLING E. DAVÍÐSSON, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 14. september kl. 1 3 30 GuSrún Glsladóttir, Örn Erlingsson, Steinn Erlingsson, Steinunn Erlingsdóttir, Þorsteinn Erlingsson, Pálina Erlingsdóttir, Stefania Erlingsdóttir. Útför STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR frá Skaftaholti. Nökkvavogi 24 fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 1 4. sept. kl. 1 0 30 Ingunn Halldórsdóttir, Benjamín Halldórsson, Anna Böðvarsdóttir, Einar Hjaltested, Svanhildur Elentínusdóttir, og barnabörn. t Jarðarför móður okkar, tendamóður og ömmu, KRISTÍNAR BENEDIKTSDÓTTUR frá Urðavegi 44, Vestmannaeyjum, ferfram frá Fossvogskirkju föstudaginn 1 3. september kl. 3 e.h. Sigrún Bergmann, Unnur Sigurðardóttir, Stefán Jónsson, Elín Sigurðardóttir, Sigtryggur Jónsson, Magnús Sigurðsson, Dorothea Einarsdóttir, Garðar Júlfusson, Sigrfður Björnsdóttir, og bamabörn. morgnanna, og þótt hann sæti löngum á einkaskrifstofu sinni, á tali við hina fjölmörgu viðskipta- menn verzlunarinnar, sem margir hverjir voru úr röðum stórbænda héraðsins, kunni hann því ekki síður vel að taka til höndunum í vörugeymslunum og hinu vfð- feðma sláturhúsi — þau voru raunar tvö — þegar hann kom því við. I einu, er laut að störfum Einars, við hin umfangsmiklu verzlunarstörf á Blönduósi, mátti segja, að hann væri ekki einham- ur. Var það við skipakomur, við uppskipun og útskipun á vörum verzlunarinnar. Þá kom svo sann- arlega upp í honum sjómaðurinn. Einar var með myndarlegustu mönnum á velli og jötunmenni að burðum, er hann var upp á sitt bezta. Aðstaðan við afgreiðslu skipa mun á þessum tfma hafa verið einna erfiðust á Blönduósi á landi hér, enda hlutust þarna hörmuleg slys við „ósinn" og sjávarströndina hér áður fyrr. Einar kappkostaði að hafa ein- valalið á uppskipunarbáti sínum, en þar sat hann löngum sjálfur við stjórnvölinn og stjórnaði upp- skipuninni, stundum sólarhring- um saman, eins og þá var tftt. Mun það jafnvel enn í manna- minnum, að oft var Thorsteinsson fyrstur á vélárlausum upp- skipunarbáti sínum út að skips- hlið, í tvísýnu veðri, og síðastur „að leggja árar í bát“, þegar fár- viðri brast á. Það gat oft verið ægispennandi að fylgjast með hamförum þeirra Einars og góð- kunningja hans, Finnboga Theodórs, sem stjórnaði dráttar- bát kaupfélagsins og dró upp- skipunarbátana milli skips og lands einnig bát Thorsteinssons verzlunar. Yfirmenn á millilanda- skipunum voru margir gamlir skipsfélagar og vinir Einars af sjónum. Og oft skauzt þá borða lagður skipsmaður með Einari í land og naut þar gestrisni á heimili þeirra hjóna. Stundum skipaði Einar timbri og öðrum vörum sfnum upp í „ósinn“ og gat honum þá verið hvað mestur vandi á höndum. Ekki veit ég til þess, að hent hafi slys eða óhöpp á þessari uppskipunarútgerð Ein- ars, þótt oft kæmust menn f hann krappan, enda treystu líka allir honum, dugnaði hans og forsjálni í slíkum lifsnauðsynlegum, en oft áhættusömum störfum. Að upp- SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg geri mér ljóst, að kristindómnum er ógnað af öflum innan og utan kirkjunnar. Hvernig stendur á þessu? Er þetta eitthvað f sögunni? Alls ekki! Kristur sagði: „Á þessum kletti mun ég byggja söfnuð minn og hlið heljar skulu eigi verða honum yfirsterkari.“ Þér verðið að muna, að bæði er til hin sanna kirkja og svikakirkja, sannir lærisveinar Krists og ósannir. Svikarar hljóta alltaf að vera til — og tilvera þeirra felur í sér ögrun, alveg eins og allt, sem er falskt, ögrar siðuðu þjóðfélagi. Það er eins og dr. Paul S. Rees hefur sagt: „Það er álitamál, hvort nafn Krists bíður meiri hnekki vegna hinna mörgu milljóna marxista, sem rísa gegn því, eða hinna mörgu milljóna kveifarlegra kristinna manna, sem lítilsvirða það.