Neytendablaðið


Neytendablaðið - Jun 2017, Page 9

Neytendablaðið - Jun 2017, Page 9
Gojiber eru vinsæl heilsufæða. Þessi litlu rauðu ber, stundum kölluð úlfa­ ber, eru gjarnan markaðssett sem ofurfæða sem geti jafnvel fyrirbyggt krabbamein og aukið kyngetuna. Berin innihalda þó ekki bara yfir­ náttúrulega eiginleika. Kína er einn stærsti gojiberjaræktandi heims en þar í landi er rík hefð fyrir goji berjum í matargerð og í náttúru­ lyfjum. Ræktendur nota þó gjarnan vel af varn arefnum svo sem illgresis­ eyði og meindýraeitri. Í rannsóknum sæn sku mat vælastofnunarinnar hefur ítrekað komið í ljós að gojiberin inni­ halda leif ar af mörgum ólíkum varnar­ efnum. Þá eru einnig dæmi um að þau innihaldi myglu eitur. Sænska neytendablaðið Råd och Rön rannsakaði efnainnihald gojiberja og voru 12 vörumerki undir. Þar af voru 4 teg undir lífrænt ræktaðar. Alls fundust 22 mismunandi tegundir varn arefna í 8 tegundum af 12. Það bendir til mikillar notkunar slíkra efna við gojiberjarækt­ un. Þá fundust leifar af myglueitri í einn i tegund. Í fjórum tegundum fund ust efnin í meira magni en Evrópu­ sambandið heimilar. Engin eiturefni fundust í lífrænu berjunum en í einni lífrænni tegund fannst reyndar örlítið magn af myglueitri. Í sumum tegund­ um fundust leifar af eiturefnum sem eru bönnuð innan ESB, svo sem efnin carbofuran og propagit. Efnin geta verið skaðleg heilsu, bæði við neyslu og fyrir þá sem vinna með efnin á ökrum úti. Þá þarf ekki að fjölyrða um þau neikvæðu umhverfisáhrif sem slík efni hafa í lífríkinu. Fjórar tegundir komu verst út, þar á meðal vörumerki ICA versl un ar keðj­ unnar, „Gott liv“, sem innihélt leifar af 17 varnarefnum, þar af 6 sem eru bönn uð innan ESB. Tvö varnarefni fóru yfir við miðunarmörkin. Eftir að rannsóknin var birt gaf ICA út að sölu á tegund inni yrði hætt á meðan fyrirtækið leitaði eftir nýjum birgjum. Annað vörumerki, Risenta, sem kom einnig hvað verst út, mun skipta alfarið yfir í lífrænt rækt uð gojiber. Út frá þess ari rannsókn verður að álykta að lífrænt ræktuð goji ber séu öruggasta valið ef markmiðið er að forðast efna­ leifar í gojiberjum. Eftirlitið á Íslandi Hér á landi fylgist Matvælastofnun með því hvort varnarefnaleifar sem finnast í grænmeti og ávöxtum fari yfir leyfileg mörk. Ingibjörg Jónsdóttir, sér­ fræðingur hjá Matvælastofnun, segir að árlega séu tekin á milli 230 – 240 sýni og af þeim séu ekki nema örfá með leifar yfir hámarksgildi. Þá fylgist Matvælastofn un með því sem er að gerast í Evrópu, m.a. í gegnum Mat­ vælaöryggisstofnun Evrópu en í skýrslu stofnunarinnar frá því 2015 er yfirlit yfir þær vörur sem oftast greinast með leifar yfir hámarksgildi. Ingibjörg segir að af þeim vörum sem mest er neytt hérlendis sé það aðal lega te, krydd­ jurtir og ýmsar gerðir af salati sem oft mælast með leifar yfir hámarks­ gildum. Í sýnatökum hér heim a hafi einnig komið í ljós varnar leifar yfir há­ marksgildi í bæði spínati og steinselju. Ingibjörg tekur fram að í langflestum sýnum eða í 97,2% tilfella finnast alls engar leifar eða leifar sem eru inn an hámarksgildis. „Það er því alveg óhætt að borða grænmeti og ávext i og í flestum tilvikum vegur heilsufars legur ávinningur af neyslu grænmetis og ávaxta mun þyngra en neikvæð á hrif af hugsanlegum leif um varnarefna.“ Að spurð hvort ekki sé ástæða til að skoða gojiberin hér á landi svarar Ingi­ björg því ját andi en ekki þurfi síður að skoða önnur matvæli sem koma langt að. „Það hefur sýnt sig í niðurstöðum Mat vælaöryggisstofnunar Evrópu fyrir árið 2015 að vörur sem koma frá lönd­ um utan ESB reynast oftar innihalda leifar varnarefna yfir hámarksgildi. Hlutfallið er 5,6% fyrir ræktun utan ESB en 1,7% fyrir ræktun innan ESB. Gojiber voru ekki nefnd í skýrslunni fyrir árið 2015 enda mjög fá sýni tekin af þeim.“ NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 Varnarefni finnast í gojiberjum Ingibjörg Jónsdóttir Í sumum tegundum fund ust leifar af eitur­ efnum sem eru bönnuð innan ESB 9

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.