Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1974 60 manns óku yfir á rauðu UNDANFARNA daga hefur lög- reglan fylgzt mjög náið með um- ferðinni í Reykjavfk. Radarmæl- ingar hafa verið víða um borgina á hverjum degi, og hafa tveir radarar verið f notkun. Þá hefur sérstök aðgæzla verið við umferðarljós og gangbrautir, og f gærkvöldi gerði lögreglan skyndi- skoðun á bifreiðum. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem Mbl. fékk í gær hjá Óskari Ólasyni yfirlögregluþjóni, virðist ekki hafa verið vanþörf á þessu eftirliti. T.d. hafa á annað hundrað manns verið sektaðir fyrir of hraðan akstur dag hvern, og hefur hraðinn farið yfir 90 km á klukkustund, þar sem hámarkið er 45 km. Við Elliheimilið við Hringbraut, þar sem hámarks- hraði er 45 km, reyndist meðal- hraði þeirra, sem teknir voru, 69 km. Þá hefur lögreglan á 5 dögum sektað alls 60 ökumenn fyrir að aka yfir á rauðu ljósi, svo víða virðist pottur brotinn i umferðar- menningu Reykvíkinga. Þakkir til Þjóð- hátíðarnefndar’74 FORMANNI og framkvæmda- stjóra Þjóðhátfðarnefndar 1974 hafa borizt bréf frá Pouf Hartling forsætisráðherra Danmerkur, Náttúrusögusafni sænska ríkisins f Stokkhólmi og Gyffa Þ. Gísla- syni forseta Sameinaðs Alþingis, þar sem látnar eru f ljós þakkir fyrir þjóðhátíðarhald f tilefni 1100 ára byggðar f fandinu. Bréf Pouls Harlings er svo- hljóðandi f íslenzkri þýðingu: „Kæri ritstjóri Matthfas Johannessen. A meðan minningin um heim- sókn mfna til Islands er mér enn fersk, vil ég lýsa hrifningu minni á hinni stórfenglegu og góðu skipulagningu, sem myndaði rammann um hátíðahöldin á 1100 ára afmælinu. Bæði kona mfn og ég munum lengi minnast hins fagra dags á Þingvelli. Með kærri kveðju Poul Hartling (sign)“ Upphitaði vegurinn brátt tilbúinn VEGFARENDUR hafa tekið eftir því nýverið, að búið er að reisa skýli stutt frá barmi Kópavogs- gjárinnar, en það mun vera stræt- isvagnaskýli, sem nota á í framtið- inni. Ekki mun vera langt í það, að hægt verður að aka niður í Kópavogsgjána, en akreinin niður i hana mun vera fyrsta upphitaða akrein landsins. Óskar Gunnarsson bæjarverk- fræðingur sagði í samtali við Mbl. i gærkvöldi, að umferð um akveg- inn upphitaða yrði brátt auglýst í Lögbirtingablaðinu, og þegar það væri búið, yrði umferð hleypt á veginn góða niður í gjána. Fannst látinn í höfninni UM hádegisbilið f gær fannst f höfninni á Ólafsvík lík Péturs Stefáns Péturssonar skipverja á m/b Steinunni SH, en Péturs hafði verið saknað frá því á föstu- dagsnótt. Pétur heitinn var fædd- ur árið 1951 og var því 23 ára gamall. Það voru kafarar frá varðskipi, sem fundu lík Péturs. Lá það á sjávarbotninum skammt frá þeim stað, sem Steinunn lá. Pétur, sem var frá Akureyri, hafði verið á Steinunni frá því f vetur. Hann var ókvæntur og barnlaus. Bréf Gylfa Þ. Gfslasonar er svo- hljóðandi: „Af hálfu Alþingis er mér bæði ljúft og skylt að láta f ljós þakkir fyrir afburða gott samstarf við þjóðhátíðarnefnd við undirbún- ing þjóðhátíðarinnar á Þingvöll- um og framkvæmd hennar alla. Þjóðin mun um alla framtíð minn- ast þessarar hátíðar og þakka öll- um þeim, er að því stuðluðu, hversu glæsileg hún varð. Með virðingu, Gylfi Þ. Gfslason (sign)“ Valsmenn unnu sér sl. ár sem kunnugt er, réttinn til þátt- töku f UEFA bikarkeppninnf og fyrri leikur liðanna fer fram á Laugardalsvellinum 17. sept. n.k. kl. 5. Valsstrákarnir eru nú byrjaðir að auglýsa leikinn og þessa mynd tókum við af þeim f Austurstræti þar sem þeir voru að hengja upp auglýsingaborðann sem sézt á myndinni. 