Neytendablaðið


Neytendablaðið - jun 2017, Qupperneq 3

Neytendablaðið - jun 2017, Qupperneq 3
NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 Það hefur vart farið fram hjá félagsmönnum Neytendasam­ takanna að nokkur styr hefur staðið um starfsemina undan­ farnar vikur. Upp kom ágreiningur milli meirihluta stjórnar og formanns Neytendasamtakanna vegna ýmissa mála og á stjórn arfundi þann 6. maí sl. lýsti stjórn yfir vantrausti á formann. Samkvæmt lögum Neytendasamtakanna er formaður kosinn á þingi samtakanna sem haldið er annað hvert ár. Ólafur Arn­ arson var kjörinn formaður á þingi Neytendasamtakanna í október á síðasta ári og þá var einnig kjörin 12 manna stjórn. Bæði formaður og stjórn sækja því umboð sitt til þingsins. Á síðasta ári var umtalsvert tap af rekstri Neytendasamtak­ anna. Meginskýringin eru einskiptis gjaldaliðir, en ekki reglu­ bund in útgjöld. Ekki má muna miklu því svigrúmið er lítið sem ekkert. Útlit er fyrir rekstrartap á yfirstandandi ári, en það mun verða mun minna en á horfðist og af viðráðanlegri stærð. Í upphafi næsta árs ætti jafnvægi að nást. Það er gagnkvæmur vilji hjá stjórn og formanni að ná sáttum og er unnið að því. Bæði formaður og stjórnarmenn leggja áherslu á að hagur samtakanna og neytenda verði að vera í fyrirrúmi. Nánari fréttir af stöðu mála verða settar á heima­ síðu samtakanna ns.is. Neytendasamtökin hafa tekið þátt í lýðræðishátíðinni Fund­ ur fólksins undanfarin tvö ár og á því verður engin breyting í ár. Að þessu sinni fer hátíðin fram í menningarhúsinu Hofi á Akureyri en það verður það í fyrsta sinn sem Fundur fólksins er haldinn utan höfuðborgarsvæðisins. Markmið hátíðarinnar er að efla rödd almennings, koma skoð­ unum á framfæri og ræða málefni samfélagsins. Félaga sam­ tök um allt land taka þátt í dagskránni sem samanstendur af óformlegum og formlegum fundum, uppákomum, tónlist, gleði og glaumi. Starfsmenn Neytendasamtakanna hlakka til að taka þátt og hitta áhugasama neytendur, að ekki sé talað um félagsmenn, og eiga við þá gott spjall. Unnið að lausn ECC stöðvarnar eiga í mjög góðu samstarfi sín á milli og hitt­ ast reglulega. Saman mynda stöðvarnar það sem kallað er ECC­Netið sem starfrækt er í 30 löndum, eða í öllum löndum innan Evrópusambandsins, auk Íslands og Noregs. Á hverju ári hittast norrænu ECC stöðvarnar og í ár var fundurinn hald­ inn hér á Íslandi. Á myndinni má sjá fulltrúa frá ECC stöðv­ unum í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Evrópska neytenda aðstoðin fundar á Íslandi Akureyri 8. og 9. september 2017, taktu dagana frá! 3

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.