Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1974 15 AÐ UNDANFÖRNU hefur hópur manna í Reykjavík undirbúið stofnun íslands- deildar samtakanna Amnesty International. Ákveðið hefur verið að halda stofnfundinn á sunnudag, 15. september n.k., klukkan 4 e.h. í Norr- æna húsinu. „Ég fyrirlft skoðanir þín- ar, en ég er reiðubúinn að láta líf mitt í sölurnar fyrir rétt þinn til að tjá þær.“ Voltaire. AMNESTY INTERNATIONAL- samtökin voru stofnsett árið 1961 í krafti þeirrar sannfær- ingar að sérhver maður eigi rétt til að hafa skoðanir og tjá þær og jafnframt beri honum skylda til að veita öðrum samskonar frelsi. AMNESTY INTERN ATION AL hefur að stefnumiði, að hvar- vetna sé framfylgt mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, og 1) vinnur að þvf, að þeir, sem eru í fangelsi vegna skoðana sinna, verði leystir úr haldi og þeim og fjölskyldum þeirra veitt sú aðstoð, sem þörf kref- ur, og 2) berst gegn dauðarefsingu og hvers konar pyntingum eða slæmri meðferð á hverjum þeim sem fangelsaður er, hafður í haldi eða hindraður á annan hátt í trássi við fyrir- mæli mannréttindayfirlýsing- arinnar. Fangar vegna sannfæringar eru þeir, sem falgelsaðir eru, hafðir í haldi eða hindraðir á annan hátt; eða að öðru leyti beittir þvingunum eða tak- mörkunum sökum skoðana, sem þeir eru sannfærðir um, eða sökum kynþáttarlegs upp- runa, litarháttar eða tungu, að því tilskyldu, að þeir hafi ekki beitt ofbeldi eða stuðlað að því. AMNESTY INTERNATIONAL tekur ekki pólitíska eða trúar- lega afstöðu og starfar ekki á vegum ríkisins í neinu landi. Samtökin eiga ráðgefandi að- ild að Sameinuðu þjóðunum, UNESCO, Evrópuráðinu, Ein- ingarsamtökum Afríkuríkja og Einingarsamtökum Ame- ríkuríkja. AMNESTY INTERNATIONAL er fjármagnað af félagsgjöld- um landsdeildanna og starfs- hópum innan ýmissa landa, og af áskriftargjöldum einstakl- inga um víða veröld. AMNESTY INTERNATIONAL starfar í landsdeildum í 31 landi og rúmlega 1100 starfs- hópum. Sérhver starfshópur gerir þrjá fanga vegna sann- færingar að „skjólstæðing- um“ sínum og eru þeir valdir á grundvelli landfræðilegs og pólitfsks jafnvægis til að tryggja hlutleysi samtakanna. AMNESTY INTERNATIONAL gerir út sendinefndir til landa, sem það fjallar um hverju sinni, og sendir full- trúa sína til að ræða við ríkis- stjórnir. Samtökin senda einnig fulltrúa sína til að fylgjast með réttarhöldum, þegar slfkt þykir æskilegt og mögulegt. Samtökin koma á sambandi við fanga vegna sannfæringar og fjölskyldur þeirra til að veita þeim aðstoð. AMNESTY INTERNATIONAL lýtur stjórn alþjóðlegs ráðs, sem kemur saman árlega. Ráðið skipa fulltrúar lands- deildanna og aðilar alþjóðlegu framkvæmdanefndarinnar. Ráðið kýs árlega í fram- kvæmdanefndina, en hún er ábyrg fyrir daglegum rekstri skrifstofu aðalritarans í Lond- on. Sean MacBride, S. C., fyrr- um utanríkisráðherra írlands og fyrrverandi forseti ráð- herranefndar Evrópuráðsins, veitir framkvæmdanefndinni forstöðu. Martin Ennals er að- alritari Amnesty Internation- al. Meðal verndara AMNESTY INT- ERNATIONAL má telja: Erkibiskupinn af Canterbury, Stóra-Bretlandi; Roger Bald- win, forseta Alþjóðlegu mann- réttindasamtakanna, Bandar.; Pablo Casals, Puerto Rico; Danilo Dolci, Sikiley; prófess- or Erich Fromm, New York og Mexíkó; Jean-Flavien Lalive, Sviss; prófessor Salvador de Madaraiga, Spáni; Yehudi Menuhin, Stóra-Bretlandi; Prófessor Gunnar Myrdal, Svíþjóð; Alan Paton, Suður- Afríku; dr. Martin Niemöller, Sambandslýðveldinu Þýzka- landi; Sean MacBride, S.C., Ir- landi; prófessor Giorgio La Pira, Italíu; prófessor Julius Stone, Ástralíu. Hér á eftir verður sagt frá fang- elsun og aðbúnaði þriggja ein- staklinga frá þrem þjóðlöndum, sem fangelsaðir hafa verið vegna sannfæringar sinnar og með- höndlaðir andstætt 5. grein mann- réttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Amnesty International kynnti málstað þessara fanga og sjö ann- arra f sérstakri baráttuviku, sem haldin var til að vekja athygli á högum þúsunda pólitískra fanga 14.