1 stiganum er Hall- dór Einarsson og við hlið hans Hermann Gunnarsson. Sá sem er að strekkja borðann er Jóhannes Edvaldsson. Ljós- mynd Mbl. Sv. Þorm. Bankabók stolið úr bíl: Snarráðir bankamenn eltu þjófana uppi Valur í úrslitin sigraði Víking 3.1 í gærkvöldi MEÐ ÞVÍ að sigra Víking 3:1 tryggðu Valsmenn sér í gærkvöldi rétt til þess að leika úrslitaleikinn við Ak- urnesinga i Bikarkeppni Knattspyrnusambands ís- lands og mun sá leikur fara fram næstkomandi laugar- dag. Leikur Vals og Vík- ings í gærkvöldi var önnur viðureign þessara liða, en fyrri leiknum lyktaði með jafntefli eftir framlengdan leik. Leikurinn í gærkvöldi var held- ur slakur af hálfu beggja liða. Valsmenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og skoruðu þá tvö mörk. Var það Jóhannes Eð- valdsson, sem gerði þau bæði, það fyrra með skalla eftir hornspyrnu á 35. mínútu, og hið seinna með því að brjótast gegnum Víkings- vörnina og leika að lokum á mark- vörðinn á 37. mínútu. I seinni hálfleik sóttu Víkingar til muna meira, en gekk illa að skapa sér tækifæri uppi við Vals- markið, enda leikskipulag liðsins greinilega ekki sem bezt. í einni af fáum sóknarlotum sínum í seinni hálfleik skoraði Herráann Gunnarsson, sem komið hafði inn á sem varamaður, mark fyrir Val, og var mjög vel að þvf marki staðið af hans hendi. Víkingar skoruðu svo sitt eina mark skömmu fyrir leikslok, og var það 142 atvinnu- lausir UM síðustu mánaðamót voru 142 manns skráðir atvinnulausir hér á landi, en um mánaðamótin júlí — ágúst voru þeir 119. Flestir voru atvinnulausir í Reykjavík eða 36. Hafliði Pétursson, sem það gerði með skoti af stuttu færi. Jóhannes Eðvaldsson var lang- bezti Valsmáðurinn í þessum leik og jafnframt bezti leikmaður vall- arins. I Valsliðinu áttu einnig þeir Sigurður Jónsson og Dýri Guðmundsson góðan leik. Hjá Víkingum var Oskar Tómasson beztur, en Magnús Þorvaldsson stóð sig einnig með miklum ágæt- um. Dómari leiksins var Hannes Þ. Sigurðsson. Ahorfendur voru 1014. — stjl. 1 FYRRAKVÖLD, um klukkan 22,30 var stolið úr ólæstum bfl, sem stóð við Grettisgötu f Reykja- vfk. Ung stúlka var á bflnum, og þurfti hún að bregða sér smá- stund inn f hús, og taldi ekki þörf á að læsabflnum. Hún skildi eftir veski með 3 þúsund krónum f peningum, bankabók og spari- merki, en verðmætið var samtals 60—70 þúsund krónur. Þegar hún kom út var veskið horfið. Síðdegis f gær var komíð með bankabókina f Verzfunarbankann og reynt að taka út úr henni, en það tókst ekki, og fyrir snarræði starfsfólks bankans tókst að handsama þá, sem höfðu bókina undir höndum. Eigandi bókarinnar hringdi til bankans fyrir opnun f gær- morgun og tilkynnti stuld hennar, og voru bankamenn því viðbúnir þegar reynt var að ná út úr henni. Var strax hringt í lögregluna, og jafnframt dreif einn bankagjald keranna, Þorsteinn Ragnarsson, sig f úlpu og snaraðist fram fyrir afgreiðsluborðið og settist við hliðina á þeim, sem ætlaði að taka út úr bókinni. Þegar bið varð á því að bókin væri afgreidd fór maðurinn að verða