Neytendablaðið


Neytendablaðið - jún. 2017, Page 8

Neytendablaðið - jún. 2017, Page 8
NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 Ráðherra situr fyrir svörum Þorsteinn Víglundsson er félags­ og jafn réttis ráð herra og hús næðis mál in heyra því undir hann. Neytenda blað ið lagði nokk rar spurningar fyrir ráðherra varðandi þá þröngu stöðu sem nú ríkir á leigumarkaði. Hvernig er ráðuneytið að bregð ast við því ófremdarástandi sem ríkir á leigumarkaði? Ófremdarástand á leigumarkaði er bein afleiðing af framboðsvanda á hús næð is markaði almennt á höfuð­ borgarsvæð inu. Sá sértæki vandi sem leigj end ur standa frammi fyrir verður ekki leystur nema húsnæðisvandinn allur sé leystur. Í febrúar var stofnsett­ ur Aðgerðahópur stjórnvalda vegna húsnæðisvandans. Í hópinn völdust fulltrúar fjögurra ráð herra, en auk félagsmálaráðherra áttu umhverfis­ ráðherra, fjármálaráðherra og sam­ göngu ráðherra fulltrúa í hópnum, auk Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg­ arsvæðinu. Aðgerðahópurinn fékk það hlutverk að skoða hvernig koma megi í veg fyrir að ástand líkt því sem nú er uppi skapist aftur og að finna lausnir sem flýtt gætu fyrir lausn vandans. Hópurinn kynnti niðurstöður sínar á blaða mannafundi föstudaginn 2. júní þar sem 14 aðgerðir í húsnæð ismálum voru kynntar. Munar þar mest u um tvennt; aukna uppbyggingu á höfuð­ borg arsvæðinu á lóðum sem ríkið mun, í samstarfi við sveitarfélögin, standa að og samræmingu húsnæðisáætlana sveit arfélaganna, sem komið hefur verið fyrir hjá Íbúðalánasjóði. Hefur þú áhyggjur af því að ferða - mannastraumurinn hing að til lands hafi neikvæð áhrif á leigu- markaðinn? Ég tel alveg ljóst að sú staðreynd að á hverjum tíma dveljist 35­45.000 ferða menn á landinu hafi veruleg áhrif á leigumarkaðinn. Mikill fjöldi eigna hefur farið úr langtímaleigu í skamm­ tímaleigu til ferðamanna og enn meiri fjöldi fer í leigu til ferðamanna yfir sumarmánuð ina. Ef já, hvernig er ráðgert að bregð ast við því? Aðgerð 3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda miðar að því að fækka eignum sem eru í skammtímaleigu til ferðamanna. Þar hafa sveitarfélögin nú þegar talsvert um það að segja hvort leyfi sé veitt til heils ársútleigu til ferðamanna, en töluvert skortir uppá eftirfylgni í þeim málum. Við því verður brugðist. Leigjendaaðstoðin hefur orðið vör við margvísleg vandamál tengd leigu félögum sem í krafti stærðar sinnar ganga sum hver mjög hart fram. Telur þú að það geti falist í því vandamál hversu stór sum leigu- félög eru orðin? Greining á stærð leigufélaga á markaði bendir ekki til þess að þau séu komin í þá stærð að í því felist sérstakt vanda­ mál, né heldur að þau hafi burði til að stýra verði á húsnæðismarkaði. Til koma stórra leigufélaga er tiltölulega ný leg hér á landi og viðbúið að sú breyting gerist ekki alveg hnökralaust. Við í ráðuneytinu fylgjumst vel með þessum markaði og nefna má að ein aðgerðin sem kynnt var 2. júní síðastliðinn fjall ar einmitt um mikilvægi þess að bæði leigusalar og leigjend­ ur séu meðvitaðir um réttindi sín og skyldur. Efnt verður til árvekniátaks fyrir þessa hópa. VIÐTAL VIÐ ÞORSTEIN VÍGLUNDSSON 8

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.