Neytendablaðið


Neytendablaðið - jún. 2017, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - jún. 2017, Blaðsíða 21
Afsláttarkjör ýmiss konar og tilfallandi útsölur á hvaða tíma ársins sem er virðast sífellt færast í vöxt. Væntanlega er markmiðið að freista neytenda en þegar svo mikið er orðið um tilboð og afslætti vaknar sú spurning hvað sé í raun „eðlilegt“ verð og hversu langt seljendur mega ganga í þessum efnum. Neytendablaðið tók Þórunni Önnu Árna dóttur, sviðsstjóra hjá Neytenda­ stofu, tali en stofnunin fer með eftir­ lit með verðmerkingum og villandi markaðssetningu. Þegar Þórunn er spurð að því hvort neytendur geti treyst því að tilboð sé í raun tilboð svarar hún því til að í sum um tilvikum þurfi að beit a almennri skynsemi en einnig þurfi að meta hvað sé villandi gagnvart neytendum. „Versl anir mega aðeins auglýsa verðlækkun þegar hún er raun veruleg. Í raunverulegri verðlækk­ un felst fyrst og fremst að varan eða þjónustan hafi sannan lega verið til sölu á hærra verðinu áður en verð er lækkað. „Þegar Neytenda stofa hefur tekið stjórnvaldsákvarðanir um villandi verðlækkanir þá hefur t.d. verið litið til þess hversu lengi vara var á fullu verði áður en verð var lækkað í hlutfalli við það hversu lengi hún var á lækkuðu verði. Ef verðið er oftar, eða í lengri tíma í senn, lækkað þá er litið svo á að verðlækkunin sé ekki raunveruleg. Þá má að lokum nefna að verðlækkun má aldrei vara lengur en sex vikur í senn. Eftir þann tíma er litið svo á að lækk­ aða verðið sé venjulegt verð.“ Hvernig gengur að hafa eftirlit með því hvort um raunveruleg tilboð er að ræða? „Þetta eftirlit hefur gengið vel. Á fyrir­ tækjunum hvílir rík skylda til að sanna að verðlækkun sé raunveruleg og því getur Neytendastofa hvenær sem er farið fram á að fyrirtæki sanni fyrra verð. Í mörgum tilvikum berast stofnun­ inni t.d. afrit af nýlegum sölunótum og þá er málinu lokað án frekari aðgerða. Starfsmenn stofnunarinnar fylgjast líka vel með fjölmiðlum og við flettum þeim gjarnan aftur í tímann til þess að sjá hvort sömu verslanir auglýsa mikið verðlækkun á sömu vörum.“ Þórunn bendir á að það sé því mikilvægt fyrir verslanir að passa vel upp á gögn hvað þetta varðar. „Ef verslun sýnir ekki fram á að verðlækkun sé raunveruleg getur Neytendastofa tekið ákvörðun um að viðskiptahættirnir séu villandi og eftir atvikum sektað.“ Dæmi eru um að vörur séu komnar á tilboð svo að segja um leið og þær koma á markað, svo sem bækur fyrir jólin. Hvaða reglur gilda um slíkt? Það gilda sömu reglur um árstíðar­ bund n ar vörur eins og aðrar vörur. Verð lækkun verður að vera raun­ veruleg. Neyt enda stofa hefur tekið á þessu gagn vart seljendum jólabóka þar sem gefinn var afsláttur af bókun­ um án þess að þær hafi verið seldar á til greindu fyrra verði. Eftir þessar aðgerðir hafa seljend ur ekki boðið bækurnar á tilboði eða afsl ætti fyrr en líður á sölutímabilið. Um síðustu áramót þurfti Neytenda stofa að grípa til sömu aðgerða gagnvart þeim sem selja flugelda en þeir voru í mörgum tilvikum auglýstir á afslætti án þess að hafa verið seldir á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð.“ Hvað geta neytendur gert til að veita seljendum aðhald? „Það er mikilvægt fyrir neytendur að vera meðvitaðir og fylgjast með verð­ breytingum. Það er einnig mikilvægt að neytendur grípi ekki umhugsunarlaust við afsláttarprósentum.“ Þórunn segir að miðað við ábendingarnar sem Neyt­ endastofa fái sé augljóst að neyt endur eru duglegir að fylgjast með. „Þegar neyt endur verða varir við eða telja ör uggt að verslun er ekki að stund a heiðarlega viðskiptahætti er mjög mikil vægt að tilkynna Neytendastofu um það. Stofnunin hefur öll nauðsynleg úrræði til að taka á þessum málum og í gegnum tíðina hefur verið tekið hart á brot um á útsölureglum, t.d. með sekt­ um.“ Ú T S A L A NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 VIÐTAL VIÐ ÞÓRUNNI ÖNNU ÁRNADÓTTUR V E R Ð L Æ K K U N Afsláttur, verðlækkun, útsölur og tilboð 30%Afsláttur 21

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.