Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1974 fltagMiiMafrtfr Utgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjórn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 35,00 kr eintakið Andstaða Alþýðuflokks- ins og Alþýðubanda- lagsins við björgunarað- gerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hafa vald- ið undrun alþjóðar. Mánuð- um saman hefur dregizt að hefja endurreisnarstarfið í efnahagsmálum þjóðarinn- ar, þar sem starfhæf ríkis- stjórn með meirihlutafylgi á Alþingi hefur ekki setið við völd frá áramótum þar til nú. Öllum er ljóst, að á þessum tíma hafa vanda- málin aukizt til mikilla muna. Leiðtogar stjórnar- andstöðuflokkanna viður- kenna í orði nauðsyn sér- stakra efnahagsaðgerða, en snúast þó gegn öllum tillögum og úrræðum, er miða að því að halda fullri atvinnu og gera stjórnvöld- um mögulegt að koma við hliðarráðstöfunum til þess að tryggja hag þeirra, sem lakast eru settir. Þegar umræður fóru fram á Alþingi um fram- lengingu á gildistíma bráðabirgðalaganna um viðnám gegn verðbólgu skömmu áður en núver- andi ríkisstjórn var mynd- uð, sagði Gylfi Þ. Gislason, formaður Alþýðuflokksins, að framlenging þeirra væri aðeins einn þáttur í miklu víðtækari ráðstöfunum, sem allir ábyrgir stjórn- málamenn viðurkenndu, að væru nauðsynlegar. Hann sagði ennfremur, að Alþýðuflokkurinn hefði gert sér þess fulla grein, eftir svo dæmalausa óstjórn, sem verið hefði undanfarin þrjú ár, að það hlyti að koma að því að gera þyrfti ráðstafanir í efnahagsmál- um. Það væri þörf við- tækra ráðstafana, ef bæta ætti fyrir þau stórkostlegu mistök, sem gerð hefðu verið. Viku eftir að formaður Alþýðuflokksins viðhafði þessi ábyrgu ummæli á Al- þingi snerist hann gegn fyrstu aðgerðum ríkis- stjórnarinnar í því víðtæka endureisnar- starfi, sem flestum er ljóst að vinna þarf á næstunni. Þessar fyrstu aðgerðir voru í einu og öllu þær sömu og Alþýðuflokkurinn var reiðubúinn til þess að standa að, er hann tók þátt í viðræðum um endurreisn vinstri stjórnar. Fólkið í landinu hefur sannarlega tekið eftir þessum ábyrgðarlausu umskiptum. Þjóðin hefur um nokkurt skeið búið við falskan kaupmátt, þar sem meiru hefur verið eytt en aflað hefur verið. Velmegunin byggist að nokkru leyti á miklum erlendum lántök- um og innstæðulausum ávísunum. Þær ráðstafan- ir, sem nú er óhjákvæmi- legt að gera til þess að rétta við hallarekstur þjóðarbúsins, hljóta því fyrst í stað að koma niður á lífskjörum landsmanna. Markmið þeirra er á hinn bóginn að tryggja almenna hagsæld til frambúðar. Ef þjóðin héldi áfram að lifa á aukinni skuldasöfnun og fölskum kaupmætti, þarf enginn að fara í grafgötur um, að efnahagslegt hrun væri á næsta leiti. Efnhagsaðgerðirnar eru gerðar til þess að stöðva öfugþróunina og tryggja með því móti varanlega velmegun. Alþýðubanda- lagið hefur í verki snúizt gegn þessum endurreisnar- aðgerðum ríkisstjórnarinn- ar. Foringjar Alþýðu- bandalagsins hafa þó viðurkennt nauðsyn efna- hagsaðgerða og í umræð- um fallizt á gengislækkun og stöðvun kaupgreiðslu- vísitölunnar. í ræðu, sem Lúðvík Jósepsson hélt á Alþingi, eftir að núverandi