Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1974 3 Gott fiskverð í Þýzkalandi Fá allt að 70 kr. fyrir kg. Isfisksölur Islenzkra skipa eru nú aö hef jast á erlendum mörkuðum, og þegar hafa tveir bátar selt I Þýzkalandi, og einn hefur selt f Englandi. Þýzki markaðurinn virðist vera mjög gðður um þessar mundir, og hefur verðið þar farið allt upp I 80 kr. að undanförnu. Ekki er hægt að segja sömu sögu af markaðnum I Bretlandi, hann er mjög lokaður nú, en talið er að úr rætist á næstunni. Ingimar Einarsson, fram- Ingimar sagði, að ástandið á kvæmdastjóri Félags ísl. botn- vörpuskipaeigenda, sagði I sam- tali við Mbl. í gær, að tveir bátar væru nú búnir að selja stórufsa í Cuxhaven og báðir fengið ágætis- verð. Oddgeir ÞH seldi 50 lestir fyrir 76 þús. mörk eða um 3 millj. kr. og í morgun seldi Jón Oddgeir 35 lestir fyrir 51 þús. mörk eða 2,3 millj. kr. Þar er meðalverðið 69,10 kr. — Hæsta verð á þýzka mark- aðnum hefur síðustu daga verið yfir 2 mörk kílóið eða um 88 kr. Þetta háa verð virðist eiga við flestar tegundir af fiski, t.d. hefur þorskur, ufsi og karfi hækkað mikið í verði. Ætti þetta vera góðs viti fyrir þau íslenzku skip, sem nú hyggja á siglingar til Þýzka- lands, en vitað er t.d. um tvo af minni skuttogurunum, sem byrj- aðir eru að fiska fyrir þýzka markaðinn. Það sem veldur því, að fiskverð hefur hækkað snögglega I Þýzka- landi nú, er að þar hefur kólnað í veðri. En svo til allur fiskur, að stórufsanum undanskildum, er mjög háður morgunhitanum þar. Ef menn eiga að gera sér vonir um gott verð á þorski og karfa, má hitinn ekki vera yfir 10 stig. Einn bátur, Fylkir NK, fór með flatfisk til Bretlands, en gekk erfiðlega að losna við aflann. Fyrst átti báturinn að selja I Grímsby, en fékk ekki, og varð að selja í Hull. Þar fékk hann 4400 pund fyrir aflann, um 50 lestir, eftir að hafa beðið nokkurn tíma eftir sölu. Ef báturinn hefði getað selt strax I Grimsby, er talið, að hann hefði getað fengið 10 þús- und pund fyrir aflann. Rúmlega helmings fækkun skemmti- ferðaskipa ERLEND skemmtiferðaskip komu 12 ferðir til landsins I sumar. Hafði ferðum þeirra fækkað um 14 frá f fyrra, en þá voru þær 26. Farþegar voru 5756 ámóti 11538 ífyrra. I yfirlitinu frá útlendingaeftir- litinu í Reykjavík kemur einnig fram, að árið 1972 komu skemmti- ferðaskip 26 ferðir til landsins, og farþegar voru samtals 13734, en árið áður voru ferðirnar 20.og farþegar 10665. I sumar voru farþegar með skemmtiferðaskipunum langflest- ir Vestur-Þjóðverjar, 2550, eða nær helmingur. Bretar voru 1004, Bandaríkjamenn 961 og Frakkar 705. Farþegar frá öðrum löndum voru mun færri. Kennslusjónvarp á laggirnar? MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur falið Andra tsakssyni, próf- essor, Benedikt Gröndal, al- þingismanni, og Andrési Björns- syni, útvarpsstjóra að gera tillög- ur um nýtingu sjónvarps og út- varps til kennslu, bæði fyrir al- menning, svo sem I sambandi við fullorðinsfræðslu, og einnig í þágu skóla (nemenda og kenn- ara). brezka markaðnum gæti batnað á næstunni; annars væri verra að gera markaðsspár en veðurspár. Það sem benti til þess að framboð- ið á brezka markaðnum færi minnkandi væri, að Bretar væru að Ijúka við að veiða upp í um- saminn kvóta í Barentshafi og veiði í Norðursjó færi að ljúka. Þá þyrftu þeir að fara að sækja á önnur mið og fjarlægari, sem þýddi eðlilega minna framboð. 