Neytendablaðið


Neytendablaðið - Jun 2017, Page 5

Neytendablaðið - Jun 2017, Page 5
Mörgum finnst óhugsandi að þvo þvott án þess að nota mýkingarefni. Þvotturinn verður mýkri, ilmar vel og síðast en ekki síst getur mýkingar­ efnið hjálpað til við að „af­rafmagna“ föt. En ekki eru allir hrifnir af notkun mýkingarefna og fyrir því eru góðar og gildar ástæður. Stefán Gíslason um hverfis stjórnunarfræðingur veit meira um málið. Stefán segir notkun mýkingarefna aðal lega umdeilanlega vegna þess að í þeim eru ýmis efni sem geta verið skaðleg fyrir heilsu og umhverfi, auk þess sem mýkingarefni séu oftar en ekki gagnslaus. Margir nota mýkingar­ efni til að þvotturinn ilmi en Stefán bendir á að í raun á ekki að vera nein lykt af hreinum þvotti. „Lykt sem stafar af þvottaefnum eða mýkingarefnum er efnalykt sem hefur ekkert með hrein­ læti að gera. Mýkingarefni innihalda efnakokteil og virkni efnanna byggist á að þau sitji sem fastast utan á tauinu þegar búið er að þvo það. Þessi efni losna þaðan af t ur smátt og smátt og geta þá hugsanlega borist inn í líkam­ ann, annað hvort í gegn um húðina eða þá með því að við öndum efnunum að okkur, sem við gerum auðvitað, því að annars myndum við ekki finna þessa lykt. Efnin eru ekki bara var­ hugaverð fyrir heilsuna heldur geta þau skaðað lífríkið enda skolast hluti þeirra út með fráveituvatninu.“ Stef án bendir ennfremur á að ýmislegt bendi til þess að sveppamygla sé algeng­ ari í þvottavélum þar sem notuð eru mýkingarefni og í ofanálag eru efnin eldfim sem þýðir að föt sem skoluð eru með mýkingarefni eru eldfimari en önnur föt. Fyrir þá sem sækjast eftir því að mýkja fötin segir Stefán annan kost vera í boði: „Í stað þess að kaupa tiltölulega dýr efni sem eru í mörgum tilvikum gagnslítil og í flestum tilvikum varasöm fyrir um hverfi og heilsu er reynandi að setja nokkr ar teskeiðar af 4­6% borðediki í mýkingarefnishólfið á þvottavélinni.“ NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2017 Mýkingarefni til óþurftar? Í fyrra var sagt frá því í fréttum að fjölnota kassar Sölufélags­ ins leyndust víða og var fólk hvatt til að skila köss unum. Kristín segir að viðbrögðin hafi verið góð en þó sé enn mikið um það að kassarnir skili sér ekki. „Við erum með fullkomna þvottastöð sem sér um að þrífa og sótthreinsa kassana svo hægt sé að nota þá aftur og aftur og við þvoum um 800.000 kassa á ári. Við vitum að þessir kassar fara á flakk og lenda oft inni í geymslum eða öðrum stöðum þar sem þeir eru nýttir undir ann að. Þetta er mikið fjárhagslegt tap fyrir okkar bænd­ ur og við biðlum því til fólks sem veit af kössunum einhvers staðar að koma þeim til okkar.“ Fjölnota kassar sem hverfa 5

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.