—20. október f fyrra. Leonid I. Plyushch SOVÉTRÍKIN Leonid Plysushch, sem fæddur er árið 1940, er stærðfræðingur og stýrifræðingur frá Kiev, höfuð- borg Ukrainu. Arið 1968 gerðist hann virkurfélagi ístarfshópi til varnar mannréttindum í Sovét- ríkjunum, lítilli lýðræðislegri hreyfingu, en margir helztu leið- togar hennar eru nú f fangelsi. Meðal þess, sem hann tók sér fyr- ir hendur, var að senda mótmæla- bréf til Komsomolskaya Pravda, málgagns æskulýðshreyfingar Kommúnistaflokksins, vegna rétt- arhaldanna yfir Yury Galanskov og Alexander Ginsburg. Hann var þá rekinn úr starfi sfnu við stýri- fræðideild Visindaakademiu Ukrafnu. Arið 1969 undir- ritaði hann ásamt 16 öðrum bréf, þar sem lýst var stuðningi við Tékka. Leynilögreglan var nú byrjuð að gefa starf- semi þessarar borgararétt- indanefndar gaum og lcitaði KGB f íbúð Plyushch. Mörg handrita hans voru gerð upptæk og jafn- framt eintak af bréfi, sem hann og 15 aðrir höfðu skrifað mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna, sem farið var fram á rann- sókn á brotum Sovétríkjanna á málfrelsisákvæðum. Leonid Plyushch var hnepptur í varðhald í janúar 1972 ásamt fjöl- mörgum öðrum Ukraínu-búum, sem virkir höfðu verið í vernd mannréttinda og í útgáfu og dreif- ingu smárita, sérstaklega Ukra- ínu-póstinum, sem samsvarar Samtímatíðindum sem gefin eru út í Moskvu. 1 heilt ár var honum haldið sambandslausum við um- heiminn í fangelsi í Kiev og Serbsky-stofnuninni í afbrotasál- fræði í Moskvu, en þangað var hann sendur til rannsóknar. í jan- úar 1973 var hann leiddur fyrir bráðabirgðarétt Kíev og sakaður um „and-sovézkt níð og áróður" á grundvelli þátttöku sinnar í mannréttindahópnum. Fyrir rétt- inn voru lagðar skýrslur tveggja nefnda geðlækna: Sú fyrri, sem samin var af starfsliði Serbsky- stofnunarinnar (þar sem flestar sjúkdómsgreiningar á pólitískum föngum eru gerðar) hélt því fram, að Plyushch sýndi merki „vaxandi geðklofa, sem lýsa sér í messíönskum og umbótasinnuð- um hugdettum“, og mælti með meðhöndlun I sérstöku (þ.e. fang- elsis) geðsjúkrahúsi. Hin nefndin sem var undir forystu prófessors Snezhnevsky við geðsjúkdóma- deild Læknisfræðistofnunarinn- ar, staðfesti, að hugarástand Plyushch hefði breytzt til batnað- ar, er rannsóknin fór fram og að orðið hefðu nokkur „umskipti" hvað umbótahugmyndir hans snerti. Nefndin lagði til, að Ply- ushch yrði lokaður inni á venju- legu geðsjúkrahúsi. Dómstóllinn fór að ráðum fyrri nefndarinnar. Plyushch gat ekki verið við- staddur réttarhöldin, þar sem hann hafði verið úrskurðaður truflaður á geðsmunum; konu hans og systur var heldur ekki leyft að vera þar. Verjandanum, sem varði hann fjarstaddan, var ekki leyft að hitta hann að máli í eitt einasta skipti, áður en réttar- höldin hófust. í aprfl-byrjun í fyrra ákvað Hæstiréttur úkranínska sovétlýð- veldisins að milda dóminn og leyfði, að Plyushch yrði sendur til meðferðar á venjulegu geðsjúkra- húsi, þar sem sjúklingar búa við færri takmarkanir og þar sem ekki er dælt í þá lyfjum. Mótmæli ákæruvaldsins við þessum