Neytendablaðið


Neytendablaðið - jun 2017, Page 15

Neytendablaðið - jun 2017, Page 15
NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 Karen Kjartansdóttir starfar hjá Aton sem ráðgjafi í almannatengslum. Geturðu nefnt góð kaup sem þú hefur nýlega gert? Ég keypti gönguskíði í Everest í byrjun árs án þess að kunna á skíði. Straujaði kortið, dauðhrædd um að þau myndu daga uppi inni í bílskúr sem vandræðaleg áminning um hvað hægt er að gera vond kaup þegar væntingar til manns sjálfs fara á flug. Skemmst er frá því að segja að þessi skíði færðu mér einhverjar skemmtilegustu stundir sem ég hef átt í útivist. Hvenær keyptirðu síðast köttinn í sekknum? Líkast til hafa verstu kaup mín oftast verið einhverjar áskriftir á internetinu sem endurnýja sig sjálfar fram í hið óendanlega ef maður gætir ekki að sér, já, og líka alls kyns tímaritaáskriftir. Ég tek samt fram að mér þykir afar vænt um fjölmiðla og vil helst vera áskrifandi að öllu sem í boði er til að reyna styðja við sjálfstæða fjölmiðlun. Hvar fékkst þú síðast frábæra þjónustu? Ég fór á KFC í Hafnarfirði í vetur. Við skulum hafa það á hreinu að það var til þess að gleðja manninn minn og átti ég takmarkaðan þátt í ákvörðuninni. Ansi margir virtust hafa fengið sömu hugmynd þetta kvöld. Þar sem ég stóð í röðinni hálffúl og lúin komst ég í gott skap því þótt röðin væri löng var afgreiðslufólkið svo einstaklega kurteist og vel skipulagt að mér þótti aðdáunarvert á að hofa. Þá vil ég nefna að í Eve rest hef ég fengið frábæra þjónustu og móttökur þann­ ig að ég lít svo á að það hafi verið vel þess virði að kaupa göngu skíðabúnaðinn hér á landi en ekki á netinu. Annars virðist ég vera fremur hamingjusamur neytandi og auðvelt að gera mér til geðs. Hvar liggja veikleikar þínir sem neytandi? Mér finnst svo gaman að kaupa bækur en les þær alltof sjald an. Horfi svo í bókahilluna sakbitin yfir allri þessari þekk ingu sem ég er ekki að drekka í mig. Hvar liggur sérfræðiþekking þín sem neytanda? Í fasteignum, ég hef skannað fasteignavefina í áratugi og þykist afar klár þegar kemur að því að veita góð ráð um góðar fjárfestingar sem eru líklegar til að ávaxta sig á næstu árum. Þessi meinta þekking nýtist þó mun meira í orði en á borði enda er fólk ekki að kaupa fasteignir alla daga. Húsvíkingurinn Kristján Þór Magnússon er sveitar­ stjóri í Norðurþingi. Hvenær keyptirðu síðast köttinn í sekknum? Það er alltof stutt síðan. Ég fór í sjoppu í gær og keypti tvær pylsur í gegnum lúgu, og keyrði í burtu hratt og örugglega eftir að hafa fengið þær afhentar, enda í tímaþröng. Kemur í ljós við fyrsta bita að starfsmenn sjoppunnar höfðu því miður smellt þeim beint úr ísskápnum í brauðið, án viðkomu í heitum potti, eins og venjan er. Skandall. Hvar fékkstu síðast frábæra þjónustu? Um síðustu helgi á Fosshótel Húsavík. Góður matur og ein­ staklega lipur þjónusta við okkur gestina. Vel gert! Áttu gott neytendaráð sem þú vilt deila Við hjónin höfum í gegnum tíðina af og til notað peninga­ seðla í stað korta við matarinnkaup mánaðarins og sett okkur markmið um hversu miklu við erum tilbúin til að verja af fjármunum til innkaupanna. Það hefur reynst okkur mun auðveldara að ná þeim markmiðum ef við höldum fysískt á peningunum samanborið við kortanotkunina. Svo er nátt­ úru lega alveg vonlaust að fara svangur í matvörubúð. Það kostar 30% óþarfa. Hvað lætur þú fara í taugarnar á þér sem neyt- andi? Okur fer óskaplega mikið í taugarnar á mér. Það er vegna þess að manni finnst svo auðvelt að sjá það og bregðast við því í grunninn með því að beina viðskiptum sínum eitthvert annað, verði maður fyrir barðinu á slíku. Það er aðeins eitt sem fer meira í taugarnar á mér en okrið og það er ef það kemur frá aðila í ráðandi stöðu á markaði. Það gerir mann auðvitað illan. Hvar liggja veikleikar þínir sem neytanda? Þeir liggja kannski aðallega í því að verja ekki aðeins meiri tíma í að velta fyrir mér gæðum og/eða vöruinnihaldi þess varnings sem maður kaupir. Það er mjög auðvelt að festast í viðjum vanans við innkaupin og erfitt er að brjótast út úr ein­ hverju munstri sem maður kemur sér og sínum í. Ég held að ef maður veitti því sem keypt er til heimilisins meiri athygli yrði nokkrum af núverandi vörutegundum í innkaupakörf­ unni kastað út en aðrar betri fylltu skarðið. Það er markmið til framtíðar að rýna betur í það sem maður er að kaupa, borða eða nota dags daglega. 15

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.