20 ÞUSUND STOL- IÐ ÚR ÍBÚÐUM I GÆR fór þjófur eða þjófar inn I mannlaust hús f Hliðunum og hirtu þaðan 20 þúsund krónur. Af vegsummerkjum mátti sjá, að far- ið hafði verið inn um kjallara- glugga. Þetta hefur gerzt á tíma- bilinu kl. 15—16, því að fólk var í húsinu á öðrum tímum. Virðist svo sem húsið hafi verið vaktað af þeim, sem afbrotið frömdu. Vara- samt er að skilja glugga eftir opna, ef fólk yfirgefur hús sín, jafnvel þótt það sé aðeins smá- stund. Frá hátfðarfundi R. K. t. Dr. Jón Sigurðsson f ræðustól. FRAMHALDSAÐALFUNDUR RKÍ FRAMHALDSAÐALFUNDUR Rauða kross Isiands var haldinn 6. og 7. september sl. Verkefni fundarins var að ganga endanlega frá lögum fyrir félagið og minnast þess, að félagið fyllir 50 ár á þessu ári. Fundurinn hófst að kvöldi föstudagsins 6. september, og urðu þar umræður um starf og framkvæmdir sl. árs. Inngangs- erindi um það mál flutti Björn Tryggvason, formaður R. K. I., og urðu um málið allmiklar umræður. Laugardaginn 7. september hófst fundur á því, að Ragn- heiður Guðmundsdóttir læknir, formaður Reykjavíkurdeildar félagsins, flutti ávarp og bauð fulltrúa velkomna til Reykja- vfkur. Benedikt Blöndal hrl. var kjörinn fundarstjóri. Aðalefni fundarins var að ganga frá heildarlöggjöf fyrir félagið. Framsögumaður tillagna til laga var formaður laganendar, Stefán Hirst hdl., en með hon- um í nefndinni höfðu starfað Páll S. Pálsson hrl. og Sigurjón Jóhannesson skólastjóri frá Húsavík. Eftir miklar umræður og nokkrar breytingartillögur var lagafrumvarpið samþykkt. Helztu nýmæli laganna kveða á um æskulýðsstarfsemi, svæðisskiptingu, upplýsinga- málefni og fjármál. Er þess vænzt að þróun félagsins byggist á lögum þessum næstu ár. Stjórnarkjör fór ekki fram á þessum framhaldsaðalfundi. Annað aðalmál fundarins var að minnast þess, að á árinu verða 50 ár liðin frá stofnun félagsins. I þvi tilefni var hátíðarfundur og flutti dr. Jón Sigurðsson fyrrverandi for- maður félagsins erindi um sögu R. K. I. Björn Tryggvason flutti erindi um framtíð þess og Eggert Ásgeirsson um starf og áhrif Rauða krossins I heimin- um. Að lokum var hóf og flutti þar kveðju ríkisstjórnarinnar Gunnar Thoroddsen félags- málaráðherra, og séra Jón Auðuns fyrrverandi formaður Reykjavíkurdeildar flutti há- tfðarraæðu. Tillaga Vökumanna í Stúdentaráði: SKATTAFSLÆTTINUM VERÐI VARIÐ TIL BARNAHEEMILA UM 120 börn stúdenta eru nú á biðlista hjá Sumargjöf, sem sér um rekstur harnaheimila stúd- enta og veitir þeim aðgang að ákveðnu vistrými á dagheimilum Reykjavfkurborgar. Þessar upp- lýsingar komu fram f samtali við Kjartan Gunnarsson, oddvita Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta f Stúdentaráði. Hann sagði ennfremur, að lágmarksbið- tími eftir vistrými væri nú eitt ár. Kjartan greindi Morgunblaðinu frá þvf, að hann hefði lagt til, að skattafslættinum, er renna ætti f sameiginlega sjóði stúdenta, yrði varið til barnaheimila, en þar gæti verið um að ræða yfir 