ríkis- stjórn var mynduð, sagði hann m.a.: ,,Ég tel, að það, sem er þýðingarmest og við verðum að leysa, sé að stöðva þann skrúfugang, sem á sér stað milli verð- lags og kaupgjalds; þ.e. að koma í veg fyrir þær marg- földunarverðhækkanir og kauphækkanir, sem eiga sér stað á miklum verð- bólgutímum eins og þeim, Eitt í orði og annað á borði sem við lifum hér á nú. Það þarf að koma í veg fyrir, að kaupið — eftir einhverjum vísitölureglum eins og þeim, sem við höfum búið við — æði upp á eftir verð- lagi, því að það kippir vitanlega undan eðlilegum rekstri, eins og nú er ástatt... Mér er alveg ljóst, að við þær aðstæður, sem við búum við í dag, er eng- inn leið að halda atvinnu- rekstrinum gangandi í full- um krafti eins og verið hef- ur, ef þessi skrúfugangur yrði látinn gahga áfram eins og ástatt er.“ Þetta voru orð Lúðvíks Jóseps- sonar og hann bætti við, að finna yrði ráð við þessum vanda, þannig að launa- fólkið gæti við unað, en at- virtnurekstrinum yrði forð- að frá afleiðingum þessara sífelldu hækkana. Hér lýsir Lúðvík Jóseps- son í orði réttilega hluta þess vanda, sem við er að etja, en í verki hefur hann snúizt gegn öllum aðgerð- um ríkisstjórnarinnar, er miða að lausn hans. I sömu ræðu lýsti Lúðvík Jóseps- son yfir því, að Alþýðu- bandalagið hafi verið reiðubúið að standa að gengislækkun, þegar við- ræður fóru fram um mynd- un vinstri stjórnar. Nú hef- ur blaðinu hins vegar verið snúió við. Alþýðubandalag- ið berst gegn öllum efna- hagsráðstöfunum stjórnar- innar, þó að það viður- kenni í orði nauðsyn að- gerðanna. Sama ábygðar- leysið er uppi á tengingn- um að því er varðar af- stöðu Alþýðuflokksins. Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON ELDGOS JARÐFRÆÐI Þorleifur Einarsson: GOSIÐ A HEIMAEY. Heimskringla. 1974. ER EKKI að bera í bakkafullan lækinn að senda nú á markað- inn enn eina bók um Heimaeyj- argosið? Bók Þorleifs Einars- sonar er að minnsta kosti hin fjórða í röðinni. Aður voru komnar bækur eftir Arna Gunnarsson, Árna Johnsen og Guðjón Ármann Eyjólfsson. Allar eru þær myndskreyttar, allar kjörgripir, hver með sín- um hætti. Arni Gunnarsson var fréttamaður I gosinu og skrifaði bók sína sem slíkur. Árni John- sen var líka fréttamaður í Eyj- um, en auk þess gamall heima- maður þar og sameinar hvort tveggja sjónarmiðið. Guðjón Ármann var búsettur í Eyjum þegar gosið hófst og vann þar siðan að björgunarstörfum og fylgdist þannig með hinum mannlega og félagslega þætti atburðanna. Nú kemur Þorleif- ur og klykkir út með jarðfræði- legri útlistun á gosinu. Hann fylgdist með þvi frá upphafi til enda eins og höf- undar áðurtöldu bókanna. Og þó hann skrifi sem náttúru- fræðingur fyrst og fremst fer hann langt út fyrir sérsvið sitt og skrifar þess á milli vítt og breitt um rás viðburðanna. Ég reikna honum bæði til ná- kvæmni og lítillætis er hann segir í eftirmála að „margt af því, sem sagt er frá í bók þess- ari, eru athuganir annarra." Víst hlýtur það að vera svo. En ég held að ekki sé minnst um vert það sem hann leggur sjálfur til. Þorleifur er að mínum dómi læsilegur höfundur; ekki vegna þess að hann skrifi lipr- an