óþolinmóður og að lokum stakk hann af. Þor- steinn fylgdi manninum eftir og fann hann f Skólastræti. Þaðan hélt hann út á Amtmannsstíg og hitti þar tvo menn aðra, sem greinilega biðu hans. Þorsteinn sá nú til lögreglunnar og hljóp út f banka. Tilkynnti hann lög- reglunni hvar mennina var að finna og hljóp sfðan aftur út á Amtmannsstíg, og f þetta skipti slóst félagi hans úr bankanum f för með honum, Geir Þórðarson. Þegar mennirnir urðu varir við lögregluna hlupu þeir af stað, og bankamennirnir tveir fylgdu þeim eftir og lögreglan var ekki langt undan, með sírenur og ljós. Mennirnir þrír skiptu sér, og hlupu tveir saman upp að Iðnaðarmannahúsinu. Annar þeirra var sá, sem komið hafði i bankann, og eltu Þorsteinn og Geir þá tvo. Mennirnir gáfust upp bak við Iðnaðarmannahúsið, enda staða þeirra orðin vonlaus, en lögreglan hafði upp á þeim þriðja. Þorsteinn vildi litið gera úr af- rekinu þegar Mbl. ræddi við hann f gær, en augljóst er, að snör handtök hans og annarra f bankanum urðu þess valdandi, að þrjótarnir náðust. Guðrún Asmundsdóttir og Guð- björg Þorbjarnardóttir f hlut- verkum sfnum f Brúðu- heimilinu. Brúðuheimilið út á land LEIKFLOKKUR frá Þjóðleik- húsinu leggur næstkomandi laugardag af stað f leikferð út um land. Flokkurinn mun sýna Brúðuheimilið eftir Henrik Ibsen. Flokkurinn mun fara vestur og norður um land og verður sfðasta sýningin á Ilornafirði 27. september. Sfðasta leikritið, sem Þjóðleik- húsið fór með f leikför út um land, var Sólness bygginga- meistari eftir Ibsen. Var það árið 1971. Sýningar verða á eftirtöldum stöðum: Búðardal, Patreks- firði, Þingeyri, tsafirði og á Sæ- vangi, Blönduósi, Húsavfk, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Norð- firði, Fáskrúðsfirði, Breiðdals- vfk og Höfn f Hornafirði. Leikendur eru alls 7: Guðrún Asmundsdóttir, Erlingur Gfsla- son, Baldvin Halldórsson, Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, og Steinunn Jóhannesdóttir. Leikstjóri er Brfet Héðinsdóttir, en farar- stjóri verður Baldvin Halldórs- son. Leikritið var sýnt 20 sinnum f lcikhúsinu á liðnum vetri. Fundur með ASÍ í dag FYRIRHUGAÐ var, að annar við- ræðufundur ríkisstjórnarinnar og fulltrúa ASl færi fram í gær, en fundinum var frestað. Fundurinn verður í dag í forsætisráðuneyt- inu. Björn Jónsson, forseti ASI, er nú kominn heim frá Bretlandi og tekur þátt í fundinum f dag, en hann var ekki með á fyrsta við- ræðufundinum. 70 kr. síldarverð SÆBERG frá Eskifirði seldi 300 kassa af síld í Skagen f gær fyrir 38 þús. kr. danskar eða 760 þús. ísl. kr. Meðalverðið var um 70 kr. sem mun vera hæsta meðalverð, sem fengizt hefur fyrir sfld í Dan- mörku f sumar og haust. Kennsla í fjölmiðlun athuguð Eins og áður hefur komið fram í fréttum, samþykkti Alþingi í marz 1973 tillögu, sem fól í sér kennslu f fjölmiðlun við Háskóla Islands. Nú hefur menntamála- ráðherra skipað nefnd til að kanna hvort þessa kennslu skuli hefja. I nefndinni eru: Þorbjörn Broddason, lektor, formaður, skipaður án tilnefningar, Páll Sig- urðsson, dósent, og Haraldur Ólafsson, lektor, tilnefndir af há- skólaráði, Þröstur Haraldsson til- nefndur af Stúdentaráði Háskóla Islands og Eiður Guðnason, fréttamaður, tilnefndur af Blaða- mannafélagi Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.