10 milljónir króna. Stúdentaráð samþykkti þessa tillögu 31. ágúst sl. Kjartan Gunnarsson sagði, að hann hefði á fundi Stúdentaráðs 31. júní sl. flutt tillögu um, að því fé, sem sameiginlegum sjóðum stúdenta kynni að verða greitt vegna skattkerfisbreytingarinn- ar, yrði varið til barnaheimila. Urlausn í barnaheimilismálum stúdenta þyldi enga bið, því að algert neyðarástand blasti við, ef ekkert yrði að gert. Það hlyti að vera réttlætiskrafa, að námsmenn þyrftu ekki að hverfa frá námi vegna þess, að þeir gætu ekki komið börnum sfnum f fóstur. Komið hefði í ljós, að e.t.v. kynni allverulegu fé að verða ráðstafað til stúdenta og annarra náms- manna skv. sérstökum lögum vegna skattkerfisbreytingar. Væri þar um að ræða skattafslátt- inn svonefnda. Kjartan sagði, að fyrir sér hefði vakað með tillögu þessari að taka barnaheimilismál- in upp á vettvangi Stúdentaráðs, þannig að umræður og fram- kvæmdir í þessu brýna hags- munamáli hæfust sem fyrst, auk þess sem hann hefði viljað benda á þessa hugsanlegu fjáröflunar- leið. Þá sagði Kjartan: „Á þessum fundi Stúdentaráðs 31. júní var tillögu minni vísað til hagsmuna- nefndar ráðsins. Á vegum hennar var tekin saman skýrsla um mál- ið, þar sem fram kemur, að stúd- entar eiga tvö dagheimili, Efri- hlfð og Valhöll, með samtals 85 vistrýmum. Stúdentar fá einnig 8% vistrýma á barnaheimilum Reykjavíkurborgar, eða 49 vist- rými. 120 stúdentar voru á bið- lista um miðbik ágústmánaðar, og má reikna með lágmarksbið í eitt ár, að öllu óbreyttu. Fjáröflunar- leiðin, sem ég benti á, var einnig könnuð. I ljós kom, að allt er enn óákveðið með ráðstöfun þessa fjár skattafsláttarins, en þó töluverð- ur möguleiki á að fá til ráðstöfun- ar allverulega fjárhæð, jafnvel á annan tug milljóna. Tillaga mfn var síðan samþykkt á næsta fundi ráðsins, þann 31. ágúst sl„ með smávægilegum breytingum. Á sama fundi var samþykkt tillaga frá Hannesi Gissurarsyni, sem sit- ur f Stúdentaráði fyrir Vöku, þar sem skorað er á stjórn Félags- stofnunar að hefja undirbúning að því að reisa dagheimili sem fyrst. Var hún rökstudd með hin- um mikla aðkallandi vanda. Einn- ig var samþykkt tillaga frá Hann- esi, Gylfa Kristinssyni o.fl. um að reynt yrði að greiða niður til bráðabirgða vistun stúdentabarna á einkaheimilum." Þá var Kjartan spurður, hvort einnig hefði verið um þessi mál fjallað í Stúdentaráði. Hann svaraði á þessa leið: „Já, það má segja það. Allir hljóta að gera sér grein fyrir því, að hér bíður brýnt verkefni úrlausnar. Hins vegar hefur þess nokkuð gætt á þessu starfsári Stúdentaráðs, að and- stæðingar Vöku f ráðinu hafi vilj- að helga tíma og starfskröftum ráðsins ályktanagerð og umræðu um hin margvislegustu mál, þjóð- mál jafnt sem utanríkismál. Við Vökumenn erum ekki sammála þessum vinnuaðferðum. Við telj- um hagsmuna- og menntamál brýnustu verkefnin og þar er svo margt ógert, að tíma ráðsins og vinnu sé bezt f það varið. Ég nefni sem dæmi ferðamál, fríðindamál, byggingamál Háskólans, bætta til- högun náms, stjórnun Háskólans, aðstoð við námsmenn og nú síðast barnaheimilismál, þar sem við höfum reynt að vekja upp um- ræður um vanda þeirra 120 stúd- enta, sem bíðá eftir barna- heimilisrými og bent um leið á hugsanlegar fjáröflunarleiðir. Við vonum, að andstæðingar Vöku í ráðinu leggi nú pólitískan ágreining til hliðar og vinni með okkur að því að hrinda þessu stóra máli í framkvæmd. Við er- um alltaf reiðubúnir til samstarfs við þá um hagsmunamál stúdenta, enda verða félagssamtök stúdenta ekki það afl, sem einhverju fær áorkað, nema allir taki þar saman höndum, leggi sitt af mörkum.