Neytendablaðið


Neytendablaðið - jun 2017, Qupperneq 20

Neytendablaðið - jun 2017, Qupperneq 20
NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 Nýtt opinbert dýravelferðarmerki fyrir svínarækt hefur nú litið dagsins ljós í Danmörku en þróun þess hef ur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Forsaga málsins er sú að á ársfundi dansk ra svínabænda árið 2014 gerði þá verandi matvæla ráðherra samning við svínabænd ur og dýra verndunarsamtök um að bæta vel ferð svína. Seljendur og sláturhús sam mæltust um að gefa neyt­ endum betri upplýsingar og ekki síst fleiri valmöguleika. Árið 2015 setti svo land­ búnaðarráðherrann 17 milljónir danskra króna (u.þ.b. 270 m.kr.) í þróun ar vinnu á hinu nýja merki. Neytendasamtök mótmæla Frá upphafi lá fyrir að merkið yrði þrí­ skipt, þ.e. að gefnar yrðu stjörnur frá einni og upp í þrjár eftir því hversu vel væri staðið að málum. Dönsku neyt­ endasamtökin ásamt félagi lífrænna bænda og dýraverndunarsamtöku­ num Dyrenes beskyttelse mótmæltu þess um áformum harðlega á þeim forsendum að merkið myndi villa um fyrir neyt endum. Tvö merki væru þegar í notkun sem segðu neytendum til um velferð dýra; Ø­merkið, sem er lífræn merking, og Anbefalet af Dyrenes beskyttelse, merki dýraverndunarsam­ takanna. Einnig var gagnrýnt að þær lágmarkskröfur sem gerðar voru fyrir eina og tvær stjörnur væru alltof litlar. Þá væri ekki von til þess að gerðar yrðu umbætur á dönskum svínabúum ef hægt væri að merkja framleiðsluna með velferðarmerki án þess að hafa í raun breytt miklu. Gert til að auka gæðin Verslunarkeðjan Coop hafði einnig miklar efasemdir um merkið og taldi það fyrst og fremst eiga að þjóna hags­ munum svínabænda. Þannig kæmi t.d. fram í búvörusamningi að merkið ætti að styðja samkeppnishæfni danskra svínabænda. Hótaði Coop að koma með eigið merki til höfuðs opinbera merkinu en mikil áhersla er á lífræna framleiðslu og umhverfisvænar vörur í verslunum Coop. Danska mat væla­ stofnunin, sem sér um að inn leiða merkið, segir hins vegar að mark­ miðið sé að auka gæðin í svínarækt og það verði best gert með því að gefa neytendum tækifæri til að greiða hærra verð fyrir betri vöru. Mark aðs­ hlutdeild svínakjöts sem er ann að hvort líf ræn framleiðsla eða með merki dýra verndunarsamtakanna er einungis 2,5%. Peter Sandøe sem er sérfræðingur í dýravelferð tekur undir þetta. Hann bendir á að það geti verið mikilvægt að hið opinbera setji á fót merki sem hjálpi neytendum að velja kjöt sem er bæði betra en hefðbund­ in framleiðsla hvað varðar aðbúnað dýranna og á verði sem neytendur eru tilbúnir að greiða. Tvö ný merki á markað Nú er merkið tilbúið og var kynnt opin­ berlega í mars sl. Fyrirhugðari stjörnu­ gjöf var þó skipt út fyrir hjörtu. Vonast stjórnvöld til þess að merkið muni í framtíðinni ná yfir fleiri kjöttegundir. Coop sætti sig ekki við áform stjórn­ valda og tók upp sitt eigið merki árið 2016 þar sem stigin eru fjögur. Segir talsmaður fyrirtækisins að sérstök áhersla sé lögð á fjórða stigið sem nái yfir þá framleiðendur sem standa sig allra best enda sé engin sambærileg merking til á markaði. Danskir neytend­ ur hafa því val um fjórar mismunandi merkingar á svínakjöti, fyrir utan hefð­ bundna framleiðslu, sem er að margra mati allt of mikið af því góða. Ný merking í Danmörku - ekki allir á eitt sáttir Nýja opinbera merkið. Merki DýraverndunarsamtakannaOpinbera lífræna merkiðMerki Coop 20

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.