Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1969, Blaðsíða 10
HOLDSVEIKRA SPÍTALINN í LAUGARNESI Holdsveiki hefur verið öld- um saman á íslandi, eins og flestir vita. Þegar á miðri 17. öld voru stofnuð hin svo köll- uðu holdsveikrahæli, líklegast 4 að tölu. Um miðja 19. öld voru þessi hæli lögð niður, sér- staklega sökum þess, að menn héldu að sjúkdómurinn væri ekki smitandi, heldur arfgeng- ur. En eftir þetta fór sjúkáóm- urinn að aukast að mun, og pá er það að Oddfellówar í Dan mörku fá danskan lækni, síð- ar prófessor, Edw. Ehler til að ferðast til íslands á árunu.n 1894—95, til að rannsaka hvern ig holdsveikinni væri háttað hér á landi, og um leið með- ferð á holdsveikrasjúkling- um. Jafnframt var honum ætl- að að leggja ráð á um það, hvernig útbreiðsla veikinnar yrði stöðvuð og henni smámsam- an útrýmt ef unnt væri. Dr. Ehlers var Oddfellow. Nokkru eftir að hann kom heim úr ferðalaginu íóku Odd- fellówar í Danmörku sér fyrir hendur, með yfirmann Stórsír Petrus Beyer, læknir síðar dokt or, í broddi fylkingar, að safna fé með frjálsum samskotum inn an vébanda Oddfellówreglunn- ar sjálfrar, til að byggja holds- veikraspítala í Reykjavík eða nágrenni hennar. Tókst það vonum framar, svo að á miðju ári 1897 þótti sýnt að nægj- anlegt fé myndi vera fyrir hendi, og ákveðið að hefjast handa strax og að lokinni bygg ingu spítalans færa hann ís- lenzku þjóðinni að gjöf. Oddfellówar í Danmörku sendu svo hingað til .ands, tvo erindreka, þá Dr. Petrus Bey- er, Stórsír og E. C'hr. Thuren húsameistara, síðar prófessor, til að velja spítalastæðið, und- irbúa spítalabygginguna og semja nánar við þing og stjórn um hina stórfenglegu gjöf er þeir komu með. Allir samning- ar milli þeirra og annarra hlut aðeigenda gengu að vonum mjög greiðlega. Um þennan við- burð segir Dr. Jón Helgason, biskup, í árbókum Reykjavík- ur 1786—1936. „Þá (1897) flutt- ist og Oddfellów-reglan hing- að og var stúka mynduð hér í bæ. f fyrstu stjórnarnefnd þessarar stúku voru þessir: Björn Jónsson ritstjóri, Hall- dór Daníelsson, bæjarfógeti, Guðmundur Björnsson héraðs- læknir, Sighvatur Bjarnason bankabókari og Guðbrandur Finnbogason faktor. Yfirmeist- ari stúkunnar varð Björn Jóns- son. Hin danska deild þess fé- lags bauðzt um sama leyti til að láta reisa hér spítala handa holdsveikum og gefa landinu hann. Var það höfðinglega boð með þökkum þegið. Var ákveðið að spítalinn skyldi reistur í Laugarnesi, að nokkru leyti á grunni gömlu biskupsstofunn- ar þar, og var þegar tekið að undirbúa byggingu spítalans þar innfrá. Nokkrar blaðadeilur urðu um það hvar spitalinn ætti að standa. Taldi Tryggvi heitinn Gunnarsson Bessastaði best ti'l þess henta, en Guðmundur heit inn Björnsson, landlæknir, Rauðará. Þeim Beyer og Thur- en þótti hentugasti staðurinn Laugarnes, og var spítalinn byggður þar, sem kunnugt er. Má segja, að öllum ástæðum yfirveguðum, að þetta var lang hentugasti staðurinn, enda sést það núorðið hvernig farið hefði, ef spítalinn hefði verið byggður við Rauðará eða á Bessastöðum. Dr. Ehlers taldi að 158 holds veikrasjúklingar mundu vera á íslandi. Seinna kom í ljós að þeir voru miklu fleiri, því að á árunum 1896—97 voru þeir 275 að tölu og bjuggu flestir þeirra við hin mestu eymdar- kjör. Spítalinn var ákveðinn fyrir 60 rúm og átti að vera fullgerður í október 1898. Að undanteknu litlu og ófull- komnu sjúkrahúsi á Akureyri var Holdsveikraspítalinn fyrsti spítali á íslandi. í Árbókum Reykjavíkur ár- ið 1898 segir Dr. Jón biskup ennfremur svo frá: „Staðfest voru á þessu ári. (4. febr.) lög frá síðasta