“ Ogri með 370 lestir Skuttogarinn ögri kom til Reykjavíkur í fyrramorgun með 370 lestir af fiski. ögri hefur afl- að mjög vel á þessu ári og er nú búinn að afla fyrir hátt í 90 millj. kr. Nýrri skelli- nöðru stolið NVRRI Skellinöðru var stolid fyr- ir framan Stjörnubfó á tfmanum 18—20 s.I. laugardagskvöld. Hún er af Sazuki-gerð, rauð að lit, og ber einkennisstafina Y-141. Skólapiltur á hjól þetta, og var hann nýbúinn að kaupa það fyrir aurana, sem hann vann sér ínn í sumar, svo að tjón hans er baga- legt, ef hjólið finnst ekki. Þeir, sem hafa orðið varir við hjólið, eru beðnir að snúa sér til rann- sóknarlögreglunnar. 280 nemendur í Tækniskólanum TÆKNISKÓLI tslands var settur mánudaginn 2. september sl. Fleiri nemendur sækja skólann en nokkru sinni fyrr, eða um 280 talsins, þar af um 80 f undir- búningsdeild. I aðalatriðum er um tvenns konar nám að ræða í skólanum, sem tekur ýmist 2M ár eða rösk- lega 5 ár. Við lok styttra námsins hljóta nemendur námsgráðuna tæknir, en við lok þess lengra námsgráðuna tæknifræðingur. Þá útskrifast einnig meinatæknar frá skólanum eftir tveggja ára nám, sem er í samvinnu við þrjár rannsóknarstofur f Reykjavík. Meinatæknar verða að hafa lokið stúdentsprófi. Næsti hópur meinatækna verður útskrifaður 1. okt. nJc. en næsti hópur tæknifræðinga fyrir jól. Tæknar verða útskrifaðir um miðjan janúar n.k. Á Akureyri og ísafirði starfa undirbúnings- og raungreina- deildir tækniskóla, en slfkar deildir sækja nú í fyrsta skipti búfræðingar sem aðfaramám fyr- ir kandidatadeildina f búvísind- um á Hvanneyri. t Reykjavfk starfar skólinn á nokkrum stöð- um, og er það til mikils óhag- ræðis, en stefnt er að því, að starf- semin komist undir eítt þak fyrir 1. ágúst 1975. Islenzk þjóðminja- sýning í Leningrad í FRETT frá menntamálaráðu- neytinu segir, að í samráði við sovézk stjórnvöld hafi verið undirbúin fslenzk þjóðminjasýn- ing í Leningrad og hefjist hún í september. Þór Magnússon, hefur ásamt Jóhannesi Jóhannessyni, listmálara dregið að efni f sýn- inguna. Þjóðminjavörður fór til Sovétríkjanna til þess að sjá um niðurskipan sýningarefnís og vera við opnunina. Enn ekki ákveðið með niðurgreiðslu olíu til fiskiskipa Samkvæmt gildandi lög- um verður haldið áfram að greiða niður olíutil fiski- skipa til septemberloka, en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um, hvort því verður haldið áfram eftir þann tíma. Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra sagði í viðtali við Mbl. í gær, að ákvörðun um það yrði tekin með í dæminu um ráðstafanir til jöfnunar innan sjávarútvegsins, en þessa dagana ræðir ríkis- stjórnin m.a., hvað gera eigi sjávarútveginum til hjálpar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.