Neytendablaðið


Neytendablaðið - jún. 2017, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - jún. 2017, Blaðsíða 6
Leigjendaaðstoðin fer ekki varhluta af því alvarlega ástandi sem ríkir á húsnæðismarkaði. Þær bygginga­ framkvæmdir sem nú eru komnar af stað, og eru fyrirhugaðar, eiga vart eftir að ná utan um þá miklu þörf sem er og verður eftir íbúðar­ húsnæði. Á sama tíma hefur sá mikli ferðamanna straumur sem hefur legið til landsins einnig tekið til sín íbúðir sem annars væru á kaup­ eða leigu­ markaði. Stöðug aukning erinda hefur verið hjá Leigjendaaðstoð Neytendasamtak­ anna og má segja að ástandið á leigu markaði endurspeglist ágætlega í þeim fyrirspurnum sem þjónustan fær. Þannig voru þau mál sem komu á borð Leigjendaaðstoðarinnar töluvert smærri í sniðum og einfaldari fyrir nokkrum árum heldur en nú er. Þetta er þó ekkert skrítið ef litið er til versnandi ástands á leigumarkaði undanfarin ár, en leiguverð hefur til að mynda hækkað um rúm 60% á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2011. Erindum vegna leigufélaga hef ur fjölgað Umsvif leigufélaga hafa aukist mikið á undanförnum árum. Mest hefur stækk un þeirra þó verið á undanförn­ um þremur árum og má finna dæmi um stórt leigufélag sem hefur sex­ faldast að stærð á þeim tíma. Stór leigufélög hafa keypt minni leigufélög og samræmt þá leigusamninga sem í boði eru, sem hefur ef til vill ákveðna hagræð ingu í för með sér. Þrátt fyrir þetta virðist leiguverð hjá leigufélög­ um síst lægra en gengur og gerist á leigumarkaði almennt. Það er þó verra að sum leigufélög virðast reyna að ná ákveðinni yfirburðarstöðu gagnvart leigjendum sínum í krafti stærðar sinnar, t.d. þegar félögin eiga meiri­ hluta þeirra leiguíbúða sem í boði eru í ákveðnu bæjarfélagi. Það hefur í för með sér ákveðna tregðu hjá leigjend­ um til að mótmæla ef þeir telja á sér brotið, af ótta við að missa húsnæði sitt. Það á ekki síst við ef leigufélagið er fyrirferð armikið á svæðinu. Sam­ hliða því að umsvif leigufélaga hafa aukist hefur fyrirspurnum og erindum til Leigjendaaðstoðarinnar vegna ágreinings leigjenda við leigufélög fjölg að. Fyrir nokkrum árum komu varla inn mál á borð Leigjendaaðstoðarinnar vegna leigufélaga nema þegar leigu­ félögin sjálf höfðu samband og óskuðu upplýsinga. Var það jafnvel tilfinn ing starfsmanna þjónustunnar að leigu­ félög in væru oft og tíðum þægilegri í samskipt um og jafnvel sann gjarnari leigusalar en einstaklingar. Nú má hins vegar merkja aukna hörku í samskipt­ um leigufélaga og leigjenda. 30% hækkun á leigu Fyrir stuttu sendi stórt leigufélag, sem hafði keypt minna leigufélag, öllum þeim sem höfðu gert leigusamning við minna leigufélagið bréf þar sem þeim var tilkynnt að leiguverð þeirra kæmi til með að hækka um 30% frá og með næstu mánaðamótum. Leigjendur voru beðnir um að koma við á skrif­ stofu félagsins sem allra fyrst til þess að undirrita nýja samninga, þar sem þessi hækk un væri tiltekin sérstaklega. Leigjandi sem leitaði til Leigjendaað­ stoðarinnar neitaði að sætta sig við þessa hækk un, enda var hann með ótímabundinn leigusamning og átti því rétt á sex mánaða uppsagnarfresti. Leigufélagið hafði litla þolinmæði fyrir þeim svörum leigjandans og var hon­ um einfaldlega send uppsögn en ekki boðinn nýr samningur að þeim tíma liðnum. Þegar leigjandinn leitaði eftir svörum var hon um tilkynnt að það væru margir sem vildu greiða 30% hærra verð fyrir íbúð ina sem hann væri að leigja og ef hann vildi nýta upp­ sagnar frestinn frekar en að gera nýjan samning með hækkuðu leiguverði yrði hann að gera sér grein fyrir því að leigufélagið gæti ekki lofað neinu um áframahaldandi leigu að upp­ sagnarfresti liðnum. Leigufélagið er hér ekki að brjóta nein lög en það má halda því fram að athæfið sé siðlaust. Málið kom því ekki til frekari vinnu hjá Leigjendaaðstoðinni. Útgöngugjald Leigjendaaðstoðin hefur fengið mörg dæmi um ágreining sem hefur komið upp þegar leigjandi flytur úr leiguíbúð sem er í eigu leigufélags. Almenna reglan er sú að leigjandi skilar af sér leiguíbúð á umsömdum degi, sem til­ tekinn er í leigusamningi, en í vissum tilfellum semja leigjandi og leigusali um að leigjanda sé heimilt að yfirgefa íbúð ina á annarri dagsetningu. Stund­ um er um að ræða nokkurra daga frá vik frá almennu reglunni en stundum er um að ræða marga mánuði. Þegar svo ber und ir er það almenna reglan að NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 Merkja má aukna hörku í samskiptum leigufélaga og leigjenda Málum vegna leigufélaga fjölgar - ástandið á leigumarkaði mjög erfitt 6

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.