réttar- úrskurði leiddu samt sem áður til þess, að nýr áfrýjunarréttur aft- urkallaði breytinguna i júlfmán- uði. Sem stendur er Plyushch lok- aður inni á sérstöku geðsjúkra- húsi í Dnepropetrovsk. Fyrsta eina og hálfa árið eftir að hann var settur inn, var Plyushch ekki leyft að hitta neinn úr fjölskyldu sinni að máli, það var fyrst í ágúst í fyrra, sem eiginkonu hans var leyft að heimsækja hann. Ákvörðunin um að vista Plyushch, sem er mjög hæfur stærðfræðingur. í geðsjúkrahúsi var augljóslega ekki af læknis- fræðilegum toga spunnin. Hér er um að ræða áhrifamikla aðferð til að þagga niður í óhlýðnum and- ófsmönnum. Því eru engin tak- mörk sett, hversu lengi má halda mönnum inni og aðbúnaður í hin- um sérstöku geðsjúkrahúsum er slíkur, að hann getur valdið alvar- legum og varanlegu tjóni á heilsu fangans. (Plyushch er einnig bæklaður að þvf er virðist, þar sem hann þjáðist af næringar- skorti í barnæsku.) Fangar eru neyddir til að vera í klefum með sjúklingum, sem eru truflaðir á geðsmunum og iðulega ofbeldis- hneigðir. Starfslið sjúkrahúsanna er áberandi hrottafengið og lyf, sem valda óþægindum og jafnvel skaða er þvingað í „sjúklingana“. PINDISO ZIMAMBANE SUÐUR-AFRtKA Pindiso Zimambane, sem er kvæntur og fimm barna faðir, var í Neumsa-samtökunum, sem berj- ast fyrir þvf, að smábændur og leiguliðar fái pólitísk réttindi. NEUMSA hélt því fram, að póli- tískar breytingar í Suður-Afríku gætu ekki orðið, nema þeir skip- uðu sér f sveit með andstæðingum stjórnarinnar. í desember 1970 handtók örygg- islögreglan Pindiso Zimambane og 31 til-viðbótar Þeir voru flutt- ir í rjóður í Mkambathi-skóginum þar sem reistar höfðu verið bráða- birgðalögreglubúðir' til þess að yfirheyra fangana. Þeir fengu þær upplýsingar, að þeim væri haldið þar samkvæmt Transkei’s yfirlýsingunni nr. 400, sem veitir heimild til fangelsunar án réttar- halda. Zimambane sagði seinna í eið- svarinni yfirlýsingu, að við kom- una f Mkambathi-skóginn hafi hann verið yfirheyrður. Lögreglu- þjónninn, sem það gerði, sló hann ’ f andlitið og seinna réðust 4 lög regluþjónar í viðbót á hann og börðu með stöfunum. Síðan var hann fluttur úr búðunum lengra inn í skóginn, þar sem bundið var fyrir augu hans og hann járnaður á höndum og fótum. Tvær járn- klemmur voru settar á eyru hans og honum skipað að leggjast á grúfu á gólfið. Heyrði hann síðan suðandi hljóð og fann ákafan sár- sauka, sem leiddi frá hnakka nið- ur f neðri hluta líkamans. Raflost- in voru endurtekin hvað eftir annað, en á milli þeirra var hann yfirheyrður miskunnaríaust. Eft- ir yfirheyrsluna var hann hand- járnaður við tré í grenndinni og skilinn þar eftir næturlangt. Morguninn eftir var hann leyst- ur og fluttur á annan stað í skóg- inum. Þar voru rafmagnspynting- ar endurteknar. I þetta sinn var klemmunum komið fyrir á kyn- færum hans og tám og hann yfir- heyrður þar til lögreglan var ánægð með árangurinn. Að því loknu var hann læstur inni í lög- reglubifreið. Misþyrmingum og yfirheyrslum var haldið áfram um tíma. Zimambane var hafður í haldi f 6 mánuði, en þá kom hann fyrir rétt ásamt 13 öðrum sakaður um hryðjuverkastarfsemi. Honum var gefið að sök að hafa leyft fundahöld í húsi sínu og að þar hefði verið rætt um að safna liði, sem gangast vildi undir hernaðar- lega og pólitfska þjálfun erlendis. Dómarinn vísaði frá fullyrðingum um misþyrmingar og hrundið var kröfu verjandans um rannsókn á þeim aðferðum, sem öryggislög- reglan beitti, til þess að fangarnir leystu frá skjóðunni. i lok réttar- haldanna voru Zimambane og