Neytendablaðið


Neytendablaðið - Jun 2017, Page 10

Neytendablaðið - Jun 2017, Page 10
Neytendasamtökunum berast gjarnan ábendingar og kvartanir frá neytendum vegna skilmála flugfélaga þess efnis að nýta verði flugmiða í réttri röð annars falli öll bókunin niður. Þessir skilmálar geta haft mikinn kostnað í för með sér fyrir farþega sem einhverra hluta vegna geta ekki nýtt fyrri fluglegginn. Nýlega bárust samtökunum eftirfarandi erindi: „Ég get ekki lengur orða bundist yfir þeirri furðulegu reglu Icelandair að ógilda seinni fluglegg ferðar ef sá fyrri er ekki nýttur. Þetta þýðir að ef ég nýti ekki fyrri legginn (t.d. ef ég fer með öðrum hætti til útlanda, sameina vinnuferð o.s.frv.) er ég búinn að tapa miðanum til baka þrátt fyrir að hafa greitt fyrir báðar ferðir. Stenst þetta lög? Þetta hefur tíðkast hjá Iceland­ air í 30 ár og skiptir þá engu hvort fólk lætur vita fyrirfram að það nýti ekki fyrri fluglegginn (svo hægt sé að fylla sætið), seinni leggurinn dettur dauður niður. Ég hefði talið að ef fólk kaupir miða báðar leiðir gæti það sjálft ráðið því hvort það nýtti fyrri legginn eður ei. Þetta er stórfurðulegt og setur fólk í mjög vonda stöðu. Ég hef í tvígang þurft að kaupa miða heim (með börn með mér!) á uppsprengdu verði því miðinn minn var bara ekki lengur í gildi.“ Ósanngjarnir skilmálar Að mati Neytendasamtakanna er sérkennilegt ef flugfélög ógilda alla bókunina ef farþegi mætir ekki í fyrri fluglegg bókun ar. Upp geta komið aðstæður sem gera farþega ókleift að fljúga fyrri fluglegginn, en farþeginn getur þó haft hug á að reyna að koma sér með öðrum leiðum til áfangastaðarins og nýta sér þá seinni fluglegg bókunarinnar. Í slíkum tilvik­ um mætti ætla að það skipti ekki máli fyrir flugfélagið hvort farþegi hafi mætt í fyrra flugið eða ekki, enda hafi flugfélagið fengið greiðslu fyrir bókunina og ekki hægt að sjá hvaða tjóni flugfélagið verður fyrir ef farþegi nýtir ekki fyrri fluglegginn. Aukin samkeppni í flugi til og frá landinu hefur sem betur fer fært neytendum hagstæðara verð en samkeppnin ætti einnig að tryggja sanngjarnari skilmála. Það er því nokkuð sérstakt að þessir skilmálar Icelandair, og reyndar fleiri flugfélaga, séu ennþá í gildi. Vissulega ríkir samningsfrelsi en hér er spurning­ in hvort um sé að ræða ósanngjarna samningsskilmála og um það er deilt. Hingað til hafa margar úrskurðarnefndir og dómstólar í Evrópu talið þessi ákvæði í lagi en ýmslegt bendir til þess að sú afstaða sé að breytast. Hverju svara Wow og Icelandair? Neytendasamtökin sendu erindi til WOW og Icelandair og spurðu hvernig málum væri háttað ef viðskiptavinur mætir ekki í fyrri fluglegg bókunar og hvort honum yrði þá meinað að nýta sér seinni legginn. WOW svaraði á þá leið að engir slíkir skilmálar væru fyrir hendi hjá fyrirtækinu og að þótt fyrri flugleggur sé afbókaður eða ekki mætt í flug sé farþega heim­ ilt að nýta seinni fluglegginn. Icelandair svaraði ekki efnislega erindi samtakanna, nema með vísun í afstöðu alþjóðasam­ taka flugfélaga og ferðaskrifstofa (IATA), en séu skilmálar fyrirtækisins skoðaðir er ekki hægt að skilja þá með öðrum hætti en svo að ef farþegi mætir ekki í fyrri fluglegg bókun­ ar sé seinni leggurinn afbókaður. Það kemur líka heim og sam an við þær kvartanir sem Neytendasamtökin hafa fengið vegna sambærilegra mála, en þau snúa í flestum tilfellum að Iceland air. Ónýttir flugleggir víða til skoðunar Það er víðar en hér sem þessir umdeildu skilmálar flug félaga eru til skoðunar. Hæstiréttur í Austurríki hefur t.d. komist að þeirri niðurstöðu að almennir skilmálar flugfélaga í Austur­ ríki, sem kveða á um að ef farþegi mætir ekki í fyrri flug­ legg bókunar (óháð ástæðu) sé honum meinað að nýta sér seinni legginn heim, brjóti gegn austurrískum lögum. Það sama var talið eiga við ef farþegi notar einungis fyrri fluglegg en ekki þann seinni og flugfélag ákveður að rukka farþegann um hærra verð fyrir fyrri fluglegginn eftir á. Að mati dómstóls­ ins þarf að athuga hvort farþegi hafi viljað nota báða flug­ leggina en ekki getað gert það vegna t.d. óviðráðanlegra aðstæðna eða veikinda sem komu upp eftir bókunina. Neytendasamtökin vita til þess að Evrópusambandið er nú með í skoðun hvort það eigi að banna upp að vissu marki skilmála hjá flugfélögum sem kveða á um að ef farþegi nýtir sér ekki fyrri fluglegg bókunar megi neita honum um sæti í heimfluginu í seinni leggnum. Hins vegar var víst ákveðið að skoða ekki algjört bann við slíkum skilmálum, þar sem það gæti skert möguleika flugfélaga á að bjóða tengiflug á lægra verði en beint flug og þar með skaðað samkeppni. Það verður athyglisvert að fylgjast með hvort sú verði raunin, þ.e. að slíkir skilmálar verði bannaðir a.m.k. að einhverju marki í framtíðinni. NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 Furðulegir viðskiptahættir - Seinni flugleggur fellur niður 10

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.