Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1974 VIÐ, sem dáSum Bltlana og drukk- um I okkur tónlist þeirra, gátum aldrei almennilega skilið hvers vegna sigurganga þeirra fékk svo snubbóttan endi, hvers vegna samstarfið, sem hafði verið svo árangursrlkt, snerist upp I deilur og samkeppni, hvers vegna tón- listarsköpunin stórkostlega vék fyrir vel gerðri, en innihaIdsUtilli byrjendatónlist. hvers vegna Bltl- arnir hættu að vera Bltlarnir okkar og fóru bara að hugsa um sjálfa sig. Vissulega var þetta bara eigin- girni af okkar hálfu: Við vildum fá að eiga gömlu, góðu Bltlana okkar í friði. Við vorum stór böm, sem vildum eiga skemmtilegu dúkk- urnar okkar áfram og láta þær spila fyrir okkur. gantast og segja brandara. En þeir John, Paul, George og Ringo vildu þetta ekki, jafnvel þótt við værum reiðubúin að ausa yfir þá milljónunum fyrir þetta Iftilræði. f staðinn fóru þeir að reykja hass og neyta ffkniefna, fóru að hneyksla okkur með und- arlegum og asnalegum uppátækj- um og drógu hverjir aðra fyrir dómstóla vegna deilna um fjár- mál. Við vorum farin að skammast okkar fyrir að hafa verið hrifin af þessum furðufuglum, fyrir að hafa lofsungið þá og öll þeirra verk. Af hverju voru þeir að gera okkur þetta? Og mikið voru þeir furðu- legir, að vilja ekki halda áfram að skemmta okkur fyrir ennþá meiri peninga en fyrr. Hvað vildu þeir eiginlega, ef þeir vildu ekki pen- ingana, sem gátu veitt þeim alla hluti? Við stöndum I sömu sporum og spyrjum sömu spurninga og hann Bert frá Liverpool. Bert þekkti Bltlana frá þvf að þeir voru ungl- ingsstrákar og voru að byrja að spila r.aman Hann lék meira að segja með þeim I hljómsveitinni Johny and the Moondogs eitt kvöld, en var svo rekinn fyrir að hafa spilað A-moll, þegar hann átti að spila G-sjöund á gltarinn. Þrátt fyrir þau vonbrigði, sem þetta olli honum. hélt hann tryggð við Bítl- ana, fylgdist með þeim I gegnum margt surt og gladdist með þeim, er hið sæta fór að ná yfirhöndinni. Og rétt eins og við hin, fylltist hann undrun og slðan vonbrigð- um, er Bltlarnir sneru út af sigur- brautinni og fóru að hegða sér eins og hálfvitlausir menn. En þrátt fyrir mótlætið bar Bert alltaf I brjósti sér vonina um að þeir fjórmenningarnir tækju saman höndum á ný og reistu merki Bltl- anna til vegs og virðingar aftur. Hann beið eftir endurkomu þeirra, eftir hljómleikunum, eftir nýju plötunum — eftir gömlu góðu tlmunum endurlif uðum. En fær hann nokkurn tímann ósk slna uppfyllta? NEI, segir Willy Russell, TIL ALLRAR HAMINGJU, NEI, ALDREII! HAAAA??? Hvað er maðurinn að segja? Vill hann ekki fá Bftlana saman aftur? Hver er hann eigin- lega, þessi, þessi . . . Willy Russell? Hvað þykist hann eigin- lega vera? Willy Russell er fæddur I Whiston I nágrenni Liverpool og ólst upp við svipaðar aðstæður og Bltlarnir. Hann hefur, eins og margir aðrir. fylgzt með ferli þeirra gegnum árin, og nú hefur hann samið leikrit um sögu Bltlanna, allt frá þvl er þeir voru að stlga fyrstu skrefin sem Johnny and the Moondogs og fram til slðustu ára. Uppistaðan I leikritunu eru svip- myndir af þeim atburðum, sem Willy telur þýðingarmesta á ferli Bltlanna, en inn á milli koma út- skýringar og athugasemdir um áhangendur Bltlanna, sem Willy lætur strákinn Bert sjá um. Leik- ritið heitir „John, Paul, Georgo Ringo . . . og Bert" og var nýloga frumsýnt I London, en hefur áður verið sýnt I Liverpool. i raun og veru skiptir engu máli hvort þessi Bert he'ur nokkurn tímann verið til eða ekki, hvort hann á sér fyrirmynd I raunveru- leikanum og hvort hann hefur nokkurn tfmann spilað með Bltl- unum I gamla daga. Það er ekki sú hlið á Bert, sem skiptir máli, heldur hin hliðin: Bert er fulltrúi fyrir okkur öll, gömlu aðdáend- urna, sem horfðum á BFtlana breytast, en skildum ekki neitt I neinu. Bert er persóna. sem Willy hefur