Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1974 27 Aðeins það nauðsyn- legasta í töskurnar Núna 15 kg áður 20 kg 1 FYRRADAG gengu nýjar regl- ur f gildi f innanlandsflugi Flug- félagsins. Hljóða þær upp á, að hver farþegi megi hafa með sér 15 kg. af farangri f stað 20 kg áður. Enn fremur má enginn hafa með sér hlut, sem er lengri eða breiðari en 2 metrar. Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi hjá Flugleiðum sagði í gær, að víða erlendis væru reglurnar þannig, að fólk mætti aðeins hafa með sér eina tösku og hún mætti ekki vera þyngri en 15 kfló og — Hundruð létust Framhald af bls. 1 mótmæla samkomulagi Portúgals- stjórnar og frelsishreyfingar- innar Frelimo um sjálfstæði Mosambique á næsta ári. Flestir hvítu mannanna, sem að uppreisninni stóðu, hafa nú flúið yfir landamærin til Rhódesíu og S-Afríku. Portúgalskur herfor- ingi sagði í útvarpsviðtali í kvöld, að ástandið væri að færast f eðli- legra horf og að allt yrði komið í samt lag eftir nokkra daga. hver einstakur farþegi mætti ekki hafa með sér hlut, sem væri lengri en 1,7 metrar. „I sumar hefur það oft komið fyrir,“ sagði Sveinn, „að orðið hefur að afhlaða vélar flugfélags- ins á síðustu stundu, þar sem farþegar hafa komið með svo mikinn farangur með sér á síðustu stundu. Og hefur þetta oft valdið töfum. Eru þessar nýju reglur m.a. settar til þess að koma í veg fyrir, að farþegafarangur verði of mikill. * * morgfaldor markaú vðar Náttúrulega C vítamín! í öllum appelsínum er C-vitamín, þess vegna er mikið af C-vitamín í Tropicana. í Tropicana eru aðeins notaðar ferskar appelsínur ræktaðar í Flórída. í hverju glasi (200 gr.) af Tropicana eru 400 alþjóðaeiningar af A-vitamíni, 80 mg. af C-vitamíni og ekki meira en 100 hitaeiningar. sólargeislinn frá Florida CQ C co — Enginn Framhald af bls. 1 áframhaldandi harðri gagnrýni fyrir ákvörðunina um sakarupp- gjöf fyrir Nixon og Mendale öldungadeildarþingmaður hefur lýst þvf yfir, að hann muni leggja fram tillögu um viðbót við stjórnarskránna, þar sem völd forsetans til að náða fólk séu tak- mörkuð. Verð á land- búnaðarvörun: Ákvörðun fyrir helgi NÝTT verð á landbúnaðarvörum liggur enn ekki fyrir, en ákvörð- un um það mun verða tekin fyrir helgina. Rfkisstjórnin hefur nú verðið til ákvörðunar, og sagði Halldór E. Sigurðsson, landbún- aðarráðherra, f samtali við Morg- unblaðið f gær, að hann hefði látið samráðherrum sínum í té allar upplýsingar um málið, og nú væri aðeins ákvörðunartakan eft- ir. A meðan ekki er búið að taka ákvörðun um verðið, er ekki hægt að fá nýtt kjöt keypt í verzlunum, þrátt fyrir að byrjað sé að slátra, en kjöt mun koma í verzlanir strax og ákvörðun um verðið hef- ur verið tekin. Sjónvarpið auglýsir tóbakið segja ísl. ungtemplarar 16. ársþing íslenzkra ungtemplara var _ haldið í Reykjavík fyrir skömmu. Á þinginu var meðal annars samþykkt að skora á kaup- menn að endurskoða afstöðu sína til tóbaksauglýsinga innandyra f verzlunum, til þess að fylgja eftir algjöru banni við tóbaksauglýs- ingum. Þá taldi þingið ekki síður varasaman þann dulda áróður fyrir áfengis- og tóbaksneyzlu, sem fram kemur í fjölmiðlum, sérstaklega ýmsum erlendum þáttum í sjónvarpinu. — Furðuleg yfirlýsing Framhald af bls. 1 málaráðherra Allendes, sem kom til Caracas f Venezuela í dag. Ekki er vitað, hve margir póli- tfskir fangar eru f haldi í Chile, en gizkað er á, að þeir séu frá 2200—8000. Sjóminjasafn í Hafnarfirði A SlÐASTLIÐNUM vetri gerði Alþingi ályktun um að fela rfkis- stjórninni að hefja nú þegar f samráði við þjóðminjavörð undir- búning að stofnun sjóminjasafns. Skyldi leitað eftir samvinnu við Hafnarf jarðarbæ um hentugt landsvæði fyrir slfkt safn, svo og um byggingu þess og rekstur. Menntamálaráðherra fól þann 28. ágúst sl. þeim Þór Magnús- syni, Cunnari H. Ágústssyni, hafnarstjóra í Hafnarfirði, Guð- mundi H. Oddssyni, skipstjóra, og Jóni Kr. Gunnarssyni forstjóra að fjalla um stofnun slíks safns í Hafnarfirði. — Skák Framhald af bls. 20 Rd3 — Dxc7, 38. Bg1 — e4! (Sterkara en 38—Rf1-f) 39. fxe4 — Rxe4 + , 40. Ke1 — De7, 41. Kd1 — Rg3, (Hótar De2 + , 42. Rxf4 gengur ekki vegna 42. — Bg4 + ). 42. Dc2 — Dd8, 43. Kd2 — Rf 1 + , 44. Ke2 — Rxh2, 45. Bxh2 — De7 + og hvítur gafst upp; hann á enga vörn gegn De3, sem vinnur mann. Mjög góð skák. Bilreiðar & Landbúnaðarvélar hi. Snðurlandsbraut 14 - Reykjavik - Sími 38600 Áætlaö verö meö ryövörn kr. 631.346.— góölr greiösluskilmólar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.