eða minnisstæðan stfl, þvf það gerir hann ekki, heldur sakir hins að hann talar skýrt og skilmerkilega og veit hvað hann er að segja: ekkert orða- gjálfur, engir útúrdúrar, engin skrúðmælgi, einungis það sem máli skiptir. Hið eina sem mér þykir veru- lega lýta texta Þorleifs eru end- urtekningar og síendurtekning- ar sem komast hefði mát.t hjá með smávegis lagfæringum á handritinu. Til dæmis segir efst á bls. 15: „Allt var fólk- ið fremur rólegt, þrátt fyr- ir þau ósköp, sem dunið höfðu yfir byggðina svo skyndilega og óvænt.“ Og neðst á sömu síðu: „fólk var fremur rólegt, þrátt fyrir ósköpin, sem yfir gengu.“ Dæmi af þessu tagi eru allmörg í bókinni, en nóg um það. Jákvæðu hliðarnar eru nefni- lega stórum mikilvægari. Hef ég fyrir satt að ekki gerist nú aðrir jarðfræðingar snjallari á landi hér en Þorleifur. Myndunar- saga Vestmannaeyja, sem hann rekur I fáum dráttum, er þarna eins og forspjall fyrir aðalsög- unni. Með hana að bakgrunni skilst gerr það sem á eftir fer. Síðan rekur Þorleifur sögu gossins frá einu stigi til annars uns hana þrýtur, og verður þar margt forvitnilegt á vegi. I yfirliti um gang gossins og magn gosefna segir hann meðal annars: „Stærð hraunsins í sjó var 7. febrúar um 1,2 fkm, 30. marz um 1,8 fkm og í lok júní um 2,2 fkm. Landaukinn við Heima- ey er því svipaður og núverandi stærð Surtseyj- ar. A landi var flatarmál hrauns og eldfjalls um 1 fkm, svo að alls er flatarmál hrauns á landi og 1 sjó ofan sjávarmáls um 3,2 fkm. Fyrir gos var Heimaey 11,3 fkm en er nú 13,5 fkm.“ Athyglisvert er að lesa það sem Þorleifur segir um „sjávar- föll og eldvirkni" sem menn þóttust sjá að færi saman í gos- inu. Bendir hann á að togkraft- ur tungls og sólar sé „mestur, þegar tungl er nýtt, því að þá toga bæði í sömu átt og valda þá mestu „flóði" 1 jarðskorpunni. Við þetta gliðna sprungur, þar sem mikill þrýstingur er, svo sem af völdum hraunkviku. Jarðskorpuflóðið er við þessar aðstæður um hádegið. Hins veg- ar byrjuðu goshrinurnar ekki fyrr en síðari hluta nætur, svo að álíta verður, að kvikan hafi lagt af stað af um 20 km dýpi um hádegið, og það hafi tekið hana 12—15 klst. að komast upp til yfirborðsins." Þorleifur Einarsson. 1 stuttu ágripi um sögu Eyj- anna upplýsir Þorleifur að í desember 1972 hafi Vest- mannaeyingar talist 2,5% af íbúum þjóðarinnar, en sama ár „öfluðu þeir 11,4% aflaverð- mæta landsmanna og 8,4% út- flutningsverðmæta enda mun hvergi hafa verið meiri velsæld á Islandi en bar.“ Á eftir texta Þorleifs fara margar myndir af gosinu, tekn- ar af einum tólf ljósmyndurum. Enda þó þær séu prentaðar á góðan pappír sýnast þær ein- hvern veginn ekki koma nógu vel út, hvorki í lit né svart- hvítu. Kort og uppdrættir eru hins vegar með ágætum. Að öllu samanlögðu er þessi bók dýrmæt viðbót við aðrar bækur um sama efni, dýrmæt vegna textans, jarðfræðinnar öðru fremur. Vestmannaeyja- gosinu hafa nú verið gerð svo rækileg skil frá öllum hugsan- legum sjónarmiðum séð að sfð- ari tíma menn munu eiga um það meiri og gleggri heim- ildir en flesta atburði aðra sem hér hafa gerst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.