Neytendablaðið


Neytendablaðið - jun. 2017, Síða 14

Neytendablaðið - jun. 2017, Síða 14
Sp ur t & sv ar að NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 Stefán Hrafn Jónsson er prófessor í félagsfræði við Há skóla Íslands og stjórnarmaður í Neytenda­ samtökunum. Áttu gott neytendaráð sem þú vilt deila? Vertu vingjarnlegur við afgreiðslufólkið. Sýndu starfi þess áhuga og spjallaðu smá við það. Verslunarferðin verður skemmtilegri og þjónustan verður smátt og smátt betri. Hvað lætur þú fara í taugarnar á þér sem neyt- andi? Misræmi milli hilluverðs og kassaverðs fer afar illa í mig. Ef verslunareigendur geta ekki haft það í lagi ættu þeir ekki að breyta verði á opnunartíma. Eins fer í taugarnar á mér þegar verslanir hækka vöru tímabundið til að lækka það aftur og auglýsa afslátt eða tilboð. Hvenær keyptir þú síðast köttinn í seknum? Í fljótu bragði er tvennt sem ég man eftir. Annars vegar þegar ég keypti í Rúmfatalagernum plastdrasl með hand­ fangi sem vildi vera fægiskófla. Brúnin var svo sveigð að allur sandurinn fór undir hana við notkun. Startkaplar í Verkfæralagernum gerðu aldrei neitt gagn nema til að binda utan um ruslapoka. Það er ekki alltaf sparnaður að kaupa ódýrasta draslið. Hvar fékkst þú síðast frábæra þjónustu? Það er svo víða sem fyrirtæki eru með frábært starfsfólk og því af mörgu að taka. Í Elko úti á Granda var ungur af­ greiðslumaður sem sagði mér allt sem ég þurfti að vita um eldavélar þó ég hefði sagt honum skýrt að ég ætlaði ekki að kaupa, bara skoða. En ég fer líklega þangað aftur. Eins er ég afar ánægður með þjónustuna í Pixlar, eitt síðasta vígið sem framkallar filmur. Getur þú nefnt góð kaup sem þú gerðir nýlega? Já, ég keypti í vor afar góða og vonandi sígilda vetrarúlpu á útsölu í 66 gráðum. Það er góður tími að kaupa úlpu á vorútsölum. Mér skilst að það komi annar vetur síðar. Hvar liggur sérfræðiþekking þín sem neytanda? Þetta er erfið spurning. Ég tel að áhuga minn á gegnsæi í öllu starfi, rannsóknum og rekstri megi yfirfæra á neytenda­ mál. Aukið gegnsæi í viðskiptum gæti bætt neytenda­ umhverfi veru lega. Lögmálið um framboð og eftirspurn virkar illa ef við takmörkum aðgengi að upplýsingum eins og t.d. um verð og gæði. 14

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.