Neytendablaðið


Neytendablaðið - jun 2017, Qupperneq 13

Neytendablaðið - jun 2017, Qupperneq 13
NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 Árið 2017 er sannarlega ár neytandans á Íslandi. Í janúar kynntu Neytendasam­ tökin snjallsímaappið Neytandann í sam starfi við hugbúnaðarhúsið Strimil­ inn. Eins og þið vitið er Neytandinn öfl ug asta tæki til verðlagseftirlits sem litið hefur dagsins ljós. Hann virkar þann ig að notendur nota snjallsíma sína til að skanna strimlana sem þeir fá við kass ann. Appið sér um að véllesa strimlana og færa upplýsingar af þeim inn í öflug an gagnagrunn. Frá því í janúar hafa tugir þúsunda strimla verið skannaðir og Neytandinn fær þúsundir verðmæl inga á hverjum degi. Gagnagrunnurinn verður öflugri með degi hverjum og á næstu vikum fáum við úr Neytandanum upplýsingar, svart á hvítu, um hvaða raunverulegu áhrif koma Costco inn á markaðinn hefur á vöruverð á Íslandi. Það hefur ekki farið fram hjá neinum Íslendingi að ný samkeppni hefur hafið innreið sína á íslenskan heildsölu­ og smá sölumarkað. Þegar vöruverð í Costco er skoðað bærast blendnar til­ finningar í brjóstum íslenskra neytenda. Gleði og fögnuður yfir því að loksins skuli vera komin alvöru samkeppni sem færir okkur mun lægra vöruverð en hing að til hefur staðið til boða. Á sama tíma ólgar reiðin í brjóstum ísl enskra neytenda sem sjá hve óhóflega hátt vöruverð hefur verið hér á landi fram til þessa. Og það er ekki aðeins verðið sem vekur athygli. Vöruúrvalið og gæði, t.d. grænmetis og ávaxta, eru slík að Íslendingum finnst þeir komnir til út­ landa þegar þeir ganga inn í Costco. Ljóst er að pottur hefur víða verið brot­ inn í íslenskri verslun (heild­ og/eða smá sölu). Verðið sem Costco býður á innfluttum matvörum staðfestir það. Verðið á eldsneytinu hjá Costco staðfest ir það. Meira að segja áfengið er miklu ódýrara í Costco en annars staðar. Hefur okkur þó verið talin trú um að verð áfengis á Íslandi ráðist af áfengisgjaldinu en ekki álagningu. Af verðinu í Costco að dæma er ljóst að álagningin á áfengi hefur verið umtalsverð hér á landi, væntanlega á heild sölu stigi fremur en smásölustigi. Lögum sam kvæmt mega neytendur ekki kaupa áfengi beint frá Costco og njóta því ekki góðs af lægri álagningu þar en annars staðar. Væntanlega nýtir ÁTVR sér það að kominn er á markaðinn nýr áfengisheildsali, sem býður lægra verð en aðrir áfengisheild­ salar, og lætur við skiptavini sína njóta lægra verðs á þeim tegundum sem Costco flytur inn. Búast má við að í kjölfar innkomu Costco á markaðinn verði miklar hrær­ ingar á innlendum heild­ og smásölu­ markaði. Nú höfum við, íslenskir neyt endur, fengið staðfest það sem við höfum ávallt vitað. Vitanlega er árleg ur margmilljarða hagnaður verslunar­ fyrirtækja, hvort sem um er að ræða heild­ eða smásölu dagvöru, eldsneytis­ dreifingu, fatnað eða hjólbarðasölu, á svo fá menn um markaði ekki til merkis um virk a samkeppni. Fákeppnin hefur bitn að harkalega á íslenskum neytend­ um og nú segjum við hingað og ekki lengra! Við látum ekki lengur bjóða okk ur okurverð til að eigendur fyrirtækj­ anna geti greitt sér milljarða í arð á hverju ári! Íslenskir lífeyrissjóðir, sem eiga og ráða flestum þeim fyrirtækjum sem nú verða að lækka verð í sam­ keppninni við Costco, verða einfaldlega að búa sig undir það að gósentíð þeirra á kostnað neytenda er á enda. Costco er kærkominn nýbúi á Íslandi. Neytandinn er mælitækið sem við not­ um til að mæla áhrifin af komu Costco á verðlag á Íslandi. Með samstöðu og öflugum og stórhuga Neytendasamtök­ um látum við íslenskir neytendur ekki traðka á okkur framar! Ólafur Arnarson FRÁ FORMANNI Loksins! 13

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.