Neytendablaðið


Neytendablaðið - jún. 2017, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - jún. 2017, Blaðsíða 7
NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 Mætt heim til leigjenda að kvöldlagi Leigjandi hafði búið í íbúð í eigu leigufélags í nokkurn tíma þegar félagið var selt öðru og stærra fé­ lagi. Nýja leigufélagið vildi bjóða leigj andanum nýjan samning sem hljóð aði upp á hærra leiguverð og átti sá samningur að taka gidi strax. Þegar leigjandinn hafði ekki mætt á skrifstofu leigufé­ lagsins mætti þrekvaxinn maður heim til leigjandans að kvöldlagi og fór fram á að leigjandinn skrif­ aði undir. Leigjandinn neitaði því og tjáði leigufélaginu, eftir að hafa rætt við Leigjendaað stoðina, að hann ætlaði sér að leita til kærunefndar húsamála vegna málsins. Í kjölfarið lentu margir aðrir leigjendur sama leigu fé l­ ags í sama fjöleignarhúsi í sama vanda máli og voru íbúarnir sam­ mála um að leita saman til kæru­ nefndarinnar. Þá hafði leigufél­ agið samband við leigjandann og bauð honum nýja og betri íbúð í sama húsi gegn óbreyttu leigu­ verði ef hætt yrði við þessi áform. Leigjandinn hélt þó sínu striki og rekur nú mál fyrir kærunefndinni gegn leigufélaginu þar sem hann krefst þess að fá að leigja íbúðina á sama verði og samningur hans, sem er tímabundinn til lengri tíma, kveður á um. leigusali eigi ekki að lenda í fjárhags­ tjóni þegar flutningur er að frumkvæði leigjanda. Þannig ber leigjanda í raun að greiða leigu þar til nýr leigjandi tekur við. Eins og eftirspurnin eftir leiguhús­ næði hefur verið á undanförnum árum hefur það ekki reynst leigusölum erfitt að finna leigjendur í stað þess fyrri og er þetta því sjaldan vandamál. Það kom því mikið á óvart þegar til Leigjendaaðstoðarinnar fóru að berast mál þar sem ákveðið leigufélag fór að krefja leigjendur í þess ari stöðu um sérstakt gjald fyrir að fá að flytja út. Í þeim málum var fjárhags legt tjón leigu­ félagsins ekkert, því nýr leigjandi tók einfaldlega við íbúðinni samdægurs. Þrátt fyrir það fékk fyrri leigjandi send­ an reikning upp á fjárhæð sem svaraði heilum mánuði af leigugreiðslum undir yfirskriftinni ,,útgöngu gjald". Í raun og veru gera húsaleigulög in ekki ráð fyrir að slíkt gjald geti komið til og þar sem lögin eru ófrávíkjanleg þegar kemur að íbúðarhúsnæði var það afstaða Leigjendaaðstoðarinnar að leigjanda bæri ekki að greiða gjaldið. Starfsmenn Leigjendaaðstoðarinnar vita ekki til þess að mál sem varða hið svokallaða „útgöngugjald“ hafi komið til kasta kærunefndar húsamála enn sem komið er. Alls ekki öll leigufélög slæm Það er langt því frá að öll leigufélög séu slæm. Það geta verið margir og góðir kostir við það að leigja af leigufélagi og upplifa leigjendur þeirra sig jafn­ vel örugg ari en þeir sem leigja íbúð af einstakl ingum. Einnig ber að hafa í huga að þau mál sem koma á borð Leigj enda aðstoð arinnar eru yfirleitt vegna ágreinings og deilna milli leigj­ enda og leigusala. Ánægðir leigjend ur þurfa eðli málsins samkvæmt síður á aðstoð að halda. Það er þó staðreynd að aukin hark a virðist hafa færst í sam skipti leigufélaga og leigjenda og ágreinings málum hefur fjölgað og er það áhyggju efni. Málum vegna leigufélaga fjölgar - ástandið á leigumarkaði mjög erfitt 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.