Neytendablaðið


Neytendablaðið - jún. 2017, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - jún. 2017, Blaðsíða 11
Sóley Björk Stefánsdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri. Hún lenti í heldur óskemmtilegri reynslu fyrir skömmu þar sem ónýttur flugleggur kemur meðal annars við sögu. „Ég var að fara á þriggja daga fund í Feneyjum og þegar ég kem í flugstöð Leifs Eiríkssonar uppgötva ég mér til skelf­ ingar að ég er ekki með passann minn. Ég byrjaði á því að breyta fluginu mínu til Parísar með WOW og borgaði 13.000 kr. í breytingargjald. Ég átti svo flug með Air France til Feneyja kl. 21 um kvöldið. Það var ekkert flug til Parísar frá Keflavík fyrr en síðdegis, með áætlaðan lendingartíma kl. 20:50, svo ég gekk í að reyna að ná sambandi við þjónustuskrifstofu Air France. Ég hafði allan tímann í heiminum því klukkan var sex að morgni og allt of snemmt til að hringja heim og biðja um að passanum yrði komið í flug til Reykjavíkur. Ég sat því næstu þrjá tímana og hringdi aftur og aftur í Air France og fékk alltaf sama símsvarann sem lofaði að gefa mér sam­ band við þjónustufulltrúa og bað mig um að hinkra aðeins en samkvæmt vef Air France opnar þjónustusíminn þeirra kl. 8. Á endanum gafst ég upp á símabiðinni en hugsaði um leið með þakklæti til breyttra aðstæðna á símamarkaðinum. Nú er orðið mjög ódýrt að eiga samskipti við útlönd og ekkert mál að hringja aftur og aftur í einhverja talvél í Frakklandi án þess að fara á hausinn. Ég ákvað því að krossa fingur og vona að fluginu frá París til Feneyja yrði seinkað svo ég næði því og allt vesen væri þá úr sögunni og ákvað í bjartsýni minni að fjárfesta ekki í nýju flugfari með EasyJet. En það var því miður ekki svo. Eng­ in frestun var á fluginu til Feneyja svo ég fór á hótel nálægt flugvellinum í París og gisti þar. Þegar ég var búin að koma mér fyrir á hótelinu bretti ég upp ermar og hugðist bóka flug­ far til Feneyja. Þá bar svo við að miðinn sem hafði kostað 11.000 kr um morguninn var kominn í 22.000 kr. og á meðan ég var að ganga frá bókuninni fékk ég svo meldingu um það að vegna mikillar eftirspurnar hefði verið ákveðið að hækka hann í 25.000 kr. Ég átti ekki margra kosta völ og borgaði. Daginn eftir flaug ég svo með EasyJet til Feneyja og komst á fundinn og hélt þar með að ferðaraunum mínum væri lokið og gerði mitt besta til að hugsa ekki um að klaufaskapurinn með passann hefði kostað mig 50.000 kr. Þegar að heimferð kom ætlaði ég, eins og flestir aðrir fundar­ menn, að tékka mig inn í gegnum netið. En það gekk ekki, sama hvað ég reyndi. Þá fór mig fór að gruna að það væri eitthvert vesen í gangi með flugmiðann og ákvað að mæta snemma út á flugvöll næsta dag þrátt fyrir að flugið færi ekki fyrr en seinni partinn. Það reyndist ágætis ákvörðun því konan á upplýsingaborði Air France upplýsti mig um að það væri ekki nokkur leið að ég fengi að nota flugmiðann minn vegna þess að ég hafði „skrópað“ í fyrra flugið. Það var enga miskunn að fá hjá henni þrátt fyrir að ég útskýrði ástæðuna fyrir því að ég mætti ekki í hitt flugið. Ég þurfti því að gjöra svo vel að kaupa nýja miða frá Feneyjum til Parísar á 23.000 kr. Það að gleyma passanum heima reyndist sem sagt verða 73.000 kr. námskeið í núvitund (já, það tók á að láta ekkert af þessu skemma daginn og sú æfing var bæði holl og góð) haldið í þremur löndum og má svosum deila um hvort það telst dýrt eða ódýrt...!“ Aukin samkeppni í flugi til og frá landinu hefur fært neytend­ um hagstæðara verð en sam­ keppnin ætti einnig að tryggja sanngjarnari skilmála NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 Sóley Björk Stefánsdóttir Dýrkeypt að gleyma vegabréfi 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.