Neytendablaðið


Neytendablaðið - jun. 2017, Síða 23

Neytendablaðið - jun. 2017, Síða 23
NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 Ferðamálin hafa alla tíð verið fyrirferð­ ar mikill málaflokkur hjá Neytenda­ samtökunum enda oft umtalsverðir hagsmunir í húfi fyrir neytendur og málin geta verið þó nokkuð snúin. Ívar Halldórsson lögfræðingur hefur um sjón með ferðamálunum. Fyrirspurnir af ýmsum toga Ívar segist sjá aukningu í fyrirspurnum og deilumálum sem snúa að ferða­ þjónustunni. „Það virðist vera sífelld aukning hjá okkur í ferðamálunum sem helst væntanlega í hendur við mikil ferða lög Íslendinga og mikinn fjölda ferðamanna sem sækir Ísland heim. Þá eru neytendur hugsanlega að verða meðvitaðri um að þeir eiga ýmis rétt­ indi, til að mynda í tengslum við flug, og leita til okkar eftir ráðleggingum og aðstoð.“ Kvartanir vegna ferðamála eru margskonar en Ívar segir flest mál snúa að bílaleigum og flugi. „Það er mjög algengt að við fáum fyrirspurnir varðandi flug, þá helst vegna aflýsinga eða seinkana, en það er í gildi Evrópu­ reglugerð um réttindi flugfarþega sem kveður á um réttindi farþega þegar flugi seinkar um ákveðinn tíma eða er aflýst, til að mynda réttur til aðstoðar og skaðabóta að vissum skilyrðum uppfylltum. Það er einnig algengt að við fáum kvartanir í gegnum Evrópsku neytendaaðstoðina (ECC) frá erlendum ferðamönnum og þá sérstaklega vegna viðskipta við bílaleigu og flugfélög. Einnig fáum við fyrir spurnir varðandi hótelgistingu, rútuferð ir, gjafabréf flug­ félaganna og margt fleira.“ Mikilvægt að kvarta strax Er mikið um kvartanir vegna dæmi - gerð r a pakkaferða? „Slíkum málum hefur farið fækkandi en það er alltaf eitt hvað um að fólk komi heim úr fríinu og kvarti yfir því að hótelið hafi ekki staðið undir væntingum. Í slíkum málum er mjög mikilvægt að kvarta strax við fararstjóra eða hafa samband við ferðaskrifstof una og gefa henni færi á að bæta úr. Það er oft erfitt að gera eitthvað í svona málum þegar heim er komið.“ Bílaleigumálin fyrirferðarmikil Hvaða málaflokkur kallar á meiri at ­ hygli? „Það sem kemur fyrst upp í hugann eru bílaleigumálin. Við sjáum t.d. mörg mál þar sem bílaleigur fara fram á bætur frá neytendum vegna tjóns á bílaleigubílum eftir skil. Við höfum séð mál þar sem neytandinn er jafnvel búinn að skila bíln um án athugasemda frá bílaleigunni en fær svo rukkun þegar hann er kominn heim. Einnig hefur mikið verið kvartað undan þrýstingi af hendi bílaleiga. Bíla­ leigubílum er gjarnan skilað á flugvöll­ inn stuttu fyrir flug leigutakans og ef bílaleigan krefst greiðslu vegna tjóns finnst neytendum þeir oft þvingaðir til að greiða á staðnum, enda gjarnan stutt í flug hjá þeim.“ Umdeilt tjónamat „Við fáum einnig mörg mál þar sem bíla leigur virðast gera upp tjón með mjög sérkennilegum hætti að okkar mati. Neytendum er þá gjarnan sent svokallað CABAS tjónaviðgerðarmat þar sem fram kemur áætlaður kost­ naður vegna tjóns, en þar kemur þó oft fram í fyrirvörum að matið sé gert án þess að viðgerðaraðilinn sem gerir matið hafi skoðað bílinn, heldur er það einungis gert út frá myndum og/eða skriflegri lýsingu bílaleiga. Að okkar mati þurfa bílaleigurnar að leita tilboða í viðgerðir og taka því tilboði sem er lægst. Einnig á neytandinn að fá afrit af endanlegum við gerðar reikningi sem sýnir fram á raun verulegt fjárhagslegt tjón. Einnig teljum við rétt að bílaleigan sýni fram á að bifreiðin sé ekki tryggð fyrir slíku tjóni hjá tryggingarfélagi, en ef bifreiðin er tryggð ætti neytandinn einungis að greiða sjálfsábyrgðina“. Eru Neytenda samtökin með einhverj- ar aðgerðir í huga til að bregðast við þessu? „Við erum að skoða þessi mál og höfum meðal annars fundað með Samgöngu stofu. Þarna er um mikla hagsmuni að ræða og ýmislegt sem bendir til þess að neytendur séu í einhverjum tilfellum að borga hærra verð fyrir tjónaviðgerðir en þeir ættu að gera.“ VIÐTAL VIÐ ÍVAR HALLDÓRSSON Neytendur á ferð og flugi 23

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.