Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1974 19 ELLINGSEN VEIÐARFÆRADEILD FLUTT í ÁNANAUST ( MÝRARGÖTU 28) SÍMAR 28855 — 13605 Yfir 30 bílastæði — Strætisvagn - Leið 2 á 10 mín. fresti ÚTGERÐARVÖRUR VERKFÆRI VÉLAÞÉTTINGAR VINNUFATNAÐUR \3aQ2LL0[iJ ©.aaniiaQaaia aa Elsta og stærsta veiðarfæraverzlun landsins Skrifstofan Hafnarstræti 15. sími 24411 Verzlunin Hafnarstræti 15 — Verkfæri — Málningarvörur, sími 14605 Merki SDI á „Degi dýranna“. Dagur dýranna á sunnudag SUNNUDAGINN 15. september n.k. er Dagur dýranna haldinn hátíðlegur hér á landi og er það f annað sinn, sem það er gert. Á þessu ári minnast íslend- ingar ellefu hundruð ára búsetu sinnar f landinu og því hefur stjórn S. D. I. ákveðið, að á Degi dýranna að þessu sinni verði minnst veru húsdýranna okkar hér f ellefu aldir. í tilefni dagsins mun verða dag- skrá í útvarpinu og munu þar koma fram m.a. Guðmundur Jósa- fatsson og Arni Björnsson þjóð- háttafræðingur. Sýning á bókum um húsdýrin á Islandi frá því að land byggðist verður opnuð á anddyri Lands- bókasafnsins einhvern næstu daga og verður nánar skýrt frá henni þegar þar að kemur. Merkjasala verður víðs vegar um landið á sunnudaginn til f jár- öflunar fyrir starfsemi Sambands dýraverndunarfélaga Islands. Merkið teiknaði listamaðurinn Baltasar og táknar það dýr lofts, láðs og lagar. nucivsincnR ^-»22480 AUGLYSINGATEIKMISTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 sími 25810 Skrifetofa FEF opnuð að nýju SKRIFSTOFA Félags einstæðra foreldra að Traðarkotssundi 6 hefur verið opnuð að nýju, eftir sumarleyfi. Þar er opið eins og áður, mánudaga og fimmtudaga kl. 3—7 og aðra daga kl. 1—5 e.h. Mjög mikil aðsókn hefur verið að skrifstofunni þau fjögur ár, sem hún hefur starfað, og leita þangað félagsmenn í upplýsingaskyni og nýir meðlimir nota tækifærið að ganga I FEF og forvitnast um starfsemina. Skrifstofunni stýrir sem fyrr Jódís Jónsdóttir. Vetrarstarf FEF er nú að hefjast og verður árlegu félags- bréfi dreift á næstunni og þar verða m.a. upplýsingar um starfið á vetri komanda. Fyrsti fundur verður 8. október og síðan hefur flóamarkaður verið ákveðinn 26. október og verður leitað til félags- manna og velvildarmanna um framlög og gjafir á hann. Geta má þess, að Andarunga- kórinn, sem stofnaður var fyrir barnaskemmtanir FEF á sl. vetri og skipaður var börnum félags- manna, hefur nú fengið fastan leiðbeinanda, Guðrúnu Birnu Hannesdóttur, tónlistarkennara, og munu reglulegar æfingar kórs- ins hefjast á næstunni. Jólakort hefur FEF gefið út fjögur undanfarin ár og verður svo einnig nú. Að þessu sinni hafa nokkrir þekktir listamenn gert kortin og verður sagt frá útgáfu þeirra síðar. Félagatala FEF mun nú vera um 2.900. Formaður er Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður. Andarungakór FEF. Myndin var tekin á barnaskemmtun félagsins f marz sl. Undirleikari er Sigurður R. Jónsson en nú hefur Guðrún B. Hannesdóttir, tónlistarkennari, tekið að sér að þjálfa kórinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.