“ Hættulegustu óvinirnir eru alltaf „innan herbúðanna“, ekki utan þeirra, hvort sem um er að ræða þjóðir eða stofnanir. Það er rétt, að okkur bæri að ráðast á svikakristin- dóm og helzt útrýma honum. En nú hefur Drottinn kennt, að á síðustu tímum muni falskristar rísa og leiða marga í villu. Við megum því ekki missa jafnvægið, þegar orð hans fara að koma fram. Jafn- framt ber okkur að minnast þess, að árásir á hina sönnu kirkju munu ekki bera tilætlaðan árangur. Hún mun jafnvel standast hlið heljar, hvort sem árásirnar koma innan frá kirkju Krists eða utan að. skipun lokinni var líka oft efnt til fagnaðar í húsakynnum og á skrifstofum verzlunarinnar, stundum á heimili þeirra hjóna. Var þá tekinn tappi úr flösku og veit vel. Kappsamleg og farsæl vinnubrögð þökkuð af heilum huga. A þessum árum var Einar Thor- steinsson einn sérkennilegasti og svipmesti persónuleiki á sínum heimaslóðum. Mér kemur hér í hug ummæli eins mesta gáfu- manns þjóðarinnar um Hannes Hafstein, þegar hann var f blóma lífsins: „Hann hafðifríðleik.vöxt og afl fram yfir flesta menn aðra. Aldrei hef ég séð nokkurn mann svo auðkenndan frá öðrum í mannfjölda." Vissulega lét hon- um vel að taka á móti og umgang- ast „höfðingjana" á þessum árum. Þó er það skoðun mín, byggð á nánum kynnum af Einari Thor- steinsson á þessum árum, að bezt hafi hann ávalt kunnað við sig í hópi þeirra óbreyttu almúga- manna, sem voru honum að skapi, t.d. að kjarki og áræði, eins og uppskipunarkarlarnir hans, sem nú munu flestir hafa lagt upp f hina hinztu för á undan honum. Einar Thorsteinsson var dulur maður í skapi og gat verið harður í horn að taka, þegar þvi var að skipta. En mildur var hann þeim, sem voru minni máttar, sárfátæk- um viðskiptamönnum, sem hann bar traust til, börnum og gamal- mennum. Hér var sterkur og traustur þáttur i skapgerð Einars, um það get ég borið. Engum manni treysti ég, barnið, betur og um þetta gæti lfka hann afi gamli t Þökkum innilega auðsýnda samúö við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu. KRISTÍNAR SAMÚELSDÓTTUR, Ásvallagötu 35. Sigríður Elfasdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Jón Elfasson, Lilja Hafliðadóttir, Magnús Elfasson, Margrét Eggertsdóttir og barnabörn. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og kærleika ! veikindum og v andlát og útför MARGRÉTAR RANNVEIGAR EYJÓLFSDÓTTUR, Snorrabraut 34. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Björg Eyjólfsdóttir Sigurbjörn Eyjólfsson Guðlaug Jónsdóttir Guðrún Eyjólfsdóttir Maria Guðbjörg Eyjólfsdóttir Ingiveig Eyjólfsdóttir Ólafur Ólafsson Dagbjört Guðjónsdóttir og aðrir aðstandendur. borið, ef hann mætti nú mæla. Það var oft aðdáunarvert hversu mikla nærgætni Einar sýndi gömlum móðum tengdaföður sfn- um, er þau hjónin tóku undir sinn verndarvæng. Einar var einn skemmtilegasti samferðamaðurinn, þegar sá gáll- inn var á honum, enda fóru af því margar sögur á heimaslóðum hans. Hann var líka afburða vinsæll hjá þeim, sem kunnu að meta hann og virða. Þegar hann flutti til 1 Blönduóss, var hann á 25. aldursári. Hann var þá þegar mikill knatt- spyrnuunnandi og meir að segja í sjálfum höfuðstaðnum þóttu þeir bera af á vellinum, frændurnir Friðþjófur Thor- steinsson og Einar, og félag þeirra Fram nær ósigrandi, er þeir voru á vellinum. Nú stofnaði Einar knattspyrnuflokk á Blöndu- ósi og þjálfaði hann af atorku. Þetta var upphaf mikillar „sigur- göngu" sem Blönduósingarnir áttu í vændum á næstu árum. Knattleikir voru háðir víðsvegar í sýslunni, þótt aðalvöllurinn væri út við Kvennaskólann. Segja má, að Einar hafi mótað þessa fþrótt á stóru svæði Norðanlands á þess- um árum. Fullyrði ég, að Blöndu- ósingar hafi aldrei beðið lægri hlut á knattspyrnuvellinum, meðan Einar lék með þeim. Marg- ur Húnvetningurinn, sem nú er kominn til ára sinna, mun minn- ast þessara gleðileikja, þótt stund- um sviði undir, þegar fast var sótt. Þarna átti Einar miklum vin- sældum að fagna f hópi góðra félaga, og vissulega var hann fyrirmynd okkar strákanna f hvert sinn, sem okkar bolti var á lofti. A stríðsárunum seldi Einar verzlun sína og eignir á Blöndu- ósi, flutti til Reykjavfkur, bjó þar og starfaði meðan heilsan entist. Sfðustu árin háði hann raunar sitt dauðastríð, síðustu missirin á Reykjalundi, af þeirri karl- mennsku, sem honum var í blóð borin. Nú hefir hann öðlazt hvíld- ina. Sá, sem skrifar þessi fátæklegu minningarorð, telur sig eiga þeim Fríðu og Einari meira að þakka en öðrum, um langt árabil, á við- kvæmasta æviskeiði lffsins. Aldrei verður þetta fullþakkað. Nú, við andlát Einars, dvelur hug- ur minn hjá Fríðu frænku og frændsystkinum mínum, börnum hennar. Hún er sú sem við virðum og elskum, styrkjandi og hug- hreystandi, jafnvel á mestu sorgarstundum lffsins. Blessuð sé minning Einars Scheving Thorsteinssonar. Stefán Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.