Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1974 ^FW Erfitt að fela mýslu Höf. Armann Kr. Einarsson Ojæja, ég er sjálf orðin syfjuð, en þó þori ég ekki að sofna á undan Siggu frænku. Þá gæti hún upp- götvað hana mýslu litlu undir rúminu mínu. Ég þarf ekki að bíða lengi eftir því, að frænka sofni. Innan lítillar stundar er hún farin að hrjóta. Sjálf er ég þreytt eftir erfiði og áhyggjur dagsins, svo ekki líður á löngu, unz ég svíf einnig inn í draumalöndin. Mýsla gerir vart um eldsvoða Ég veit ekki, hve lengi ég hef sofið, er ég hrekk upp við brothljóð og óskapa hávaða. Kannski er þetta aðeins draumur. Ég nudda stírurnar úr augunum. Nei, það er nú eitthvað annað, að þetta sé draum- ur! Á stundinni er ég glaðvöknuð. Ég veiti því strax athygli, að blómsturpotturinn í glugganum og skálin, sem hann stóð í, liggja mölbrotin á gólfinu og moldin út um allt. Á öðru er ég þó meira hissa. Frænka er stokkin upp úr rúminu. Hún heldur að sér náttkjólnum með báðum höndum og hrópar tryllingslega: Mús, mús! Ég er ósköp róleg. Ég veit, hvernig í öllu liggur. Samt skil ég ekki, hvernig mýsla hefur komizt úr kassanum. Ég sá músina hlaupa margsinnis yfir gólfið, hrópar Sigga frænka, þar sem hún stendur hálfbogin uppi í rúminu og skimar í allar áttir. Ætli þetta hafi ekki bara verið missýning, segi ég rólega og ætla að reyna að sefa frænku. Kannski mér heppnist lika að forða okkur mýslu litlu frá frekari vandræðum. Missýning! Það hnussar svo fyrirlitlega í frænku, að henni svelgist á munnvatni sínu. Þegar hún nær andanum, heldur hún áfram: Og kvikindið hefur ekki látið sig muna um að príla upp í glugga og fella blómið mitt. Það er skelfilegt til þess að vita. Allt í einu kemur mýsla trítlandi fram á mitt gólf og skimar forvitnislega í kring um sig. Sigga frænka rekur upp hræðilegt öskur og hopp- ar upp í rúminu, svo hvíta, stromplaga nátthúfan hennar rekst í súðina. Mýsla virðist ekki síður hrædd og ringluð en Sigga frænka, og í einhverju fáti hoppar hún upp I rúmið tilfrænku. Sigga frænka blánar í framan af skelfingu, og hún getur ekki einu sinni hrópað. Augun í höfðinu á henni snúast eins og skopparakringlur, og brodd- hvassa nefið hennar sýnist lengjast um helming. Hún lemur sig alla að utan með miklum bægsla- gangi, svo eftir því að dæma virðist mýsla hafa hlaupið inn í náttkjólinn hennar. Frænka iðar og hoppar svo ofsalega, að það er engu iíkara en hún sé að leika sér með sippuband. Loks kveður við hár brestur, botninn í rúminu brotnar, og frænka Iaggur spriklandi í allrisængurfatahrúgunni. Ég sé, að mýsla þýtur eins og örskot yfir gólfið og undir rúmið mitt. DRATTHAGI BLYANTURINN eftir ANNA FRA STORUBORG - saoa frá sextándu öld Mn Trausta Allt þetta höfðu menn margheyrt áður. Þetta sama, eða eitthvað þessu likt, var endurtekið árlega og jafnvel oftar á öllum þingum og nálega öllum mannamótum. Menn tóku þessu með þögn og góðmennsku. Enginn hafði neitt að kæra. Það, sem menn höfðu helzt undan að kvárta, var einmitt yfir- gangur valdsmannanna sjálfra og ásælni konungsvaldsins. En nú var búið svo oft að kvarta undan því, og hver hafði árangurinn orðið? Að stynja þeim kveinstöfum upp við lög- manninn, umboðsmann konungsvaldsins sjálfs, var talið vera til litils; varla ómaksins vert. En nú biðu rnenn líka með óþreyju eftir einhverju, sem þeim fannst liggja í loftinu. Tíðindin frá Stóruborg höfðu flogið um alla sveitina. I/igmaður horfði þegjandi út yfir hópinn og beið þess, að einhver tæki lil máls. Þegar ekki varð af því, hólt hann máli sínu áfram: „En heyrið þið, góðir menn! Jafnframt því, sem ég er skip- aður til þess að láta hvern mann ná rétti sínum, er mér einnig skylt að sjá uin, að ekki séu brotin lög guðs og manna, og þeim, sem þau brjóta, verði hegnt svo sem vera ber. Vörð- ur laganna er jafnframt vörður réttvísinnar, og sé lögunum ekki í heiðri haldið, vex brátt upp illgresi ólöghlýðninnar. I þessu ber hverjum heiðvirðum rnanni og konungi sínum hollum að vera valdsrnanni sínum samtaka.“ Nú fóru menn að hlusta með athygli. „Svo er mál með vexti,“ mælti lögmaður og varð nokkuð myndugri, „að fyrir fám árum var maður nokkur, Hjalti Magnússon að nafni, dæmdur útlægur úr þessu héraði ... .“ Menn gutu augum hver til annars, en þögðu. Lögmaður sá það, en lét það ekkert á sér festa. „Nú er mér orðið það kunnugt, að hann hefir dvalið hér á einu heimili í sveitinni lengi eftir að hann var dæmdur útlægur, og það sama óhapp, sem hann var dæmdur héraðs- rækur fyrir, hefir enn hlotizt af honum . ... “ Fjöldi þingmanna hló fram í nefið. Aðeins fáeinir menn gátu haldið tilhlýðilegum alvörusvip. liigmaður sá 'þetta, og setti hann dreyrrauðan. „Enginn ykkar, sem þetta hefir verið kunnugt, hefir gert mér aðvart um þetta. Þið eruð því allir fallnir í þá sekt, sem leiðir af bjargráðum við brotamenn og útlaga og yfirhylm- ingum með slíkum mönnum.“ „Sætt sameiginlegt skipbrot!“ tautaði Egill gamli í Ey- vindarhólum við mann, sem hjá honum stóð. „Fé ykkar og frelsi, góðir menn, er nú í mínum höndum, og mér er í sjálfsvald sett, hvenær ég geng eftir því. En ef þið bætið nú ráð ykkar, þó að seint sé, verður hér ef til vill ekki sem strangast eftir gengið.“ „ITvað má okkur til líknar verða, herra lögmaður?" spurði Halldór á Núpi með hæðnisauðmýkt. Lögmaður leit á hann, en svaraði honum engu. ílfe«Ölmofoufikckffinu Ég hefði ef til vill átt að stinga hann f handlegg- inn. Aldrei hef ég séð svo stóra músagildru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.