Alþingi um útbún- að og ársútgjöld til Holds- veikraspítalans í Langarnesi. Var spítali þessi fullsmíðaður á þessu ári og afhentur lands- stjórninni þ. 27. júlí, að nefnd danskra Oddfellówa, undir for- ystu Stórsírs Dönsku Regl- unnar, Petrus Beyers, er hing- að var kominn í því skyni. Var Sæmundur Bjarnhéðinsson, hér aðslæknir á Sauðárkróki, ráð- inn yfir'læknir hins nýja spitala frá 1. október og Frið- rik Hallgrímsson, kandídat, ráð inn spítalaprestur og honum veitt prestsvígsla í því skyni um haustið. Þá var einnig ráð- in dönsk hjúkrunarkona, Christophine Jörgensen (seinna frú Bjarnhéðinsson) og sér- stakur ráðsmaður, Guðmundur Böðvarsson kaupmaður frá Hafnarfirði. Yfirstjórn spítal- ans var falin sérstakri nefnd og var Júlíus Havsteen amt- maður, formaður hennar“. Spítalinn var falleg tveggja hæða bygging úr tré, gul mál- uð, með háum gluggum og gluggaumgerðir málaðar bláum, grænum og rauðum litum. Suð- urhlið sneri að innkeyrslunni. Inngangurinn lá gegnum stór- an bjartan forsal með hliðar- bekkjum. Sjúkraherbergin, sem öll voru máluð fallegum björt- um litum, voru mjög björt. Þau samanstóðu af sjúkrastof- um, sex eins og tveggja manna, ásamt tveimur baðherbergjum á hvorri hæð. öll herbergin (sjúkrastofurnar) snéru mót suðri, austri og vestri. Útsýn- ið úr gluggunum var dásam- legt og fagurt. Sjórinn og fjöll- in blöstu við. Gangarnir lágu í noirður, ásamt snyrtiherbergj- um og salernum. Allir gang- arnir og stigar voru breiðir og rúmgóðir, og eins og sjúkra- stofurnar málaðir Ijósum fögr- um litum. Eldhús og þvottahús voru í útbyggingu, sem var samtengd spítalanum. Sótt- hreinsunarofninn og líkhúsið voru í tveimur smábyggingum, sem sérstak'lega voru til þess ætlaðar. Sjúkraherbergin voru fyrir sex sjúklinga, og einnig eins og tveggja manna herbergi. Tvö baðherbergi voru á hvorri hæð. Allir sem við spítalann unnu, bjuggu á þakhæð spítal- ans. Frú Christophine Bjarnhéð- insson var fyrsta hjúkrunar- kona og ráðskona spítalans, og vann þar í fjögur og Kálft ár eða þar til hún giftist prófess- or Sæmundi. Á eftir henni kom yfirhjúkrunarkonan reb.str. Kjær, sem starfaði samfleytt í 27 ár, við spítalann. Þremur mánuðum áður en spítalinn var fullgerður kom frú Bjarnhéðinsson til fslands. Átti hún að læra íslenzku á þeim tíma, sem auðvitað heppn aðist ekki. En eftir eitt ár, seg- ir hún í endurminningum sín- um, sem stuðzt verður við hér á eftir, tókst mér að komast af án túlks. Hún hælir mjög veru sinni í Reykjavík, þar sem alllir vildu allt fyrir hana gjöra, eins og hún kemst að orði. í þá daga var mjög lítið um þægindi. Ekki var um aðra lýs- ingu að ræða en olíulampa og allt eftir því. Vatnsskorturinn var þó tilfinnanlegastur fyrir spítalann. Hestur var notaður til að dæla vatninu upp í spí- talann. ítrekaðar tilraunir voru gerðar til að bora eftir meira vatnsmagni, en án ár- angurs. Það var fyrst eftir að vatnsveitan kom, að nægjan- legt vatn fékkst. ,,Ég hafði aldrei séð holds- veika manneskju" segir frú Bjarnhéðinsson „en langaði til að sjá hana áður en ég veitti þeim viðtöku í spítálann.“ „Hér aðslæknirinn í Reykjavík bauðst þá til að sýna mér holds veika konu, sem bjó í nágrenni bæjarins." Þegar þangað kom var okkur sagt, að hún væri ekki heima. En okkur var ljóst að hún faldi sig fyrir okkur. Mér þótti þetta mjög leitt, þar sem ég vissi að hægt var, lög- um samkvæmt að taka holds- veika sjúklinga með valdi og setja þá á spítalann. Til allr- ar hamingju þurfti þess þó áldrei.