skrifað inn I sögu Bftlanna til að koma sfnum eigin skoðunum og skýringum á framfæri. Og svo Leikararnir eru ótrúlega líkir Bitlunum, ekki bara í útliti, heldur einnig fasi og málrómi. Þegar leikararnir birtast á sviðinu i upphafi leik ritsins fá jafnan langt lófatak frá áhorfendum bara fyrir það hvað þeir eru likir fyrir- myndunum. sannarlega tekst Willy að skýra málin betur út fyrir okkur en fjöl- miðlunum hefur tekizt gegnum ár- in. Kannski er hann þá bara að segja okkur einhverja bölvaða vit- leysu, en hitt finnst okkur senni- legra, að hann hafi hitt naglann á höfuðið, hann sé að sýna okkur Bltlana eins og þeir voru og hvers vegna þeir urðu eins og þeir eru. Tvennt er það, sem ræður úr- slitum um hinar góðu viðtökur, sem leikritið hefur hlotið, bæði hjá gagnrýnendum I London og hjá leikhúsgestum: Leikararnir, sem fara með hlutverk Bltlanna, standa sig frábærlega vel og eru svo llkir fyrirmyndum slnum I út- liti, fasi, llkamshreyfingum og jafnvel málrómi, að áhorfendur hreint gapa af undrun og hrifn- ingu; og söngkonan Barbara Dick- son, sem syngur 14 af 15 Bltla- lögum, sem flutt eru I leikritinu. gerir það svo frábærlega vel, að hinn hreini, sanni tónn I lögunum virðist skýrari en nokkru sinni fyrr. Það, hversu llkir leikararnir eru Bltlunum, fær mann til að trúa þvf, sem á sviðinu er sýnt, sem sannri og zéttri mynd af hinum raunverulegu atburðum. T.d. er John leikritsins sérlega llkur þeim John Lennon, sem við höfum séð til I blöðum, sjónvarpj og kvik- myndum — og þá finnst manni einhvern veginn, að sá persónu- leiki Johns, sem sýndur er I leik- ritinu, hljóti I raun að vera nauða- llkur hinum raunverulega John. Sá John, sem sýndur er I leik- Willy Russell, höfundur leikritsins um Bítlana. ritinu, er skynsamur, heiðarlegur og raunsær maður (falleg eru lýs- ingarorðin, rétt eins og þetta væri minningargrein!) og það, sem hann er látinn gera, virðist rökrétt og skynsamlegt. Manni finnst maður núna loksins skilja hvers vegna John hefur látið eins og hann hefur látið undanfarin 5—6 ár. Og það er svo sannarlega þægileg tilfinning að vera fullviss- aður um að John hafi ekki „klikkazt", að hann sé ennþá undir niðri hinn sami John Lennon og fyrr. En kannski er þetta allt saman eintðm blekking. Kannski hefur Willy ekkert vit á þvl, sem hann er að fjalla um. Kannski dregur hann upp kolranga mynd af raunveru- leikanum. Enginn Bltlanna hefur ennþá sagt skoðun slna á þessu verki, svo að ég viti til; ég veit ekki einu sinni til að neinn þeirra hafi séð það flutt. En gagnrýn- endur brezku blaðanna fara lof- samlegum orðum um verkið. fyrir þá mynd, sem þar er dregin upp, Framhald á bls. 25. BÁGLEGA ætlar að ganga að koma ðbrengl- aðri Slagsfðu til lesenda hennar. Á sunnudags- opnunni var talsverður ruglingur á sfðunni, og varð t.d. eftirfarandi klausa viðskila við myndina úr Sjónvarpsrokki þeirra Magga Kjartans og Júdasar: SLAGSlÐAN getur ekki látið hjá lfða að þakka hinni hrjáðu og lénhörðu lista- og skemmtideild Ríkisútvarps- ins-Sjónvarps fyrir Rokkið f sjónvarpssal s.I. sunnudag. Bráðskemmtileg „good- time“-músfk Júdasar komst ágætlega til skila (þrátt fyrir nokkra hnökra f hljóð- upptökunni framan af) f óformlegri upptöku Egils Eðvarðssonar. Þar tókst á einfaldan og umbúðalausan hátt að veita auga sem eyra ærna skemmtan. Og Maggi Kjartans er karakter, sem kann að leika sér fyrir sjón- varpsvélarnar (sumar kynn- ingarnar hefðu að vfsu mátt vera hnitmiðaðri). — Slag- sfðan gerði s.l. vetur skort á sjónvarpsefni fyrir ungt fólk að umræðuefni hér á sfðunni, og kann að taka það upp aftur með nýrri vetrar- dagskrá. En hér var vel að verki staðið og virðist komið ofan á form, sem ekki ætti að vera of kostnaðarsamt fyrir stofnunina. kSlagsfðan (London.....siagsíðan í Londom

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.