Neytendablaðið


Neytendablaðið - jun 2017, Qupperneq 22

Neytendablaðið - jun 2017, Qupperneq 22
Sænsku neytendasamtökin gerðu gæða könnun á 15 al­ geng um tegund um dagkrems, svo sem frá L'Oreal, Nivea, Vichy, Estée Lauder, Garnier, Dr. Hausch ka og La Mer. Alls tóku 300 konur á aldrinum 25­66 ára þátt í rannsókninni og var hver kremtegund prófuð á 22 konum auk þess sem einn hópur fékk svokallað samanburð arkrem. Rakagef­ andi eigin leikar hvers krems voru bornir saman við saman­ burðarkremið en einnig við húð sem ekkert krem hafði verið borið á. Þá var horft til þess hvort kremin innihéldu varasöm efni eins og hormónaraskandi efni og ilmefni sem eru þekkt ir ofnæmis valdar, hvort merkingar væru skýrar og hvort fram kæmi hvenær kremið væri útrunnið. Konurnar vissu að sjálf­ sögðu ekki hvaða krem þær voru með í hönd unum til að tryggj a að þær hefðu engar fyrirframgefnar hugmyndir um ágæti kremsins. Niðurstaðan er sú helst að ekkert sam hengi er á milli verðs og gæða. La Mer, sem er langdýrasta kremið, fær léleg ustu einkunnina. Ekki er mikill munur í einkunnargjöf á þeim krem­ um sem raða sér í tíu efstu sætin. Þar má finna krem frá Garnier Skin Naturals, La Roche Posay, Aco, L'Oreal, Nivea og Vichy, Biotherm, Estée Lauder, Nuxe og Yves Rocher. Þær teg­ undur sem röðuðu sér á botninn; La Mer, Avène og Cien, inni­ héldu öll einhver efni sem eru grunuð um að vera hormóna­ raskandi. Fyrir utan hina tæknilegu rannsókn var gerð tilraun þar sem 30 konur notuðu eina kremtegund í eina viku án þess, auð vitað, að vita hver kremtegundin var. Þar kom ódýrasta kremið, Cien frá Lidl, best út en það hafði lent í þriðja neðsta sæti í stóru könnuninni. La Mer var eftir sem áður í hópi þeirra tegunda sem fékk hvað verstan dóm. Neytendasamtök víða um heim hafa í gegnum tíðina gert ótal kannanir á hinum ýmsu kremtegundum; hrukku kremum, dag­ kremum, augn krem um og sólkremum. Alla jafna er ekki hægt að sjá neitt samhengi á milli verðs og gæða. Það er vissu lega mjög einstakl ings bundið hvað hentar hverjum og einum en ljóst er að fallegar umbúðir og hátt verð tryggja ekki endilega betri árangur. Dýr krem ekki betri - nema síður sé Framboð á svokölluðu „whitening“ tannkremi hefur aukist mikið enda slá fæstir hendinni á móti bjartara brosi. Evrópsk neytendasamtök gerðu nýlega gæðakönnun á tannkrems­ tegundum sem lofa hvítari tönnum og hægt er að kaupa í verslunum. Það er skemmst frá því að segja að engin tegund stendur undir nafni. Könnunin var framkvæmd þannig að hver tannkremstegund var notuð af 30 manns frá 18 – 65 ára í einn mánuð. Lítill sem enginn munur sást á tönnum tilraunadýranna eftir mánaðar­ notkun. Einnig var svokallað „slitgildi“ mælt, þ.e. hversu mikið tannkremið slítur eða eyðir glerungnum. Flestar tegundir voru með frekar hátt slitgildi. Það er því alls ekki ástæða til að eltast við tannkremstegundir sem lofa hvítari tönnum og borga jafnvel hærra verð fyrir vik­ ið. Í ljósi þess að engin tegund stenst fullyrðingar sem settar eru fram á umbúðum hafa sænsku neytendasamtökin farið fram á að markaðssetning á þessum hvíttunartannkremum í Svíþjóð verði stöðvuð. Tannkrem gera tennurnar ekki hvítari NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 201722

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.