“ „í október 1898 kom ég á spítalann ásamt öðru starfs- fólki til að undirbúa komu sjúklinganna. Þann sama mán- uð kom einnig Dr. Sæmundur Bjamhéðinsson, sem hafði ver- ið héraðslæknir í Skagafirði. Fyrstu sjúklingarnir sem komu voru faðir og sonur. Faðirinn mikið veikur en sonurinn lítið smitaður. Eftir tæplega ár var sonurinn orðinn heilbrigður, og var aldrei var við sjúkdóminn upp frá því. Hann kom þó í mörg ár til eftirlits." „Þann 20 október 1898 komu strandferðaskipin „Hólar“ og „Skálholt" með marga sjúkl- inga, og um mánaðamótin okt. nóv. var spítalinn fullskipaður. Flestir af þessum sjúklingum voru afar illa á sig komnir og höfðu haft mjög slæman aðbún að. Þetta orsakaðist af því, að nokkru leyti, að fólk hafði kom- izt í skilning um að holdsveikin væri smitandi og forðaðist því þá sjúku og hirti ekkert um þá. Á einum degi tókum við á móti 28 sjúklingum, sem allir voru rúmfastir og mjög illa á sig komnir. Þeir voru fluttir til okkar í trékössum, sem slegnir höfðu verið saman með þennan flutning fyrir augum. í þess- um kössum höfðu þeir legið síð- an þeir fóru að heiman. Sumir þeirra höfðu orðið að bíða lengi eftir skipsferð. Um borð í skip- unum höfðu þeir orðið að hýr- ast í lestinni. Hjúkrun og að- hlynningu höfðu þeir enga feng ið, aðeins mat. Þeir voru því hörmulega á sig komnir, bæði vegna óhreininda og veikinda, þegar þeir komu á spítalann. í land höfðu þeir verið fluttir í opnum bát og geymdir í pakk húsi, sem hafði verið lagfært í þeim tilgangi. Þaðan voru þeir svo fluttir í hestvagni (kerru) einn og einn í einu, til spítal- ans. Þar sem aðeins þrír hest- vagnar vrou notaðir til flutn- inganina frá Reykjavík, gengu þeir afar seint. Þar eð vagn- arnir voru opnir var sjúkling- unum mjög kalt á leiðinni. En þrátt fyrir alla vosbúð voru sjúklingarnir vongóðir og hegð uðu sér eins og sannar hetjur þegar þeir komu á spítalann. Við urðum strax önnum kafin við að baða þá og þrífa og binda um sár þeirra. Margir sjúklinganna voru nær því blindir og sumir al- gjörlega sjónlausir, og flestir þeirra höfðu hræðileg sár. Á suma vantaði eyru nef og var- ir, en aðrir höfðu djúp sár á andliti, höndum og fótleggjum. Þessi sár voru full af óhrein- indum og lyktuðu andstyggi- lega svo andrúmsiloftið var við- bjóðslegt. Þetta lagaðist þó fljótt þegar búið var að hreinsa sár- in og binda um þau. Auðvitað var dánartalan há fyrsta árið, þar sem svo marg- ir sjúklinganna voru nær dauða en lífi við komu sína til spí- talans. Ennþá sé ég í huga mér þessar raðir af fletum í spí- talaganginum, þar sem þessir vesalingar lágu í tötrum sín- um. Sjúklingarnnr áttu að hafa með sér klæðnað utan og fnn- an, og auk þess tvenn nær- föt. En fatnaðurinm var oft- ast þannig að kasta varð honum strax og brenna hann. Tveir þriðju af sjúklingunum voru þurfalingar víðsvegar að af landinu. Hinir komu frá einkaheimil- um þar sem þeim hafði verið komið fyrir, en óskuðu ein- dregið eftir að komast á spít- alann. Við höfðum gert ráð fyrir, að margir af sjúklingunum væru ekki veikari en það, að þeir gætu hjálpað til við hreingern- ingar og því um líkt. En reynslan varð allt önnur. Þeir þörfnuðust allir saman ná- kvæmrax hjúkrunar og að- hlynningar, svo við urðum að bæta við okkur talsvert fleiru starfsfólki, en við höfðum upp- haflega gjört ráð fyrir. Eftir um það bil hálft ár gátu þó nokkrir kvensjúklinganna byrj að að prjóma, sauma, kemba og spinna. Þetta var létt vinna jafnvel fyrir þá, sem vantaði á suma kögglana og einstaka fingur. Og þar sem prófessor Bjarnhéðinsson taldi þýðingar- 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. april 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.