Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1974 13 NATO óttast um Norðmenn Ósló, 11. september. NTB. NEW York Times hermir, að Norðmenn verði að þola mikinn þrýsting frá Sovétrfkjunum um þessar mundir, en Knut Fryden- lund utanrfkisráðherra segir f Verdens Gang, að fyrir þvf sé enginn fðtur. Blaðið heldur því fram, að Rúss- ar krefjist þess, að Svalbarði verði settur undir sameiginlega stjórn þeirra og Norðmanna og að nyrzti hluti Norður-Noregs verði gerður algerlega vopnlaust svæði. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í NATO, að banda- lagið telji þetta alvarlegasta vandamál sitt um þessar mundir, alvarlegra en ástandið í Grikk- landi. Frydenlund segir hins vegar, að Rússar hafi ekki gefið til kynna, að þeir vilji nokkurs konar sameiginlega stjórn á Svalbarða, Hann kallaði fréttina eina af venjulegum fréttum, sem öðru hverju skytu upp kollinum í er- lendum blöðum. Fréttin vekur athygli, þótt utanríkisráðherrann beri hana til baka. Ástæðan er sú, að senn hefjast viðræður milli Norð- manna og Rússa um skiptingu olíuauðlindanna á Barentshafi. Landhelgismálin eru einnig í brennidepli í Noregi um þessar mundir. Enginn dregur dul á það, að Rússar munu líta einhliða út- færslu norsku landhelginnar óhýru auga, að sögn Verdens Gang. Ungur Suður-Kóreumaður skar af sér iitla fingur f ofsafengnum mótmælaaðgerðum f Seoul á dögunum. Mótmælin beindust gegn Japönum, og 20 fóru að dæmi unga mannsins á myndinni. Gjafavörur frá Finnlandi Finnsk hönnun hefur vakið heimsathygli fyrir smekklegt útlit og hagkvæmt form. Auk hinnar velþekktu glervöru bjóðum við nú einstaklega fallega gjafavöru úr stáli — potta, pönnur, könnur, ofl. Einnig hin margeftirspurðu kerti frá Finnlandi. Komið og skoðið úrvalið. HUSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugavegi 13 Reykjavik simi 25870 Beirút, 11. september. NTB. UPI. AP. EGYPTAR og tsraelsmenn römb- uðu á barmi styrjaldar fyrir stuttu. Ástandið var svo alvarlegt, að Bandarfkjamenn urðu að skerast í leikinn og afstýra nýrri styrjöld f Miðausturlöndum. Blaðið An Nahar f Beirút segir frá þessu I dag og hefur eftir egypzkum heimildum, að egypzki heraflinn hafi verið settur f viðbragðsstöðu þegar stjórnin f Kafró hefði fengið fréttir um, að fyrir dyrum stæðu meiriháttar hernaðaraðgerðir tsraelsmanna. Fjölmennt egypzkt herlið var flutt yfir Súez-skurð til þess að treysta vígstöðuna þar að sögn blaðsins. Yfirmaður friðargæzlu- liðs Sameinuðu þjóðanna mót- mælti þessu og stjórnin í Washington setti sig í samband við egypzku stjórnina. Afleiðingin varð sú, að hernaðaraðgerðum Istaelsmanna var aflýst og Egyptar skipuðu hluta herliðsins, sem þeir sendu yfir skurðinn, að hörfa, að sögn An Nahar. Jafnframt eru hafnar miklar heræfingar Israelsmanna á Golan-hæðum og sýrlenzka her- aflanum hefur því verið skipað að vera við öllu búinn. Öll leyfi hafa verið afturkölluð að sögn An Nahar. Blaðið Beirut segir enn fremur frá því, að Rússar hafi sent Egypt- um 50 þotur af gerðinni MIG-23, hinni fullkomnustu, sem þeir framleiða. Nokkrum egypzkum flugvöllum var lokað í þrjá tíma í gær þegar þoturnar komu og mikill fjöldi rússneskra flutningaflugvéla kom með önnur nýtízku hergögn, að sögn blaðsins. Þetta eru fyrstu vopnasendingar Rússa til Egypta- lands síðan í októberstríðinu. Seinna bar talsmaður SÞ í Kaíró til baka fréttina í An Nahar og sagði, að Egyptar hefðu ekki rofið samninginn um aðskilnað herjanna við Súez-skurð með því að senda herlið yfir skurðinn. Hann sagði, að Egyptar hefðu ekki sent herlið yfir skurðinn og SÞ hefðu ekki mótmælt meintum liðsflutningum. Styrjöld afstýrt við Súez-skurð? NATO ræðir við Mavros Brílssel, 11. september. AP. GRlSKI utanríkisráðherrann, Georg Mavros, hélt í dag áfram viðræðum sínum við Efnahags- bandalagið og ræddi síðan við Josef Luns, framkvæmdastjóra NATO. Mavros segir, að ákvörðun Grikkja um að draga sig út úr hernaðarsamvinnu NATO sé endanleg, en bandalagið er von- gott um, að takast megi að fá þá til að skipta um skoðun. Önnur aðildarríki munu sennilega hvetja Grikki til þess að standa við skuldbindingar sínar við bandalagið gegn þvf, að tengsl þeirra við Efnahagsbandalagið verði efld. Mavros vill fá EBE til þess að hrinda í framkvæmd samningi um aukaaðild Grikkja að banda- laginu, en hann var lagður á hill- una eftir herbyltinguna 1967. Grikkir vilja fá aftur lán hjá EBE, aðstöðu til að selja land- búnaðarafurðir í aðildarlöndun- um og samninga, er geti leitt til fullrar aðildar Grikklands að EBE. Mavros sagði fréttamönnum, að slík þróun ætti að taka fimm ár, og gæti orðið á þremur til fjórum árum. Farþega- flugvél hrapaði Charlotte, Norður-Karolínu, 11. september. AP. DC9-ÞOTA flugfélagsins Eastern Air Lines fórst I dag, skömmu áður en hún átti að lenda á flug- vellinum við Charlotte f Norður- Karólfnu. I þotunni voru 78 farþegar og fjögurra manna áhöfn. Þrettán komust af og voru fluttir f sjúkra- hús. Flugvélin var að koma frá Charleston f Norður-Karólfnu. Or- sök slyssins eru ókunn. Þotan hrapaði til jarðar skammt frá flugbrautinni, sem hún átti að lenda á og féll á akur skammt frá þjóðvegi. Þykkan reykjarmökk lagði yfir slys- staðinn. FfllBE Bjódum nú dönsk kjólfót í öllum algengustu stæröum, einnig vesti, slaufur og annaó það, sem þeimfylgir. KÓRÓNA BÚÐIRNAR Herrahúsið Aðalstræti4, Herrabúðin við Lækjartorg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.