hinir, sem ákærðir voru, sekir fundnir og Zimambane dæmdur í 8 ára fangelsi. CAO THI QUE HUONG SUÐUR-VÍETNAM Cao Thi Que Huong er gagn- fræðaskólakennari f Saigon. Vor- ið 1970 var hún nemi við Háskól- ann þar og tók þá þátt í herferð gegn þeim tillögum stjórnarinnar, sem fólu í sér, að nemendur greiddu framhaldsmenntun sína sjálfir. Herferðinni stjórnaði Huynh Tan Mam, forseti stúd- entasamtakanna, Huynh, Huong, eiginmaður hennar, Nguyeb Ngoc Phuong, og 40 aðrir voru handtekin í marz 1970 ákærð fyrir að vera í samtökum komm- únista. Þegar þau komu fyrir her- rétt í Saigon í apríl, hélt verjand inn því fram, að játningar þeirra hefðu fengizt með pyntingum og væru því ekki hæfar sem sönnun- argögn. Hann fullyrti einnig, að réttarhöldin samrýmdust ekki stjórnarská landsins. Fullyrðing- um hans var vísað við Hæstarétt- ar, sem tók þær til greina. Tveim mánuðum síðar voru Que, Huong og Mam ásamt 14 öðrum látin laus, en eiginmaður Que, Phuong, sat eftir f fangelsinu. Stúdentarnir 15 héldu blaða- mannafund, þar sem þeir skýrðu frá misþyrmingunum, sem þeir urðu að þola í fangelsinu. Þá og einnig síðar lýsti Que því, hvernig lögreglan hafði í aðalstöðvum sín- um reynt að fá hana til þess að undirrita játningu. Hún sagðist hafa verið barin hrottalega með kylfum og í hvert sinn, sem sár- saukinn varð henni óbærilegur, ráku lögreglumennirnir upp fagn- aðaróp. „Þegar þeir vildu að ég undirritaði skjöl," sagði hún, „misþyrmdu þeir eiginmanni mínum að mér ásjáandi. Á sama hátt reyndu þeir að neyða hann til undirskriftar með því að mis- þyrma mér. Qháð rannsóknar- nefnd frá Bandaríkjunum var í Suður-Víetnam 1970 og gaf eftir^ farandi lýsingu: „Que Houng sagði okkur frá þeirri eldraun, sem hún gekk i gegn um... Hún var barin þar til handleggir henn- ar og fætur voru alsettir bláum og svörtum rákum, og svo bólgin voru hné hennar, að þau voru þreföld að stærð. Jafnvel enn verri en hinn líkamlegi sársauki var sú blygðunarkennd, sem var samfara að vera kviknakin á með an nokkrir lögreglumenn sátu, drukku whisky og horfðu á bar- smíðarnar. .. Við sáum örin, sem enn voru á fótum hennar." Eftir að Que Huong var látin laus árið 1970 gekk hún í samtök, sem börðust fyrir endurbótum á fangelsiskerfinu í Suður-Víetnam. Þessi samtök voru stofnuð í Saigon af hópi kaþólikka og Búddista og innan vébanda þeirra voru m.a. dómari, þingmaður, há- skólaprófessor, lögfræðingar og ýmsir menntamenn. Eftir sókn kommúnista vorið 1972 var mörg- um f þessum samtökum varpað í fangelsi án réttarhalda. Hinn 16. janúar var Que Huong handtekin, aðeins 11 dögum eftir að maður hennar lést í Borgasjúkrahúsinu í Saigon, en hann hafði verið í haldi síðan 1970. Phuong hafði tekið þátt f hungurverkfalli póli- tískra fanga í Shi Hoa fangelsinu f Saigon til þess að mótmæla langri frelsisskerðingu, matar- skorti og slæmum aðbúnaði. Vinir hans í Saigon hafa fullyrt, að hann hafi ekki fengið neina lækn- ishjálp eftir að hann veiktist al- varlega ífangelsinuog að hann hafi verið fiuttur á sjúkrahúsið aðeins 6 klst áður en hann lést. Eftir handtökuna í janúar var Que Huong flutt til aðalstöðvar lögreglunnar í Saigon, þar sem henni hafði verið misþyrmt árið 1970. Þar vár henni haldið í 5 mánuði án þess aó mál hennar kæmi fyrir rétt. í júlí 1973 var hún færð í fangelsi fyrir utan Saigon og að þrem vikum Iiðnum flutt einu sinni enn og þá á óþekktan stað. Siðan hefur Amnesty International ekkert frétt af henni. 'm Amnesty International stofnað á íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.