Neytendablaðið


Neytendablaðið - Jun 2017, Page 4

Neytendablaðið - Jun 2017, Page 4
Íslenskt grænmeti er vinsælt hjá neyt endum en margir kvarta yfir því að um búða farganið sé heldur mikið enda er meira og minna öllu græn­ meti pakk að inn í plastumbúðir af ein hverju tagi þótt vissulega sé einnig eitthvað um pappaumbúðir. Þá þykir mörgum súrt í broti að geta ekki keypt íslenskt grænmeti í lausu, svo sem papr ikur og tómata. Neytendablaðinu lék forvitni á að vita hvort ekki væri hægt að minnka plast­ umbúðir utan um íslenskt græn meti. Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðs­ stjóri Sölufélags garðyrkjumanna, varð fyrir svörum. „Sölufélag garðyrkju­ manna hefur það að markmiði að reyna eftir fremsta megni að minnka plastumbúðir. Fyrirtækið hefur á síð­ ustu árum minnkað notkun á plast i til muna og nú erum við að vinna í því að fara enn lengra og yfir í umbúðir sem unnar eru úr plöntusterkju. Öskjur og glös koma til með að halda sínu útliti og gegnsæi þann ig að neytendur verða ekki mikið varir við breytinguna. Við komum til með að merkja þessar um­ búðir sérstaklega svo neytendur geti verið fullvissir um að þeir séu ekki að kaupa plastumbúðir. Þessi þróun tekur tíma en við stefn um á að koma með slíkar umbúðir á markað á þessu ári. Filmur og pokar eru líka í skoðun hjá okkur og um leið og við finn um hráefni sem kem ur í staðinn fyrir plastið hvað varðar útlit og verð stefn um við á að taka slíkt í notkun.“ Lengir líftímann Kristín leggur áherslu á að rétt val á um búð um, þ.e. innihald pappa og teg­ und matvælafilma, tryggi lengri líf tíma græn metisins bæði í verslunum og heima fyrir og slíkt hjálpi til við að minnka matarsóun. „Allar okkar um­ búð ir í dag eru úr endurvinnanlegu hráefni og því er mikilvægt fyrir neyt­ endur að vera meðvitaðir um flokkun. Með markvissri flokkun er hægt að endurvinna umbúðirnar og sjá þannig til þess að þær geti orðið hráefni í nýjar vörur.“ Ekki selt í lausu? Mörgum þykir súrt í broti að hafa ekki meira val um að kaupa íslenskt grænmeti í lausu. Sérstaklega má nefna þar tómata og papriku. Kristín segir ástæðu fyrir þessu. „Sölufélag garðyrkju manna pakkar inn sínu græn­ meti til að að greina það frá innflutta grænmetinu til að trygg ja að neytend­ ur geti verið fullvissir um að þeir séu að kaupa íslenskt grænmeti. Að selja grænmetið í lausu tryggir ekki það val. Það hefur oft komið fyrir í verslunum að erlendir tómatar og paprikur eru sett ar í okkar grænu fjöl nota kassa sem eru mjög sýnilega merktir Sölu­ félagi garðyrkjumanna og neytendur kaupa þessa vöru í góðri trú um að hún sé íslensk. Þetta er að sjálfsögðu mjög miður. Kaupmenn geta pantað frá okk­ ur paprikur eða tómata í lausu en þeir hafa oft ekki treyst sér til að tryggja að varan sé rétt merkt, þ.e. að um íslenska vöru sé að ræða og frá hvaða bónda hún kemur. Við erum með stefnu um að fullkominn rekjanleiki sé til staðar á öllum okkar vörum. Neyt endur eigi alltaf að geta fengið að vita frá hvaða bónda varan kemur og þeim upplýsing­ um komum við til skila á umbúðunum.“ NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 Íslenska grænmetið og plastumbúðir Kristín Linda Sveinsdóttir er markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna Það er ekki algengt að hægt sé að kaupa ís­ lenska tómata í lausu en það kemur þó fyrir. Agúrkur eru gjarnan pakkaðar í plast. Aðspurð segir Kristín að slíkt auki líftíma gúrkunnar sem annars linist fljótt. Verið sé að skoða aðrar leiðir, m.a. umhverfisvænni filmu. 4

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.