Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1974 Finnst örkin hans Nóa? MARGIR gamlir meðlimir Presbyterian-kirkjunnar hafa eflaust fengið örari hjartslátt, þegar tilkynnt var nýlega, að fyrirhugaður leiðangur til Araratfjalls í Tyrklandi, þar sem fyrsta bók Móse og hr. George Crotser í Dallas F Texas segja, að Örkin hans IMóa hafi endað ferð sína. Fyrsta bók Móse er viss í sinni sök: „Og örkin nam staðar I sjöunda mánuðinum, á seytjánda degi mánaðarins, á Araratsfjöllum." Hr. Crotser, sem er safnaðar- leiðtogi íTexas, er jafnviss ■ sinni sök. Hann og nokkrir aðrir safnaðarbræður hafa þegar farið fimm sinnum upp á Ararat og hafa snúið til baka með við, sem þeir segja, að hafi verið aldurs- greindur með kolagrein- ingu, og sé 4—5000 ára gamall. Hr. Crotser lýsti því yfir, að loftmyndir úr gervi- hnetti staðfestu það, að stórt skipslikan lægi í ísnum í 12.500 feta hæð. Þessar fréttir má kalla hálfgerða framhaldssögu heimsblaðanna. Fréttirnar um Örkina á Ararat eru ávallt hjúpaðar róman- tískum Ijóma. Ferðamenn sjá móta fyrir stórum, dökkum hlut handan við jökulsprungurnar, og flug- menn sjá svartan flekk neðan við sig. Siðan tindurinn, sem er 1 7.000 fet, var fyrst klifinn árið 1829, hafa menn stöðugt verið að klífa hann. Árið 1955 barst mesta æsi- fregnin: Tveir franskir fjall- göngumenn höfðu fundið 50 tonn af timbri í ísbreið- unni uppi á fjallinu. Engum datt í hug að spyrja, hvernig Frakkarnir tveir hefðu farið að því að vigta timbrið, einkum þar sem það var grafið i is. En stöku sinnum bárust raunsæjar fréttir. Árið 1970 gerði Heimskauta- stofnun Bandarikjanna út leiðangur, sem skyldi höggva sig gegnum ísbreið- una niður að „timbrinu". Þeir fundu nákvæmlega ekki neitt. Á þessu sama ári, 1970, klifu tveir vel útbúnir leiðangrar frá Júgó- slaviu og Austurriki tindinn til þess eins að finna þar hóp gamalla manna. En Ararat liggur á landa- mærum Tyrklands og Sovétrikjanna, þótt það hafi eflaust ekki valdið Nóa eftir Byron Rogers og dýrum hans nokkrum áhyggjum á sinum tíma. Árið 1970 neitaði tyrkn- eska stjórnin að veita leyfi til frekari könnunarferða, en hún virðist nú hafa slakað á því banni aftur. Sú staðreynd, að ekkert hefur fundist á fjallinu í eina og hálfa öld, virðist ekki hafa nokkur áhrif á þá, sem sög- unni trúa. Ararat er reyndar ekki aðeins einn tindur, heldur tveir (sbr. fyrstu Mósebók), annar 17.000 fet og hinn 12.000 fet, en fjallið í heild nær yfir gríðarlega stórt svæði. DRAUMSÝNIR Stundum kemur fyrir, að þjóðsögur reynast byggðar á staðreyndum, sbr. Hein- rich Schliemann, þýzki kaupmaðurinn, sem gerðist fornleifafræðingur á elli- árum sinum, leitaði að Trjóu á sléttum Litlu-Asíu eftir leiðsögn Hómers. Fornleifafræðingar hristu höfuðið, en Schliemann fann Trjóu. Þessi rómantiskasta saga i fornleifarannsóknum 19. aldar. Schliemann fann hauga af silfurskálum, rýt- ingum og skartgripum, sem hann taldi fjársjóð Priam. Og hálsmenið, sem hann lagði um háls konu sinni, forum world features taldi hann óyggjandi vera hálsmen Helenu fögru. Að sjálfsögðu var það ekki rétt. Þessar fornleifar voru frá tíma löngu áður en Trjóa byggðist, en mynd frú Schliemann með hálsmen Helenu fögru stóð heim- inum fyrir hugskots- sjónum. Annar rómantiskur forn- leifafundur frá miðöldum var, þegar grafir Artúrs konungs og Guenevere, drottningar hans, fundust í Glastonbury i Englandi, en lærðir menn hafa litið viljað gera úr sanngildi þeirra. Likamirríir, sem voru af há- vöxnum manni með skaddaða höfuðkúpu og konu með gullið hár, voru sagðir hafa fundist, þegar klaustrið á staðnum átti i fjárhagserfiðleikum og þarfnaðist þessvegna ein- hvers til að draga ferða- menn að staðnum. Hið sorglega var, að gullna hárið varð að dufti i dags- Ijósinu. En fornleifarannsóknir eftir síðari heimsstyrjöldina sýndu, að um grafreit var að ræða á þeim stað, sem menn sögðu legstað Artúrs, og að það hefði verið graf- reitur valdamikils forn- manns. Frappier, prófessor við Sorbonne, sem hefur sér- hæft sig manna mest í rannsóknum á sögunum um Arthúr konung, og mikill andstöðumaður kenninganna um raunveru- lega tilveru Artúrs, sást árið 1969 taka ofan við grafreitinn í Glastonbury. Aðspurður siðar, brást hann reiður við og sagðist ekki trúa