Neytendablaðið


Neytendablaðið - jun. 2017, Side 12

Neytendablaðið - jun. 2017, Side 12
10-11 A4 Arion banki Atlantsolía Bananar Borgun Bónus Byko Coca Cola European Partners Eimskip Elko Ferðaskrifstofa Íslands Flugfélag Íslands Hagkaup Húsasmiðjan Iceland Icelandair IKEA Innes Ísam Ísfugl Íslandsbanki Íslandspóstur Kjörbúðin Krambúðin Krónan Kvika Landsbankinn MS Myllan Nathan & Olsen Nettó Olís Ormsson Penninn Eymundsson Rúmfatalagerinn Samskip Samsung setrið Síminn Sjóvá Skeljungur Sláturfélag Suðurlands Smith & Norland Sölufélag garðyrkjumanna Tryggingamiðstöðin Valitor Vátryggingafélag Íslands Víðir Vínbúðin Vodafone Vörður tryggingar WOW air Öryggismiðstöðin NEYTENDASTARF ER Í ALLRA ÞÁGU NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 Ekki D­vítamín í öllum vörum frá Lýsi Kona hafði samband við samtökin og sagðist hafa keypt OMEGA 3 Forte frá Lýsi hf en við þau kaup gekk hún hreinlega út frá því að hylkin innhéldu D­vítamín. Þegar hún skoðaði kassastrimilinn sá hún hins vegar að á honum stóð „Omega Forte án A&D“. Gefum konunni orðið: „Nú geri ég mér grein fyrir að það er erfitt að tilgreina í innihaldslýsingu á vöru hvað hún inniheldur ekki. Þó er það þannig að tengsl lýsis og D­ vítamíns eru mjög sterk í hugum fólks og oft er gengið úr frá því að í lýsisafurðum séu tiltekin vítamín. Ég tel því að rétt væri að tilgreina að þessi tiltekna vara inni haldi ekki D­ og A­ vítamín og mætti standa á pakkanum það sama og er á kas­ sakvittun verslunarinnar. Fyrirtækið Lýsi hf. er með fjölda af­ urða á markaði og því mikilvægt að upplýsingar á umbúðum séu þannig að fólk eigi auðvelt með að átta sig á hvaða munur sé á þessum vörum.“ Neytendasamtökin höfðu samband við Lýsi hf. til að grennsl­ ast frekar fyrir um málið. Í svari frá fyrirtækinu segir að til séu ótal tegundir af lýsi og innihaldi sumar D­vítamín en aðrar ekki. Það geti valdið ruglingi að í hugum margra neytenda merki hugtakið „lýsi“ nánast það sama og þorskalýsi. Þorska­ lýsi sé hefðbundinn A­ og D­vítamíngjafi en margar vörur fyrirtækisins séu ekki unnar úr lifur og misjafnt hvort þær inni­ haldi D­vítamín eða ekki. „Við viljum hvetja neytendur til þess að lesa vel utan á umbúðir. Þeir eiga vissulega heimtingu á greinagóðum merkingum og leggjum við okkur fram um að veita réttar upplýsingar. Næringarefni eru alltaf skilmerkilega talin upp en venjulega ekki minnst á þau sem varan inniheldur ekki – enda ekki gerð krafa um það. Hákarlalýsið er þarna undantekning. Um er að ræða lifrarlýsi sem inniheldur lítið af vítamínum og er hnykkt á því með eftirfarandi texta á um­ búðunum: „Hákarlalýsi inniheldur ekki D­vítamín og óverulegt magn A­vítamíns“.“ Þá kemur fram í svarinu að Lýsi hf. hafi ekkert með merkingar á kassastrimlum að gera og að fyrirtækið þakki ábendinguna og muni hafa hana til hliðsjónar. 12

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.