Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1974 11 Caracasráðstefnan: Niðurstaða aðgengileg fyrir íslenzka nagsmuni Frásögn Hans G. Andersens, sendiherra Starfsmörk ráðstefnunnar Morgunblaðið leitaði upplýs- inga hjá Hans G. Andersen, sendi- herra, formanni íslenzku sendi- nefndarinnar á hafréttarráðstefn- unni í Caracas, um niðurstöður þeirrar ráðstefnu. Frásögn sendi- herrans verður efnislega rakin hér á eftir. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað, er hafréttarráð- stefnan var kvödd saman, að verk- svið hennar væri að freista þess að ná samkomulagi um viðfangs- efnið, án atkvæðagreiðslu. Þess var þvi aldrei að vænta, að niðurstaða væri knúin fram á þessari ráðstefnu með atkvæðagreiðslu. Starf ráð- stefnunnar fólst einkum í því að samræma sjónarmiðin, fækka valkostum sem mest og búa þann veg í haginn, að hægt yrði að ná lyktum í málinu á fram- haldsráðstefnu. Næsta ráðstefna f marzmánuði nk. Hafréttarráðstefnunni verður fram haldið í Genf 17. marz nk. og mun standa til 3. og jafnvel 10. maí þ.á. Stefnt er að þvi að ná lyktum í málinu á þeirri ráð- stefnu, annaðhvort með sam- komulagi eða atkvæðagreiðslu, sem síðan leiddi til alþjóðasamn- inga á þessum vettvangi, sem gengið yrði frá í Caracas. Hugsan- legt væri, ef Ganfarfundinum ynnist ekki tími til málalykta, að skotið yrði inn öðrum fundi og þá væntanlega í Vín. Eins og málin standa nú bendir flest til þess, að endanleg niðurstaða fáist á Genfarfund- inum í öllum helztu málaflokkum og ljúka megi málinu I Caracas næsta sumar. Yfirgnæfandi meiri- hluti þjóða Sendiherrann sagði, að yfir- gnæfandi meirihluti þjóða væri þegar fylgjandi 200 mílna efna- hagslögsögu, en % atkvæða þarf til að niðurstaða slíkrar ráðstefnu verði bindandi. Hinsvegar væri ljóst, að fjöldi þjóða hefði alls konar fyrirvara á samþykki sínu, varðandi margháttaða sérhags- muni, sem kæmu inn f heildar- myndina. Það væri á þessu sviði, sem mikið samræmingarstarf hefði verið unnið á ráðstefnunni og málum þokað verulega í þá átt, sem samræmdust fslenzkum hags- munum, þó enn væri spölur að settu marki. Síður en svo væri ástæða til að vera óánægður með það, sem unnizt hefði á Caracasráðstefn- unni. Ráðstefnan hefði í aðal- atriðum þróazt í þá átt, sem reikna hefði mátt með og sú niðurstaða, sem þar hefði fengizt, þó bindandi samkomulag lægi að vísu ekki fyrir, væri aðgengileg fyrir íslenzka hagsmuni. — sf. Hans G. Anderscn, sendiherra. TilbOínn undir tréverk Hann er þess virði að þú lítir á hann tvisvar, nýi Volvoinn. Nýjungar, eins og "hrein grind” með völsuðum langböndum, rafkerfi tengt í einum aðgengilegum töflukassa, lofthemlakerfi í nylon- leiðslum, 50 gráðu snúningsgeta, þrátt fyrir aðeins 3,8 metra lengd milh hjóla, koma þér skemmtilega á óvart. Eins og allt annað í sambandi við Volvo N. Volvo N er langt á undan öðrum í tækni og útliti, Volvo N er vörubíll framtíðarinnar orðinn að raunveruleika. Volvo N nýtir hvern einasta mögu- leika til hins ýtrasta í þágu eigandans. Allar tækni- iegar uppiýsingar um Voívo N eru ávalit til reiðu í Volvosalnum við Suðurlandsbraut. Hafið samband við Jón Þ. Jónsson. Lögfræðinganefndin A hafréttarráðstefnunni í Cara- cas og fram að næstu ráðstefnu starfaði og starfar sérstök nefnd lögfræðinga frá ýmsum heims- hlutum, sem kennd er við for- mann sinn, Evens, viðskiptaráð- herra Noregs. Nefndin er valin í samráði við forseta hafréttarráð- stefnunnar og er hlutverk hennar að reyna að samræma sjónar- miðin á óformlegan hátt. Nefndin hafði fundi þrisvar i viku á Caracasráðstefnunni og varð af störfum hennar verulegt gagn. Fulltrúi Islands í nefndinni var Hans G. Andersen. Nefndin kemur næst saman til fundar í New York 26. október nk. Fatlaðir í Danmörku Kaupmannahöfn 9. september. Frá fréttaritara Mbl. Jörgen Harboe: HOPUR 25 fslenzkra fatlaðra manna og kvenna komfgær til Kaupmannahafnar, en honum er boðið til Danmerkur af Kaup- mannahafnarborg f tilefni af 1100 ára afmæli Islandsbyggðar. Fararstjðri hópsins er Oddur Ólafsson, alþingismaður, en hann er fyrsti útlendingurinn, sem hefur hlotið Hans Knudsen- heiðursmerki Danmerkur, sem er veitt til viðurkenningar starfs fyrir fatlaða. Heimsóknin stend- ur til 23. september, og mun hóp- urinn heimsækja ýmsar félags- legar stofnanir um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.