því, að gröf Artúrs væri til, sér hefði bara verið heitt á höfðinu. Þvi var sterklega trúað á þessum slóðum, að virki eitt í Suður-Cadbury sé höll Artúrs konungs, Camelot. Þegar það var fyrst kannað af fornleifafræðingum frá Oxford á 19. öld, mættu þeir gömlum manni, sem spurði óttasleginn, hvort þeir ætluðu að fjarlægja konunginn. Rannsóknir Leslie Alcock á árunum milli 1960—1970 sýndu raunar fram á veru manna þar á 6. öld, en þá er talið, að Artúr konungur hafi verið uppi, og að þeir, sem þar bjuggu, hefðu búið við óvenjulega menningar- hætti, t.d. hefðu þeir drukkið innflutt Miðjarðar- hafsvin. Hvað má ráða af þessu? Þegar Schliemann tók að grafa Mykeneu upp, kom hann niður á stórkostlega dánargrímu. Hann sendi Grikkjakonungi skeyti, sem í stóð: „í dag horfði ég á andlit Agamennons." Honum skjátlaðist einnig I þessu efni, en áhrif skeytis- ins lifðu. Ef Croster gæti sent svipað skeyti um fund Arkarinnar, væri það heimsviðburður. Því miður er hann með fleira í takinu, þvi að hann er nefnilega að leita að Babylonsturninum og handritinu að Boð- orðunum tiu i leiðinni! (Þýð. K.Á.) Óska eftir skólastúlku utan af landi, sem getur gætt 2ja barna fyrir hádegi. Fæði og hús- næði getur fylgt. Uppl. i síma 42662, helzt á kvöldin. Diesel vél til sölu 80 hestafla í góðu lagi. Keyrð 1 50 þús. km. Nánari upplýsingar i sima 92- 2713 eftir kl. 7, á kvöldin. Keflavik Til sölu sökklar af einbýlishúsi. Mikið af timbri fylgir. Teikningar á skrifstofunni. Eigna og verðbréfasalan, Hringbraut 90, simi 3222. \ Til sölu einbýlishús i smiðum 1 30 fm með bilskúr í Þorlákshöfn. Hleðslu- steinar og gluggar fylgja. Upp- lýsingar í sima 99-381 4. Keflavik Heil húseign til sölu. Kjallari og 2. hæðir. Selst i einu lagi, eða hvor hæð fyrir sig. Eigna og verðbréfasalan, Hringbraut 90, simi 3222. íbúð óskast Ungt og reglusamt par óskar að taka á leigu 2—3ja herbergja ibúð, helst nálægt miðbænum. Til- boð sendist Morgunblaðinu merkt ..9533" Keflavik Til sölu i smíðum raðhús og glæsi- legar sérhæðir. Teikningar á skrif- stofunni. Eigna og verðbréfasalan, Hringbraut 90, simi ^3222. Húsnæði óskast Óska eftir 2ja herbergja ibúð sem fyrst. Tilboð sendist Morgunblað- inu merkt „REGLUSEMI — 9578" Keflavik — Suðurnes Til sölu hús og ibúðir af ýmsum stærðum og gerðum i Keflavík, Njarðvik, Sandgerði og Grindavik. Eigna og verðbréfasalan, Hringbraut 90, sími 3222. Volvo Dúett station árg. '64 til sölu, góður miðað við aldur. Upplýsingar i síma 3641 5. Keflavík Bandariskan mann vantar ibúð strax, helzt með húsgögnum. Tvennt i heimili. Upplýsingar i síma 1767 eftir kl. 6 s.d. Get selt nokkur ónotuð nælonreknet. Upp- lýsingar i sima 92-1 201. Keflavik — Suðurnes Til sölu falleg 2ja herb. ibúð. Hentug fyrir fullorðin hjón. Bíla og Fasteignaþjónusta Suður- nesja, simi 2925 eftir kl. 1 3. Norskur læknastúdent óskar eftir húsnæði. Tilboð merkt: „Norskur læknastúdent 8511" sendist afgr. Mbl. Tvær röskar og vinnuglaðar menntaskólastúlk- ur óska eftir vinnu 2—3 tima á dag e.h. td. við ræstingar. Uppl. í sima 1 9435 frá kl. 1 —4 e.h. 2ja herb. íbúð óskast til leigu. Uppl. i sima 82187 eftirkl. 6. Verkamenn óskast i byggingarvinnu. Upp- lýsingar i síma 32623. 21 tonna bátur til sölu 2ja ára. Rækju og línu- veiðarfæri fylgja. Uppl. i sima 20465. Vill taka börn að mér innan 1 árs gömul. Upplýsingar i síma 51369. Til leigu i Hafnarfirði 5—6 herb. efri hæð i tvibýlishúsi. Hrafnkell Asgeirsson hrl., Austurgötu 4, Hafnarfirði, sími 5031 8. Vitni! Þann 14. júní s.l. um kl. 10 árdegis, féll kona útúr strætisvagni, neðarlega á Laugaveginum. Kona klædd blárri kápu, hjálpaði fyrrnefndri konu, og er hún vinsamlegast beðin um að hringja í síma 86257. ENSKUSKÓLI BARNANNA Kennsla í hinum vinsæla Enskuskóla Barnanna hefst mánudag 30. sept. í skólann eru tekin börn á aldrinum 8 — 1 3 ára. Sérstakar deildir eru fyrir börn 6—8 ára, svo og enskumælandi börn og unglinga 14—16 ára. Tveir nýir enskir kennarar, sérfræðingar í kennslu talmáls, hafa verið ráðnir til að veita skólanum forstöðu í vetur. Kennsla með bók- um, myndum og leikjum. Leikrit fyrir þau sem lengra eru komin. sími 11109 og 10004 (kl. 1—7 e.h.) Málaskólinn Mímir, Brautarholti 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.